Morgunblaðið - 14.02.2014, Síða 29

Morgunblaðið - 14.02.2014, Síða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Ert þúmeð verki? Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Stoðkerfislausnir Námskeiðið hentar þeim sem eru með einkenni frá stoðkerfi, vilja læra á sjálfan sig og finna sín mörk í hreyfingu. • 3x í viku:Mán., mið. og fös. kl. 15:00 Þjálfari Anna Borg, sjúkraþjálfari Hefst 10. mars Verð 39.800 (19.900 pr. mán.) • 2x í viku: Þri. og fim. kl. 17:30 Þjálfari Arna Steinarsdóttir, sjúkraþjálfari Hefst 11. mars Verð 33.800 (16.900 pr. mán.) Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Samnorræna op- inbera merkið Skráar- gatið var tekið upp hér á landi 12. nóvember síðastliðinn sem einn liður í því að stuðla að bættu mataræði og þar með bættri heilsu. Markmiðið með Skrá- argatinu er að auð- velda neytendum að velja hollari matvöru á einfaldan og fljótlegan hátt. Með því er neytendum leiðbeint, óháð tungu- málakunnáttu, menntun eða þekk- ingu á næringarfræði. Til lengri tíma litið gæti merkið því stuðlað að meiri jöfnuði til heilsu. Hvað er Skráargatið? Skráargatið er merki sem setja má á umbúðir matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetn- ingu næringarefna. Þessi skilyrði eru: * Minni og hollari fita * Minna salt * Minni sykur * Meira af trefjum og heilkorni Merkið má einnig nota á ópakk- aðan fisk, ávexti og grænmeti. Þá er hægt að hafa t.d. skilti, veggspjald eða hillumerkingu við vörurnar. Það eru alls 25 flokkar matvæla sem merkja má með Skráargatinu og eru mismunandi skilyrði fyrir mismun- andi flokka. Með merkinu er ekki verið að hvetja fólk til að velja einn matvælaflokk umfram annan heldur til að velja hollari valkost innan hvers matvælaflokks. Neytendur geta treyst því að vörur merktar Skráargatinu séu hollari en aðrar vörur í sama flokki sem ekki upp- fylla skilyrði til að bera merkið. Skráargatsmerktar vörur henta bæði fyrir börn og fullorðna en mik- ilvægt er að hafa fjölbreytnina í fyr- irrúmi og velja úr öllum fæðuflokk- um daglega. Markmið með Skráargatinu Auk þess að auðvelda neytendum að velja hollari matvörur við inn- kaup á skjótan og einfaldan hátt er markmiðið einnig að hvetja mat- vælaframleiðendur til að þróa hollari vörur og stuðla þannig að auknu framboði af hollum matvælum á markaði. Þegar Skráargatið var tek- ið upp hér á landi voru þegar á milli 40 og 50 íslenskar vörutegundir með merkið hér á markaði auk ýmissar innfluttrar vöru frá hinum Norður- landaþjóðunum. Framboð á Skráar- gatsmerktum vörum jókst hratt hjá hinum Norðurlandaþjóðunum eftir upptöku merkisins þar og eru nú á bilinu 1.500-1.700 vörutegundir merktar Skráargatinu þar á mark- aði. Það er vonandi að svipuð þróun verði hér á landi þannig að skráar- gatsmerktum vörum fjölgi. Til að svo megi verða er mikilvægt að neytendur kaupi Skráargats- merktar vörur. Einnig er mikilvægt að forsvarsmenn verslana sjái sér hag í að hafa Skráargatsmerktar vörur á boðstólum og hafi þær vel sýnilegar fyrir viðskiptavini. Skráargatið var tekið upp á Ís- landi sem einn liður í því að stuðla að bættu mataræði. Fólk er því hvatt til að leita eftir Skráargatinu þegar það kaupir í matinn því að Skráargatið gerir það einfalt að velja hollara. Matvælastofnun og Embætti landlæknis standa sameiginlega að merkinu hér á landi. Allar nánari upplýsingar má fá á www.skraargat- .is. Skráargatið – nú er einfalt að velja hollara Eftir Hólmfríði Þor- geirsdóttur og Elvu