Morgunblaðið - 14.02.2014, Page 31

Morgunblaðið - 14.02.2014, Page 31
UMRÆÐAN 31Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 í yfir 50 fallegum litum Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is VINSÆLA ARWETTA CLASSIC GARNIÐ Spennandi námskeið í boði! SJÓN ER SÖGU RÍKARI! GJÖRIÐ SVO VEL!Hafðu það hollt í hádeginu HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og næringaríkan mat í hádegi. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims. Föstudagsmorguninn 24. janúar síð- astliðinn streymdu inn í mennta- og menningarmálaráðuneytið ungmenni hvaðanæva af landinu. Tilefnið var fundur Ungmennaráðs Samfés og Ungmennaráðs SAFT með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra þar sem ýmis mál sem tengjast skóla, menntun og samskiptum barna og ungmenna voru rædd. Þetta var skemmtilegur og fræðandi fundur þar sem ungmennin fengu tækifæri til að láta raddir sínar heyrast, deila verkefnum og læra eitthvað nýtt. Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð Ungmennaráð Samfés sam- anstendur af krökkum á aldrinum 13- 16 ára og er einskonar rödd unglinga á Íslandi. Þar fá ungmenni tækifæri til þess að hafa áhrif á nærsamfélagið og læra lýðræðisleg vinnubrögð, námskeiðastjórnun og sjá jafnframt um jafningjafræðslu. SAFT - Sam- félag, fjölskylda og tækni er vakn- ingarátak um örugga tækninotkun barna og ungmenna. Ungmennaráð SAFT samanstendur af krökkum á aldrinum 12-18 ára sem sjá um jafn- ingjafræðslu í heimabyggð og taka þátt í alþjóðlegu ungmenna- samstarfi. Ungmennaráð Samfés kynnti jafningjafræðsluerindið Taktu afstöðu. Verkefnið fjallar um einelti og gengur út á það að fræða ungmenni um alvarleika og afleið- ingar eineltis. Ungmennaráð SAFT kynnti verkefni sitt Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð sem er átak á landsvísu gegn hatursorðræðu. Hatursorðræða á Íslandi Ungmennin ræddu um birtingar- myndir hatursorðræðu í íslensku samfélagi og tengdu það við komm- entakerfi fjölmiðla þar sem fólk hellir sér yfir aðra á netinu, stundum án þess að þekkja manneskjuna eða vita um hvað málið snýst. Þetta er alls ekki óalgengt og virðast margir nýta sér svona aðferðir til að fá útrás eða koma vandamálum sínum yfir á aðra. Þetta gerist einnig innan skóla og vinnustaða, í gegnum smáskilaboð og á samskiptasíðum. Ungmennin telja mikilvægt að allir, bæði börn og full- orðnir, temji sér góðar og kurteisar samskiptavenjur á netinu og hafi hugfast að það sem er sett á netið verður ekki aftur tekið. Skilaboð þeirra eru skýr: Áður en þú birtir eitthvað á netinu sem getur verið særandi, ljótt eða óviðeigandi ættir þú að hugsa þig aðeins um. Gætir þú sagt þetta augliti til auglitis við manneskjuna? Það er hlutverk fjöl- miðla að fara í herferð undir fyr- irsögninni „Hugsaðu áður en þú framkvæmir!“ til þess að minna fólk á áður en það gerir eitthvað sem það gæti séð eftir. Eins geta þeir vakið athygli á ábendingahnapp sem er að finna á heimasíðu SAFT en þar er hægt að tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu og leggja sitt af mörkum við að gera netið að betri stað. Stöndum saman Ungmennin voru öll sammála um að landsátak gegn hatursorðræðu væri bráðnauðsynlegt. Vænlegast er að það verði á formi fræðslu frekar en með boðum og bönnum eða takmörk- un tjáningarfrelsis. Ungmennaráð Samfés og SAFT hvetja lesendur og landsmenn alla til þess að hugsa áður en þeir tjá sig og að sporna gegn hat- ursorðræðu í umræðum og sam- skiptum bæði á netinu og annars staðar. MARÍA RÓS KALDALÓNS, SUNNEVA HALLDÓRS- DÓTTIR, ungmennaráðsfulltrúar Samfés. Ungmenni funda gegn hatri Frá Maríu Rós Kaldalóns og Sunnevu Halldórsdóttur María Rós Kaldalóns Sunneva Halldórsdóttir Í hinni pólitísku umræðu hefur verið þráttað um hvernig skuli staðið að málum varðandi ESB. Talað er um upplýsta umræðu, samhliða samn- ingsviðræðum, til þess að vita hvað er í boði, eins og það er orðað varð- andi inngöngu í ESB og svo hins vegar að leitað sé þjóðarvilja varð- andi inngöngu án undangengis slíks ferlis. Hér á landi hefur ríkt ákveðin fundahefð varðandi afgreiðslu mála og hefur hið lýðræðislega fundaform í frjálsu félagsstarfi gjarnan litið til Alþingis hvað varðar fundarsköp eft- ir því sem viðmiðun leyfir. Að- alreglan við afgreiðslu mála er sú að beita