Morgunblaðið - 04.03.2014, Page 22
Saga rússneskrar íhlutunar
RÚSSLAND
MOSKVA
RÚSSLAND
ARMENÍA
Moldóva (1992) Georgía (2008)
RÚMENÍA
ÚKRAÍNA
ÚKRAÍNA
KRÍM
Tadsjíkistan (1992)
Rússnesk íhlutun
Íhlutanir Rússlandshers í grannríkjunum eftir hrun Sovétríkjanna
Suður-
Ossetía
Abkhasía
Transnistría
AFGANISTAN
KIRG.
KÍNA
INDLAND
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Áður en Rússar beittuhersveitum sínum til að náKrímskaga á sitt vald umhelgina höfðu þeir sent
hermenn inn í þrjú fyrrverandi
sovétlýðveldi, meðal annars Georgíu
árið 2008. Þrátt fyrir mótmæli vest-
rænna ríkja hafði hernaðaríhlutunin
í Georgíu litlar afleiðingar fyrir
Rússa en miklu meira er í húfi núna í
Úkraínu, ekki aðeins fyrir Rússa,
heldur einnig Vesturlönd.
Rússland og Georgía háðu
skammvinnt stríð í ágúst 2008 vegna
deilu um héruðin Abkasíu og Suður--
Ossetíu. Rússar höfðu þá árum sam-
an vopnað og þjálfað sveitir aðskiln-
aðarsinna í héruðunum. Þeir voru
einnig sakaðir um að hafa komið á
fót vopnuðum „sjálfsvarnarsveitum“
sem buðu georgískum öryggis-
sveitum birginn. Georgíuher hóf um-
fangsmikinn hernað í Suður-Ossetíu
til að ná héraðinu á sitt vald eftir að
hafa sakað aðskilnaðarsinna um að
hafa gert árásir á þorp georgískra
íbúa héraðsins. Mikið mannfall varð
meðal óbreyttra borgara í árásum
Georgíuhers og Rússar sendu þús-
undir hermanna inn í Georgíu.
Stjórnin í Moskvu hélt því fram í
fyrstu að Georgíumenn hefðu orðið
um 2.000 manns að bana en talið er
að hún hafi ýkt mannfallið stórlega
til að réttlæta hernaðaríhlutun sína.
Að sögn Amnesty International
gerðust Rússar, Georgíumenn og
aðskilnaðarsinnarnir sekir um alvar-
leg mannréttindabrot í stríðinu.
Eftir að stríðinu lauk viður-
kenndu Rússar Suður-Ossetíu og
Abkasíu sem sjálfstæð ríki. Rússar
eru með um 3.500 hermenn og 150
skriðdreka í hvoru héraðanna. Auk
Rússlands hafa aðeins fjögur ríki –
Níkaragva, Venesúela og Kyrra-
hafseyjarnar Nauru og Tuvalu –
viðurkennt sjálfstæði Suður-Ossetíu
og Abkasíu. Önnur lönd líta á hér-
uðin sem hernumin svæði.
Aldagömul tengsl
Rússar sendu yfir 3.000 her-
menn til friðargæslu í Transnistríu í
Moldóvu eftir stríð á árunum 1991-
1992 sem kostaði um 700 manns lífið.
Meirihluti íbúa Transnistríu er af
rússneskum ættum og stríðið hófst
eftir að héraðið lýsti yfir sjálfstæði.
Rússar eru enn með hermenn í hér-
aðinu þrátt fyrir andstöðu stjórn-
valda í Moldóvu. Ekkert ríki viður-
kennir sjálfstæði Transnistríu.
Rússar sendu einnig hermenn
inn í Tadsjíkistan ásamt fleiri fyrr-
verandi sovétlýðveldum þegar borg-
arastríð hófst þar árið 1992 eftir að
Sovétríkin liðu undir lok. Áætlað er
að um 150.000 manns hafi beðið bana
í stríðinu. Rússnesk stjórnvöld
sögðu að eina markmið þeirra með
íhlutuninni væri að annast friðar-
gæslu og vernda flóttafólk, en her-
mennirnir hafa einnig stutt stjórnar-
her Tadsjíkistans í baráttunni við
íslamska uppreisnarmenn.
