Morgunblaðið - 10.02.2014, Page 21

Morgunblaðið - 10.02.2014, Page 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 www.nortek.is Sími 455 2000 Nortek sérhæfir sig í öryggislausnum sem þú getur treyst hvort heldur er að degi eða nóttu, miklir möguleikar bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki. Meira en 16 ára reynsla í sölu og þjónustu á öryggiskerfum. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is FYRIRTÆKJAÖRYGGI • Aðgangsstýring • Brunakerfi • Myndavélakerfi • Innbrotakerfi • Slökkvikerfi / Slökkvitæki • Öryggisgirðingar / Hlið / Bómur • Áfengismælar / fíkniefnapróf Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is Bílalakk Blöndum alla bílaliti og setjum á spreybrúsa Bjóðum uppá heildarlausnir í bílamálun frá DuPont og getum blandað liti fyrir allar gerðir farartækja Hvernig og hvenær á að afnema verðtryggingu neytendalána? Nú hefur sérfræð- ingahópur forsætisráð- herra um afnám verð- tryggingar af nýjum neytendalánum skilað verkefni sínu, 23. jan- úar 2014. Hópurinn skilar af sér tveimur tillögum, minni og meiri hluta. Það er ljóst að mikil yfirlega og vinna hefur farið í verkið. Það eru tvö atriði sem ég vil vekja athygli á og gera athugasemdir við: 1. Verkefninu er skilað 23. janúar 2014. Verkinu átti að skila fyrir árs- lok 2013. Það er algjörlega óboðlegt, þegar hópur sérfræðinga tekur að sér verkefni þar sem skilafrestur er settur fram, að ekki sé staðið við hann. Það gilda engar afsakanir, ef hópurinn sér fram á að geta ekki unnið verkið eins og fyrirmæli segja til um, þá á hann að segja sig frá verkinu, en ekki hafa bara sína hentisemi. 2. Hvert var hlutverk hópsins? Orðrétt úr skýrslu meirihluta hóps- ins kemur fram: „Verkefni sérfræð- ingahópsins verði að útfæra afnám verðtryggingar nýrra neytendalána. Tillögur og tímasetning liggi fyrir í árslok 2013. Hópurinn meti áhrif þessara breytinga í víðum skilningi og geri til- lögur til þess að lág- marka neikvæð áhrif. Tillögur um útfærslu og tímasett áætlun liggi fyrir í lok árs 2013.“ Ég tel að þetta sé skýr texti sem ekki er hægt að misskilja. Þá er ennfremur rétt að benda á það að hóp- urinn er skipaður af forsætisráð- herra. Það má öllum vera ljóst að forsætisráðherra lofaði afnámi verð- tryggingar á neytendalán í aðdrag- anda kosninga og í framhaldi af því skipaði hann þennan hóp með skýr fyrirmæli. Skv. lið 1.2 í skýrslu hópsins segir ennfremur „Hlutverk hópsins er að útfæra afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum og koma með tillögur um tímasetta áætlun um af- nám“. Það er því algjörlega óskiljanlegt hvernig hópur sérfræðinga, flestir með háar háskólagráður, geti leyft sér að fara svona frjálslega með verkefnið. Í samantekt hópsins eru lagðar til fjórar tillögur: a. Óheimilt verði að bjóða neyt- endum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára. b. Lágmarkstími nýrra verð- tryggðra neytendalána verði lengd- ur í 10 ár. c. Takmarkanir verði gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána. d. Hvatar til töku og veitinga á óverðtryggðra lána. Ég fæ ekki með nokkru móti skil- ið hvernig ofangreind samantekt geti á nokkur hátt verið svar við verkefninu. Þá er eins og nefndin hafi misskilið hlutverk sitt og sé að leggja mat á það hvort ákvörðun ráðherra sé gáfuleg eða ekki og hvort hún sé framkvæmanleg. Ákvörðun liggur fyrir og nefndin átti að koma með tillögur um að lág- marka neikvæð áhrif breytinganna og tímasetningar. Spurningin er, hvernig og hvenær á að