Morgunblaðið - 14.02.2014, Síða 38

Morgunblaðið - 14.02.2014, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014 ✝ Hafsteinn Sig-urþórsson fæddist í Reykja- vík 21. mars 1932. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 2. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Laufey Ein- arsdóttir, f. 6. júlí 1909, d. 10. janúar 1976, og Sigurþór Guðmundsson, f. 19. júlí 1910, d. 31. mars 1946. Alsystkini: a) Reynir Sigurþórsson, f. 1930, d. 2000, maki Kolbrún Ár- mannsdóttir, f. 1932. b) Sigríð- ur Sigurþórsdóttir, f. 1934, d. 1937. c) Sigríður Sigurþórs- dóttir, f. 1938, maki Finnbogi Sævar Guðmundsson, f. 1937. Hálfbræður Hafsteins: Kristján Kristjánsson, f. 1927, d. 1997, maki Elín Frímannsdóttir, f. 1924, d. 2006 og Gunnar Vil- helmsson, f. 1948 , maki Bjarn- ey K. W. Gunnarsdóttir, f. 1946. Hafsteinn kvæntist 31. mars 1956 Ingibjörgu Birnu Þorláksdóttur, f. 4. desember 1935. Foreldrar hennar voru Anna Pétursdóttir, f. 14. ágúst 1910, d. 10. júní 1984 og Þor- lákur Björnsson, f. 6. október 1904, d. 10. nóvember 1962. Hafsteinsdóttir, f. 13. mars 1961, maki Bjarni Hauksson, f. 11. apríl 1957, börn þeirra eru: a) Elín Birna, f. 1. mars 1986, sambýlismaður Thomas Red- der, f. 1987, b) Hafsteinn, f. 26. mars 1990, sambýliskona Re- bekka Hafþórsdóttir, f. 1991, c) Brynjar, f. 6. nóvember 1998 . Hafsteinn fór ungur í rafvirkjanám. Hann tók sveins- próf í rafvirkjun 1953. Hann vann hjá Sameinuðum verktök- um á Keflavíkurvelli til 1960 og síðan í Rafha í Hafnarfirði 1960-70. Árið 1970 flutti fjöl- skyldan til Malmö í Svíþjóð og bjó þar í tæp þrjú ár. Þar vann Hafsteinn við skipasmíðastöð- ina Kockums. Um áramót 1973 flutti fjölskyldan heim aftur og vann Hafsteinn þá sem versl- unarstjóri hjá Rafha við Óð- instorg, síðar Austurveri til ársins 1980. Um tíma var hann starfsmaður Landsbankans í Austurstræti en rak síðan Áhaldaleigu Hafnarfjarðar frá 1984 til 1996. Hjá Byko vann hann fram að starfslokum sín- um. Hafsteinn og Ingibjörg byggðu í Silfurtúninu í Garða- bæ, fluttu þangað 1959. Í Garðabæ bjuggu þau í 40 ár, fyrst í Faxatúni 8 og síðar í Krókamýri 2. Síðustu árin átti þau heima í Eyktarsmára 8, Kópavogi. Útför Hafsteins verður frá Vídalínskirkju, Garðabæ, í dag, 14. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Börn þeirra: 1) Sigurþór Njáll Hafsteinsson, f. 27. maí 1956, fyrrver- andi maki Val- gerður Hildi- brandsdóttir, f. 9. ágúst 1957, börn þeirra eru: a) Signý Valbjörg, f. 23. desember 1978, maki Samuel Per- rella, f. 1976, barn þeirra er Aron Samuelsson Perrella, f. 2011, b) Egill Arn- ar, f. 21. febrúar 1982, maki Sigyn Blöndal, f. 1982, börn þeirra eru Breki f. 2005 og Ylfa f. 2009, c) Andri Heiðar, f. 10 . október 1987; 2) Anna Haf- steinsdóttir, f. 24. mars 1958, d. 9. september 2006, maki Ár- sæll Karl Gunnarsson, f. 12. júlí 1953, d. 26. apríl 2008, börn þeirra eru: a) Gunnar Karl, f . 