Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014
VINNINGASKRÁ
42. útdráttur 13. febrúar 2014
146 8949 18320 27705 38382 50650 59895 70304
240 9027 19057 28323 38686 50801 60036 70631
439 9104 19154 28716 38923 51056 60135 71818
546 9354 19753 29218 39066 51184 60423 72113
648 9545 20266 29220 39238 51370 60520 72734
1647 10659 20512 29267 39597 52369 60622 73196
2624 10697 20644 29624 39949 52498 60922 74003
3096 10773 21135 30051 39979 52735 62453 74285
3237 11003 21426 30083 40215 52750 63791 74397
3265 11231 21593 31425 40849 52792 64612 74686
3700 11291 22263 31461 40934 52808 64936 74807
3986 12005 22611 31815 41246 53467 65835 75037
4353 12666 23079 32309 41264 53560 65849 75076
4552 12670 23188 32378 41582 53610 66038 75142
5069 12822 23686 32947 41661 53697 66092 76066
5183 13138 23757 33273 42591 53907 66199 76208
5187 13803 23793 33842 43330 54061 66823 76442
5530 13959 24158 34335 44100 54285 67249 77101
5539 14235 24293 34466 44487 55166 67771 77172
5885 14290 24303 34557 45651 55486 67895 77308
6133 14601 24506 35626 45696 56240 68152 77394
6165 14754 25385 35900 46167 56753 68153 77572
6307 14894 25637 36112 46388 56893 68318 77698
6535 14950 25807 36151 46406 56999 68565 77840
6572 16153 25823 36437 46676 57055 68862 78197
6837 16377 26179 36498 47346 57788 69031 78608
6876 16580 26382 36634 48459 57810 69139
8009 16623 26475 37195 48741 57875 69347
8275 17242 26808 37445 48975 58277 69511
8541 17281 26875 37671 49804 59509 69604
8581 17499 27258 37820 50517 59545 69607
8649 17774 27634 38295 50591 59803 69665
1152 10542 17493 26771 36723 47374 59453 69619
1957 10720 18826 27171 36825 47633 60160 70048
2016 10904 18904 27599 36919 48552 60679 70763
3708 11386 20806 28065 37502 48586 62074 76257
3859 11689 20949 28634 38771 49052 62122 76456
4950 11770 20961 28695 42896 52172 62141 78620
6732 12400 21080 29821 43156 52428 62340 78717
7107 12980 21514 30951 43389 54559 62618 79007
7658 13930 22518 33560 43393 54780 62775 79930
8355 14058 22564 33584 44053 54971 65318
8661 14432 24523 34314 44679 55150 66424
9147 15514 25299 35998 44737 55713 66652
9806 16989 26024 36281 46668 56865 66968
Næstu útdrættir fara fram 20. feb & 27. feb 2014
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
2629 4151 71404 74103
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
288 20700 30999 41319 50948 64011
292 22131 36256 44254 51242 69871
899 25819 37209 47735 53756 71968
19215 30415 40740 50568 60170 78879
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
7 7 7 4 4
Mánudaginn 27.
janúar síðastliðinn var
samþykkt samhljóða á
Alþingi lagafrumvarp
sem afnemur per-
sónulegar ábyrgðir fé-
lagsmanna í veiði-
félögum. Ný
málsgrein sem bætt
var við 37. gr. laga nr.
61/2006 um lax- og sil-
ungsveiði hljóðar svo:
„Félagsmenn bera
ekki persónulega ábyrgð á fjár-
skuldbindingum veiðifélags.“ Rök-
stuðningur fyrir þessari breytingu
á lögunum kom fram í greinargerð
sem fylgdi frumvarpinu: „Í ljósi
skylduaðildar að veiðifélögum er
talið nauðsynlegt að kveða skýrt á
um þessi efni í lögunum en sem
dæmi má nefna að ótækt er að fé-
lagsmaður í veiðifélagi beri per-
sónulega fjárhagslega ábyrgð á
framkvæmd sem samþykkt er á
fundi í veiðifélagi gegn mótatkvæði
hans.“
Margir minnast enn frétta um af-
nám persónulegra ábyrgða valinna
starfsmanna Kaupþings korteri fyr-
ir bankahrun, en stjórn Kaupþings
ákvað hinn 25. september 2008 að
fella niður allar persónulegar
ábyrgðir starfsmanna
sinna af lánum til
hlutafjárkaupa. Það
hefur ekki farið mikið
fyrir slíkum fréttum
þar til nú.
