Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. F E B R Ú A R 2 0 1 4
Stofnað 1913 38. tölublað 102. árgangur
FÖRÐUN, FATNAÐUR,
ILMVÖTN OG GÆÐI
FYRIRGEFNING
ORÐIN AÐ
SÖLUVÖRU
24 SÍÐNA AUKABLAÐ UM
TÍSKU OG FÖRÐUN ÞÓRDÍS LEIKSTJÓRI 46
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík var sett í gær og
mun standa yfir fram á laugardag. Á Sónar
Reykjavík leika framsæknir raftónlistarmenn. Í
gær spiluðu þrettán hljómsveitir í Hörpu þar sem
hátíðin fer fram. Á myndinni má sjá Björt Sigur-
finnsdóttur úr hljómsveitinni Furu þenja radd-
böndin. Samkvæmt heimasíðu hátíðarinnar munu
allt að 75 innlendir og erlendir listamenn koma
fram á henni. Leikið er á fimm sviðum. Auk
tveggja hefðbundinna tónleikasala er búið að
breyta hluta af bílakjallara tónlistarhússins í næt-
urklúbb. vidar@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Framsæknir raftónlistarmenn
Sónar Reykjavík var sett í gærkvöldi
Reykjavíkurborg er að undirbúa
ræktun æðarunga í vor til að lífga
upp á fuglalíf Tjarnarinnar og
Vatnsmýrar. Eggjunum verður
ungað út í Húsdýragarðinum.
Þegar ungarnir verða orðnir
stálpaðir verða þeir líklega
fluttir í fuglafriðlandið í Vatns-
mýri, að sögn Þórólfs Jónssonar
garðyrkjustjóra.
Viðvarandi viðkomubrest-
ur og hnignun varpstofna
einkennir fuglalífið við
Tjörnina, að því er
segir í nýrri skýrslu
fuglafræðinganna
Jóhanns Óla Hilm-
arssonar og Ólafs K. Nielsen um
fuglalíf á Tjörninni 2013.
„Niðurstöður vöktunar Tjarnar-
fugla 2013 eru í fullu sam-
ræmi við þá mynd sem
dregin hefur verið á
liðnum árum og lýsir
fuglastofnum í
kreppu,“ segir í
nýju skýrslunni.
„Þrjár af 5 anda-
tegundum sem
verpa við Tjörn-
ina, gargönd,
duggönd og æður,
eru við það að deyja
út.“ gudni@mbl.is »6
Reykjavíkurborg ætlar að rækta æðarfugla
til að lífga upp á fuglalíf Tjarnarinnar
Starfshópur embættismanna í
ráðhúsinu leggur til í nýrri skýrslu
til borgarráðs að ítarlegri upplýs-
ingar um fjárhag borgarinnar verði
birtar á netinu. Upplýsingar verði
jafnframt gerðar myndrænni en
þær sem nú er að finna á vef Árbók-
ar Reykjavíkurborgar.
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir
tillögurnar bæði óljósar og ófull-
nægjandi. Þær séu ekki í samræmi
við einróma samþykkt borgar-
stjórnar 2012 um rafræna gagna-
gátt þar sem almenningur geti
fundið upplýsingar um allar kostn-
aðargreiðslur borgarinnar. »20-21
Óljósar og ófull-
nægjandi tillögur
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vaxtahækkanir hafa þyngt greiðslubyrði
óverðtryggðra íbúðalána og gert þau of dýr fyr-
ir marga lántaka, einkum ungt fólk sem er að
kaupa sína fyrstu eign. Getur munað tugum
þúsunda á
greiðslubyrði
þeirra og verð-
tryggðra lána.
„Þegar ung fjöl-
skylda stendur
frammi fyrir því að
fara á ótryggan
leigumarkað þar
sem er ekkert ör-
yggi, eða að taka
tiltölulega ódýrt
lán og fá þannig
öruggt þak yfir
höfuðið, finnst mér
svarið augljóst,“
segir Ari Skúlason,
hagfræðingur hjá Landsbankanum, og vísar til
verðtryggðra lána.
Seðlabankinn spáir hærri vöxtum á næstu
árum en ella vegna áhrifa af leiðréttingu lána.
