Morgunblaðið - 10.02.2014, Side 14
BAKSVIÐ
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
sem fram fara 31. maí næstkomandi
eru farnir að skýrast en kosið var um
uppröðun á lista flokksins í fimm
sveitarfélögum um helgina, þ.e.
Kópavogi, Akureyri, Mosfellsbæ,
Ísafirði og Grindavík. Kosningaþátt-
takan var á bilinu 45 til 50 prósent í
og segir Stefanía Óskarsdóttir
stjórnmálafræðingur að sjálfstæð-
ismenn geti vel við unað.
„Almennt verður að telja þetta
góða þátttöku í prófkjöri og einnig
þegar litið er til prófkjörs flokksins í
Reykjavík sem var nokkuð minna en
sjálfstæðismenn í Reykjavík eiga að
venjast,“ segir Stefanía.
Kynjahlutfallið jafnt
Þrátt fyrir að karlmenn leiði lista
flokksins í öllum sveitarfélögunum
sem kosið var í um helgina eru kynja-
hlutföllin jöfn eftir prófkjör helg-
arinnar. Af þeim 30 einstaklingum
sem röðuðu sér í efstu sex sæti lista
flokksins í sveitarfélögunum fimm
eru 15 konur og 15 karlar.
„Niðurstaðan er góð fyrir konur
sem eru að raða sér ofarlega á lista
flokksins eins og t.d. í Kópavogi og
síðan má heldur ekki gleyma próf-
kjörinu í Hafnarfirði um síðustu helgi
þar sem Rósa Guðmundsdóttir leiðir
lista Sjálfstæðisflokksins og alls eru
fjórar konur í sex efstu sætunum,“
segir Stefanía. Hún bendir á að kon-
um hafi almennt gengið betur í sveit-
arstjórnarpólitíkinni á höfuðborg-
arsvæðinu en út á landi.
Fléttulisti í Mosfellsbæ
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í
Mosfellsbæ, hlaut flest atkvæði í
prófkjöri flokksins um helgina og
bæjarfulltrúarnir Bryndís Haralds-
dóttir og Hafsteinn Pálsson skipa
annað og þriðja sæti listans. „Ég er
mjög ánægður með prófkjörið og
stuðninginn sem ég fæ til að leiða
lista flokksins í vor,“ segir Haraldur
en hann fékk tæp 90 prósent
greiddra atkvæða í prófkjörinu.
Sjálfstæðisflokkurinn er með 4 bæj-
arfulltrúa og hreinan meirihluta en
er þrátt fyrir það í meirihluta-
samstarfi með Vinstri grænum. „Við
höfum starfað í meirihluta með
Vinstri grænum í tvö kjörtímabil og
það samstarf hefur gengið vel.“
Haraldur telur að flokkurinn hafi
alla burði til að bæta við sig bæjar-
fulltrúum í vor og segir hann að nið-
urstaða prófkjörsins hafi skilað Sjálf-
stæðisflokknum sterkum lista í
Mosfellsbæ. „Kynjahlutfallið á listan-
um er jafnt þar sem konur og karla
raða sér jafnt niður listann. Þá er ald-
ursdreifingin og reynsla fólks mjög
góð.“ Nú sitja sjö bæjarfulltrúar í
bæjarstjórn Mosfellsbæjar en þeim
mun fjölga í níu á næsta kjörtímabili.
Sóknarfæri í Grindavík
Nýr maður leiðir lista Sjálfstæðis-
flokksins í Grindavík en þar hlaut
Hjálmar Hallgrímsson flest atkvæði í
fyrsta sætið. Eini bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í bæjarstjórn
Grindavíkur, Guðmundur Pálsson, er
í öðru sæti listans og Jóna Rut Jóns-
dóttir í því þriðja. „Við stefnum á
betri kosningu í vor en fyrir fjórum
árum enda fjöldi sóknarfæra í
Grindavík bæði í lífæð bæjarins sem
er höfnin en líka í ferðaþjónustunni,“
segir Hjálmar.
