Morgunblaðið - 10.02.2014, Page 17

Morgunblaðið - 10.02.2014, Page 17
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að ríkisstjórn Bandaríkjanna myndi víkka út viðurkenningu á hjónabönd- um samkynhneigðra fyrir rétti. Þá yrði tryggt að samkynhneigð pör ættu sama rétt á bótum og gagnkyn- hneigð pör. Þetta er talinn vera stór sigur fyr- ir stuðningsmenn hjónabanda sam- kynhneigðra, en áður hafði Hæsti- réttur Bandaríkjanna sett tvo úrskurði, sem gáfu slíkum hjóna- böndum aukinn rétt. Samkvæmt breytingunum munu samkynhneigð pör njóta sama réttar í öllum ríkjum Bandaríkjanna, jafn- vel þeim sem viðurkenna ekki hjóna- bönd þeirra, svo lengi sem viðkom- andi hafi gifst á löglegan hátt í öðru ríki. Á meðal þess helsta sem ákvörð- unin hefur í för með sér, er að nú munu samkynhneigðir einstaklingar sem misstu maka sinn í hryðjuverk- unum 11. september 2001 eiga sama rétt til bóta og gagnkynhneigð pör. Þá munu eftirlifandi makar þeirra lögreglumanna og slökkviliðsmanna er létu lífið þann dag eiga rétt á styrkjum til menntunar. Tilkynningu Holders var víða fagnað af samtökum sem hafa barist fyrir réttindum samkynhneigðra. Nokkur íhaldssöm samtök hafa hins vegar gagnrýnt hana og sagt Holder hafa teygt sig of langt í túlkun sinni á úrskurðum Hæstaréttar. Holder, sem er fyrsti blökkumað- urinn til að gegna starfi dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að barátta fyrirrennara sinna í embætti fyrir jöfnum réttindum fólks óháð litarafti hefði haft mikil áhrif á sig. „Eins mikilvæg og baráttan gegn kynþáttamisrétti var þá og er enn í dag, má vita það: staðfesta mín til þess að berjast gegn mismunun vegna kynhneigðar eða kynvitundar er jafnmikil og þeirra,“ sagði Holder. Ríkið viðurkennir samkynhneigð pör  Fá rétt á bótum úr sjóði fyrir fórnarlömb 11. september AFP Kampakátir Bandaríska alríkið mun víkka út viðurkenningu á hjónabönd- um samkynhneigðra fyrir rétti, einnig í ríkjum þar sem slíkt er bannað. Hjónabönd samkynhneigðra » 17 ríki Bandaríkjanna hafa lögleitt hjónabönd sam- kynhneigðra. » 33 ríki hafa hins vegar bann- að slík hjónabönd. » Í tveimur ríkjum, Utah og Oklahoma, hefur alrík- isdómstóll talið að bannið brjóti gegn stjórnarskránni. FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000 www.falkinn.is Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið Kúplingar- og höggdeyfar Hjólalegusett Kúlu- og rúllulegur ! Stýrisendar og spindilkúlur Hjöru- og öxulliðirHemlahlutir Viftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar TRAUSTAR VÖRUR… …sem þola álagið Rúmlega sex hundruð almennir borgarar voru fluttir frá Homs, þriðju stærstu borg Sýrlands, í gær. Konur, börn og gamalmenni voru í forgangi og virtust þau vera ör- magna og veikburða samkvæmt sjónvarpsmyndum. Um 3.000 manns hafa ekki komist út úr borginni vegna umsáturs stjórnarhers Sýrlands í um 600 daga, og hefur komið fram í fréttum að fólkið hafi dregið fram lífið á ólív- um og villtu korni. Um 80 manns voru fluttir frá borginni á föstudag- inn eftir að Sameinuðu þjóðirnar komu í kring „mannúðarhléi“ á átök- um. Fylkingarnar sökuðu hvor aðra um að hafa rofið vopnahléið, en fimm manns létust þegar skothríð úr sprengjuvörpu hófst í einu hverfi borgarinnar. Þá bárust fregnir af því að skotið hefði verið á starfsfólk Rauða hálfmánans í borginni á laug- ardaginn. Fátt bendir til friðar Önnur lota friðarviðræðna hefst í dag í Genf. Samninganefnd Bashars al-Assads, Sýrlandsforseta, kom til Genfar í gær, á meðan fulltrúar stjórnarandstöðunnar tíndust til borgarinnar einn af öðrum. Óvíst var hvort Ahmad Jarba, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, yrði á meðal við- semjenda þeirra. Fátt virðist benda til þess að stríð- andi fylkingar séu nærri því að ná sáttum um frið. Ríkisstjórn Assads krefst þess að viðræðurnar snúist um baráttu gegn „hryðjuverkum,“ en andstaðan ljær vart máls á öðru en að Assad víki úr embætti. Á meðan samninganefndirnar þrefa virðist vera lítið lát á ofbeldinu í Sýrlandi. Um þrjú hundruð manns féllu á laugardaginn. Þar af voru um tuttugu manns sem voru teknir af lífi af stuðningsmönnum Assads í hér- aðinu Hama í miðju Sýrlandi. Þá berast einnig fréttir af því að fólk í flóttamannabúðum láti lífið vegna vannæringar og skorts á lyfj- um. Um 136.000 manns hafa nú þeg- ar fallið í borgarastríðinu, sem hefur staðið í nærri því þrjú ár. Þá eru margar milljónir á vergangi vegna átakanna. Fleiri borgarar fluttir frá Homs  Friðarviðræður hefjast á ný í Genf EPA Aðstoð Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna heldur á barni í Homs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.