Deilan um Krím er álitin miklu
hættulegri en stríðið í Georgíu
vegna þess hversu mikið er í húfi í
Úkraínu fyrir Vesturlönd og Rússa.
Deilan snýst ekki um lítil og fjarlæg
uppreisnarhéruð í bakgarði Rússa
heldur um land sem er með landa-
mæri að NATO-ríki, auk þess sem
Kremlverjar leggja mikla áherslu
á að halda því á yfirráðasvæði
sínu vegna aldagamalla póli-
tískra, menningarlegra,
efnahagslegra og
hernaðarlegra
tengsla Rússa og
Úkraínumanna.
Miklu meira í húfi nú
en í Georgíustríðinu
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Áþessum vett-vangi varþví spáð að
eftir að vetrarleik-
unum í Sochi lyki
myndi Pútín snúa
sér snarlega að
Úkraínu. Hann hef-
ur þegar orðið sér
úti um opna heimild rússneska
þingsins til að beita hervaldi til
að tryggja öryggi og hagsmuni
Rússa (eða rússneskumælandi
fólks) utan landamæra Rúss-
lands. Þingið tók óskinni fegins
hendi og það voru ekki fluttar
400 ræður um fundarstjórn for-
seta í sölum þess.
Stjórnmálaleiðtogar á Vest-
urlöndum tala um síðustu at-
burði á Krímskaga sem þá alvar-
legustu sem orðið hafi frá
stríðslokum í þessum heims-
hluta. Þar hafa þó ekki fallið
hundruð þúsunda manna, eins
og gerðist í bakgarði Evrópu-
sambandsins á síðasta áratug,
þegar þjóðir og þjóðabrot úr
sundursprunginni Júgóslavíu
tókust á með hörmulegum af-
leiðingum.
ESB hélt vissulega marga
neyðarfundina þá en ekkert
gerðist fyrr en að Bandaríkja-
menn voru nauðugir fengnir til
að skerast í leikinn. Leiðtogar
ESB eru ekki í betri stöðu nú en
þá var. Þeir höfðu jú samþykkt
fyrir sitt leyti að Janúkovits
sæti áfram fram að forsetakosn-
ingum í desember daginn áður
en honum var steypt af stóli. Og
Bandaríkin eru ekki líkleg til
stórræðanna heldur. Núverandi
forseti þeirra, Barack Obama,
hefur mjög veika stöðu á alþjóð-
legum vettvangi og er ekki gert
mikið með orð hans eða afstöðu.
Forsetinn sagði á blaðamanna-
fundi að hefðu Rússar bein af-
skipti af upplausninni í Úkraínu
yrðu þeir að gera sér grein fyrir
að „það myndi kosta þá“. Það
var ekki útskýrt nánar. Þegar
embættismenn forsetans höfðu
verið þráspurðir um, hvað í slík-
um „kostnaði“ kynni að felast,
var upplýst að hugsanlega
myndi forsetinn þá ákveða að
sækja ekki G-8 fundinn sem á að
vera í Rússlandi innan skamms.
McCain, öldungadeild-
arþingmaður, flutti ræðu um
Úkraínu og aðgerðir Rússa á
Krímskaga í Washington í gær.
Hann sagði framgöngu Pútíns
Rússlandsforseta ósvífna og ein
meginástæða þess, að hann
þyrði að ögra umheiminum með
slíkum hætti, væri sú, að það
tryði enginn lengur á afl eða að-
gerðir Bandaríkjanna undir nú-
verandi leiðsögn.
McCain viðurkenndi þó í ræðu
sinni að ekki væru neinir hern-
aðarlegir kostir fyrir Bandarík-
in til staðar í núverandi stöðu.
En það væri hins vegar að mati
hans fjöldi annarra úrræða til.
