Morgunblaðið - 14.02.2014, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014
✝ Áki GuðniGränz fæddist í
Vestmannaeyjum
26. júní 1925. Hann
lést 4. febrúar 2014
á hjúkrunarheim-
ilinu Garðvangi.
Foreldrar hans
voru Guðrún Sigríð-
ur Ólafsdóttir, fædd
í Krossasókn, Rang.
10.9. 1897, d. 2.1.
1957, og Carl Jó-
hann Gränz, fæddur í Reykjavík
22.7. 1887, d. 14.11. 1967. Bræð-
ur Áka eru Herbert Gränz, mál-
arameistari á Selfossi, f. 12.4.
1930, d. 3.2. 2011, og Gunnar
Karl Gränz, f. 30.11. 1932. Hálf-
bróðir samfeðra var Ólafur Adolf
Gränz, húsgagnasmiður, f. 4.3.
1912, d. 14.8. 1960. Árið 1948
kvæntist Áki Guðlaugu Svanfríði
Karvelsdóttur, f. á Hellissandi
12.12. 1929. Foreldrar hennar
voru Anna Margrét Olgeirs-
dóttir, f. 14.1. 1904, d. 26.4. 1959,
og Karvel Ögmundsson, f. 30.9.
1903, d. 30.9. 2005. Börn þeirra
eru: 1) Guðrún Fjóla viðskipta-
fræðingur, f. 18.2. 1949, sam-
býlismaður Bjarni Már Ragn-
arsson
Áki ólst upp í Vestmanna-
eyjum. Hann lærði málaraiðn hjá
Engilbert Gíslasyni 1942-46 og
lauk prófi frá Iðnskóla Vest-
mannaeyja 1943 og sveinsprófi
1946. Eftir það vann hann við
málarastörf á Selfossi og í
Reykjavík í þrjú ár og fluttist síð-
an til Ytri-Njarðvíkur þar sem
hann bjó alla tíð síðan. Samhliða
aðalstarfi sínu við málaraiðnina
var Áki listamaður og gerði
mörg málverk, hann mótaði
styttur og brjóst- og lágmyndir
og ýmis önnur listaverk, þar á
meðal gerði hann bæjarmerki
Njarðvíkur.
Áki sat í stjórn Ungmenna-
félags Njarðvíkur og gegndi
ýmsum störfum á vegum þess og
hann var stofnfélagi í Lions-
klúbbi Njarðvíkur. Áki var einn
af stofnendum Sjálfstæðisfélags
Njarðvíkur og fyrsti gjaldkeri
þess. Hann var félagi í Odd-
fellowstúkunni Nirði.
Áki tók virkan þátt í sveit-
arstjórnarmálum og var kjörinn í
hreppsnefnd árið 1970 og síðar
bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn í Njarðvík fram til árs-
ins 1986. Hann var forseti bæj-
arstjórnar Njarðvíkur frá
1982-1986.
Útför Áka fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag, 14. febr-
úar 2014, og hefst athöfnin kl. 14.
byggingatækni-
fræðingur, f. 5.5.
1945. 2) Anna Mar-
grét kennari, f.
19.6. 1951, maki
Karl Gunnarsson
líffræðingur, f. 20.5.
1950, þau skildu.
Börn þeirra eru: a)
Áki Guðni, f. 1.2.
1971 og b) Svan-
fríður Dóra, f. 30.3.
1975. 3) Sólveig
Björk hjúkrunarfræðingur, f.
13.6. 1952, maki Ásgeir Kjart-
ansson byggingaverktaki, f.
13.11. 1948. Börn þeirra eru: a)
Kjartan, f. 7.8. 1974, b) Áki, f.
30.8. 1975, c) Davíð, f. 8.11. 1976
og d) Bjarki, f. 17.11. 1983. 4)
Karvel málaraverktaki, f. 5.3.
1954, maki Rebecca Castillon, f.
30.8. 1988. Dóttir þeirra er Júlía
Rós, f. 18.9. 2012. Fyrir átti Kar-
vel dótturina Guðlaugu Sunnu, f.