Bann myndi takmarka valmöguleikana
Oddgeir Á. Ottesen, aðalhagfræðingur fjár-
málafyrirtækisins IFS, segir Seðlabankann og
IFS spá vaxtahækkunum, óháð áhrifum leið-
réttingar í þá veru. Sú þróun muni gera óverð-
tryggð lán enn dýrari. „Bann við 40 ára verð-
tryggðum jafngreiðslulánum myndi takmarka
valmöguleika fólks. Fólk þarf þá að kaupa
minna húsnæði, eða að leigja áfram,“ segir
Oddgeir og vísar til hugmynda um slíkt bann
innan hóps um afnám verðtryggingar.
Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalána-
sjóðs, segir auknar vinsældir verðtryggðra lána
geta leitt til þess að hlutdeild ÍLS af nýjum lán-
um aukist á ný, fari úr 15-20% í fyrra í 30% síð-
ar í ár. Sögulegt meðaltal sé rúmlega 50%.
MVerðtryggðu lánin »12
Greiðslu-
byrðin er
of þung
Óverðtryggð lán of
dýr fyrir marga lántaka
Allt að 8,15%
» Vextir óverð-
tryggðra íbúðalána
eru allt að 8,15%.
» IFS spáir vaxta-
hækkunum á næstu
misserum.
» Seðlabankinn tel-
ur leiðréttinguna
munu leiða til enn
frekari hækkana.
Þrátt fyrir allt að þriðjungs
verðlækkun á minkaskinnum á
uppboði hjá danska uppboðshúsinu
í þessari viku og alls meira en
helmings lækkun frá síðasta ári
eru forystumenn íslenskra loð-
dýrabænda sáttir við stöðuna.
Mikil umframframleiðsla í heim-
inum hefði getað leitt til enn meiri
verðlækkunar.
Björn Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra loðdýra-
bænda, segir að ef verðþróunin
sem verið hefur fyrrihluta vik-
unnar haldi út uppboðið megi bú-
ast við að íslensku skinnin fari að
meðaltali á um 350 danskar kr.
eða sem svarar 7.000-7.500 ís-
lenskum kr. „Ef það gengur eftir
erum við í ágætis rekstri því áætl-
að er að 6.500 krónur kosti að
framleiða skinnið. Við erum vel
yfir því,“ segir Björn. »26
Minkabændur sáttir þrátt fyrir mikla
lækkun á skinnaverði á heimsmarkaði
Minkur Skinnin eru boðin upp í kippum.
Ekkert verður af fyrirhuguðum
kaupum MP banka á Íslenskum
verðbréfum
(ÍV). Sam-
kvæmt heim-
ildum Morg-
unblaðsins hefur viðræðum um
sameiningu félaganna verið form-
lega slitið.
Tilkynnt var hinn 15. maí 2013 að
MP banki hefði gert tilboð í allt
hlutafé í ÍV og að meirihluti eigenda
félagsins hefði gengið að skilmálum
tilboðsins. Átti að greiða kaupverðið
með hlutabréfum í MP banka.
Stærsti einstaki hluthafi ÍV er Ís-
landsbanki með 27,5% hlut. Við sam-
einingu hefði orðið til eitt af stærstu
fyrirtækjum á Íslandi á sviði eigna-
stýringar með um 190 milljarða kr.
eignir í stýringu.
hordur@mbl.is
Viðræðum
MP banka
og ÍV slitið
Ekkert verður af
kaupum MP á ÍV
Ákveðið var í gær á fundi trúnaðar-
manna og formanna kennarafélaga í
framhaldsskólum að halda atkvæða-
greiðslu í næstu viku um boðun
verkfalls. Mun atkvæðagreiðslan
fara fram dagana 18. til 21. febrúar
nk. og gæti verkfall því hafist eftir
um einn mánuð.
Aðalheiður Steingrímsdóttir, for-
maður Félags framhaldsskólakenn-
ara, sagði í gær að markmiðið væri
að komast hjá verkfalli. Hins vegar
meti þau stöðuna sem svo að brýnt
sé að auka þrýsting á kröfur. Laufey
María Jóhannsdóttir, formaður
Sambands íslenskra framhalds-
skólanema, segir nemendur mjög
uggandi yfir stöðu mála.
Kjósa um
verkfall
Gæti hafist um
miðjan mars