Morgunblaðið - 04.03.2014, Page 9

Morgunblaðið - 04.03.2014, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Nýliðinn febrúarmánuður var sá þurrasti í Reykjavík frá árinu 1966 og sá þurrasti í Stykkishólmi frá árinu 1977, að því er kemur fram í yf- irliti Veðurstofunnar yfir tíðarfar í mánuðinum. Úrkoma var hins vegar með mesta móti nyrst á Vestfjörðum og á Norð- austur- og Austurlandi. Hlýtt var í veðri og hiti vel yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en í meðallagi sé miðað við hin óvenju- hlýju ár síðasta áratuginn. Besta veður þótti vera suðvestanlands en víða var kvartað undan næðingnum og þrálátum svellum á jörð. Aldrei varð alhvítt í Reykjavík í mánuðinum og hefur það ekki gerst í febrúar síðan 1977. Aldrei varð held- ur alhvítt í febrúarmánuðum áranna 1932 og 1965. Að meðaltali voru 13 alhvítir dagar í Reykjavík í febrúar á árunum 1971 til 2000. Á Akureyri var jörð alhvít allan mánuðinn. Það er sjö dögum umfram meðallag og hefur það ekki gerst í febrúar síðan árið 2000 að alhvítir dagar væru 28. En þar sem árið 2000 var hlaupár var ekki alhvítt allan þann febrúar. Síðasti alhvíti febrúar á Akureyri var 1990. Á tímabilinu 1924 til 1989 var febrúar tólf sinnum alhvítur á Akureyri. Hæsti meðalhitinn í Surtsey Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtey, 4,2 stig, en lægstur við Sátu norðaustan Hofsjökuls, -6,5 stig. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Svartárkoti, -4 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist 10,4 stig á Fagurhólsmýri hinn 28. Á mannaðri stöð mældist hann hæstur 9 stig á Vatnsskarðshólum hinn 28. Lægsti hiti á landinu mældist í Svartárkoti hinn 19. febrúar, -28,9 stig. Sjónarmun kaldara, -29 stig, varð í Svartárkoti í febrúar 2009. Á mannaðri stöð mældist hitinn lægst- ur á Grímsstöðum á Fjöllum hinn 19., -20 stig. Tvö ný landsdægurlágmarksmet voru sett í mánuðinum. Hinn 18. fór frost í -28 stig við Mývatn. Mesta frost sem áður var vitað um þennan dag var -20,2 stig sem mældist í Reykjahlíð 1966. Hinn 19. fór frostið í -28,9 stig í Svartárkoti. Mesta frost sem áður var vitað um þennan dag var -23,6 stig sem mældust við Upp- typpinga árið 2000. Úrkoma var langt undir meðallagi um landið vestanvert, norður fyrir Breiðafjörð. Sömuleiðis var sérlega þurrt inn til landsins á Norðurlandi vestanverðu. Austan- og norðaustan- lands var úrkoma hins vegar talsvert yfir meðallagi. 19% af meðalúrkomu Í Reykjavík mældist úrkoman 13,6 mm og er aðeins 19% af með- allaginu 1961 til 2000. Þetta er minnsta úrkoma í Reykjavík í febr- úar síðan 1966 og sú fjórða minnsta í mæliröðunum (1885 til 1907 og 1921 til 2014). Á Akureyri mældist úr- koman 101,3 mm og er það meir en tvöföld meðalúrkoma þar á bæ, sú mesta í febrúar síðan 1990. Í Stykk- ishólmi mældist úrkoman aðeins 1,9 mm, eða 3% af meðalúrkomu. Í Stykkishólmi hófust úrkomumæling- ar haustið 1856 og hafa staðið nær samfellt síðan. Aðeins einu sinni hef- ur úrkoma í febrúar verið minni en nú. Það var 1977 og mældist úrkom- an þá 1,0 mm. Úrkoma hefur verið mæld á Eyr- arbakka að mestu leyti samfellt frá 1924. Á því tímabili hefur úrkoma aldrei verið minni í febrúar en nú (26,2 mm). Úrkoma var einnig mæld á Eyrarbakka á tímabilinu 1880 til 1911. Þá mældist úrkoman þrisvar sinnum minni í febrúar en nú, minnst 1,2 mm 1885. Engin úrkoma mældist í Staf- holtsey í mánuðinum, en þar hefur verið mælt síðan 1988 og svo virðist sem úrkoma hafi aldrei mælst minni í febrúar en nú á 16 stöðvum öðrum á landinu. Aldrei alhvít jörð í Reykjavík í febrúar  Hlýtt var í veðri og hiti yfir meðallagi  Óvenjumikill snjór víða til fjalla  Snjólétt vestan- og suðvestanlands Morgunblaðið/Ómar Í muggunni Hríðarmugga var sjaldgæf í Reykjavík í febrúar og aldrei varð alhvít jörð. Á Akureyri var hins vegar alhvít jörð allan mánuðinn. ÍSLENSK HÖNNUN ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ÁLAFOSS Álafossvegur 23, Mosfellsbær Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00 Laugard. 09:00 - 16:00 www.alafoss.is Falleg vesti Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Str. M-XXXL kr. 7.900 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Allsherjaratkvæðagreiðsla Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmannaVR vegna kjörs sjö sæta í stjórn og þriggja til vara, skv. 20. gr. laga félagsins, hefst kl. 09:00 þann 6. mars nk. og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 14. mars nk. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vr.is eða með því að hringja á skrifstofu félagsins í síma 510 1700. Kjörstjórn VR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.