Það eina sem hann útfærði í
ræðunni var að nota
mætti heimildir til
að neita óæskileg-
um mönnum um
vegabréfsáritanir
til vesturheims.
Þannig mætti t.d.
ná til þeirra sem
látið hefðu greipar
sópa um eignir almennings í
ríkjum Sovétríkjanna fyrrver-
andi. Þannig mætti koma í veg
fyrir að Rússneskir fyrirferð-
armenn gætu gamnað sér fyrir
illa fenginn auð sinn í Las Ve-
gas!
Vladimir Pútín mun ekki láta
Úkraínu sleppa auðveldlega
undan sínu áhrifavaldi. Hann
hefur talað um hrun Sovétríkj-
anna sem mestu þjóðarnið-
urlægingu sem Rússar hafi orð-
ið að þola. Hann ætlar sér að
verða maðurinn sem reisi Rússa
að nokkru og helst öllu undan
þeim illa örlagadómi. Hann telur
ógerlegt að ná því meginmark-
miði sínu, verði Úkraína hrifin
undan áhrifavaldi Moskvu, segja
þeir sem best þykjast þekkja til
þar eystra.
Pútín brá ekki svip eða sýndi
að hann væri með huga við
Úkraínu á meðan Vetrarólymp-
íuleikarnir stóðu enn yfir. Gamli
svæðisstjóri KGB í Austur-
Þýskalandi heldur andlitinu án
þess að depla auga eftir árang-
ursríka þjálfun. Lengi býr að
fyrstu gerð.
Vera má að Janúkovits væri
enn í forsetahöllinni í Kiev, ef
öðru vísi hefði háttað til í dag-
skrá Pútíns. En um leið og stóri
draumurinn í Sochi var kominn í
gullbryddaðar sögubækurnar
rann upp annar tími. „Ég held
ekki lengur í þessa meri,“ segist
nærstaddur hafa heyrt Pútín
muldra. Forsetinn reið svo feitu
hrossi sínu alla leið upp til
Moskvu. Þar tók hann til
óspilltra málanna.
Pútín fregnar að viðurlögin
við því að ráðast inn í Úkraínu
yrðu að Obama myndi verða
G-áttaður á stöðunni og and-
stæðingur hans í fyrri forseta-
kosningum vestra, McCain, hóti
því, í fullri alvöru, að banna
rússneskum ríkisbubbum að
belgja sig út og tapa ógrynni
fjár í Las Vegas.
Pútín lætur segja sér þetta
tveim sinnum eða þrem.
Hann veit að slíkum hótunum
mætti sem best svara með því að
neita bandarískum ferðalöngum
um að dvelja í aflögðum óupphit-
uðum gúlagabúðum í Síberíu
næsta vetur og ef deilurnar
harðna enn, þá í þrjá vetur í röð.
Það hefur verið flestum lengi
ljóst að núverandi valdsmenn á
Vesturlöndum eru ekki burðugir
þegar upp koma alþjóðlegir at-
burðir, en það ætti að vera
óþarfi að æpa það framan í um-
heiminn hvenær sem tækifæri
gefast til þess.
Sennilega eiga
bjartsýnir baráttu-
menn í Úkraínu
hrauk í horni vestra
en ekki hauk }
Reikulir
ráðamenn vestra
S
igríður Ingibjörg Ingadóttir, þing-
kona Samfylkingarinnar, kom með
athyglisvert sjónarmið inn í um-
ræðu dagsins í sl. viku, þegar hún
sagði kvenfyrirlitningu felast í því
að karlarnir á Alþingi báðu flokkssystur Sig-
ríðar, Katrínu Júlíusdóttur, að róa sig eftir að
hafa flutt ræðu á Alþingi þar sem stór orð
féllu. Sannarlega getur fólki hitnað í hamsi
þegar það berst fyrir málum sem því standa
nærri hjarta, en að biðja það um að lægja
dampinn lítið eitt, gæta hófs, og telja upp að
tíu er í mínum huga aðeins velvilji. Hins vegar
hentar málstað kvennabaráttunnar alveg
prýðilega að telja þetta og hitt fela í sér fyrir-
litningu, sem er stór fullyrðing.