Bæjarstjóraskipti á Ísafirði
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á
Ísafirði, hlaut flest atvæði í fyrsta
sæti í prófkjöri flokksins um helgina.
Jónas Þór Birgisson og Kristín Hálf-
dánadóttir koma í næstu sætum á
eftir. „Við erum komin með sigur-
stranglegan lista og ég er ánægður
með prófkjörið,“ segir Daníel en
hann ætlar ekki að gefa kost á sér
sem bæjarstjóri fái Sjálfstæðisflokk-
urinn umboð til að stýra Ísafjarðabæ
í kosningunum í vor. „Ég ætla að
sitja fram á vor sem bæjarstjóri en
síðan taka við önnur verkefni hjá
mér.“ Fái Sjálfstæðisflokkurinn um-
boð til að mynda meirihluta er ekki
ljóst hvort ráðinn verði faglegur bæj-
arstjóri eða einstaklingur valinn af
lista flokksins.
Blásið til sóknar á Akureyri
Gunnar Gíslason, fræðslustjóri Ak-
ureyrarbæjar, sigraði í prófkjöri
sjálfstæðismanna í bænum um
helgina og er því oddviti flokksins
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í
vor. Gunnar hlaut 48,9% atkvæða í
fyrsta sætið. Í öðru sæti er Eva
Hrund Einarsdóttir og í þriðja sæti
er Njáll Trausti Friðbertsson.
Gunnar segist ætla að axla leið-
togahlutverkið með ánægju enda
listinn að hans mati sterkur. Núna
munum við fara á fullt í málefna-
vinnu og búa okkur til skýra sýn og
stefnu sem við getum lagt fram í vor.
Við munum vinna okkar heimavinnu
og stefnum að þremur til fjórum
bæjarfulltrúum,“ segir Gunnar, en í
dag hefur flokkurinn aðeins einn
bæjarfulltrúa.
„Flokkurinn hefur lengi verið
sterkur og ég held að við séum að ná
fyrri stöðu,“ segir Gunnar en hann
ætlar að funda með núverandi bæj-
arstjóra um starf sitt sem fræðslu-
stjóri en hann ætlar að sinna því eins
lengi og þörf krefur.
Sjálfstæðismenn velja á sína lista
Fimmtán konur og fimmtán karlmenn eru í sex efstu sætum lista Sjálfstæðisflokksins í þeim fimm
sveitarfélögum sem valið var á um helgina Kosningaþátttakan var um fimmtíu prósent
Niðurstöður prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
Sa
m
t. í
1.-
3.
sæ
ti
Sa
m
t. í
1.-
4.
sæ
ti
Sa
m
t. í
1.-
5.
sæ
ti
Sa
m
t. í
1.-
6.
sæ
ti
Sa
m
t. í
1.
sæ
ti
Sa
m
t. í
1.-
2.
sæ
ti
1. Gunnar Gíslason 580 638 674 705 741 722
2. Eva Hrund Einarsd. 5 578 704 833 925 990
3. Njáll T. Friðbertsson 495 562 616 668 707 762
4. Bergþóra Þórhallsd. 46 279 489 736 823 923
5. Baldvin Valdemarss. 31 88 540 657 767 835
6. Sigurjón Jóhanness. 9 56 141 307 452 592
Gunnar
Gíslason
Hjálmar
Hallgrímsson
Haraldur
Sverrisson
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014
Forsíðumerkingar
Kjölmiðamerkingar
V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Múlalundur - fyrir betri framtíð
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Ég get ekki litið öðruvísi á en
að mér sé sýndur mikill sómi, og
ég er mjög ánægður með það,“
segir Þórður
Þórarinsson
stjórnmálafræð-
ingur, en hann
var fyrir helgi
ráðinn næsti
framkvæmda-
stjóri Sjálfstæð-
isflokksins, frá
og með 15. mars
næstkomandi.