5. maí 1977, maki Sig- urlaug Sverrisdóttir, f. 1977, börn þeirra eru Arnar Kári, f. 1997 og Sólveig Anna, f. 1998, b) Sólrún, f. 9. ágúst 1979, maki Ingólfur V. Ævarsson, f. 1978, synir þeirra eru Ævar Örn, f. 2005 og Ársæll Karl, f. 2007, c) Ingibjörg Birna, f. 30. nóvember 1992, unnusti Arnór Sigurðarson, f. 1991; 3) Laufey Elsku pabbi. Þú kvaddir eftir veikindi sem markað höfðu sín spor. Þú hafðir vonast eftir lengri tíma en varst samt sáttur við þitt lífshlaup. Nú þegar við sitjum og skrifum þessi orð finnst okkur við hafa verið svo lánsöm að eiga þig að. Sagt er að maður uppskeri eins og maður sáir. Okkur þótti mjög vænt um þig pabbi minn. Þú varst gamansamur, hlýr og fróð- ur. Það voru þínir sterku eigin- leikar og alltaf varstu til í allt. Í minningunni gastu líka verið ákveðinn og strangur, þú settir okkur systkinunum reglur og mörk. Þegar barnabörnin svo komu var annar tíðarandi, meiri tími og peningar. Nutu þau margra ánægjustunda með þér og ömmu, jafnt heima sem í bú- staðnum, eða á erlendri grund. Lífsmottó þitt var „sveltur sitj- andi kráka, en fljúgandi fær“. Þér fannst að fólk ætti að nýta tæki- færin og njóta líðandi stundar, enda hafðir þú ýmislegt reynt um ævina. Áhugamálin þín voru nokkur. Þú hafðir gaman af að grúska í uppruna okkar ylhýra tungumáls, einnig að fara með vísur við ýmis tækifæri, eftir sjálfan þig og aðra. Þú varst frí- stundamálari og fuglaskoðun átti hug þinn alla tíð. Þið mamma höfðuð gaman af að ferðast og lögðuð því oft land undir fót, ekki síst þegar þið vor- uð ung með okkur krakkana í eft- irdragi. Þið tvínónuðuð aldrei við það að skella ykkur í útilegu með alla fjölskylduna og auðvelt er að muna eftir ferðum í Grafninginn, Þjórsárdalinn og Skorradalinn, eða bara eitthvað norður í land. Bílinn var fylltur af allskyns úti- legudóti og hlaðið á toppinn. Síð- an var ekið í rykmekki út í busk- ann á vit ævintýranna. Við fluttum til Svíþjóðar, bjuggum í Malmö í nokkur ár. Var það mjög eftirminnilegur tími og þar naustu þín vel, enda áhugasamur um tungumál og menningu annarra landa. Í minn- ingunni eru líka margar ferðir með þér til útlanda þar sem þú ræddir kappsamur við heima- menn og kynntist landi og þjóð miklu betur en við hin. Þú rækt- aðir ætíð vináttuna við gamla fé- laga og naust návista góðra ná- granna. Við Eyktarsmára, þar sem þú bjóst þín síðustu ár, býr gott fólk sem í veikindum þínum var ávallt boðið og búið að hjálpa til með hundinn Patta, hundinn þeirra Önnu og Ása sem þið mamma tókuð að ykkur eftir fráfall þeirra. Hjálpsemi og velvild nágrann- anna kunnir þú vel að meta og varst þeim þakklátur fyrir. Við erum í hjörtum okkar þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með þér og minningu þína munum við varðveita um ókomna tíð. Okkar dýpstu ástarþakkir öll af hjarta færum þér. Fyrir allt sem okkur varstu, yndislega samleið hér. Drottinn launar, drottinn hefur dauðann sigrað, lífið skín. Hvar sem okkar liggja leiðir, lifir hjartkær minning þín. (Höf. ók.) Hvíl í friði, elsku pabbi. Laufey og Sigurþór. Elsku afi. Það hefur alltaf verið svo gott að koma til ykkar og þið hafið alltaf gefið ykkur góðan tíma fyrir okkur. Við höfum átt svo margar og góðar stundir sam- an. Þegar við vorum yngri vorum við mikið hjá ykkur í Krókamýr- inni og líka í sumarbústaðnum ykkar þar sem þú gafst okkur mikið af tíma þínum. Minningarn- ar um