Morgunblaðið - 04.03.2014, Side 16

Morgunblaðið - 04.03.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Hvað er inflúensa? er heitið á fyr- irlestri sem fluttur verður í Hann- esarholti, Grundarstíg 10, í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20. Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala, „mun veita innsýn í hina dularfullu og ógnvænlegu far- sótt inflúensu í sögulegu sam- hengi“, eins og segir í fundarboði. Fyrirlesturinn er ætlaður almenn- ingi jafnt sem fræðimönnum. Samkvæmt skráningu Landlækn- isembættisins eru líkur á að inflú- ensufaraldurinn 2014 nái hámarki á næstu tveimur til þremur vikum hér á landi. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og má fá miða á www.midi.is. Fjallar um inflúensu í sögulegu samhengi Í tilefni af degi sjaldgæfra sjúk- dóma sl. föstudag afhenti félagið „Einstök börn“ Barnaspítalanum ýmsar gjafir. Um var að ræða tvo blóðþrýst- ingsmæla fyrir börn sem kosta um hálfa milljón, playstation- tölvur og leiki í þær og stýri- pinna, hjólastanda fyrir DVD og sjónvörp. Dagur sjaldgæfra sjúkdóma, Rare Disease Day, var nú haldinn sjöunda árið í röð. Á sjöunda tug landa taka þátt í deginum með einum eða öðrum hætti og tók Ís- land nú þátt í þriðja sinn. Til- gangur dagsins er að vekja at- hygli á sjaldgæfum sjúkdómum. Það eru á milli 6.000-8.000 sjald- gæfir sjúkdómar til í heiminum í dag. Í félaginu Einstök börn eru rúmlega 220 fjölskyldur barna með sjaldgæfa sjúkdóma og hefur mikil fjölgun orðið á félagsmönn- um undanfarin ár. Einstök börn færðu Barnaspítala gjafir STUTT Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 5. mars kl. 15.15 mun Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbún- aðarháskóla Íslands, flytja erindið „Gróðurbreytingar á jökulskerjum Breiðamerkurjökuls“. Meðhöf- undur hans að erindinu er dr. Starri Heiðmarsson, fléttufræð- ingur á Náttúrufræðistofnun Ís- lands. Hrafnaþing er haldið í húsakynn- um Náttúrufræðistofnunar að Urr- iðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Ræðir gróðurbreyt- ingar á jökulskerjum Mikil uppbygging er í gangi um þessar mundir í ferðaþjónustu í Fjarðabyggð. Bjartsýni ríkir hjá fyrirtækjum á svæðinu eins og hjá öðrum í þessari atvinnugrein og fjölgar gistirýmum verulega í ár. Skóflustunga var tekin á laug- ardag að þremur nýjum húsum í eigu Ferðaþjónustunnar Mjóeyri á Eskifirði. Sævar Guðjónsson, eig- andi, tók skóflustunguna og stefnt er að því að byggja þrjú hús til við- bótar á næsta ári. Þá verða þau hjón, Sævar og Berglind, komin með ellefu hús fyrir gesti ásamt herbergjum sem þau eru með á efri hæð íbúarhússins á Mjóeyri, sem byggt var 1895, og í gistiheimilinu Öskju, sem er í gamla hluta Hlíð- arendans á Eskifirði. Á Reyðarfirði er mikil uppbygg- ing í gangi hjá Hótel Austur og Hjá Marlin. Meðal annars er Marlin að breyta Valhöll, gömlu húsi á Reyðarfirði, í gistirými og sömu- leiðis húsnæði sem áður hýsti m.a. Húsgagnaverslunina Hólma. Í sum- ar verða um 200 gistirými í boði bara á Reyðarfirði. Íbúðahótel í kaupfélaginu Í Neskaupstað eru athafnamenn að koma hótelrekstri af stað í gamla kaupfélaginu Fram í sam- vinnu við Samvinnufélag útgerð- armanna í Neskaupstað og Síld- arvinnsluna. Hótelið hefur fengið nafnið Hildibrand Hótel, en það verður í húsnæði sem m.a. hýsti starfsemi Kaupfélagsins Fram á Norðfirði. Hótelið verður íbúðahótel með fimmtán íbúðum sem taka 4-8 manns í gistingu, að því er greint var frá á austurfrett.is. Auk þess verða innréttuð fimm tveggja manna herbergi í gamla bak- aríshlutanum. Á neðstu hæðinni verður Kaupfélagsbarinn, sjáv- arréttabistró og grill. Lokasprettur hjá Minjavernd Minjavernd er á lokasprettinum með að breyta Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði og verður nýtt hótel opnað þar í byrjun maí. Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði var reistur árið 1903 og tekinn í notkun 1904. Hann var einn þriggja spítala sem byggðir voru á Íslandi af franska ríkinu til að þjóna fjölda franskra fiskimanna sem stunduðu veiðar við landið. Minjavernd hf. tók 2008 ákvörðun um að endurbyggja húsið og fleiri hús sem Frakkar reistu á Fáskrúðs- firði. Fosshótel hafa leigt hótelhluta frönsku húsanna og Fjarðabyggð hefur leigt hluta þeirra fyrir sýn- ingu um veiðar Frakka. Húsin verða öll tekin í notkun fyrir hótel, sýn- ingu og kapellu nú í vor. aij@mbl.is Morgunblaðið/Jens Garðar Helgason Eskifjörður Byrjað var að grafa fyrir þremur smáhýsum til viðbótar á Mjóeyri á laugardag. Uppbygging í Fjarðabyggð  Mikil fjölgun gistirýma  Hildibrand í Neskaupstað  Marlin á Reyðarfirði  Frönsku húsin á Fáskrúðsfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.