Morgunblaðið - 14.02.2014, Síða 37

Morgunblaðið - 14.02.2014, Síða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 ✝ RagnheiðurPálsdóttir (Ragna) fæddist á Stóru-Völlum í Landsveit 18. ágúst 1933. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans Fossvogi 8. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Páll Jóns- son bóndi og list- málari frá Ægissíðu, f. 10.1. 1890, d. 29.10. 1943, og Sigríður Guðjónsdóttir bóndi og hús- freyja frá Stóru-Völlum, f. 9.8. 1900, d. 26.2. 1988. Ragna var tekin í fóstur af Guðríði Jóns- dóttur ráðskonu og alin upp á Hvammi í Landsveit. Systkini Rögnu eru Jens, Jón, látinn, Sig- ríður, látin, Þór, látinn, Óðinn, Vallaður, látinn, Gunnur, Þýðr- ún, Atli, Ása og Guðrún. Hinn 20.6.1957 giftist Ragna eftirlifandi eiginmanni sínum Stefáni Níels Stefánssyni (Núma) rafverktaka, f. 20.6. 1935 á Hóli í Stöðvarfirði. For- ánsdóttir, f. 14.8. 1989, b) Heið- ar Númi, f. 3.2. 1989, unnusta Inga Rut Helgadóttir, f. 31.3. 1992. 3) Örn, f. 24.3. 1959, maki Ingunn Ólafía Blöndal, f. 11.7. 1957. Ragna flutti með fóstru sinni fjórtán ára gömul til Reykjavík- ur. Hún vann ýmis störf en lengst af í Kjólaversluninni Elsu. Árið 1963 fluttu þau Númi austur á Breiðdalsvík. Fyrst um sinn bjuggu þau hjá Boga á Gljúfraborg á meðan þau byggðu húsið sitt við Ásveg 13. Á Breiðdalsvík starfaði Ragna við fiskvinnslu hjá Hraðfrysti- húsi Breiðdælinga. Hún var virkur félagi í Kvenfélaginu Hlíf á Breiðdalsvík og síðar eldri- borgarastarfi Korpuúlfa í Reykjavík. Hennar helstu áhugamál voru fjölskyldan og vinirnir ásamt ferðalögum innanlands og utan. Árið 2000 fluttu Ragna og Númi til Reykjavíkur og keyptu hús í Breiðuvík 67. Síðar eignuðust þau sælureitinn Lynghóla á æskustöðvunum í landi Stóru- Valla þar sem þau nutu þess að vera, sjá til fjalla og taka á móti fjölskyldu og vinum. Útför Rögnu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 14. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. eldrar hans voru Stefán A.G. Carls- son kaupmaður frá Stöðvarfirði, f. 15.9. 1895, d. 28.1. 1974, og Nanna S. Guðmundsdóttir húsfreyja frá Þinganesi í Horna- firði, f. 28.7. 1897, d. 28.8. 1985. Börn þeirra eru: 1) Guð- ríður, f. 28.11. 1957, maki Guðmundur Ág. Ingvarsson, f. 13.4. 1950, börn þeirra a) Stefán Níels, f. 25.2. 1981, maki Alma Bjarnadóttir, f. 1.9. 1983, börn þeirra eru Alex- ander Þór, f. 2006, og Aníta Þyrí, f. 2012, b) Ingvar Júlíus, f. 13.3. 1983, c) Sigríður, f. 13.3. 1983, maki Sigurbjörn Guð- jónsson, f. 21.8. 1982 , börn þeirra eru Sara Ágústa, f. 2006, Katla María, f. 2010, og Tómas Númi, f. 2013. 2) Hrafn, f. 24.3. 1959, maki Sonja I. Ein- arsdóttir, f. 15.9. 1961, börn þeirra eru a) Einar Ingi, f. 16.9. 1984, maki Þórey Rósa Stef- Elsku mamma, það er erfitt að kveðja og maður er aldrei nægi- lega undirbúinn þegar kallið kem- ur. Þinni baráttu við erfið veikindi í mörg ár er nú lokið. Þú varst alltaf svo æðrulaus og sterk. Þú varst svo ljúf og góð. Mér andlátsfregn að eyrum berst ég út í stari bláinn og hugsa um það, sem hefur gerst til hjarta mér sú fregnin skerst, hún móðir mín er dáin! Þú varst mér ástrík, einlæg og sönn, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn, hann traust mitt var í hvíld og önn, í sæld og sorg og þrautum. