Morgunblaðið - 10.02.2014, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014
Óhætt er að fullyrða að í íslensku
samfélagi séu fjölmargar fjölskyldur
þar sem annar eða báðir aðilar sem
til hennar stofna eiga barn eða börn
úr fyrri samböndum. Þar af leiðandi
eru stjúptengsl í mörgum fjöl-
skyldum og eru þær fjölskyldur af öll-
um stærðum og gerðum.
Á vefsíðunni www.stjuptengsl.is er
að finna ýmiss konar fróðleik um
ólíkar fjölskyldugerðir.
Framundan er áhugavert námskeið
á vegum Stjúptengsla fyrir fagfólk og
á því námskeiði kennir Valgerður
Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og að-
júnkt við HÍ.
Námskeiðið er einkum ætlað fag-
fólki sem vinnur með fjölskyldum en
farið verður í saumana á sýnileika
stjúpfjölskyldna, staðalmyndir, hlut-
verk, hollustu, ofmat eða vanmat á
stuðningsneti og það að vinna með
stjúpfjölskyldum.
Vefsíðan www.stjuptengsl.is
Morgunblaðið/Rósa Braga
Stjúptengsl Valgerður Halldórsdóttir félagsfræðingur kennir m.a. fagfólki.
Hver er í fjölskyldunni?
Annað kvöld, þriðjudaginn 11. febr-
úar, verður notaleg bókmenntastund
í húsakynnum Landssamtakanna
Geðhjálpar, Borgartúni 3 í Reykjavík.
Þá er svokallað bókmenntakvöld og
að þessu sinni mun Kristín Steins-
dóttir fjalla um tilurð skáldsögu sinn-
ar, Ljósu. Hún mun lesa upp úr völd-
um bókarköflum og svara
spurningum gesta sem geta fengið
sér kaffi og meðlæti.
Bókin fjallar um glímu aðalpersón-
unnar, Ljósu, við geðhvörf í íslenskri
sveit á fyrrihluta síðustu aldar. Krist-
ín hlauta Fjöruverðlaunin árið 2011
fyrir bókina og Menningarverðlaun
DV í bókmenntum árið 2010.
Geðhjálp er hagsmunasamtök sem
stofnuð voru árið 1979 með það að
markmiði að gæta hagsmuna þeirra
sem þurfa á aðstoð að halda vegna
geðrænna vandamála, aðstandenda
eða annarra sem láta sig geðheil-
brigðismál varða.
Samtökin standa fyrir ýmsum upp-
byggilegum viðburðum og er öllum
frjáls mæting.
Endilega …
… farið á bók-
menntakvöld
Geðhjálpar
Morgunblaðið/Einar Falur
Umræður Kristín mun lesa upp Ljósu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Malín Brand
malin@mbl.is
Stuttmyndin Hvalfjörður vartekin upp þegar Ágúst Örnvar tíu ára. Myndin erfimmtán mínútna löng og á
þessum fimmtán mínútum gerist
býsna margt. Hún fjallar um afar
sérstök og sterk tengsl á milli
tveggja bræðra, þeirra Ívars og
Arnars. Þeir búa í Hvalfirði ásamt
foreldrum sínum. Í myndinni er
horft á heiminn með augum Ívars,
sem Ágúst Örn leikur, og hvernig
heimsmynd hans kollvarpast.
Myndin hefur fengið mikið lof á
ýmsum kvikmyndahátíðum auk þess
sem hún fékk fimm tilnefningar til
Edduverðlaunanna, sem er býsna
óvanalegt fyrir stuttmynd.
Mikið lof
Alls hlaut hún tólf verðlaun á al-
þjóðlegum hátíðum á síðasta ári: Á
Cannes í Frakklandi, Giffoni á Ítal-
íu, Brest í Frakklandi, Ghent í Sviss,
Hamptons í Bandaríkjunum, Varsjá
í Póllandi, Les Percéides í Kanada,
Zagreb í Króatíu, Chicago í Banda-
ríkjunum, tvenn verðlaun á RIFF
hér á Íslandi og Arcipelago í Rúss-
landi.
Myndin er auk þess sögð ein af
fimm bestu stuttmyndum síðasta árs
á frönsku kvikmyndasíðunni Format
Court. Sjá má brot úr myndinni með
því að skanna qr-kóðann aftan við
greinina.
Hvaða drengur er þetta?
Það er því ljóst að hér er eitt-
hvað býsna áhugavert á ferðinni.
Myndin hefur ekki síst vakið athygli
fyrir framgöngu leikarans unga,
Ágústs Arnar.
Hann er tólf ára gamall og
stundar nám í Austurbæjarskóla.
Svo skemmtilega vildi til að hann
átti einmitt afmæli daginn sem hann
var tilnefndur til Edduverð-
launanna. Persónan Ívar, sem Ágúst
leikur, varð að hans sögn til fyrir
styttri útgáfu stuttmyndarinnar.
„Svo vildi hann fá aðeins lengri
stuttmynd úr þessu svo ég vissi al-
veg hvernig þessi karakter var og
reyndi einhvern veginn að koma mér
í karakterinn í tökum,“ segir Ágúst
Örn sem er fjarri því að vera óvanur
að bregða sér í ýmis hlutverk. Hann
lék til dæmis í Eldfjalli, mynd Rún-
ars Rúnarssonar, í Oliver Twist í
Fór bara sjálfkrafa í
karakter í tökunum
Ágúst Örn B. Wigum er einn yngsti leikarinn á landinu. Ágúst Örn gerði það gott
í myndinni Hvalfirði þar sem hann fer með aðalhlutverkið og var tilnefndur til
Edduverðlaunanna fyrir leikinn. Hann er ánægður með tilnefninguna en lætur
hana ekki slá sig út af laginu, enda nóg að gera í körfuboltanum auk þess sem það
er auðvitað full vinna að vera í sjötta bekk í Austurbæjarskóla!
Leikari Ágúst Örn B. Wigum er áhugasamur um leiklist og hefur komið víða
við á ferlinum sem nú spannar tæp fimm ár þrátt fyrir ungan aldur.
Einbeittur Ágúst Örn er tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir leikinn í að-
alhlutverki Hvalfjarðar. Alls voru tilnefningarnar fimm talsins.
Ljósmynd/Gunnar Auðunn Jóhannsson
Verðlaunamynd Stuttmyndin Hvalfjörður hefur fengið fjölda verðlauna.
Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • endurvinnslutunnan.is
m
ag
gi
@
12
og
3.
is
21
.8
51
/0
1.
13
m
ag
gi
@
12
og
3
is
21
85
1/
01
13
Flokkunarílát
til notkunar innan húss
FLOKKUNARBARIR
Eitt hólf 20 l. 2 x 11 l. 3 x 11 l. 1 x 8 l. karfaTvistur (á sleða) Þristur (á sleða)
Fáanlegir í mörgum litum. Mál: 38 x 39/93 cm.
2 x 40 l. á vagni 2 x 90 l. á vagni Ás (á sleða)2 x 60 l. á vagni
2 x 10 l. + karfa. Mál: 25 x 38/35 cm.Mál: 56 x 56/66 cm.Mál: 56 x 56/66 cm.Mál: 38 x 66/66 cm.
Allar upplýsingar
í síma 535 2510
Mál: 31 x 46/36 cm. Mál: 31 x 46/36 cm. Með snerti/pedalopnun. Mál: 26/59 cm. Mál: 25 x 31/44 cm. Mál: 25 x 47/44 cm. Fyrir lífræna söfnun. Mál: 18 x 22/22.