Það þótti líka kvenfyrirlitning af verstu sort
og stappa nærri hinum fullkomna glæp þegar
þrjár konur mættu nú nýverið í sjónvarpssal til Gísla Mar-
teins Baldurssonar sem sagði þær vera fallegar. Að gera
athugasemdir við slíkt er auðvitað ekkert annað en hálf-
gerður útúrsnúningur.
Á íslensku eru til orð yfir allt sem er hugsað, eins og
skáldið sagði, og sannarlega felst mikil og falleg merking í
orðinu samfélag. Það hvernig við mannanna börn erum öll
undir sama þaki, ef svo má segja, og þurfum að komast af
hvert við annað í sæmilegri sátt. Hluti af því er að karlar
og konur séu jafnsett um tækifæri. Velflestir hafa náð
skilningi á þessu strax í barnaskóla. Við lærum líka fljótt
að eitt er hvernig hlutirnir eru orðaðir og annað hvernig
þeir eru sagðir. Í hinu daglega masi skynjum við
á stundum þann tón að ónot, háð og kerskni
liggja í orðunum sem í annarri tóntegund sögð
verða aðeins skilin á betri veginn. Þetta hélt ég
að flestir bæru skynbragð á, enda ekki nein vís-
indi að baki. En til er fólk sem viljandi snýr öllu á
hvolf og tortryggir orð og gjörðir þeirra sem vilja
vel. Skynsamt fólk á ekki að þurfa að nota
„flöskubotnagleraugu“ til að sjá daginn og veg-
inn. Bæði karlar og konur – þvert á flokka – eru
hins vegar oft alveg blind á þetta, jafnvel viljandi.
Svo er þetta með fordómana sem eru af svip-
uðum toga og fyrirlitningin. Ýmsir minni-
hlutahópar nota það sem eldsneyti í réttinda-
baráttu að segjast mæta fordómum, sem yfirleitt
eru ekki annað en dómharka og rugl í fólki sem
er illa upplýst og lítilsiglt. Við slíku er lítið að
gera nema vona að opin umræða breyti ein-
hverju í fyllingu tímans. Samkynhneigðir, innflytjendur,
fatlaðir, geðsjúkir, konur sem fást við óvenjulega hluti og
fólk í fjölmörgum hópum öðrum getur ómögulega notað
þessa viðbáru, fordómar eru ekki til staðar nema í und-
antekningartilvikum, en sannarlega þurfum við öll að laga
okkur að fjöldanum, menningu hans og reglum – skráðum
sem óskráðum.
Skoðanir fólks hvers á öðru eða einstökum málefnum
verða alltaf misjafnar og hver lítur sínum augum á silfrið.
Sem betur fer. Þeim fjölbreytileika eigum við að fagna,
enda á hann ekkert skylt við fyrirlitningu eða fordóma.
sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Flöskubotnagler á fordómana
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Dalia Grybauskaite, forseti
Litháens, sagði í gær að hætta
væri á að deilan um Krím leiddi
til „frosinna átaka“ líkt og í
Abkasíu, Suður-Ossetíu, Suð-
ur-Kákasushéraðinu Nagorno-
Karabakh og í Transnistríu. Með
hugtakinu „frosin átök“ er átt
við óleystar deilur um land-
svæði þar sem komin er upp
hernaðarleg pattstaða. Litháar
hafa oft gagnrýnt íhlutun Rússa
í Georgíu og Transnistríu. Gry-
bauskaite sagði að deilan um
Krím „gæti haft mjög
alvarlegar afleiðingar
fyrir öryggi alls heims-
hlutans“ en taldi of
snemmt að grípa til
refsiaðgerða.
Óttast
„frosin átök“
PATTSTAÐA Í KRÍM
Hermaður í Krím.