Morgunblaðið - 14.02.2014, Side 20

Morgunblaðið - 14.02.2014, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hugmyndir starfshóps embættis- manna Reykjavíkurborgar um raf- ræna gagnagátt um fjárhag borg- arinnar eru afar óljósar. Þær fela ekki í sér leiðir til að fram- kvæma einróma samþykkt borg- arstjórnar haust- ið 2012 um að upplýsingar um allar kostn- aðargreiðslur verði gerðar al- menningi til- tækar með rafrænum hætti. Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem var frumkvöðull að tillögunni á sínum tíma. Ekki það sem beðið var um Eftir umfjöllun Morgunblaðsins um mál þetta á miðvikudaginn barst blaðinu skýrsla starfshóps embættismanna í ráðhúsinu þar sem gerðar eru tillögur um „út- færslu og innleiðingu gagnagáttar um fjármál Reykjavíkurborgar“. Skýrslan er dagsett 29. janúar síð- astliðinn og var kynnt í borgarráði 6. febrúar. Ekki hefur áður verið sagt frá henni opinberelga. Á fundinum var efni skýrslunnar kynnt og síðan samþykkti borg- arráð að vísa henni til stjórnkerf- isnefndar og kostnaðarmats hjá fjármálaskrifstofu. Kjartan telur umfjöllun og til- lögur starfshópsins ekki í samræmi við samþykkt borgarstjórnar sem falið hafi í sér að einstakir reikn- ingar greiddir af borginni verði borgarbúum aðgengilegir á netinu. Tillagan sem samþykkt var haustið 2012 hljóðar svo: „Borgarstjórn samþykkir að upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenningi tiltækar með rafrænum hætti á netinu. Borgarráði er falið að skipa starfs- hóp til að vinna að málinu og skila tillögum um hvernig staðið verði að slíku verkefni fyrir 15. mars næst- komandi.“ „Það er allt í lagi mín vegna að hópur embættismanna hittist og ræði hugmyndir eins og þær sem fram koma í þessari glærukynn- ingu. En tillaga mín, sem samþykkt var einróma á sínum tíma, hlýtur að vega þyngra. Hún er skýr um að setja eigi upp gagnagátt um all- ar kostnaðargreiðslur borgarinnar. Embættismenn mega ræða málin eins og þeir vilja en það er skýrt að tillaga borgarstjórnar um raf- ræna gagnagátt á að vega þyngra,“ segir Kjartan í samtali við Morg- unblaðið. Skýrsla starfshópsins Í skýrslunni sem um ræðir er að finna yfirlit um núverandi fyrir- komulag opinberra fjárhagsupplýs- inga borgarinnar. Þær er að finna á vefsíðu Árbókar Reykjavíkur- borgar á slóðinni arbok.reykjavik- .is. Starfshópurinn kallar þessa síðu „einfalda gagnagátt“ og bendir á að þar sé að finna upplýsingar um lýðfræði, umhverfi, þjónustu og rekstur. Upplýsingarnar séu unnar með sambærilegum hætti og hjá Hagstofu Íslands sem þýðir að hægt er að nálgast gögnin í töflu- formi og vinna enn frekar með þau í töflureikni (excel). Þá segir í skýrslunni að flóknara sé að setja rafræna gagnagátt fram með myndrænum hætti þótt slíkt sé algengt. Þá er átt við að hægt sé að sjá upplýsingarnar í formi línu- rita, súlu- og skífurita o.fl. Starfshópurinn segir að sérsniðin rafræn gagnagátt gangi skrefi lengra en birting með myndrænum hætti. Slík gátt hýsi margvísleg gögn eiganda, mögulega með teng- ingu við utanaðkomandi gögn. Not- andi geti breytt forsendum, skoðað gögnin frá margvíslegum hliðum og keyrt saman við önnur gögn. Þá rekur hópurinn nokkur dæmi um rafrænar gagnagáttir erlendis og ræðir hvaða gögn skuli birta og hvernig. Skoða þurfi lagaleg skil- yrði og/eða hindranir og meðal annars horfa til persónugrein- anleika upplýsinga. Hópurinn telur upp atriði sem komi til greina að birta, svo sem tekjustreymi og samtölur um laun og rekstrar- kostnað á ákveðnum tímabilum. Um einstakar færslur, sem Kjartan Magnússon borgarfulltrúi telur vera höfuðatriði í samþykkt borg- arstjórnar, segir aðeins: „Birta mætti færslur yfir ákveðinni fjár- hæð.