Morgunblaðið - 04.03.2014, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.03.2014, Qupperneq 11
Stilla Fátt veit Klara betra en róa á kajak í fallegu umhverfi, hér er hún á Skjálfanda, án síma og annars áreitis. dregið með því að þeir sem hafa áhuga á að róa kajak fari á byrjenda- námskeið. „Fólk þarf að læra hvern- ig á að losa sig úr bátnum ef eitthvað kemur upp á. Svo er gott að flýta sér hægt, taka eitt skref í einu. Í þessu eins og öðru skapar æfingin meistar- ann. Það er gott að byrja að æfa sig í vernduðu umhverfi Laugardals- laugarinnar áður en fólk færir sig út í sjóinn.“ Þegar Klara er spurð hvort hægt sé að róa á kajak hvar sem er við Íslandsstrendur segir hún að sum svæði séu betri en önnur. „Ég mundi ekki vilja róa við suðurströnd Íslands, því þar er mikið brim, en kannski geri ég það þegar ég verð orðin betri. Guðni Páll, félagi okkar, sem reri hringinn í kringum landið í fyrra, lenti þar í hrakningum, en hann kallar ekki allt ömmu sína í þessum efnum.“ Kynnist landinu á nýjan hátt og kemst á fáfarna staði Höfuðstöðvar Kajakklúbbsins eru við Geldinganes og það segir Klara að sé skemmtilegt róðrar- svæði. „Eyjarnar úti á sundunum bjóða upp á fjölbreytta möguleika. Klúbburinn fer líka í ferðir, Breiða- fjörðurinn er mjög vinsæll. Ég hef líka róið um Jökulfjörðu og Strandir, en allt eru þetta æðisleg róðrar- svæði. Maður kynnist landinu alveg upp á nýtt frá þessu sjónarhorni ut- an af hafi. Auk þess eru þetta svæði sem ekki er auðvelt að komast á landleiðina, nema gangandi. Það er því frábært tækifæri að geta róið á kajak svona víða. Í sumar langar mig að róa fyrir Horn, fyrir Hvann- dalabjörg, um Skagafjörðinn og ótal aðra staði, möguleikarnir eru svo margir.“ Hún segir að þau í Kajak- klúbbnum rói allan ársins hring, þótt vissulega séu þau færri sem rói yfir veturinn, því þá er jú kaldara. „Við förum ekki í öllum veðrum, en við förum þegar við teljum það óhætt. Það er vissulega harðsnúnari hópur sem rær yfir vetrartímann, fólk sem er betur undirbúið og betur þjálfað til að takast á við erfiðar aðstæður. Við tækjum ekki með okkur byrj- anda í rokróður í janúar.“ Öldurót Stundum getur verið brim og hasar í kajakróðrinum. Hópur Mælt er með að róa ekki einn á kajak og gott að eiga róðrarfélaga að. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkjastillandi bólgueyðandi Gíraffar hafa verið þó nokkuð í umræðunni undanfarið, mest vegna þess að aflífa hef- ur þurft tvo slíka í dýragörð- um til að koma í veg fyrir skyldleikaræktun. Því má segja að það sé sannarlega fagnaðarefni þegar fregnir berast af nýju gíraffalífi sem fær að vera á meðal vor. Þessi litli gíraffakálfur fæddist nú í byrjun mars í dýragarðinum Artis Zoo í Amsterdam og hér fær hann sér mjólkursopa hjá móður sinni sem ku heita Iw- ana. Sjálfur hefur kálfurinn ekki enn fengið nafn. Fallegar skepnur líta dagsins ljós Ljósmynd/AFP/Robin van Loinkhuijsen Þyrstur Gott er að fá sér að drekka. Nýfæddur gíraffi fær sér sopa Tilgangur Kajakklúbbsins er að standa fyrir iðkun kajak- og kanó- róðurs, standa fyrir keppnum og skipuleggja kajakferðir. Næstu kajaknámskeið verða í Laugardalslauginni eftirtaldar helgar: 8.-9. mars, 26.-27. apríl og 17.-18. maí. Í boði eru námskeið fyrir byrj- endur, áratækni framhald og sér- stakt veltunámskeið. Námskeiðin standa frá kl. 16 til 18 báða dagana. Allur búnaður til staðar, fólk þarf bara að mæta. Upplýsingar og bókun hjá Magn- úsi, sendið tölvupóst á netfangið: msigsmidur@gmail.com eða hringið í gsm 8973386. Keppnir og námskeið KAJAKKLÚBBURINN Í dag kl. 12 mun Árni Hjartarson jarðfræðingur flytja fyrir- lestur í Þjóðminjasafninu þar sem yfirskriftin er: Hall- mundarkviða og Hallmundarhraun. Þar mun hann fjalla um eldforna lýsingu á eldsumbrotum, en hið forna og tor- ræða kvæði Hallmundarkviða er talið lýsa eldgosinu og hraunrennslinu. Frá náttúrufræðilegu sjónarmiði er kvið- an einn merkilegasti texti fornritanna en hefur lengst af verið vanmetin sem slík. Hið sama kann að gilda um goð- fræðilega þýðingu þess. Kvæðið endurspeglar undrun landnámsmanna á jarðeldum, náttúrufyrirbrigði sem ókunnugt var í þeirra fyrri heimkynnum, og sýnir hvernig þeir reyndu að setja þessar hamfarir í goðsögulegt sam- hengi. Í kvæðinu er greint frá aðdraganda gossins, gangi þess og ýmsum afleiðingum. Í erindinu verða settar fram tilgátur um aldur Hallmundarkviðu, um höfund hennar, tímasetningu eldsumbrotanna, áhrif þeirra á byggðir og bú og um tímaskeið Hellismanna. Árni mun einnig greina frá áhrifum hraunrennslisins á byggð og byggðasögu Borgarfjarðar en nokkrir bæir virðast hafa horfið í hraun- ið, stórár breytt um farvegi og landslagið gerbreyst. Ör- nefni og forn landamerki gefa vísbendingar um aðstæður á svæðinu áður en hraunið rann, en það er meðal stærstu hrauna landsins og að öllum líkindum frá landnámsöld. Fyrirlesturinn er ókeypis og allir velkomnir. Fyrirlestur í dag í Þjóðminjasafninu Hallmundarkviða og Hallmundarhraun Eldsumbrot Árni Hjartarson jarðfærðingur fjallar í dag um Hallmundarkviðu og þau eldsumbrot sem þar er lýst. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.