fyrst af öllu útilokunaraðferð- inni og nú leyfi ég mér að bjóða les- andanum í smá leik. Dæmi: Sveit- arstjórn bæjarfélags ákveður að vísa því til borgarafundar hvort vilji sé fyrir hendi til að kaupa landmikla bújörð í nágrenninu. Sveitarstjórnin kynnir málið lauslega, á settum fundi, hvað varðar fjármögnun o.fl. Málið er tekið til umræðu og margar tillögur berast fundarstjóranum. M.a. hvernig staðið skuli að kaupum og hvernig nýta skuli landið. Meðal tillagnanna er tillaga frá sveit- arstjórninni um hvort meirihluti sé fyrir því að kaupa jörðina. Í lok fund- arins raðar fundarstjórinn tillög- unum niður í þeirri röð sem hann ætlar að bera þær upp en gleymir ekki þeirri meginreglu að byrja á því að bera undir atkvæði fundarmanna tillöguna um hvort fundurinn sé því samþykkur að jörðin sé keypt. Fari svo að fundurinn samþykki ekki kaupin er málið dautt og aðrar fram- komnar tillögur koma ekki til at- kvæða greiðslu. Í dæminu stendur jörðin fyrir ESB, sveitarstjórnin fyr- ir ríkisstjórnina og borgarafund- urinn fyrir þjóðfélagið. Athygli skal vakin á að röng forgangsröð væri af sveitarstjórninni að byrja á því að semja við landeigendur um hin og þessi atriði, áður en viljaákvörðun er fyrir hendi með jarðarkaupin. Ís- lenskt samfélag þarf að „núllstilla“ sig varðandi inngöngu í ESB og fá á hreint vilja þjóðarinnar áður en lengra er haldið. Alþingi Íslendinga getur rakið þessa aðferð aftur til ársins 1000 þegar kristni var lögtekin á Íslandi. Við þær afar viðkvæmu aðstæður var sá millileikur valinn að fela ein- um heiðursmanni að kveða upp úr- skurð, það skilaði sömu niðurstöðu og „útilokunar-atkvæðagreiðsla“. Þarna var á ferðinni „einskonar mál- skotsréttur“. Þegar þingheimur varð ásáttur með að kristindómur yrði ráðandi siður (trú og menning) meðal Íslendinga var hægt að leggja fram málamiðlunartillögur varðandi framkvæmd málsins. Afgreiðsla al- þingis árið 1000 á kristnitökunni er sennilega einhver allra merkasta lýðræðislega málsmeðferð, miðað við þáverandi aðstæður, sem nokkru sinni hefur verið viðhöfð í heiminum og sé vísað til manngilda, heiðarleika og trúnaðar, bæði heiðinna og krist- inna, varðandi framgang mála, mjög líklega sú merkasta sem heimildir eru til um. Sumir illa upplýstir menn vilja halda því fram að kristninni hafi verið þröngvað upp á þjóðina en því fór víðsfjarri. Það fagna allir Ís- lendingar ef hlutir finnast í jörðu sem tengjast fornöld og þeim er val- inn veglegur staður á Þjóðminja- safninu, en hversu miklu merkilegri var kristnitakan? Trúfrelsi fellur undir almenn lög um mannréttindi og þarf ekki að ákvarða sérstaklega í stjórnarskrá. Öðru máli gegnir þegar trúararfur er samofinn þjóðmenningu frá land- námi, sem reikna má til andlegrar og raunar líka til veraldlegrar hag- sældar fyrir íslenska þjóð. „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styrkja hana og vernda.“ Svona hljóðar gr. 62. í stjórnarskrá, með þeim viðauka að „Breyta má þessu með lögum“. Í stað nefnds viðauka ætti að standa „Grein þessi er sögulegt menning- arverðmæti sem aðeins þjóð- aratkvæðagreiðsla, með auknum meirihluta „(2/3)“, fær breytt“. Ný- lega hefur þjóðin endurnýjað vilja sinn varðandi þetta í atkvæða- greiðslu sem í raun er traustsyfirlýs- ing lýðræðis þjóðar á merkum menningararfi. Ofsafengið, and- félagslegt hatur margra pólitískra trúleysingja í garð kristninnar breytti þar engu um. Norður-Kórea, þar sem kristnir eru drepnir eða veslast upp í fangelsum undir pynt- ingum og svelti, er ef til vill fyr- irmynd þjóðfélagsins sem vantrúar- siðmenntin sér fyrir sér á Íslandi. Lýðræðislegt vinnulag er ekki í því fólgið að flækja málin heldur að leysa þau á sem skilvirkastan máta og fyrir því er löng og farsæl hefð. Mál sem lögð eru fyrir þjóðina þarf að vera hægt að afgreiða með já eða nei og hægt væri að spara Alþingi gríðarmikla vinnu með því að leggja nokkur mál fyrir þjóðina samhliða alþingiskosningum. Það eru alltaf einhver mál sem eru vel til þess fallin og varla er nokkurt mál svo stórt í sniðum að skilvirkasti afgreiðslu- mátinn (augljóst verksvit) höndli ekki „ já eða nei“-regluna. Ég bið Íslendingum Guðs friðar. ÁRSÆLL ÞÓRÐARSON, húsasmiður. Þingræði og þjóðarsátt Frá Ársæli Þórðarsyni Ársæll Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.