Gísladóttur »Neytendur geta treyst því að vörur merktar Skráargatinu séu hollari en aðrar vörur í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Elva Gísladóttir Höfundar eru verkefnisstjórar nær- ingar hjá Embætti landlæknis. Hólmfríður Þorgeirsdóttir Á undanförnum ár- um hafa annað slagið birst bænir eftir mig hér í blaðinu af ýms- um toga fyrir mönn- um og málefnum. Bæn dagsins og fyrir fólki hvar sem það kann að vera statt í ölduróti lífsins. Oft hef ég verið spurður hvort ég geti ekki birt kvöldbæn í blaðinu þótt um Morg- unblað sé að ræða. Margir virðast jú lesa blaðið á kvöldin og ein- hverjir segjast jafnvel klippa bæn- irnar út og lesa þegar komið er upp í á kvöldin. Hef ég því ákveðið að senda blaðinu eftirfarandi kvöld- bæn. Bænir geta að sjálfsögðu ver- ið ólíkar og þurfa alls ekki alltaf að vera eins, en þessi er svona. Þeir taki undir sem áhuga hafa og geri að sínu. Kvöldbæn Kæri frelsari og eilífi lífgjafi, Jesús Kristur! Ég þakka þér að ég má eiga þig að sem bróður og skilningsríkan vin. Þakka þér fyrir þína takmarkalausu fyrirgefningu, náð og miskunn. Samkvæmt þínu orði treysti ég því að þú fyrirgefir mér allt sem mér hefur mistekist. Allar mínar syndugu hugsanir, alla öfundina gagnvart náunganum eða það sem ég hef framkvæmt sem er þér ekki þóknanlegt. Alla leti, allt kæruleysi, allt afskiptaleysi, óheið- arleika og svik. Allt það sem hefur skaðað mig og meitt sam- ferðamenn mína á einn eða annan hátt. Já, fyrirgefðu mér allt það sem hefur dregið mig frá því að lifa í samfélagi við þig sem vin, bróður og frelsara. Þú veist að ég er ófull- kominn, syndugur maður, en ég treysti á miskunn þína og fyr- irgefningu. Veit mér auðmýkt og hjálpa mér að iðrast af einlægu hjarta. Reistu mig upp, lát mig þroskast sem meðvitaðan vin þinn og lærisvein. Hjálpaðu mér að lifa í þakklæti og bera lífinu vitni. Með þá trú í hjarta að þú elskir mig og vakir yfir mér leggst ég nú til hvíldar og bið þig að gefa mér góða hvíld og að þú varðveitir mig í nótt. Leyf mér að dvelja í skugga vængja þinna og gef að ég vakni endurnærður til nýrra og spennandi verka í fyrramálið. Þar sem við erum sam- verkamenn, ég og þú. Blessaðu mig, alla þá sem mér eru kær- astair og ég nefni nú á nafn … Blessaðu einnig öll þau verkefni og öll þau málefni sem mér eru kær og á mér hvíla sérstaklega á þessu kvöldi og ég nefni nú á nafn … Kæri Jesús! Þú sem hefur lofað að yfirgefa mig ekki, takk fyrir að gera mig að samerfingja þínum að eilífu ríki þínu á himnum. Gefðu mér þinn himneska frið í hjarta og hjálpaðu mér að mæta verkefnum mínum af æðruleysi. Gefðu að verk mín og öll mín vera verði samferðafólki mínu til uppörvunar og blessunar, þér til dýrðar og sjálfum mér til heilla. Amen. Ég bið þig góði Jesús að vera hjá mér í nótt, gef ég heyri orð þín: Vinur, sofðu rótt. Til þín er gott að flýja, þú gefur mér krafta nýja, svo hjarta mitt fái tifað og orð þitt í mér lifað. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ljúfi Jesús, láttu mig lífs míns alla daga lifa þér og lofa þig ljúft í kærleiks aga. Sofðu vinur vært og rótt verndi þig Drottinn góður. Dreymi þig vel á dimmri nótt dýrð þíns Jesú bróður. (Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson) Kvöldbæn Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Gef að verk mín og öll mín vera verði samferðafólki mínu til uppörvunar og bless- unar, þér til dýrðar og sjálfum mér til heilla. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.