afnema verðtryggingu neyt- endalána? Ekkert svar… Eftir Birgi Skaptason » Gagnrýni á vinnu- brögð sérfræð- ingahóps um afnám verðtryggðra neyt- endalána. Birgir Skaptason Höfundur er bóndi. Eftir að Drífandi stéttarfélag ásamt fjölda annarra stéttar- félaga í landinu felldi kjarasamninga þá sem forysta ASÍ og at- vinnurekenda gerði á dögunum hefur nokk- uð verið rætt um ábyrgð og skyldur verkalýðsfélaga í land- inu. Ég hef rætt við ýmsa hér í Eyjum um þessi mál og hafa skoðanir þeirra verið skiptar. Reyndar hafa þeir sem telja að fé- lagsmenn Drífanda hafi sýnt ábyrgðarleysi með því að fella samningana verið mun háværari en raddir hinna. Þessar háværu raddir telja að afstaða verkafólks í Vestmannaeyjum til kjarasamnings- ins þýði aukna verðbólgu og sé ógn við stöðugleikann í landinu, hvorki meira né minna. Búið sé að eyði- leggja möguleikana á uppbyggingu atvinnulífsins og bættum kjörum al- mennings í landinu. Einn viðmæl- enda minna bætti því meira að segja við að einhver aðkomustrákur sem ekkert vissi í sinn haus um hags- muni Vestmannaeyinga réði ferðinni og hann hefði platað verkafólk í Vestmannaeyjum til þess að fella samningana. Hann og hans menn væru bara lýðskrumarar. Það var einkum þessi síðasta athugasemd viðmælanda míns sem fékk mig til að stinga niður penna um þessi mál nú. Athugasemdin lýsir nefnilega svo mikilli mannfyrirlitningu og heimsku að undrum sætir og ég get ekki orða bundist. Mig lang- ar af þessu tilefni að benda lesendum á nokkrar staðreyndir sem öllum sem um þessi mál ræða verða að vera ljósar:  Samningurinn sem ASÍ-forystan lagði til að sam- þykktur yrði hafði í för með sér áframhaldandi smánarlaun fyrir þá sem lægst hafa launin.  Samningurinn gerði ráð fyrir því að skattalækkanir þær sem lofað hefur verið næðu ekki til þeirra sem lægst hafa launin, verkafólksins sem Drífandi hefur innan sinna vébanda.  Forseti ASÍ lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali að laun verkafólks samkvæmt samningnum nægðu ekki til þess að lifa af þeim mann- sæmandi lífi.  Þessi sami forseti hvatti samt sem áður verkafólk til þess að sam- þykkja samningana og þar með að lifa lífi sem hann telur ekki mann- sæmandi. Með því að fella samning ASÍ- forystunnar og atvinnurekenda sýndi verkafólk í Vestmannaeyjum hins vegar mikið hugrekki og ábyrgð. Það sýndi að fagurmæli, lof- orð og jafnvel hótanir eru einskis virði þegar lífsbaráttan er hörð og lífsbaráttan er sannarlega réttlát barátta. Verkafólk í Vestmanna- eyjum veit það einnig af langri reynslu að kröfur þess um mann- sæmandi laun setja hvorki verðbólg- una af stað né valda óstöðugleika í landinu. Þar koma allt aðrir við sögu. Þar koma m.a. við sögu þeir sem sjálfir hafa margföld laun verkafólks, þeir sem geta greitt sér milljarða í arðgreiðslur og gefið verkafólki langt nef á sama tíma. Þar koma við sögu þeir sem settu landið okkar nær því á hausinn fyrir nokkrum árum og eru nú sem óðast að festa sig í sessi á nýjan leik. Þetta hafði verkafólk í Vestmannaeyjum meðal annars í huga þegar það án hiks og með fullri ábyrgð felldi smánarsamninga ASÍ-forystunnar og atvinnurekenda nú á dögunum. Eftir Ragnar Óskarsson Ragnar Óskarsson » Samningurinn sem ASÍ-forystan lagði til að samþykktur yrði hafði í för með sér áframhaldandi smánar- laun fyrir þá sem lægst hafa launin. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Verkafólk í Vestmannaeyjum sýndi hugrekki og bar ábyrgð Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.