11.11. 1990. 5) Carl Bergur mál-
arameistari, f. 20.9. 1955, sam-
býliskona Guðmundína Krist-
jánsdóttir, f. 23.6. 1956. Synir
Carls eru a) Kristján, f. 18.8.
1977 og b) Carl Jóhann, f. 15.8.
1978). Barnabarnabörnin eru 26
talsins.
Elsku afi minn. Á sama tíma
og ég kveð þig aftur með þessum
orðum mínum vil ég þakka þér
fyrir allan þann stuðning sem þú
hefur veitt mér í gegnum öll
okkar ár saman.
Þú varst alltaf mikil fé-
lagsvera og máttarstólpi þar
sem þú lagðir þig fram. Þú varst
óeigingjarn og studdir vel við
ýmis málefni og verkefni sem
leiddu gott af sér. Þú varst hlé-
drægur þegar kom að þínum eig-
in verkum og lagðir meira upp
úr því að gleðja fólk með því að
gefa verkin þín frekar en að
selja til gróða. Það sýnir að mínu
mati hversu heill og góður þú
varst og mikil fyrirmynd. Ég er
svo innilega þakklátur fyrir sam-
ræður okkar um myndlist, ljós-
myndun, pólitík og félagsmál svo
fátt eitt sé nefnt. Ég kem aldrei
til með að gleyma því þegar ég
sat á tröppunum fyrir framan
vinnuloftið hjá þér og þú baðst
mig að koma inn að spjalla og
léttir lund mína mikið þann dag
og við ræddum um allt á milli
himins og jarðar.
Ég var það heppinn að fá að
vinna með þér á nokkrum þeim
stöðum þar sem þú sýndir hæfi-
leika þína, manngæsku og vilj-
ann til að gleðja aðra. Í Lions
lagðir þú þig fram við öll þau
verkefni sem við tókum okkur
fyrir hendur, hvort sem það var
grillveisla í földum helli úti í
hrauni, gróðursetning eða í út-
gáfu afmælisrits klúbbsins. Þú
sýndir mér snemma mikið traust
sem ég kunni bæði vel að meta
og gerði mitt allra besta til að
axla þá ábyrgð í vinnu, félags-
starfi og fjölskyldunni. Þegar
veikindin bönkuðu upp á vildirðu
litla aðstoð þiggja og baðst jafn-
vel undan heimsóknum en varst
þó alltaf feginn þegar maður
„stalst“ til að líta á þig og spjalla
við þig. Á sama tíma og ég sakna
þín gífurlega er ég svo feginn
fyrir þína hönd að þú skulir loks
hafa fengið þinn frið.
Kristján Carlsson Gränz.
Hann var Heimaklettur í
Heimakletti, óhagganlegur í óró-
anum, höfðingi og glæsimenni,
athafnaskáld og orkubolti ævina
alla, sagnaþulur og frumkvöðull,
margra manna maki, listamaður
af Guðs náð, hógvær og hlé-
drægur en fyllti samt sali og
sýslur þar sem hann fór um eins
og ætt hans er lagið. Sjálfstæð-
ismaður bestu gerðar og trygg-
lyndur. Hann hafði skaplyndi
Stórhöfðaveðranna í sinni stó-
ísku ró, ofsarok og yndisleg blíða
eftir atvikum. Hann var Guðs
gjöf.
Áki Guðni Gränz fæddist í
Vestmannaeyjum 1925 þegar
öldin og þjóðin voru að vakna til
afreka. Hann nam málaraiðn hjá
Engilbert Gíslasyni, einum af
bestu listmálurum Íslands, og
lauk prófi 1946 en undir forustu
Áka málaði hópur ungra Eyja-
manna Ölfusárbrúna í hólf og
gólf. Í þessari fastalandsferð
kynntist Áki konuefni sínu,
henni Gullu. Hún tók Eyjapeyj-
ann með sér í heimahaga sína til
Njarðvíkur og Áki byggði húsið
Heimaklett. Áki var verktaki á
Suðurnesjum um langt árabil,
forustumaður í sveitarstjórn,
frumkvöðull að stórum og
smáum málum sem höfðu gildi
inn í framtíðina. Fylgni hans
reyndi stundum á. Í félagsmál-
um var hann óendanlega kraft-
mikill og alltaf boðinn og búinn,
málaði hundruð listaverka úr
sögunni, kirkjur og kot og fant-
asíur, myndhöggvari af skapar-
ans gjafmildi en gat eins og vinir
hans Sverrir Haraldsson og
Guðni Hermansen listmálarar
unnið listaverk í hvaða efni sem
var, málningu, gifs, tré, járn.