þig þegar við vorum yngri tengjast mikið ferðalögum í sveit- inni þar sem mikið var um að vera. Þar var oft farið að veiða, farið í skógarferðir, bíltúra eða sund. Margar minningar snúa líka að þér með fuglabókina í hendi eða kíki að kenna okkur skil á fuglunum. Það hefur alltaf ríkt gleði í kringum þig og minning- arnar um þig eru bara hlýjar og góðar þar sem þú varst einstak- lega glaðlegur, góður og hjálpfús. Stundirnar í Eyktarsmáranum voru líka ómetanlegar þar við ásamt krökkunum okkar nutum góðra stunda með ykkur, ekki var það sjaldan sem þú skelltir í eina vísu eða sagðir brandara. Við munum geyma allar þessar góðu minningar í hjarta okkar. Við kveðjum þig með söknuði, þín barnabörn, Gunnar Karl og Sólrún. Elsku afi minn. Það er erfitt að kveðja þig, en ég er þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Ég hef alltaf verið mjög stolt af þér og oft montað mig af því að eiga svona skemmti- legan afa. Sem barn sagði ég öll- um í skólanum að afi minn vissi allt um fugla, hann væri nefnilega fuglafræðingur. Þegar kennarinn fór að athuga málið kom í ljós að það var ekki alveg rétt en í mínum huga varstu það. Á unglingsárun- um kom ég oft í heimsókn til þín og ömmu og fékk að gista. Þá var pöntuð pítsa, prjónað, málað, far- ið í ísbíltúr og ég fékk að sofa uppi í hjá ömmu en þú inni í gestaher- berginu. Þú hélst því fram að við töluðum svo mikið, langt fram eft- ir kvöldi. Vinkonur mínar öfund- uðu mig oft af þessari lúxusmeð- ferð sem ég fékk hjá ömmu og afa. Í seinni tíð voru það vinnu- félagarnir sem fengu að heyra sögur af því hversu frábær afi minn væri. Það var eftir að ég flutti út og gaf ykkur vefmynda- vél í jólagjöf til að ég gæti séð ykkur þegar þið hringduð á Skype. Vinnufélagarnir voru mjög hissa yfir því að ég ætti svona tæknilegan afa sem væri á netinu, sendi mér sms og væri á skypinu. Ég hef alltaf litið upp til þín elsku afi, þú varst svo glaður og hress. Þú varst líka alltaf svo fljótur að stökkva til og redda hlutunum. Ef það var eitthvað sem átti að laga þá varstu búinn að því tíu mínútum síðar og ekk- ert vesen. Það var líka gott að koma til þín ef það var eitthvað að angra mig, þá sýndir þú mér eina af vísunum þínum eða mynd sem þú varst að mála og fékkst mig til að dreifa huganum. Þú varst mikil félagsvera og hafðir gaman af að semja vísur, segja brandara og spila á munnhörpu. Það áttir einnig auðvelt með að tala við alla, ekki síst útlendinga og það var alltaf hlegið mikið að bröndurun- um þínum þó svo að þeir hafi stundum verið útskýrðir með handapati. Ég er mjög heppin að hafa átt þig að. Hvíl í friði elsku afi minn. Elín Birna. Fyrir tveimur árum tók ég hljóðritað viðtal við afa minn sem skólaverkefni. Við það fræddist ég heilmikið um unglingsár afa. Afi minn var fæddur í Reykja- vík 21. mars 1932 og átti heima þar sem unglingur. Hann átti heima á Laugavegi 42 með móður sinni, tveimur alsystkinum og yngri hálfbróður. Helstu leik- félagar um fermingu voru frænd- ur og skólabræður. Það var ekki mikið um skipulagðar íþróttaæf- ingar og iðkun á þessum tíma. Hann byrjar að læra rafvirkjun 15 ára gamall og þá var