Morgunblaðið - 04.03.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.03.2014, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Kæri Kristján. Eins og þú kannski veist þá hefur verið skorið nið- ur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, grunnheilbrigðisþjón- ustunni okkar, frá því löngu fyrir hrun. Og nú á að ganga enn lengra. Það má segja að búið hafi verið að skera af húðina og fletta frá vöðvunum og nú er ekki bara höggv- ið inn að beini heldur í beinið sjálft. Í ár, rúmum fimm árum eftir hrun, hélt ég að blaðinu yrði snúið við og við fengjum meira fé til rekstrarins eins og ýmsar aðrar heilbrigð- isstofnanir. Það kom hins vegar á daginn að starfsfólk heilsugæsl- unnar hafði sennilega ekki barmað sér nægilega í fjölmiðlum. Okkur var því réttur niðurskurðarhnífurinn og við skyldum draga úr þjónustunni sem nemur 100 milljónum. Hve oft höfum við ekki heyrt núverandi og fyrrverandi ráðherra tala fallega um heilsugæsluna? Það eigi að efla hana, hún eigi að taka að sér fleiri verkefni og vera fyrsti viðkomu- staður fólks inn í heilbrigðiskerfið. Ég er hjartanlega sammála öllu þessu og vildi gjarnan taka þátt í þeirri vegferð. Það er hins vegar eins og hugur fylgi ekki máli og haldið er áfram að höggva og skera. Miðað við stöðuna sem nú er uppi á að ganga á heilsuverndina sem hef- ur það markmið að styðja við heilsu og þroska barna og fjölskyldna þeirra sem og eldri borgara. Áður en lengra er haldið vil ég þó stíga eitt skref til baka og rifja upp stefnu heilsugæslunnar og hvernig hún skil- greinir sig. Stefna heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er:  Að vera fyrsta val þeirra sem þurfa á al- mennri heilbrigð- isþjónustu að halda.  Að vera framsæk- inn og ábyrgur aðili í íslenskri heilbrigðisþjónustu.  Að hafa jákvæð áhrif á líf al- mennings.  Að vera talin eftirsóknarverður vinnustaður. Heilsugæslan hefur einnig skil- greint þætti í grunnþjónustu heilsu- gæslustöðva. Þar skal vera skipu- lögð móttaka og símaþjónusta læknis og hjúkrunarfræðings, smá- slysa- og skyndimóttaka, síðdeg- isvakt lækna, blóðsýna- og önnur sýnataka, mæðravernd, ung- barnavernd, skólaheilsugæsla, heilsuvernd eldri borgara, ferða- mannabólusetningar og reglubundn- ar ónæmisaðgerðir. Þessa stefnu og skilgreiningu má finna í ársskýrslu Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins 2012. Nýrri skýrsla er ekki til. Það er fleira áhugavert í þessari skýrslu sem vert er að nefna, s.s. ársverk og mann- auður. Þar má sjá að stöðugildum hjúkrunarfræðinga hefur fækkað um 10 frá 2009-2012 á meðan stöðu- gildum lækna hefur fjölgað um fimm á sama tíma. Nú er svo komið að með nýjum niðurskurðaráformum mun stöðugildum hjúkrunarfræð- inga enn fækka um 7,5 og mun það hafa bein áhrif á heilsuverndarþjón- ustuna. Heilsuverndin á sér merka og langa sögu og hefur staðið af sér sviptingar í heilbrigðiskerfinu. Hún er hljóðlát og lætur lítið fyrir sér fara og kannski á hún að vera það. Í öllum þeim skýrslum sem gerðar hafa verið fyrir velferðarráðuneytið um stöðu heilsugæslunnar er aldrei minnst á heilsuverndina. Af hverju ekki? Jú, það er af því að hún er í lagi og hún virkar. Það þarf ekki að tala um hana. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa staðið vaktina við að sinna barnshafandi mæðrum og mökum þeirra, foreldrum með ung- börn, skólabörnum og fjölskyldum þeirra og eldra fólki sem þarf orðið aukna þjónustu og veit ekki hvert það á að leita. Þessir þættir flokkast undir heilsuvernd. Í heilsuverndinni eru skýrar og samræmdar verklags- reglur byggðar á gagnreyndum rannsóknum og hefur landlækn- isembættið í samvinnu við heilsu- gæsluna staðið að þeim. Við státum okkur af því á tyllidögum að hafa minnsta mæðradauða og ung- barnadauða og er það heilsuvernd- inni að stórum hluta að þakka. Við getum einnig státað okkur af því að 97% barna sem kveðja grunnskól- ann eru fullbólusett og ekki er ónýtt að í þeim hverfum þar sem heilsu- vernd eldri borgara er virk leggjast mun færri eldri borgarar inn á bráðamóttöku Landspítalans. Hægt væri að halda lengi áfram um