Samþykkt þessarar
undarlegu lagabreyt-
ingar skýrðist þó að
hluta þegar þingmaður
upplýsti þjóðina á
Bylgjunni að morgni 3.
febrúar sl., að þing-
menn viti auðvitað ekk-
ert hvað þeir eru að
gera þegar þeir eru að innleiða
reglur sem koma inn á borð Alþing-
is.
Ábyrgð félagsmanna
í húsfélögum
Í lögum nr. 26/1994 um fjöleign-
arhús er eftirfarandi ákvæði um
persónulegar ábyrgðir félagsmanna
í húsfélögum: „ 54. gr. Ábyrgð eig-
enda út á við gagnvart kröfuhöfum
húsfélagsins á sameiginlegum
skyldum og skuldbindingum er per-
sónuleg (með öllum eignum þeirra)
og eru þeir ábyrgir einn fyrir alla
og allir fyrir einn (in solidum).“
Nú eru veiðifélög og húsfélög al-
gjörlega sambærileg félög, bæði
með skylduaðild. Annað þeirra
varðar óskipta sameign, þ.e. veiði-
réttindi landeigenda, hitt óskipta
sameign húseigenda í fjöleign-
arhúsum.
Þessi sami rökstuðningur hlýtur
þá einnig að gilda um húsfélög,
þ.e.a.s. að ótækt sé í ljósi skyldu-
aðildar, að félagsmaður í húsfélagi
beri persónulega ábyrgð á fram-
kvæmd sem samþykkt er á fundi í
húsfélagi gegn mótatkvæði hans.
Í ljósi jafnræðisreglu stjórnar-
skrár lýðveldisins Íslands og al-
mennrar sanngirni hlýtur Alþingi
að gera samsvarandi breytingu á
lögunum um fjöleignarhús, þar sem
um er að ræða hagsmuni tugþús-
unda íbúðaeigenda, nema Alþingi
telji brýna nauðsyn bera til að mis-
muna fasteignaeigendum á þennan
hátt.
Því er þeirri spurningu beint til
þeirra 47 þingmanna sem sam-
þykktu samhljóða, og án nokkurrar
umræðu í þingsal, þetta laga-
frumvarp um afnám persónulegra
ábyrgða félagsmanna í veiði-
félögum, hvenær vænta megi sam-
svarandi breytinga á lögum um fjöl-
eignarhús, þannig að venjulegir
íbúðareigendur njóti hvað þetta
varðar sömu réttinda og landeig-
endur með laxveiðiréttindi.
Einnig væri fróðlegt að heyra
viðhorf Húseigendafélagsins, sem
er almennt hagsmunafélag allra
fasteignaeigenda á Íslandi, hvort
sem fasteignin er íbúð, einbýlishús,
atvinnuhúsnæði, land eða jörð, til
þessa mismunar á persónulegri
ábyrgð milli fasteignaeigenda.
Afnám persónu-
legrar ábyrgðar
Eftir Gunnar Briem
Gunnar Briem
» „Ótækt er að félags-
maður í veiðifélagi
beri persónulega fjár-
hagslega ábyrgð á fram-
kvæmd sem samþykkt
er á fundi í veiðifélagi
gegn mótatkvæði
hans.“
Höfundur er fv. kjósandi.
Fyrir skömmu heyrð-
um við af gróðureldum í
Noregi sem erfitt
reyndist að eiga við.