aðalaf- þreyingin að fara í bíóferðir og á sveitaböll á sumrin. Það var alls ekki mikið um raftæki á þessum tíma og átti afi engin raftæki, en það var samt eitt útvarp á heim- ilinu. Á heimilinu var einn heim- ilissími og afi mundi enn þá síma- númerið, 5743. Í frítíma sínum bar hann út blöð og hafði ekki mikinn tíma fyrir tómstundir. Hann missti föður sinn 14 ára að aldri og þurfti mikið að hjálpa móður sinni. Hann fór mikið í sendiferðir og náði í fisk í fiski- búðina og mjólk í mjólkurbúðina en það var ekki um neinar stórar matvöruverslanir með fjölbreyttu úrvali að ræða eins og er núna. Afi sagði að það hefði verið mikið um boltaleiki, þó að það hefði ekki verið beint knattspyrna sem um var að ræða. Hann nefndi til dæmis kýlubolta og fleiri úti- leiki. Öll sumur frá 10 til 15 ára fór hann í sveit að vinna og stund- aði þar venjuleg sveitastörf. Hann sagði að það hefði verið misjafnt hvort börnin voru notuð sem hálfgerðir þrælar eða unnu í sveitinni að eigin geðþótta og kynntist hann því hvoru tveggja. Afi sagði að sér fyndist að borg- arbörnin í dag vantaði að kynnast sveitalífinu og að tæknin væri bú- in að taka völdin. Núna sætu ung- lingar fyrir framan skjái og gerðu ekki neitt. Í sveitinni var afi látinn gera margt og mikið eins og fara með bréf á milli bæja af því að það var enginn sími, passa lömbin og mörg önnur sveitastörf. Í einni sendiferðinni sem afi fór í sveit- inni var honum boðið súrt skyr sem hann þáði og kaffi á eftir. Hann kastaði því öllu upp eftir á. Þegar afi var 14 ára fór hann líka á sjóinn. Hann var á togara með nokkrum ættingjum og frændi hans var skipstjóri á skip- inu. Þetta síldveiðisumar veiddist ekki mikið en afi kynntist sjó- mennskunni að hluta. Hann sagði frá því að á góðviðrisdegi hefðu þeir unglingarnir á togaranum farið að synda í sjónum og afi fór út í sjóinn og varð næstum því fyrir sjö metra löngum beinhá- karli sem synti rétt hjá skipinu. Með togaranum fór hann til út- landa í fyrsta sinn. Það var siglt til Bretlands og var þetta heilmik- ið ævintýri fyrir 14 ára dreng á þeim árum. Eins og fram kemur voru tóm- stundaiðkanirnar og annað á þessum tímum afar ólíkt því sem er í dag. En afi hafði líka gaman af sveitaböllunum og bíóferðum sem er ekki ósvipað því sem gengur og gerist í dag. Elsku afi, þú varst alltaf svo skemmtilegur og kátur, kunnir svo mikið af vísum og bröndurum og varst snillingur í að fá fólk til að brosa. Þú varst líka alltaf tilbú- inn að hjálpa mér við hvað sem var. Takk fyrir allt, afi minn, ég á góðar minningar um þig. Brynjar. Það er sagt að maður velji sér vini en ekki fjölskyldu. Ég hefði valið þig sem vin ef við hefðum ekki verið tengdir fjölskyldu- böndum. Hafsteinn afi, vinur minn, er nú fallinn frá. Yfir því er ég mjög sorgmæddur en jafn- framt alveg rosalega þakklátur fyrir að hafa átt með honum rúm- lega þrjá áratugi. Leiðir okkar lágu fyrst saman á miklum tíma- mótum hjá okkur báðum. Tíma- mótin mín voru mín eigin fæðing og tímamótin hans afa að þá hafði hann þegar lifað í hálfa öld. Þar af leiðandi áttum við afi alltaf stór- afmæli á sama árinu og meira að segja bara með mánaðar