Þórður er
fæddur árið 1967 og hefur und-
anfarin níu ár verið fram-
kvæmdastjóri Vestnorræna ráðs-
ins sem er samstarfsvettvangur
Alþingis, Landsþings Grænlands
og Lögþings Færeyja. Hann tek-
ur við starfinu af Jónmundi Guð-
marssyni, sem hefur gegnt starf-
inu frá árinu 2009.
Þórður segir að hann hafi verið
spurður fyrir rúmum tveimur
vikum hvort hann væri reiðubú-
inn til að íhuga að taka starfið að
sér. Aðdragandinn að ráðning-
unni hefði því ekki verið langur
fyrir sig persónulega. „En ég
þurfti heldur ekki langan um-
hugsunarfrest, ég svaraði nánast
um hæl að ég væri tilbúinn ef
mér byðist starfið.“
Þórður hefur áður verið virkur
í starfi Sjálfstæðisflokksins, og
gegndi á sínum yngri árum ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn.
Hann segir að það séu mörg
spennandi verkefni framundan
sem hann hlakki til að takast á
við. „Í Sjálfstæðisflokknum starfa
þúsundir manna, bæði í sjálf-
boðaliðastarfi og sem frambjóð-
endur, og reynslan hefur sýnt
mér að þetta er allt afbragðsfólk,
sem ég hlakka til að starfa með.
Þannig að það eru bjartir tímar
framundan,“ segir Þórður.
Aðspurður hvaða verkefni
verði mest aðkallandi á fyrstu
dögunum í starfi nefnir Þórður
sveitarstjórnarkosningarnar í
vor sem augljóst dæmi. „Það er
stutt í þær og það hlýtur að taka
mestan tíma í starfi flokksins og
flokksskrifstofunnar á næstu
vikum. Annars verður fyrsta
verkefni mitt að halda flokks-
ráðsfund,“ segir Þórður, og seg-
ist hann hlakka til þess að hitta
þar sjálfstæðisfólk af öllu land-
inu.
„Bjart framundan“
Þórður Þórarinsson ráðinn nýr
framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins
Þórður
Þórarinsson
Grindavík
1. Hjálmar Hallgrímsson með 185
atkvæði í 1. sæti.
2. Guðmundur Pálsson með 168
atkvæði í 1-2. sæti.
3. Jóna Rut Jónsdóttir með 144
atkvæði í 1-3. sæti.
4. Þórunn Svava Róbertsdóttir með
176 atkvæði í 1-4. sæti.
5. Sigurður Guðjón Gíslason með
213 atkvæði í 1-5. sæti.
6. Klara Halldórsdóttir með 250
atkvæði í 1-6. sæti.
Ísafjörður
1. Daníel Jakobsson með 196
atkvæði í 1. sæti
2. Jónas Þór Birgisson með 183
atkvæði í 1-2. sæti.
3. Kristín Hálfdánsdóttir með 148
atkvæði í 1-3. sæti.
4. Marta Pálmadóttir með 189
atkvæði í 1-4. sæti.
5. Sif Huld Albertsdóttir með 232
atkvæði í 1-5. sæti.
6. Steinþór Bragason með 225
atkvæði í 1-6. sæti.
Mosfellsbær
1. Haraldur Sverrisson - 660
atkvæði í 1. sæti
2. Bryndís Haraldsdóttir - 415
atkvæði í 1. – 2. sæti
3. Hafsteinn Pálsson - 358 atkvæði
í 1. – 3. sæti
4. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir – 362
atkvæði í 1. – 4. sæti
5. Theodór Kristjánsson – 376
atkvæði í 1. – 5. sæti
6. Eva Magnúsdóttir – 372 atkvæði
í 1. – 6. sæti
7. Rúnar Bragi Guðlaugsson – 348
atkvæði í 1. – 7. sæti
8. Karen Anna Sævarsdóttir – 369
atkvæði í 1. – 8. sæti
Niðurstöður úr
prófkjörum helgarinnar
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN PRÓFKJÖR
Daníel
Jakobsson