Sem betur fer varð ekki
manntjón en eignatjón
er bæði tilfinnanlegt og
tilfinningalegt fyrir þá
sem urðu fyrir því að
missa allt sitt. Aðstæður
voru með þeim hætti að
úrkomulaust var allan
janúarmánuð á stóru svæði, en það
mun ekki hafa gerst í meira en öld
samkvæmt upplýs-
ingum norsku Veð-
urstofunnar. Sú stað-
reynd gefur okkur
tilefni til að álykta að
um sjaldgæft hættu-
ástand hafi verið að
ræða, sem endurtaki
sig e.t.v. ekki næstu 100
árin. Það breytir því
hins vegar ekki að
möguleikinn er alltaf
fyrir hendi.
Við atburði sem
þessa leiðum við gjarn-
an hugann að því hvort eitthvað svip-
að gæti gerst á Íslandi. Flestum er í
fersku minni þegar miklir gróð-
ureldar urðu á Mýrunum á vormán-
uðum 2006. Þá sýndi sig að ,,svona
lagað“ gerist á Íslandi, enda hafa orð-
ið nokkrir gróðureldar síðan sem
minna okkur á þá staðreynd. Það
voru einmitt gróðureldar í Laugardal
við Ísafjarðardjúp árið 2012 sem urðu
kveikjan að málþingi sem haldið var í
Borgarnesi í janúar á síðasta ári,
einkum sá mikli kostnaður vegna
slökkvistarfs sem af þeim hlaust.
Málþingið var ágætlega sótt, en sveit-
arstjórnarfólk hefði þurft að mæta
betur. Sveitarfélögin fara með fram-
kvæmd laga um brunavarnir og á
þeim hvílir gríðarleg lagaleg, fjár-
hagsleg og siðferðileg ábyrgð í því
sambandi. Til þessarar ábyrgðar
verða sveitarstjórnarmenn að vakna
og ég skora á frambjóðendur til sveit-
arstjórna í vor að kynna sér vel mála-
flokkinn ,,brunamál“ og móta sér
stefnu um úrbætur, því aðbúnaður
slökkviliða er háður pólitískum
áherslum.
Málþingið í Borgarnesi færði okk-
ur heim sanninn um það að víða er
þörf úrbóta svo tryggja megi það ör-
yggi almennings sem mælt er fyrir
um í lögum um brunavarnir. Þröng
fjárhagsstaða sveitarfélaga er þó oft
aðalástæða þess að brunamálin eru
ekki í lagi. Það er því orðið mjög
brýnt að við horfumst í augu við þá
staðreynd og leitum allra leiða til úr-
bóta. Bæði stjórnsýslustigin þurfa að
taka á þessu sameiginlega og Jöfn-
unarsjóður sveitarfélaga, sem orðinn
er svo umsvifamikill að telja má
þriðja stjórnsýslustigið, verður að
koma að þessum málum líka.
Ef horft er afmarkað á ,,gróð-
urelda“ og viðbrögð við þeim, er ljóst
að mikil vinna er eftir hér á landi og á
ýmsum sviðum. Til að byrja með þarf
pólitíska viðurkenningu á því að um
náttúruvá sé að ræða. Afar hægt
gengur í þeim efnum. Árið 2010 voru
þó tekin inn í kafla um ,,varnir gegn
náttúruvá“ í Velferð til framtíðar
2010-2013, eftirfarandi atriði:
Skógareldar verða skilgreindir
sem náttúruvá.
Hafin verður vinna við sam-
ræmd viðbrögð gegn gróður og skóg-
areldum á Íslandi.