Það var aðdáunarverður drif-
kraftur hans í Oddfellow- og
Lionshreyfingunni, í öllu sem
gerði samfélaginu gott.
Áki var svo hugmyndaríkur
að hann lenti oft langt á undan
lífsgöngufélögum sínum. Tilþrif-
in hafa fylgt börnum hans og
Guðlaugar dóttur Karvels Ög-
mundssonar sem var einn harð-
skeyttasti athafnamaður Íslands.
Það er því ekki að undra þótt
undan titri. Börn Guðlaugar og
Áka eru Guðrún Fjóla, Anna
Margrét, Sólveig Björk, Karvel
og Karl Bergur.
Ég fór margar ferðirnar með
Áka og Grími Karlssyni skip-
stjóra og afkastamesta skipslík-
anasmið í heimi, Snorra Sturlu-
syni, útvegssögu Íslands. Þetta
voru engin rólegheit, það óð á
súðum og allar grynningar og
sker voru uppi, slíkur var hug-
urinn í þessum hetjum því alls
staðar sáu þeir lóðningar á sjó
og landi.
Áka þraut aldrei verkefni
enda var það í takt við hugmyn-
dauðgi hans og hann var bóngóð-
ur svo af bar. Fyrir nokkrum ár-
um bað ég hann að gera fyrir
mig styttu af Ása í Bæ. Styttan
er klár og bíður þess að komast í
kopar.
Áki Granz minnti fremur á
kraftmikla stofnun en einstak-
ling og það er mikill söknuður að
honum. Ævistarfið var magnað
en ábendingarnar endalausu um
skemmtilegheit í leik og starfi
hljóma í minningunni um hann,
einstakan drengskaparmann og
steinmennirnir sem hann skóp á
heiðinni standa vaktina áfram.
Það var skemmtilegt að eiga
þátt í því með honum að vekja
steintröllin á heiðinni til lífs.
Megi góður Guð vernda fólkið
hans og vaka yfir því. Fjöllista-
maðurinn Áki Granz er kominn
heim til þess er gjöfina gaf. Það
er ekki að spyrja að dýrðinni því
í himnaríki trónir nú í manns-
mynd sjálfur Heimaklettur.
Árni Johnsen.
Mikill félagi hefur nú kvatt
þessa jarðvist eftir gifturíkt ævi-
starf.
Áki hafði átt við veikindi að
stríða síðustu árin og var síðasta
árið orðið honum erfitt sökum
heilsubrests. Hann var alla tíð
atorkusamur og starfaði jafn-
hliða sem málarameistari og
listamaður og það liggur eftir
hann ógrynni af verkum.
Stöðugt var hann leitandi og
alltaf eitthvað að grúska enda
var hann hafsjór af fróðleik, sér-
lega um sögu Suðurnesja.
Sagnamaður var hann mikill og
hafði sérstakt lag á að glæða
áhuga samferðamanna sinna á
mönnum og málefnum jafnt líð-
andi stundar sem fyrr á tímum.
Félagsmál voru honum hugleikin
og hann ávallt driffjöður í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur
og átti auðvelt með að hrífa aðra
með sér til góðra verka.
Áki var einn af þeim fyrstu
sem ég kynntist, þegar ég flutti í
Njarðvíkurnar sumarið 1983.
Hann var þá einn af forystu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins í
sinni heimabyggð og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
bæjarfélagið. Það leyndi sér ekki
hversu mikill Njarðvíkingur
hann var. Hann var mjög virkur
og ötull í starfi Lionsklúbbs
Njarðvíkur og mikil og góð fyr-
irmynd yngri félaga. Ég varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að
starfa þar með honum um ára-
tugaskeið.
