Morgunblaðið - 04.03.2014, Page 12

Morgunblaðið - 04.03.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 HEYRNARSTÖ‹IN Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi. Við tökum vel á móti þér. Heyrumst. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Sjö sækja um stöðu rektors við Há- skólann á Akureyri sem auglýst var til umsóknar í janúar. Umsækjend- ur eru Anna Elísabet Ólafsdóttir, aðstoðarrektor við Háskólann á Bifröst; Eyjólfur Guðmundsson, yfirhagfræðingur hjá CCP; Javier Sánchez Merina, aðstoðarprófessor hjá Alicante Háskólanum á Spáni; Sigurður Kristinsson, prófessor við HA; Sveinn Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Starfsafli; Sveinn Viðar Guðmundsson, prófessor hjá Toulouse Business School, Frakk- landi og Ögmundur Knútsson, for- seti viðskipta- og raunvísindasviðs HA. Sjö sækja um stöðu rektors við HA Háskólinn á Akureyri Sjö manns sóttu um lausa stöðu rektors. stíg núna heldur rís hann langt upp fyrir hana að sögn Hjálmars. „Hann hefur því verulega nei- kvæð áhrif á þessa fallegu sjónlínu. Mín skoðun er að þessi stóra turna- bygging við Skúlagötuna séu ein verstu skipulagsmistök borgarinnar síðustu áratugi. Á sínum tíma þótti þetta mjög smart en í dag held ég að langflestir séu sammála um að þetta er alltof stórt og tekur of lítið tillit til gömlu Reykjavíkur með fín- gert mynstur og fallegar götulínur og sjónása,“ segir hann. Ekki mögulegt aftur Hætt er við því að lítið sé hægt að gera í málinu úr því sem komið er en Hjálmar segir þó að málið hafi verið rætt óformlega innan meirihlutans. Útilokað sé þó að álíka mistök verði gerð aftur þar sem í nýsamþykktu aðalskipulagi sé ekki heimild fyrir frekari turnbygg- ingum á miðborgarsvæðinu. Verstu skipulagsmistök síðustu áratuga í Reykjavík  Fyrirhugað háhýsi neðst við Frakkastíg muni spilla sjónási niður götuna út á sjó Morgunblaðið/Ómar Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Framkvæmdir við háhýsi í Skugga- hverfi við Skúlagötu hafa ekki kom- ið inn á borð umhverfis- og skipu- lagsráðs Reykjavíkurborgar þar sem byggingarleyfi hafa byggst á deiluskipulagi sem hefur áður verið samþykkt. Að sögn Hjálmars Sveinssonar, fulltrúa Samfylkingar- innar í ráðinu, er turnabyggðin við Skúlagötuna ein verstu skipulags- mistök síðustu áratuga í borginni. Framkvæmdir við minni turn af tveimur sem eiga að rísa við Lind- argötu 39 og Skúlagötu 22 eru hafn- ar en eins og kom fram í Morg- unblaðinu í gær mun háhýsið breyta götumynd Frakkastígs um- talsvert og skyggja á útsýni frá Skólavörðuholti niður götuna að sjónum. Veruleg neikvæð áhrif Við hrunið fóru framkvæmdir á svæðinu á ís og segir Hjálmar að menn hafi ef til vill ekki verið vak- andi fyrir því þegar þær fóru af stað aftur og það hafi komið flatt upp á hann sem hafi talið að varla yrði haldið áfram með sama bygg- ingarmagn og í fyrstu var lagt upp með. Hann hafi jafnframt ekki gert sér grein fyrir hversu mikið turninn skemmdi sjónlínuna í götunni fyrr en hann sá mynd af honum, séðum frá Frakkastíg, í blaðinu í gær. „Mér finnst þetta alveg hörmu- legt því að þetta er einstaka fal- legur sjónás niður Frakkastíginn og listaverkin tvö, Sólfar [við Sæbraut] og Leifur heppni á Skólavörðuholti kallast fallega á,“ segir hann. Þegar deiliskipulagi var breytt árið 1989 stóð til að fjarlægja hlykk sem er á neðsta hluta Frakkastígs og gera götuna beina alla leið niður að Skúlagötu. Af því varð þó aldrei er því ekki er nóg með að turninn skagi út úr húsalínunni við Frakka- Byggingar Hjálmar Sveinsson í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar: „Mín skoðun er að þessi stóra turnabygging við Skúlagötuna séu ein verstu skipulagsmistök borgarinnar síðustu áratugi.