Þetta gerðist þó ekki á tímabilinu,
en Veðurstofa Íslands (VÍ) á sérstakt
hrós skilið í þessum efnum. Hún hef-
ur stigið það skref að meta gróð-
urelda sem náttúruvá og hefur unnið
með okkur í Skorradalshreppi frá
árinu 2009 á þeim forsendum. Hún
hóf árið 2012 tilraunir með rakamæl-
ingar í gróðri sem forsendu sjálf-
virkra viðvarana um gróðurelda,
svipað og gert er í nágrannalöndum
okkar. VÍ hefur þó ekki getað sett
aukinn kraft í verkefnið þar sem hún
hefur ekki skilgreint hlutverk til þess,
heldur hefur hún unnið verkefnið að
beiðni Skorradalshrepps. Af sömu
ástæðu hefur VÍ ekki getað aðstoðað
okkur við gerð hættumats í Skorra-
dal. Það verkefni er á því stigi að
Náttúrufræðistofnun Íslands í sam-
vinnu við Skógrækt ríkisins hefur
unnið nákvæmt gróðurkort af
hreppnum en slíkt kort er ein mik-
ilvægasta forsenda fyrir því að við
fáum yfirsýn yfir þá vá sem við er að
etja. Með því að bæta fasteignum við
gróðurfarsupplýsingarnar og skrá yf-
ir ástand vegakerfisins erum við
komin með gagnagrunn sem er nauð-
synlegur til þess að unnt sé að meta
áhættuviðmið og hvaða forvarnir
skuli ráðast í til að draga úr hættu á
svæðinu. Þar erum við hins vegar
komin á pólitíska planið aftur. Hver
ber/á að bera ábyrgð á því að vega og
meta ásættanleg áhættuviðmið? Það
þarf nefnilega að taka ákvörðun um
það, til hvaða aðgerða eigi/þurfi að
grípa og hvað þær mega kosta. Í
Skorradal höfum við strandað á þess-
um þætti í vinnu okkar að við-
bragðsáætlun vegna gróðurelda á
svæðinu. Það sýnist sitt hverjum um
ábyrgðarsviðin og það þarf vilja til að
takast á við vandann. Þetta er stóra
verkefni sveitarfélagsins á sviði
brunamála og það er fordæmisgefandi
fyrir önnur sveitarfélög í landinu
hvernig til tekst.
Segja má að lög um almannavarnir
marki ábyrgð sveitarfélagnna í þess-
um efnum enn frekar því þar er skýrt
tekið fram að almannavarnanefndir
sveitarfélaga eiga að vinna hættumat
og viðbragðsáætlanir, prófa þær og
endurskoða í samvinnu við ríkislög-
reglustjóra. Það er hins vegar varla
hægt að ætlast til þess að nefndirnar
hafi þá fagþekkingu sem þarf og því
þarf að tryggja faglega aðkomu. Eðli-
legt er að VÍ fái hlutverk við gerð
hættumats, þar sem þar er þekking
fyrir hendi á hættumatsaðferðafræði
Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar
(WMO) sem beita þarf í hættumati
gróðurelda á Íslandi.
Auk þess sem að framan greinir
þarf að styrkja varnir gegn gróð-
ureldum með beinum aðgerðum strax.
Það gerum við best með fræðslu til al-
mennings og tilmælum um að forðast
óþarfa áhættu. Því til stuðnings mætti
nú þegar breyta lögum um sinubrenn-
ur og banna þær, ásamt notkun ein-
nota grilla á víðavangi. Hér með skora
ég á umhverfisráðherra að beita sér
fyrir því að það verði gert og vona að
alþingismenn bregðist hratt og vel við
með frumvarpi til laga um breytingu á
lögum nr. 61/1992.
Gróðureldar í íslensku samhengi
Eftir K. Huldu
Guðmundsdóttur »Eðlilegt er að VÍ fái
hlutverk við gerð
hættumats, þar sem þar
er þekking fyrir hendi á
hættumatsaðferðafræði
Alþjóðaveðurfræði-
stofnunarinnar (WMO)
sem beita þarf í hættu-
mati gróðurelda á Ís-
landi. Hulda Guðmundsdóttir
Höfundur er hreppsnefndarkona í
Skorradal.
mbl.is
alltaf - allstaðar