Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vertu heima og slappaðu af í dag ef
þú mögulega getur. Maðurinn hefur inn-
byggða þörf fyrir andstæður.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur áhyggjur af því að einhver
kunni að vera að misnota þig fjárhagslega
eða að misnota eigur þínar. En mundu að
fleira skiptir máli en þau verðmæti, sem möl-
ur og ryð fá grandað.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Misstu ekki sjónar á hlutunum því
áður en þú veist eru þeir horfnir og sumir fyr-
ir fullt og allt. Einhver gæti tekið upp á því að
nýta sér góðmennsku þína.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er enginn tími til að hika eða
efast – þú ert of upptekin/n við að gera huga
og líkama gott. Vertu vakandi fyrir því hversu
miklu þú eyðir og ekki sleppa þér ef þú átt
ekki fyrir því.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Í leit þinni að sannleikanum lætur þú
auðveldlega blekkjast af aðstæðum sem eru
90% sannar eða nokkurs konar sannindi.
Láttu ekki stundargróða byrgja þér sýn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Fortíðin nær tökum á þér, bæði góðar
minningar og slæmar. Sýndu þínar bestu
hliðar og njóttu stundarinnar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhver nákominn er að reyna að fela
galla sína fyrir þér. Talaðu út um málið við
þann sem þú treystir best.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu þér ekki bregða, þótt til
þín verði leitað um handtök sem heyra nú
ekki beint til þíns lifibrauðs. Vertu ákveðin/n
og fastur/föst fyrir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Stundum er ekki nóg bara að
heyra það sem sagt er heldur þarf líka að
taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru
settir fram. En þú getur skipt um skoðun eftir
tvo tíma svo ekkert vera að æsa þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hugsaðu þig tvisvar um áður en
þú lofar einhverjum einhverju í dag. Allt er
best í hófi, hófið líka. Fólk kann að meta það
hvað þú gerir hlutina af mikilli vandvirkni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú laðast að flóknum vanda-
málum og manneskjum. Varastu að eyða of
miklum peningum í blessuð börnin eða elsk-
una þína. Stattu fast á þínu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Rómantík, listir, afþreying með börn-
um og allt sem því viðkemur er í brennidepli
núna og á næstunni. Þú endurnærist og fyll-
ist orku til krefjandi verkefna.
Bjarki Karlsson lætur orð falla um„gnýskyr og fleira gott“
Við viljum ódýran, innfluttan kost
án þess að verðlagið svínbeygi fólk:
við þurfum gnýskyr og gazelluost
gíraffajógúrt og kengúrumjólk.
Auk þess væri okkur mjög til sóma
að eiga í kaffið nashyrningarjóma.
Höskuldi Jónssyni leist vel á hug-
myndina (fyrir utan kengúrumjólkina).
Áhuginn má ekki dofna
við æðum til Bukavu.
Þar ættum af alúð að stofna
afríkanskt mjólkurbú.
Hjálmar Freysteinsson yrkir um
„fésbókarfærslu Fríðu“, en segist ann-
ars ekki vera á fésbók, – enda veit ekk-
ert hvernig fésbókarfærslur eru!
Þegar Hannes var farinn á fundinn
Fríða losaði blundinn,
dreif sig af stað
og dreif sig í bað
og dreif sig svo út með hundinn.
Davíð Hjálmar Haraldsson segist
einnig ókunnugur fésbókarfærslum, –
en samkvæmt lýsingum sjónarvotta
gætu þær verið eitthvað á þessa leið:
Ég raðaði myndum í möppu.
Málfríður hrasaði í tröppu.
Kobbi er með ræpu,
ég keypti þó næpu
í kvöldmat með kartöflustöppu.
Eins og við var að búast tóku
hagyrðingar við sér og sendu
kveðjur til Hólmfríðar Bjartmars-
dóttur á Sandi, þegar hún varð 67
ára. Hér fylgja nokkrar og er þó
ekki tæmandi. Þorkell Guðbrands-
son orti en lét þess getið um leið,
að „eðalhagyrðingur“ eins og Fía
verðskuldaði eitthvað betra:
Ekki er lífið einskisvert
þótt ört í sporin fenni.
Að liðnum degi loksins ert
löggilt gamalmenni.
Sigmundur Benediktsson orti:
Láttu fljóta stökustraum,
styrktan skopsins rýni.
Sendi til þín glasaglaum
og góðan ilm af víni.
Ármann Þorgrímsson beindi til-
mælum til eiginmannsins:
Framundan þó fjölmörg liggi
friðsöm ár þá nálgast húmið.
Farðu vel með Fíu, Siggi,
og færðu henni ljós í rúmið.