Að leiðarlokum þakka ég sam-
fylgdina og votta fjölskyldu hans
samúð. Hvíl í friði.
Jón Aðalsteinn Jóhannsson.
Kveðja frá Sjálfstæðis-
félaginu Njarðvíkingi
Sumum einstaklingum er gef-
ið að vera stöðugt að horfa fram
á við, læra af fortíðinni, meta nú-
tíðina og horfa inn í framtíðina.
Tilbúnir að leggja sitt af mörk-
um til að nýta tækifærin og bæta
samfélagið.
Áki Gränz var þannig einstak-
lingur, einarður í afstöðu, úr-
ræðagóður og hjálplegur. Hafði
skýra sýn á samfélagið og um-
hverfið og vildi fram á síðasta
dag leggja sitt af mörkum. En
þar að auki var Áki Njarðvík-
ingur og sjálfstæðismaður.
Eftir hreppsnefndarkosningar
í janúar 1954, þar sem sjálfstæð-
ismenn í Njarðvík unnu góðan
sigur í kosningunum, var ákveð-
ið að stofna sjálfstæðisfélag. Áki
var þar í forystu við þriðja
mann. Stofnfundur félagins var
haldinn 7. mars 1954 þar sem
Áki var einn af stofnendum og
var þar jafnframt kjörinn gjald-
keri í fyrstu stjórn félagsins. Sat
hann sleitulaust í stjórn þess,
sem gjaldkeri, til ársins 1987 eða
í 33 ár.
Áki var aðalhvatamaður,
frumkvöðull og drifkraftur þegar
kom að byggingu sjálfstæðis-
hússins í Njarðvík en þáverandi
stjórn félagsins lagði mikla
áherslu á að koma upp félags-
heimili undir starfsemi þess. Ár-
ið 1972 gekk félagið frá kaupum
á lóð og grunni hússins á Hóla-
götu 15 í Njarðvík og rúmum
fimm árum síðar, 8. janúar 1978,
var félagsheimili Sjálfstæðis-
félagsins Njarðvíkings formlega
vígt. Gegnir húsið enn hlutverki
sínu sem félagsheimili Sjálfstæð-
isflokksins í bænum. Áki var,
bæði sem formaður byggingar-
nefndar hússins og sem gjald-
keri félagsins, í lykilhlutverki við
uppbyggingu þess og öflun fjár
til framkvæmda sem tókst með
glæsilegum hætti.
Áki sat í hreppsnefnd Njarð-
víkur frá 1970 og síðan í bæj-
arstjórn eftir að Njarðvík fékk
kaupstaðarréttindi 1976, allt til
ársins 1986, samtals í 16 ár. Á
þeim árum voru fjölmörg fram-
faramál sem Áki vann að í sam-
vinnu við félaga sína í bæjar-
stjórn. Áki var í byggingarnefnd
Njarðvíkurskóla frá 1971 sem
stóð fyrir mikilli stækkun skól-
ans og tekin var í notkun árið
1976. Á sömu árum stóðu menn
að undirbúningi og síðar stofnun
Hitaveitu Suðurnesja. Fram-
faramál voru mörg í Njarðvík á
þessum tíma, dráttarbraut við
höfnina, fiskiðjuver, uppbygging
í kringum flugvöllinn og skóla-
og dagvistarmál.
Þrátt fyrir að Áki hefði sjálfur
hætt þátttöku í pólitísku starfi
árið 1986 var hann óþreytandi
við að leiðbeina og veita nýjum
flokksmönnum ráðgjöf. Fáir eru
þeir fundir sem haldnir voru á
vegum Sjálfstæðisflokksins í
Njarðvík sem Áki sótti ekki og
tók þátt í. Átti hann jafnan fast
sæti í húsinu, framarlega, hægra
megin við ræðupúltið. Fram á
síðasta dag vann hann náið með
bæjarstjóra og öðrum kjörnum
fulltrúum flokksins í bæjarstjórn
við ýmis framfaramál, einkum
umhverfismál, sem voru Áka af-
ar hugleikin.