mik- ilvægi heilsuverndarinnar því hún er grunnur að heilbrigði þjóðarinnar. Hún er hið hljóðláta forvarnarstarf sem erfitt er að meta til fjár í dag en segir til sín seinna meir. Með fækk- un 7,5 stöðugilda hjúkrunar má ná 36 milljóna sparnaði. Því spyr ég þig, Kristján, vilt þú draga úr heilsu- vernd fyrir 36 milljónir og auka þannig líkurnar á því að heilsu þjóð- arinnar hraki á næstu áratugum fyr- ir stundarhagsmuni sparnaðar? Opið bréf til heilbrigðisráð- herra: Heilsuvernd í hættu Eftir Sigrúnu Krist- ínu Barkardóttur »Nú er svo komið að með nýjum nið- urskurðaráformum mun stöðugildum hjúkrunarfræðinga enn fækka um 7,5 og mun það hafa bein áhrif á heilsuverndar- þjónustuna. Sigrún Barkardóttir Höfundur er yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni í Glæsibæ. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Góðmennt í Stangarhyl Fimmtudaginn 20. febrúar var spilaður tvímenningur hjá brids- deild Félags eldri borgara, Stang- arhyl 4, Reykjavík. Spilað var á níu borðum. Efstu pör í N/S: Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 240 Björn Árnason – Auðunn Guðmss. 233 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 222 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 219 A/V Axel Láruss. – Bergur Ingimundars. 273 Ólafur Ingvarss. – Hrólfur Guðmundss. 237 Bjarni Guðnas. – Guðm. K. Steinbach 237 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 220 Mánudaginn 24.febrúar var spil- aður tvímenningur á 14 borðu- m.Efstu pör í N/S: Björn Árnason - Auðunn Guðmss. 397 Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 374 Jón Hákon Jónss. - Örn Jónsson 351 Jón Þ. Karlss. - Björgvin Kjartansson 349 A/V Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 376 Bjarni Guðnason - Guðm. Steinbach 373 Gunnar Jónsson - Magnús Jónsson 364 Ormarr Snæbjss. - Sturla Snæbjörnss. 360 Guðmundur og Auðunn með risaskor Þriðjudaginn 25. febrúar var spil- aður 33 para tvímenningur í Brids- félagi eldri borgara í Hafnarfirði. Guðmundur Sigursteinsson og Auðunn Guðmundsson sigruðu í A/V með 68,7% skor. Efstu pör í N/S: Albert Þorsteinsson - Jórunn Kristinsd. 54,8 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 54,7 Örn Einarsson - Guðlaugur Ellertss. 54,2 Ragnar Björnsson - Óskar Karlsson 53,5 Bjarni Þórarinss. - Sigurður Hallgrss. 52,2 AV Guðm. Sigursteinss. - Auðunn Guðmss. 68,7 Nanna Eiríksd. - Sigfús Skúlason 62,8 Ólafur Ingvarsson - Óskar Ólafsson 59,7 Sturla Snæbjss. - Ormarr Snæbjörnss. 59,3 Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss. 56,6 Föstudaginn 21. febrúar var spil- aður tvímenningur með þátttöku 28 para. Efstu pör í N/S (% skor): Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 59,0 Guðm. Sigursteinss. - Auðunn Guðmss. 55,9 Örn Einarsson - Guðlaugur Ellertss. 55,8 Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnsson 54,0 Hrafnhildur Skúlad. - Guðm. Jóhannss. 53,7 AV Óskar Ólafsson - Ólafur Ingvarsson 63,1 Sturlaugur Eyjólfsson - Birna Lárusd. 59,3 Anton Jónsson- - Ólafur Ólafsson 57,1 Tómas Sigurjónss. - Björn Svavarss. 56,4 Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 53,5 Bridsfélagið spilar á þriðjudögum og föstudögum í félagsheimili eldri borgara, Flatahrauni 3 í Hafnar- firði. Spilaðir eru einsdags tvímenning- ar og eru allir spilarar velkomnir. Er stökum spilurum hjálpað til við myndun para. Aðaltvímenningur BR Helgi og Haukur eru með nauma forystu í Aðaltvímenningi Brids- félags Reykjavíkur. Allt getur gerst í síðustu umferð. Hæstu skor kvöldsins fengu Guðmundur og Steinberg 60,7%. Staðan Helgi Sigurðss. - Haukur Ingason 1373 Snorri Karlss. - Kristján Blöndal 1364 Oddur Hjaltason - Hrólfur Hjaltas. 1357 - með morgunkaffinu Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæri í miklu úrvali frá 295 PU flex hanskar frá 2.995 Bíla- og glugga- þvottakústar Smíðasvunta frá 395 Fötur og balar frá 1.995 Slöngur 15, 20, 25, 50m frá 4.995 Bílabónvél Fjölslípari m/fylgihluti 8.995 frá 995 695 Málningagalli 6.995 Verðmætaskápur -Viðhaldsfríir Gluggar & hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.