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir svo mæt og góð, svo trygg og trú svo tállaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látin lifir! (Steinn Sigurðsson.) Takk fyrir allt elsku mamma. Þinn Örn. Margar ljúfar minningar koma upp í hugann þegar ég minnist tengdamóður minnar Ragnheiðar Pálsdóttur. Allar heimsóknirnar á Breiðdalsvík, ferðalögin um land- ið okkar, fjölskylduboðin, nota- legu samverustundirnar á Lyng- hól og smitandi hláturinn hennar. Ragna, eins og hún var kölluð, var mjög félagslynd, hafði gaman af samneyti við samferðafólk sitt og voru þau Númi tengdapabbi dugleg að sækja mannfagnaði og halda tengslum við sitt fólk. Hún var fagurkeri og söngelsk þótt hún syngi ekki sjálf og naut hún þess að hlusta á kórsöng og ís- lenska tónlist. Hin síðari ár glímdi Ragna við heilsubrest en aldrei kvartaði hún og var ávallt jákvæð og mætti veikindum sínum með miklu æðruleysi. Aldrei hef ég kynnst neinum með annað eins jafnaðargeð. Rögnu verður sárt saknað en minningin lifir. Sonja. Amma Ragna er farin. Það tók stuttan tíma þegar orðið var ljóst í hvað stefndi. Þetta er skrýtið. Það fyrsta sem okkur systkin- unum dettur í hug þegar við hugs- um til baka er víkin fagra austur á fjörðum. Ferðirnar „heim“ á Breiðdalsvík voru alltaf mikið til- hlökkunarefni enda mikið brallað og við borgarbörnin vorum frjáls eins og fuglinn. Hún amma var ótrúleg kona, falleg og hlý. Þótt víða væri leitað fyndist varla kona með meira jafnaðargeð og amma. Það var al- veg sama í hvaða vitleysu við komum okkur eða öðrum á Breið- dalsvík, alltaf mætti hún okkur með bros á vör. Amma var mikill sælkeri, við systkinin gátum alltaf verið viss um að fá nóg af heimabökuðu bakkelsi og öðru góðgæti þegar við heimsóttum hana og afa nafna. Steiktar kleinur, vel sykr- aðar pönnukökur og brúnterta (brún lagterta) með ískaldri mjólk var ómótstæðilega gott og minnir okkur óneitanlega mikið á ömmu. Hvíldin er fengin himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Nú ber ei lengur yfirskin né skugga skínandi ljómi Drottins blasir við. Líður hún nú um áður ókunn svið. Englanna bros mun þreytta sálu hugga. Hvíldin er fengin himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína allt sem þú gafst af þinni heitu sál. Lengi skal kær þín milda minning skína merlar hún geislum dauðans varpa á. Fagurt um eilífð blossar andans bál. Burt er nú kvöl og þreyta sorg og pína. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína allt sem þú gafst af þinni heitu sál. (Matthías Jochumsson) Við erum afskaplega þakklát fyrir árin öll og samverustundirn- ar með ömmu Rögnu, hvíl þú í friði. Elsku afi, þú munt alltaf eiga í okkur hina bestu vini og mundu að við erum aðeins steinsnar í burtu. Stefán Níels, Ingvar Júlíus og Sigríður. Ragnheiður Pálsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Ragna, það er komið að kveðjustund. Minningar liðinna ára