Með Áka er genginn einn af
forvígismönnum Sjálfstæðis-
flokksins í Njarðvík, stofnandi,
stjórnarmaður, hugsuður og bar-
áttumaður en ekki síður einstak-
lingur sem hafði ódrepandi
áhuga á samfélagi sínu, umhverfi
og menningu.
Blessuð sé minning Áka
Gränz.
Með hlýju og þökk,
Böðvar Jónsson.
Lionsfélagar í Njarðvík
kveðja nú góðan og tryggan fé-
laga, Áka Gränz. Áki er einn af
stofnfélögum Lionsklúbbs
Njarðvíkur. Sem Lionsmaður
var hann sívinnandi að fram-
gangi klúbbsins síns og óþreyt-
andi í að segja sögur af verk-
efnum og úr starfinu. Hann
mætti á alla viðburði sem hann
gat og fór í flestar ferðir sem
boðið var upp á og lá ekki á liði
sínu við fjáraflanir allt fram á
síðasta dag. Hann var sæmdur
Melvin Jones-orðunni árið 1993,
æðstu viðurkenningu Lions og
gerður að ævifélaga 2003. Hann
gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyr-
ir hreyfinguna og var m.a. for-
maður klúbbsins 1969-70.
Ég átti viðtal við Áka fyrir
átta árum um fyrstu ár hans og
störf hér í Njarðvík. Hann sagð-
ist fyrst hafa keyrt sem ferða-
maður í gegnum Njarðvík 1943
„og þá var einn vegur í gegnum
Njarðvík, Þórustígur“. Til
Njarðvíkur kom hann svo aftur
árið 1946 til að hitta Karvel Ög-
mundsson í íþróttaferð, en Áki
var ágætur sleggjukastari og
átti met sem slíkur. Ekki kom
fram hvort hann hefði hitt vænt-
anlega eiginkonu sína þá en eitt
er víst að hann kvæntist dóttur
Karvels, Guðlaugu, og fluttist í
Njarðvíkurnar 1949. Njarðvísk
fegurð hefur því hreyft við lista-
manninum. Áki hefur átt mjög
farsælan feril hér í Njarðvík og
tekið þátt í uppbyggingu bæj-
arins alveg frá fyrsta degi og
vann við hlið tengdaföður síns
m.a. við stofnun Sameinaðra
verktaka þegar varnarliðið kom
árið 1951. Uppbyggingin fyrir
varnarliðið var mjög hröð og
fóru framkvæmdir strax af stað
af miklum krafti. Þurfti því að
flytja fólk til starfa hér á Suð-
urnesin í þúsunda vís. Ræddi
Áki um á átökin um Krossinn
sem Sameinaðir verktakar vildu
leigja af UMFN en það vantaði
húsnæði undir 1.000 verkamenn
árið 1951. Leigan gekk í gegn í
annarri tilraun eftir mikla hita-
fundi þar sem pólitík og tilfinn-
ingar réðu umræðunni og var þá
tekist á í orðsins fyllstu merk-
ingu. Áki rak sjálfur verktaka-
fyrirtæki sem vann m.a. fyrir
varnarliðið og ber hann Banda-
ríkjamönnum vel söguna. Hann
eins og fleiri viðmælendur mínir
telur komu þeirra til landsins
hafa fleytt okkur langt fram í
fagmennsku og tækni er lýtur að
verklegum framkvæmdum.
Áki var mjög virkur í fé-
lagsmálum og sat m.a. í bæj-
arstjórn Njarðvíkur. Hann var
einn af stofnendum Sjálfstæðis-
félags Njarðvíkur og stóð ásamt
Karvel og fleirum að byggingu
Sjálfstæðishússins í Njarðvík. Í
störfum mínum sem bæjarstjóri
í Njarðvík kynntist ég vel áhuga
Áka fyrir framgangi sveitarfé-
lagsins og tók hann virkan þátt í
öllum undirbúningi vegna 50 ára
afmælis Njarðvíkurbæjar 1992
og ritun Sögu Njarðvíkur.