millibili. Frá upphafi tókst með okkur mik- ill og góður vinskapur. Þetta var oft á tíðum ekki vinskapur margra orða frekar verka. Afi var ekki maður margra orða í síma eða yfir veraldarvef- inn, hann giftist sérfræðingi á því sviði. Hann vildi frekar tala við fólk í eigin persónu eða halda gamansamar ræður á mannamót- um. Afi var mjög hjálpsamur maður og var alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa til ef mig vantaði að- stoð. Minnist ég allra ferðanna þeirra ömmu norður til okkar Si- gynjar þar sem hann hjálpaði okkur gríðarlega í verklegum framkvæmdum bæði heima og í fyrirtæki okkar. Afi var mikill samvinnumaður og í honum leyndist Hafnfirðingur. Það kannski kom best fram í því að hann vildi helst að við værum svona þrír til fjórir að skipta um eina kló á raftæki. Afi sá þá um verklegu framkvæmdirnar. Hann setti svo einn í það að halda á verkfærunum og hina í að hand- langa í hann það sem vantaði. Milli þess sem hann verkstýrði svo mannskapnum sagði hann annað hvort gamlar vísur eða bara snaraði fram einni frumsam- inni, oft döðruðu vísurnar við það að vera fyrir neðan beltisstað. Afi var aldrei sérstaklega flokkspólitískur, hann giftist konu sem sá um það eins og að tala í símann. En hann hafði ákveðnar skoðanir og var af þess- ari kynslóð manna sem vildu hafa hlutina einfalda. Helst ekkert pastarugl, bara alvörumat. Þegar ég minnist afa þá minnist ég líka ömmu því þau voru sterk liðsheild sem gerði hlutina saman. Þau skiptu með sér verkum, eins og ríkt er hjá þeirra kynslóð. Senni- lega er einfaldast að lýsa þeirra samvinnu með því að amma sá um að tala og afi um að framkvæma. Stundum fannst afa að amma þyrfti að tala allt of mikið áður en teknar voru ákvarðanir og á móti fannst ömmu afi vera fullbráðlát- ur og bara vilja drífa hlutina af áð- ur en búið var að ræða almenni- lega um þá. Þau voru flott saman og vonandi verð ég jafn gæfusam- ur og þau. Ég er óendanlega þakklátur fyrir allan tímann okk- ar saman. Takk fyrir að leggja á þig ferðalagið í sumar út til Eng- lands að hitta okkur. Vegna þín er ég betri maður, bless í bili, afi. 100% hef ég þrótt hraustur og myndarlegur gettu hvað ég gerði í nótt og byrjaði klukkan fjögur. Egill Arnar Sigurþórsson. Þegar ég hugsa til þín, afi minn, er erfitt fyrir mig að brosa ekki. Þú varst ávallt hress og hafðir gaman af því að vera í kringum fólk. Margar eru minn- ingarnar sem ég á um nafna minn og afa. Afi var einlægur og skemmtilegur maður sem átti auðvelt með að gleðja þá sem í kringum hann voru. Á mínum yngri árum áttum við margar góðar stundir í Krókamýrinni sem og uppi í bústað. Þér var margt til lista lagt og var vísna- gerð eitt af því sem þú varst afar lunkinn við. Til er heil ljóðabók með mörgum af þeim vísum sem þú samdir um daglegt líf og hluti sem gerðust í kringum þig. Ef all- ar vísurnar hefðu verið teknar saman hefðir þú sjálfsagt getað gefið út þónokkrar bækur í við- bót. Eins og flest allt sem þú tókst þér fyrir hendur voru vísurnar gerðar til að gleðja fólk og það gerðu þær svo sannarlega. Á þín- um seinni árum varstu svo dug- legur að mála og það kom mér í raun skemmtilega