líða fram í hugskoti mínu um elskulega og hógværa konu með hlýtt hjarta. Ég kveð þig, kæra tengdamamma, með virð- ingu og þökkum fyrir sam- fylgdina. Elsku Númi og fjöl- skylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingunn Ólafía Blöndal (Inga Lóa). ✝ Sveinbjörg I.Jónsdóttir, alltaf kölluð Anný, fæddist í Reykja- vík 31. júlí 1944. Hún lést á kvenna- deild LSH 3. febr- úar 2014. Móðir hennar var Þórdís Jóns- dóttir, f. 5. desem- ber 1926 í Reykja- vík, d. 26. nóvember 2010, eiginmaður hennar var Benedikt Björns- son frá Þorbergsstöðum, þau skildu árið 1981. Systkini An- nýjar voru Vignir Benedikts- son, f. 1947, d. 2002, maki Guðrún Magnúsdóttir, d. 2008 og Birna Dís Benediktsdóttir, f. 1949, maki Birgir Ingimars- son. Eiginmaður Annýjar var Þorvaldur Stefánsson, fæddur á Norður-Reykjum í Hálsasveit í Borgarfirði 15. júlí 1932, for- eldrar hans voru Sigurborg Guðmundsdóttir, uppalin í Hergilsey á Breiðarfirði, og Stefán Þorvaldsson frá Norð- ur-Reykjum. Anný og Valdi eignuðust fimm börn, þau eru: Óttar, f. 1993, Ísafold, f. 1995 og Þorvaldur, f. 1997. 5) Þór- dís, fædd 13.9. 1972, sambýlis- maður Guðjón Ólafsson. Dætur hennar eru Hugrún Schmidt, f. 1993 og Sveinbjörg Birta Schmidt, f. 1996, sonur Hug- rúnar er Viktor Ýmir, f. 2013. Anný ólst upp í Reykjavík hjá móðurömmu sinni Júlíönu Pétursdóttur frá Malarrifi á Snæfellsnesi, f. 16. október 1896, d. 21. október 1977. Hún gekk í Laugarnesskóla þar sem amma hennar vann, en á sumrin dvöldu þær á Sil- ungapolli auk þess sem Anný var sumarparta á Malarrifi hjá Pétri ömmubróður sínum og konu hans Elínborgu. Sextán ára gömul réð hún sig til starfa að Rauðsgili í Hálsasveit í Borgarfirði og í þeirri sveit kynntist hún eiginmanni sínum til fimmtíu og þriggja ára og bjuggu þau lengst af í Breið- holtinu, eða í fjörutíu og fjög- ur ár. Eftir að börnin komust á legg fór Anný að vinna í Blóð- bankanum og síðar á leikskól- anum Stakkaborg, þar sem hún vann á meðan heilsan leyfði. Einnig vann hún lengi í sjálfboðavinnu í búð Rauða krossins á Landspítalanum við Hringbraut. Útför Annýjar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 14. febrúar 2014 kl. 13. 1) Stefán, fæddur 20.9. 1962, maki Anna Friðberts- dóttir. Börn þeirra eru Linda Ósk, f. 1983, Eva Dögg, f. 1987, Sölvi, f. 1988, Maren, f. 1989 og tvíbur- arnir Lilja Guðrún og Júlíana, f. 1999. Tvær ömmudætur eru Nína Jara, f. 2008 og Maríanna, f. 2013. 2) Júlíana, fædd 5.6. 1964, maki Gísli Jónsson. Dætur þeirra eru Þórunn, f. 1993 og Ingi- björg, f. 1995. Dóttir Júlíönu og fósturdóttir Gísla er Rut Valgeirsdóttir, f. 1988, faðir Valgeir Berg Steindórsson. Unnusti Rutar er Einar Guðna- son. 3) Hrund, fædd 16.5. 1967, börn hennar eru Anný Dögg Helgadóttir, f. 1989 og Ísak Darri Kaspersma, f. 2002. Unnusti Annýjar Daggar er Þröstur Sveinsson og eiga þau soninn Alexander Breka, f. 2011. 4) Sigurborg, fædd 3.2. 