Og Hallmundur Kristinsson orti:
Þorsti og hungur þjaka vart
þá sem fögrum listum unna;
við gamalmennin getum svo margt
sem gríslingarnir ekki kunna!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Mjólkurafurðir, fésbókarsíð-
ur og eðalhagyrðingur
Í klípu
„FLOTTIR, JÁ. EN HVER ER
TILGANGURINN? ÉG MEINA, FYRIR
UTAN AÐ SAFNA FERÐAPUNKTUM?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„PERSÓNULEGA FINNST MÉR
HANN SEGJA MARGT UM ÞIG.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... huggandi.
ÉG SÁ SVO SÆTA STELPU Í
KEILUSALNUM Í DAG.
HÚN VAR AÐ VINNA Í
VEITINGASÖLUNNI.
ÉG HEF ALDREI
BORÐAÐ SVONA
MARGAR (ROP)
FRANSKAR
ÁÐUR! ÉG HEF
GERT ÞAÐ.
SVO ER EITT SEM ER
MJÖG GOTT VIÐ ÞESSA
TILTEKNU FLÍK ...
... MIÐAÐ VIÐ MATARLYST HANS ER MJÖG
LÍKLEGT AÐ HÚN PASSI BETUR MEÐ TÍMANUM!
HATTAR
Og svo voru haldnir leikar. Vík-verji hefur fylgst með aðdrag-
anda og upphafi Ólympíuleikanna
sem settir voru síðastliðinn föstudag
í Sotsjí í Rússlandi. Það hefur vænt-
anlega ekki farið framhjá neinum að
staðsetning leikanna hefur verið
gagnrýnd víða, og háværustu mót-
mælin stafa af lagasetningum og of-
beldi sem hinsegin fólk í Rússlandi
býr við. Það þykir ekki við hæfi að
Ólympíuleikarnir, sem hafa það að
markmiði að sameina heimsbyggð-
ina, styðji slíkar ofsóknir á hendur
minnihlutahóps.
Sem er skiljanlegt, þó svo að Al-
þjóðaólympíunefndin og helstu
styrktaraðilar hafi ekki séð neitt at-
hugavert við það. Þegar valið stend-
ur á milli peninga og mannréttinda
er leikurinn einfaldlega of ójafn.
x x x
Víkverji er steinhissa á því hversufáir þungavigtarmenn, -fyr-
irtæki og -stofnanir hafa léð því við-
horfi röddu sína, að leikarnir ættu að
vera á öðrum stað. Treflar eru ágæt-
ir, en opinberar yfirlýsingar eru
betri.
Og það má ekki gleyma því að það
eru fjöldamargar aðrar ástæður fyr-
ir því að staðsetningin er slæm. Að-
eins austar í Kákasusfjöllum ríkir al-
gjör lögleysa, á svæði sem oft er
kallað hættulegasta svæði jarðar.
Víkverji vonar að herskáir hópar
þaðan komist ekki nærri Sotsjí.
Og það má heldur ekki gleyma því
að hinsegin fólk er langt frá því að
vera eitt á báti þegar kemur að kúg-
un rússneskra yfirvalda. Þar í landi
er ein ríkisskoðun, sem allir eiga að
fylgja, og eitt ríkisfangelsi fyrir þá
sem gera það ekki.
x x x
Það er þó ekki hægt að sniðgangaleikana með öllu. Þar keppir
færasta íþróttafólk í heimi, í íþrótt-
um sem flestar eru gott sjónvarps-
efni. Íslendingar geta verið stoltir af
sínum fulltrúum og þeirra þátttöku í
leikunum. Keppendur mega ekki
líða fyrir þá spillingu sem þrífst að
tjaldabaki, það væri að hengja bak-
ara fyrir smið. Smið sem virðist hafa
verið fjarverandi býsna lengi, miðað
við aðbúnaðinn sem keppendum og
fjölmiðlafólki er boðið upp á í Sotsjí.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Því að af náð eruð þið hólpin orðin
fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka.
Það er Guðs gjöf. (Efesusbréfið 2:8)
Trjáklippingar.
NÚ ER TÍMINN TIL AÐ KLIPPA TRÉ OG RUNNA.
Síðla vetrar og á vorin er góður tími til að klippa allflestar
tegundir trjágróðurs því þá er greinabygging gróðursins best
sýnileg. Einnig er þetta góður tími til þess að móta trjágróður.
TRAUST ÞJÓNUSTA Í YFIR 20 ÁR
Frá því Garðlist ehf. var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það
að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað.
Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem
við höfum átt í viðkiptum við unandarin ár, á saman tíma og við bjóðum
nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is