Morgunblaðið - 14.02.2014, Side 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014
Gleraugu fyrir alla
Frumkvöðull í
hönnun glerja
SJÓNARHÓLL
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi
Reykjavíkurvegur 22 | S. 565 5970 | sjonarholl.is
Þar sem gæðagleraugu
kosta minna!
Á verði fyrir alla
- mikið úrval
Komdu með sjónmælinguna með þér
2 fyri
r1
*
*Les eða göngugleraugu Sph+/-4 cyl -2 fylgja
Glerin okkar koma frá BBGR
Frakklandi, einum virtasta
glerjaframleiðanda Evrópu
Margskipt verðlaunagler
frá 53.900 kr.
FERMINGAR
:
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 3. mars.
SÉRBLAÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Fermingarblaðið er eitt af
vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins og
verður blaðið í ár
sérstaklega
glæsilegt.
Fjallað verður um
allt sem tengist
fermingunni.
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn
7. mars.
Ragnheiður Gröndal verður í aðal-
hlutverki á árlegum Bergþórutón-
leikum sem fram fara í Salnum á
morgun, laugardaginn 15. febrúar,
kl. 20.30 og í Versölum í Þorláks-
höfn sunnudaginn16. febrúar kl.
16.
Auk Ragnheiðar koma fram
söngvararnir Pálmi Gunnarsson,
Kristjana Stefáns, Valdimar Guð-
mundsson og Svavar Knútur, en
hljóðfæraleikarar á tónleikunum
eru Guðmundur Pétursson á gítar,
Haukur Gröndal á klarinett og
saxófón, Hjörleifur Valsson á fiðlu
og Birgir Baldursson á slagverk.
„Að vanda verða flutt mörg af
þekktustu lögum Bergþóru Árna-
dóttur, sem ganga þó í endurnýj-
un lífdaga með ferskum útsetn-
ingum. Einnig verða flutt nokkur
sjaldheyrðari lög og þar á meðal
frumflutt lag sem Bergþóra samdi
um miðjan níunda áratuginn en
flutti aldrei opinberlega eða hljóð-
ritaði. Eins og á Bergþórutón-
leikum síðustu ára mun Valný
Lára Jónsdóttir, sonardóttir Berg-
þóru, flytja eitthvert eftirlætislag
úr smiðju ömmu sinnar,“ segir
m.a. í tilkynningu.
Það er Minningarsjóður Berg-
þóru Árnadóttur sem stendur að
tónleikunum. „Hann var stofnaður
í framhaldi af velheppnuðum tón-
leikum vorið 2008 og í kjölfar veg-
legrar heildarútgáfu með verkum
söngkonunnar. Tilgangur sjóðsins
er að stuðla að því að tónlist
Bergþóru og minning lifi meðal
þjóðarinnar. Bergþóra var einn af
frumkvöðlum vísnatónlistar á Ís-
landi og lengi vel atkvæðamesta
konan í hópi söngvaskálda. Hún
samdi gjarna lög við ljóð þekktra
skálda, þ.á m. Steins Steinars,
Tómasar Guðmundssonar og Jó-
hannesar úr Kötlum. Á ferli sínum
sendi hún frá sér margar hljóm-
plötur og hélt fjölda tónleika hér-
lendis og í Skandinavíu.“
Forsala miða er á salurinn.is og
midi.is.
Bergþóru minnst um helgina
Ragnheiður
Gröndal í aðal-
hlutverki á Berg-
þórutónleikum
Morgunblaðið/Ómar
Sveitin Birgir Baldursson, Ragnheiður Gröndal, Pálmi Gunnarsson, Haukur Gröndal og Guðmundur Pétursson.
26 atriði eru á dagskrá tónlistahát-
íðarinnar Sónar Reykjavík í kvöld
og verður m.a. leikið í bílakjallara
Hörpu en hátíðin fer fram á fimm
stöðum í húsinu. Í bílakjallaranum
troða upp hinir ýmsu plötusnúðar
og verður þar án efa mikil næt-
urklúbbastemning líkt og í Hörpu
allri.
Silfurberg
Kl. 19.30 Viktor Birgiss
Kl. 20.30 Downliners Sekt
Kl. 21.45 Bonobo
Kl. 23.00 Gluteus Maximus
Kl. 00.00 Paul Kalkbrenner
Bílakjallari
Kl. 21.00 Kristinn Bjarnason
Kl. 22.00 DJ Yamaho
Kl. 23.00 Exos
Kl. 00.00 Kid Mistik
Kl. 01.00 The Manisters
Kaldalón
Kl. 21.00 Sachiko M
Kl. 22.00 Stereo Hypnosis.
Kl. 23.00 Skurken
Kl. 00.00 Orang Volante
Kl. 01.00 Jon Edvald
Norðurljós
Kl. 20.00 Starwalker
Kl. 21.00 Kiasmos
Kl. 22.15 When Saints Go Machine
Kl. 23.30 Kölsch
Kl. 01.15 Jon Hopkins
Flói
Kl. 20.00 Halleluwah
Kl. 21.00 Gísli Pálmi
Kl. 22.00 Cell7
Kl. 23.00 Futuregrapher
Kl. 00.00 Berndsen
Kl. 01.00 Terrordisco
Ljósmynd/Thomas Skou
Danir When Saints Go Machine, ein
vinsælasta hljómsveit Danmerkur.
Næturklúbb-
urinn Harpa
Dagskrá Sónar
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Stjórn Borgarleikhússins ákvað á
fundi sínum fyrr í vikunni að birta
ekki opinberlega nöfn þeirra sem
sótt hafa um stöðu Borgarleikhús-
stjóra. Samkvæmt upplýsingum frá
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur,
stjórnarformanni Borgarleikhússins,
voru umsækjendur vel á annan tug
og kynjaskipting umsækjanda býsna
jöfn. Aðspurð sagði hún þó nokkra
umsækjendur hafa óskað nafn-
leyndar og því hefði stjórnin tekið
ofangreinda ákvörðun, enda væri
stjórn það heimilt samkvæmt lögum.
„Stjórnarmenn munu nýta helgina
til að fara yfir umsóknir, en það verð-
ur töluverð vinna,“ segir Þorgerður
Katrín og tekur fram að umsækj-
endur hafi þurft að skila inn grein-
argerð þar sem þeir gerðu grein fyrir
framtíðarsýn sinni um hlutverk og
verkefni leikhússins.
„Ráðgert er að boða valda um-
sækjendur í viðtöl strax í næstu viku.
Við stefnum að því, ef allt gengur
upp, að tilkynna um nýjan leik-
hússtjóra fyrir mánaðamót,“ segir
Þorgerður Katrín. Áður hefur komið
fram að stjórn Borgarleikhússins
hafi beðið Magnús Geir Þórðarson,
fráfarandi Borgarleikhússtjóra og
verðandi útvarpsstjóra, að vinna hjá
leikhúsinu til 1. apríl. Aðspurð segir
Þorgerður Katrín að það hafi orðið að
samkomulagsatriði að Magnús Geir
hætti störfum hjá Borgarleikhúsinu
10. mars nk. en verði nýjum leikhús-
stjóra innan handar eftir þörfum
næstu mánuði. Spurð hvort búið sé að
skipuleggja komandi leikár að fullu
svarar Þorgerður Katrín því neitandi.
„Það liggur fyrir nokkuð greinargóð
mynd af næsta leikári, en það verður
auðvitað hlutverk nýs leikhússtjóra
að klára þetta endanlega.“
Á annan tug umsækjenda
Formaður Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir stjórnarformaður.