Áki var mikill hugmyndasmið-
ur og hönnuður og hannaði m.a.
bæjarmerki Njarðvíkur auk þess
sem hann málaði fjölda mynda.
Ljómuðu flestar hans myndir af
stolti yfir landi og þjóð og lýstu
því sem gerir okkur að Íslend-
ingum. Það er mikill sjónarsvipt-
ir að Áka Gränz og verður hans
sárt saknað. Við Lionsmenn í
Njarðvík þökkum langa sam-
fylgd og tryggð um leið og við
vottum aðstandendum hans öll-
um okkar dýpstu samúð. Blessuð
sé minning Áka Gränz.
F.h. Lionsklúbbs Njarðvíkur,
Kristján Pálsson.
Áki Gränz var bjartur maður,
hógvær og lítillátur. Hann var
framkvæmdamaður og listamað-
ur. Hann var einn af mínum
dyggustu samherjum í Reykja-
nesbæ. Við áttum saman brenn-
andi sýn til að gera samfélagið
okkar bjartara og betra. Þar
fékk ég tækifæri til þess að láta
nokkra gamla drauma Áka verða
að veruleika.
Uppi í risi á Heimakletti,
heimili Áka, sýndi hann mér
verkin sín. Þar ræddi hann við
mig um mikilvægi sögunnar, sjó-
sóknara á Suðurnesjum, lífsbar-
áttu fólks sem lifði af sjónum,
líkt og við þekktum svo vel frá
okkar uppeldisstöðvum í Eyjum,
þótt á ólíkum tímum væri.
Allnokkrir voru bíltúrarnir
okkar. Hann fór með mig um
Njarðvík og Innri-Njarðvík, rifj-
aði upp sögur af hernum, helsta
útræði við ströndina, kynnti
gamlar húsatóftir og söguna um
fólkið sem þar barðist oft við erf-
iðar aðstæður. Í einni heimsókn-
inni upp í risið dró Áki fram
gamlar teikningar af grjótver-
um, sem hann kallaði „sagnat-
röll“. Hann sagði mér að það
hefði verið draumur sinn í „ára-
tugi“ að koma þeim fyrir á
ákveðnum svæðum í bænum
okkar. En aldrei virtust vera að-
stæður til að framkvæma
drauminn. Ég beið ekki boð-
anna, kallaði hann út til að fram-
kvæma, skapa okkur samfélag
sagna og sérstöðu með þessum
kynjamyndum. Með fítonskrafti
vann hann þessi verk, öll í sjálf-
boðavinnu. Steintröllin hans Áka
eru nú víða um bæinn okkar s.s.
Nástrandatröllin í Keflavík,
Förumenn við Álfakirkjuna í
Njarðvík, Freyr og Freyja í
mynni Njarðvíkur og Stapatröll-
in á Vogastapa.
Áki sá mikilvægi þess að nýta
Áki Guðni Gränz
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
LOVÍSA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Framnesvegi 20,
Keflavík,
lést mánudaginn 20. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Gísli Arnbergsson,
Sigtryggur Jón Gíslason, Pranee Kaewsri,
Gísli Jón Sigtryggsson,
Lovísa Rós Sigtryggsdóttir,
Sigurlín Bjarney Gísladóttir,
Freyja Kristinsdóttir,
Sölvi Kristinsson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur,
bróðir, mágur, unnusti og frændi,
HELGI GEORGSSON,
er látinn.
Útför hans fer fram frá Lindakirkju
þriðjudaginn 18. febrúar kl. 13.00.
Jarðsett verður í Vestmannaeyjum.
Helga Helgadóttir,
Bjarni Tómas Helgason, Petra Rán Jóhannsdóttir,
Sveinn Halldór Helgason, Súsanna Sif Jónsdóttir,
Brynhildur Helgadóttir,
Hulda Helgadóttir,
Daníel Helgi Valgeirsson,
Karítas Líf Bjarnadóttir,
Davíð Leó Bjarnason,
Helga Helgadóttir, Georg Hermannsson,
Hrafnhildur Georgsdóttir, Jón Óttar Birgisson,
Eva Lilja Rúnarsdóttir
og aðrir aðstandendur.