Morgunblaðið - 14.02.2014, Side 52
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 45. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Berbrjósta skíðakona veldur usla
2. Barði soninn til bana með …
3. Elskir þú karl hefurðu gengið …
4. „Gróf ásökun á hendur DV“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Aðstandendur einleiksins Eldklerk-
urinn, sem fjallar um ævi „eldklerks-
ins“ Jóns Steingrímssonar, ætla að
bjóða afkomendum séra Jóns 1.000
kr. afslátt af miðaverði, geti þeir
framvísað útskrift úr Íslendingabók
sem sýnir vensl þeirra. Þeir sem vilja
nýta sér afsláttinn þurfa að hafa
samband við miðasölu Tjarnarbíós.
Pétur Eggerz er höfundur og flytjandi
Eldklerksins.
Afkomendur Jóns fá
afslátt af miðaverði
Tvær kynslóðir
tónlistarmanna
munu mætast á
tónleikunum
„Gamalt vinyl á
nýjum belgjum“
sem haldnir verða
í Salnum 22. mars
nk. Á þeim mun
hljómsveitin Mo-
ses Hightower fara með söngkonunni
Þuríði Sigurðardóttur yfir áratuga-
langan feril hennar en gestasöngvari
verður Óskar Pétursson.
Moses Hightower
flytur lög Þuríðar
Vídeólistakonan og brautryðjand-
inn Steina Vasulka heldur fyrirlestur í
dag kl. 12.30 um vinnuaðferðir sínar
og verk, í fyrirlestrarsal myndlist-
ardeildar Listaháskóla
Íslands á Laugar-
nesvegi 91. Steina og
eiginmaður hennar
Woody Vasulka eru
talin meðal
helstu brautryðj-
enda vídeó-
listar í heim-
inum.
Steina fjallar um verk
sín og vinnuaðferðir
Á laugardag og sunnudag Norðaustan 3-8 m/s um landið sunn-
an- og vestanvert og víða léttskýjað. Norðvestan 5-13 m/s norð-
austantil og lítilsháttar él. Frost 1 til 12 stig, mest inn til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s og
dálítil él en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 8 stig síð-
degis, kaldast inn til landsins norðantil.
VEÐUR
Baráttan um sæti í úr-
slitakeppni karla í hand-
knattleik harðnaði til muna
í gærkvöld þegar ÍR og Ak-
ureyri unnu sína leiki. Krist-
ján Orri Jóhannsson skoraði
sigurmark Akureyringa
gegn FH og Sturla Ásgeirs-
son tryggði ÍR sigur á Fram
með vítakasti eftir að leik-
tíma var lokið. Haukar unnu
HK örugglega og Valur fór
létt með ÍBV í Vest-
mannaeyjum. »2-3
ÍR og Akureyri
með spennusigra
„Allar æfingar hafa gengið sam-
kvæmt áætlun og hún er tilbúin í gott
hlaup og hlakkar til að keppa við þær
sem eru betri á pappírunum,“ segir
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari
Anítu Hinriksdóttur,
hlaupakonu úr ÍR, en þau
héldu síðdegis í gær
til New York þar
sem Aníta tekur
þátt í 800 m hlaupi
á Millrose Games
annað kvöld. »1
Aníta tilbúin í slaginn í
New York annað kvöld
Reynsla Grindvíkinga var örlaga-
valdurinn í gærkvöld þegar þeir
náðu að knýja fram sigur á Stjörn-
unni, 94:90, í úrvalsdeild karla í
körfuknattleik. Leikmenn Stjörn-
unnar eiga fullt erindi í bestu lið
landsins en alltaf er þessi hárs-
breidd að stríða þeim, segir Krist-
inn Friðriksson m.a. í grein sinni
um leikinn. »4
Reynsla Grindvíkinga
var örlagavaldurinn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Einar Örn Sigurdórsson, hönn-
unarstjóri hjá Íslensku auglýs-
ingastofunni, hefur verið skipaður í
dómnefnd alþjóðlegu One Show-
auglýsingaverðlaunanna í New York
í vor. „Þetta er mikill heiður og ég
er hrærður og líka montinn,“ segir
hann um upphefðina.