1969, maki Agnar Norðfjörð Hafsteinsson. Börn þeirra eru Nú er Anný systir búin að fá hvíldina, en það var alls ekki það sem hún stefndi að, því ein- kunnarorð hennar síðustu sex ára voru: „það er ekkert annað í boði en að standa sig og halda áfram“. Ég spurði djáknann eftir andlátið hvort hún hefði talað um dauðann við hann, nei hún hafði ekki gert það, en hann sagði að afneitunin þyrfti ekki að vera neikvæð og í henn- ar tilfelli hefði afneitunin verið henni drifkraftur. Við vitum aldrei hvernig við bregðumst við áföllum en hún sýndi æðru- leysi án uppgjafar og var algjör hetja. Við ólumst ekki upp á sama heimili og erum líklega ein af fáum systkinum sem aldrei hafa rifist. Við vorum hins veg- ar alltaf í mikilli nálægð hvert við annað. Anný ólst upp hjá ömmu okkar, henni Júllu sem var hennar stoð og stytta í líf- inu, og kallaði hana alltaf mömmu. Vignir bróðir okkar fór ungur í fóstur til Vigdísar Blöndal vinkonu ömmu, í heimavist Laugarnesskólans og ég á Silungapoll á meðan móðir okkar dvaldi á Vífilsstöðum. Anný fylgdi í fótspor þessara kvenna; Júllu ömmu, Vigdísar, Ragnheiðar Hall og fleiri sem unnu í Laugarnesskólanum og á Silungapolli á sumrin og báru velferð barna og mannúð fyrir brjósti því hún kaus að sinna börnum bæði í leik og starfi. Það reyndist henni því lítið mál þegar hún ung að árum eign- aðist börnin fimm með honum Valda sínum. Aðeins tuttugu og fimm ára var hún búin að eignast fjögur börn og bjó fjölskyldan þá í litlu 36 fermetra húsi á Soga- veginum, þar sem börnin voru böðuð í bala, þvottar þvegnir, eldað, bakað, prjónað og saum- að. Það var því hátíð í bæ, þegar fjölskyldan flutti í blokkaríbúð í Breiðholtinu þar sem yngsta barnið fæddist. Anný og Valdi voru dugleg að ferðast um landið og vafðist það ekkert fyrir þeim að fara með allan hópinn sinn upp á há- lendið á Rússa-jeppanum og gista í tjaldi hvort heldur var á Lónsöræfum, í Kverkfjöllum eða bara að skreppa um helgi upp í Borgarfjörð. En eftir að börnin fluttu að heiman tóku við ferðalög um Evrópu, Kan- ada og Kúbu svo eitthvað sé nefnt, en mikið fannst henni alltaf gott að koma heim, því í eðli sínu var Anný mjög heima- kær. Hún bjó jafnframt yfir þeim eiginleika að leiðast aldrei, las mikið, mundi allt og hafði unun af hönnun og handavinnu. Allt sem hún gerði var „ekta“. Hún vann bara með eðalefni; ull, bómull, hör og silki og hafði jafnframt sterkan fata- og lífs- stíl, fór til að mynda aldrei í dragt eða blúndublússu og elti ekki tískustrauma, hún var svo mikið náttúrbarn. Anný var alltaf til staðar, hlý og umhyggjusöm án þess að vera ýtin eða afskiptasöm, hún var yfirveguð en föst fyrir og vissi alltaf hvað hún vildi. Við vorum systur og vinkon- ur, fundum til mikillar sam- kenndar og áttum alla tíð kær- leiksríkt og fallegt samband, ég vil þakka henni allt sem hún var mér og mínum og kveð hana í þeirri vissu að fólkið okkar sem farið er hafi tekið á móti henni með útbreiddan faðm. Sjáumst síðar systir Birna Dís. Elsku amma. Þegar við sett- umst niður og rifjuðum upp minningar um þig er efst í huga hið árlega fjölskylduboð á jóla- dag. Þá fengum við hangikjöt, uppstúf, ís og svo var hápunkt- ur kvöldsins þegar þú fórst inn í þvottahús og náðir í sleikjó og gafst öllum barnabörnunum. Einnig er ofarlega í huga