á óvart hversu lunkinn málari þú varst. Þú varst hvatvís maður og fljótur að af- greiða hluti sem þörfnuðust að- hlynningar. Þegar veikindin skullu á hjá þér tók við erfiður tími. Þrátt fyrir veikindin varstu ávallt áhugasamur um hvað væri að gerast hjá okkur og hvernig gengi. Þú varst svo lífsglaður og hress karakter. Það er hrikalega erfitt að sjá á eftir þér afi minn og ég á eftir að sakna þín sárt. Ég er svo stoltur að vera skírður í höf- uðið á jafnmerkum manni og þér. Hvíldu í friði. Hafsteinn Bjarnason. Það dimmdi og dró fyrir sólu ský, við drúptum höfði og klökk vorum huga í. En aftur birtir, aftur lifnar blað. Enginn ræður sínum næturstað. (ÁJ) Kæri vinur. Birtan bíður hin- um megin, þetta sagðir þú við okkur fyrir stuttu. Nú ertu fluttur í birtuna, þar sem ástvinir þínir taka á móti þér, umvefja þig kær- leika og leiða þig um hinar gullnu strendur. Margar dýrmætar stundir áttum við saman og á okk- ar yngri árum var óendanleg gleði og glens og nóttin var ung. Það er margt sem kemur upp í hugann á þessari stundu, ógleym- anleg ævintýri og ferðalög, sem ekki verða upptalin hér. Það væri efni í heila bók. En minningarnar geymum við í handraðanum og grípum til þeirra við og við. Okkar leiðir skildi um tíma, þið fluttuð til Svíþjóðar, við bjuggum fyrir norðan en er þið fluttuð heim aft- ur og við í borgina endurnýjaðist vináttan. Það var notalegt og gaman að heimsækja ykkur hjón- in, maður fór alltaf glaðari heim. Þú varst oftar en ekki með nýja vísu á blaði, sem þú dróst upp úr brjóstvasanum, og margar vísur flugu okkar á milli. Þú varst list- fengur á fleiri en einu sviði, þú málaðir á striga og fallegar eru myndirnar þínar sem þú sýndir okkur í bílskúrnum en þar varstu með góða aðstöðu. Nýjustu vís- urnar sem þú ortir lastu fyrir okkur á líknardeildinni. Já, það er guðsgjöf að eiga létta lund. Takk fyrir samfylgdina vinur, við sökn- um þín. Elsku Inga og fjölskylda, við biðjum guð að gefa ykkur styrk. Það er yfir okkur öllum vakað. Einar og Ásgerður. Hafsteinn Sigurþórsson Í mannhafinu er gott að vita af englum eins og henni Ellu, sem lagði sig fram við að hjálpa öðrum. Við hjónin fengum að njóta hæfi- leika hennar og fórnfýsi og erum henni ævinlega þakklát fyrir það. Síðustu vikur voru henni erf- iðar en nú hefur hún fengið frelsi frá þjáningunum. Ef til vill líður henni núna eitt- hvað svipað og Hugrún lýsir í Elín Sigurðardóttir ✝ Elín Sigurð-ardóttir fædd- ist á Eyrarbakka 27. febrúar 1941 en ólst upp í Miðtúni 13 (Vík) á Selfossi. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 28. janúar 2014. Útför Elínar fór fram frá Selfoss- kirkju 7. febrúar 2014. þessu kvæði: Flýg ég og flýg yfir furuskóg, yfir mörk og mó, yfir mosató, yfir haf og heiði, yfir hraun og sand, yfir vötn og vídd, inn á vorsins land. Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfir bleikan svörð, yfir foss í gili, yfir fuglasveim, yfir lyng í laut, inn í ljóssins heim. (Hugrún) Við þökkum fyrir umhyggju hennar og hlýju. Þá biðjum við góðan Guð að hugga og styrkja Birgi og fjölskyldur þeirra. Eygló og Ingvar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.