The One Show er ein virtasta al-
þjóðlega auglýsingasamkeppni
heims. Hún byrjaði sem samkeppni í
New York 1961, en hefur verið al-
þjóðleg keppni í áratugi. Yfir 18.000
auglýsingar frá nær 60 þjóðum
keppa um að komast í úrslit 500
auglýsinga. Farið verður yfir allar
innsendar auglýsingar í tveimur
umferðum á tveimur vikum í mars.
Verðlaunaafhendingin verður síðan í
byrjun maí.
Allt litrófið
Keppnin er nú haldin í 41. sinn. 32
dómarar koma frá 12 löndum og er
Einar Örn fyrsti Íslendingurinn,
sem skipaður er í dómnefnd keppn-
innar, en áhersla er lögð á að fá virt-
ustu og bestu einstaklingana í dóm-
nefnd hverju sinni. „Dómarar fyrri
ára tilnefna einstaklinga í dómnefnd
og stjórn samkeppninnar kýs síð-
an á milli þeirra sem tilnefndir
eru,“ segir hann um skipunina.
„Auglýsingarnar koma alls
staðar að úr heiminum og
eru í öllum flokkum með
alla miðla í huga. Þarna er
allt litrófið og það er mjög
spennandi.“
Einar Örn lærði og starfaði í
Bandaríkjunum í 14 ár. Hann
lauk MA-námi í auglýsinga-
og markaðsfræðum í Boston
1995 og starfaði síðan á hug-
mynda- og hönnunarsviðum
helstu auglýsingastofa Boston og
Washington auk þess sem hann
gegndi starfi hönnunarstjóra á hug-
myndasviði DDB Worldwide í New
York áður en hann flutti heim 2007.
Hann hefur unnið til margra verð-
launa heima og erlendis og jafn-
framt verið í dómnefndum í Banda-
ríkjunum og á Íslandi, meðal annars
í dómnefnd Lúðursins, íslensku aug-
lýsingaverðlaunanna, undanfarin
sex ár. „Okkur hjá Íslensku auglýs-
ingastofunni hefur gengið mjög vel
undanfarin ár og meðal annars unn-
ið til verðlauna í Cannes 2012 og
2013,“ segir hann.
Auglýsingaherferðin Inspired by
Iceland, sem Einar Örn vann að
með samstarfsfólki sínu á Íslensku
auglýsingastofunni fyrir Íslands-
stofu, fékk tvær viðurkenningar á
One Show-hátíðinni í fyrra.
Dæmir í virtustu keppninni
Einar Örn Sig-
urdórsson á One
Show í New York
Morgunblaðið/Ómar
Heiður Einar Örn Sigurdórsson hefur komið að skapandi verkefnum, fengið viðurkenningar og dæmt verk.
Einar Örn Sigurdórsson er
ekki aðeins skapandi auglýs-
ingahönnuður heldur lætur
hann til sín taka til sjávar og
sveita. Hann hleypur mara-
þon og stundar ræktina grimmt
auk þess sem hann er í hópi
ræðara sem ætla að róa frá
Noregi til Kanada og eru búnir
með legginn til Færeyja. „Við
stefnum að því að róa til Íslands
í sumar og jafnvel Grænlands, en
Kanada er lokamarkmiðið,“ segir
Einar Örn, sem var í kappróðr-
arliði, þegar hann bjó í Boston.
„Það er allt annað að róa á speg-
ilsléttum ám og vötnum en Atl-
antshafinu enda var sjórinn tölu-
verð nýjung. Veðrið setti strik í
reikninginn og ég var til dæmis
bullandi sjóveikur í Norður-
sjónum, léttist um sjö kíló á einni
viku. Þetta er fín leið til megr-
unar.“
Léttist um sjö kg í róðri
SKAPAR, HLEYPUR OG BÝR SIG UNDIR AÐ RÓA TIL KANADA