“ Tólf ný störf skapast í Ólafsvík með starfsemi lifrarverksmiðju Ægis – sjávarfangs, en starfsemi hennar hófst fyrr í mánuðinum. Þar er unn- in þorsklifur, sem er soðin niður, sett í dósir og seld sem eftirsótt vara á sælkeramörkuðum í Evrópu, í Rússlandi og víðar. „Við vildum færa út kvíarnar og vera nær auðlindinni. Núna á vetrarvertíðinni eru á bilinu 40-50 bátar gerðir út héðan frá Snæ- fellsbæ og á þessum tíma berst mik- ið af góðum þorski á land. Lifrin úr þorskinum er hráefnið sem við þurf- um,“ segir Óli Olsen rekstrarstjóri. Verksmiðjan er í svonefndu Vala- fellshúsi sem er við höfnina í Ólafs- vík. Það er um 700 fermetrar að flat- armáli, að meðtalinni stækkun vegna þessarar nýju starfsemi. Þá þurfti að koma fyrir framleiðslulínu og ýmsum tækjum og segir Óli að nú séu menn að fínstilla þann búnað. Höfuðstöðvar Ægis – sjávarfangs eru í Grindavík og er starfrækt verksmiðja þar sem um 2.000 tonn af þorsklifur eru soðin niður á ári hverju. „Við teljum okkur þurfa á ári hverju um 1.200 tonn af lifur svo þessi verksmiðja hér fyrir vestan gangi og erum bjartsýn á að það magn hraéfnis fáist frá bátunum hér,“ segir Óli Olsen. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Alfons Finnsson Lifur Tólf manns vinna við vinnslu í lifrarsuðunni í Ólafsvík, þar sem auð- lind fengsælla fiskimiða er skammt undan sem fjöldi báta sækir í. Sjóða þorsklifur í verksmiðju í Ólafsvík Byggingarleyfi fyrir turnana tvo sem á að reisa við Lindargötu 39 og Skúlagötu 22 voru sam- þykkt í janúar sl. og 2012 í sam- ræmi við deiliskipulag frá árinu 2006. Leyfin eru samþykkt af byggingarfulltrúa og fara ekki fyrir pólitísk ráð borgarinnar nema til afgreiðslu. „Það er margt gagnrýnivert við þetta skipulag og óheppilegt að það hafi gerst,“ segir Björn Stefán Hallsson, byggingar- fulltrúi Reykjavíkurborgar. Hann segir ekkert útilokað með það að breyta áætlunum ef nægur vilji sé fyrir hendi þrátt fyrir að fram- kvæmdir séu þegar hafnar. „Þeir eru ekki komnir upp úr jörðinni. Það er ekkert orð- ið raunveru- legt fyrr en það er klár- að,“ segir Björn. Pólitískan áhuga þyrfti fyrir því að endurskoða málið því byggingarleyfi séu gefin út í samræmi við gögn sem séu lög- formlega frágengin. Breytingar ekki útilokaðar BYGGINGARFULLTRÚI REYKJAVÍKURBORGAR Björn Stefán Hallsson Báturinn Nonni í Vík kom bátnum Geysi SH, sem Haukur Randvers- son rær á, til aðstoðar í gær eftir að bilun kom upp í þeim síðarnefnda. Nonni í Vík dró Hauk á Geysi til hafnar í Ólafsvík. Haukur var hinn hressasti, þrátt fyrir þessa smábilun, og sagði að aflinn hefði verið um 300 kíló eftir stuttan róður. Handfærabátar frá Ólafsvík eru byrjaðir að veiða eftir vetrarhlé og getur ýmislegt komið upp á hjá bát- unum fyrstu dagana eftir langa vet- ursetu. Mokveiði hefur verið hjá neta- og dragnótabátum og í gærmorgun fékk báturinn Esjar SH frá Rifi um sautján tonn í tveimur köstum. Morgunblaðið/Alfons Ólafsvík Nonni dregur Geysi til hafnar. Geysir SH var dreginn til hafnar vegna bilunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.