“ Árbókin verði útvíkkuð Tillögur starfshópsins eru tví- þættar. Í fyrsta lagi að Árbók borgarinnar á netinu verði útvíkk- uð og ítarlegri fjárhagsupplýsingar birtar en þar eru nú vistaðar. Ekki er tekið af skarið um hvaða nýju upplýsingar eigi að birta. Í öðru lagi að hægt verði að sjá sundur- liðun þessara upplýsinga með myndrænum hætti. Síðan fela til- lögurnar í sér hver eigi að bera ábyrgð á verkefninu hjá borginni, tryggingu fjármagns til þeirra og loks er lagt til að verkefnið verði framkvæmt á þessu ári. Kjartan Magnússon segist draga þá ályktun af skýrslunni að meiri- hlutinn í borgarstjórn hafi engan áhuga á að birta þau gögn sem um hafi verið rætt í samþykktinni. „Þau nota embættismenn borg- arinnar til að drepa málinu á dreif,“ segir Kjartan. Hann kveðst sannfærður um að borgin geti sett upp rafræna gagnagátt með ein- stökum reikningum á skömmum tíma með litlum kostnaði. Dæmi um hvernig sveitarstjórnir víða er- lendis geri það staðfesti þetta. „Ég er enn að bíða eftir að meirihlutinn í borgarstjórn fari eft- ir skýrri samþykkt borgarstjórnar haustið 2012 og skipi starfshóp um málið sem getur þá mótað pólitíska stefnu í því,“ segir Kjartan. Morgunblaðið/Eggert Deilt um rafræna gagnagátt  Starfshópur leggur til að ítarlegri upplýsingar um fjárhag borgarinnar verði birtar á netinu  Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögurnar óljósar og ófullnægjandi  Í greinargerð sem fylgdi samþykkt borgarstjórnar um rafræna gagna- gátt um fjármál borgarinnar haustið 2012 segir meðal annars: „Tíma- bært er að Reykjavíkurborg feti í fótspor framsækinna sveitarfélaga og ríkja víða um heim og veiti reykvískum skattgreiðendum nákvæmar upp- lýsingar um meðferð almannafjár á net- inu. Örar framfarir á sviði upplýsinga- tækni gera það að verkum að nú er unnt að veita slíkar upplýsingar jafnóðum með ódýrum og áreiðanlegum hætti. Skattgreiðendur eiga rétt á því að vita hvernig fé þeirra er ráðstafað. Til að tryggja að aðgangur almennings að slík- um upplýsingum sé sem greiðastur og fyrirhafnarminnstur hafa víða verið þró- aðar svokallaðar gagnsæisgáttir (trans- parency portals) þar sem skattgreið- endur sjá í smáatriðum hvernig farið er með fé þeirra. Upplýsingar um greiðslur hins opinbera vegna kaupa á vöru og þjónustu verða því öllum tiltækar en ekki einungis opinberum embættismönnum. Með því að setja opinber útgjöld þannig undir smásjá almennings og fjölmiðla er líklegt að meðferð opinbers fjár batni og veru- lega dragi úr hvers konar eyðslu, spillingu og svindli í kerfinu. Þegar al- menningur gerir sér ljóst hvernig fénu er varið geta stjórnvöld ekki leng- ur falið eyðslu til ákveðinna gæluverkefna og munu í ríkari mæli þurfa að standa reikningsskil gerða sinna. Þannig verður kostnaður við einstök verkefni sundurliðaður og þannig veginn og metinn. Smám saman mun verkefnum, sem ekki standast slíka skoðun, fækka. Slíkt verður skatt- greiðendum til gæfu.“ Nákvæmar upplýsingar birtar um meðferð almannafjár Gagnagátt Auknar kröfur eru um aðgengi að upplýsingum á netinu. Ráðhúsið Rekstur Reykjavíkurborgar kostar miklar fjármuni. Með rafrænni gagnagátt á að vera mögulegt að leyfa borgarbúum að sjá hvernig fjármunum er varið og jafnvel einstaka reikninga. Kjartan Magnússon FJÁRMÁLIN UPPLÝSINGAMIÐLUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.