þegar við fórum saman í að- ventuferð til Kaupmannahafnar veturinn 2008. Þá hafðir þú greinst nokkrum mánuðum áð- ur með krabbamein og gengið í gegnum erfiða lyfjameðferð. Þú lést það ekki stoppa þig í því að eiga með okkur góðar stundir í Kaupmannahöfn. Nú, sex árum síðar, er þinn tími kominn en við erum afar þakklátar fyrir þann tíma sem þú fékkst. Ég sendi þér kæra kveðju Nú komin er lífsins nótt, Þig umvefji blessun og bænir Ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta Þá sælt er að vita af því, Þú laus ert úr veikinda viðjum Þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti Þá auðnu að hafa þig hér, Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði. Rut, Þórunn og Ingibjörg. Sveinbjörg I. Jónsdóttir ✝ Helga Haralds-dóttir fæddist 19. júlí 1938 og lést á kvennadeild Landspítalans 31. janúar 2014. Hún var dóttir Guðlaugar E. Úlf- arsdóttur og Har- aldar Salómons- sonar. Fósturfaðir hennar var Sigmar Kristinsson. Systk- ini sammæðra: Rúnar, Úlfar, Kristinn og Sigrún. Systur sam- feðra: Elly og Auður. Helga giftist Sigfúsi Skúla- syni 1960 og áttu þau tvö börn: 1) Elly, f. 7.7. 1960, gift Hall- grími Ingólfssyni, f. 19.5. 1960. Þeirra börn eru Arnar Kári, f. 8.12. 1986, í sambúð með Agnesi Ólöfu Pétursdóttur, f. 31.10. 1987. Sonur þeirra: Hall- grímur Vikar, f. 7.9. 1913, El- ína Helga, f. 7.7. 1989, í sambúð með Brynjari Má Andréssyni, og Hektor Ingólfur, f. 31.5. 1991. 2) Skúli Gunnar, f. 11.9. 1966. Dætur hans með Sigríði Kol- beinsdóttur, f. 25.4. 1966, eru: Katrín Helga, f. 28.8. 1990, og Marín Lárenzína, f. 12.4. 1997. Helga og Sigfús skildu. Eftirlifandi eiginmaður Helgu er Óskar Karl Stefánsson, f. 27.11. 1932. Hann á tvo syni, Kristján og Úlfar, og þrjú barnabörn. Helga vann við skrifstofu- og gjaldkerastörf alla tíð, m.a. hjá Ríkisféhirði og Hagstofu Ís- lands. Jarðarförin fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Kæra vinkona. Ég er ekki ennþá búin að átta mig á því að þú sért farin héðan og ég sitji hér og skrifi kveðjuorð til þín, þótt ég viti vel hversu lengi og mikið þú varst búin að vera veik. Síðasta ár þegar við hitt- umst eða töluðum saman í síma endaði ég alltaf á því að segja þér að flýta þér að hressast, því við ættum eftir að gera svo margt saman. Við kynntumst fyrst þegar við og fjölskyldur okkar byggð- um hús hlið við hlið við Stað- arbakka. Við náðum strax mjög vel saman og hefur sú vinátta staðið í um 47 ár. Við áttum margar góðar og skemmtilegar stundir, bæði hér innanlands og erlendis. Ég vil þakka þér fyrir allar samverustundirnar okkar. Við Eyjólfur og börnin okkar vottum Karli, Ellý og Skúla og öðrum ættingjum okkar innileg- ustu samúð. Kveðjumst að sinni Helga, þín vinkona, Sólveig. Helga Haraldsdóttir ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, HARALDAR RINGSTED. Sérstakar fær starfsfólk dvalarheimilisins Hlíðar á Akureyri fyrir hlýju og góða umönnun. Jakobína Stefánsdóttir, Anna Ringsted, Stefán Guðlaugsson, Guðlaug Ringsted, Gísli Sigurgeirsson, Sigurður Ringsted, Bryndís Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.