Morgunblaðið - 04.03.2014, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.03.2014, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Víða í Evrópu og Ameríku hefur mars- mánuður verið helg- aður baráttunni gegn ristilkrabbameini. Þar hefur farið saman markvisst fræðslustarf til að vekja fólk til vit- undar um sjúkdóminn og möguleikana á að beita árangursríkum skimunaraðferðum. Hér á landi hefur til margra ára ým- islegt verið gert til að vekja athygli á þessum skæða sjúkdómi og aðgerð- um til að hindra hann. Verið treg í taumi Heilbrigðisyfirvöld og aðrir sem hefðu átt að koma fyrr og hiklaust að þessari baráttu hér á landi hafa lengst af verið treg í taumi og setið aðgerðalítil eða aðgerðalaus. Ekki er að fullu ljóst hvers vegna, þar sem hér er um að ræða sjúkdóm sem má fyrirbyggja, meðhöndla með árangri og sigrast á. Nokkuð, sem hefur verið ljóst um langt skeið. Þetta krabba- mein fer ekki í manngreinarálit og leggst nær jafnt á karla sem konur. Aðrar þjóðir hafa ekki setið auðum höndum heldur hafið skimun eða eru í skipulögðum undirbúningi. Vitundarvakning um ristilkrabbamein Þrátt fyrir þessa miklu tregðu verður að viðurkenna að mikil vakn- ing hefur átt sér stað meðal almenn- ings og fagfólks hér á landi. Má það að verulegu leyti rekja til fræðslu- átaksins „Vitundarvakning um rist- ilkrabbamein“ sem fór fram hér á landi fyrir 13 árum. Átakið var að fullu fjármagnað af einkaaðilum og fé- lagasamtökum. Vandað fræðsluefni var samið og birtar auglýsingar í blöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta efni er ennþá í dreifingu og notað til að fræða fólk. Í framhaldi af vitund- arvakningunni unnu nokkur aðildarfélög Krabbameinsfélagsins að gerð fræðslumyndar um ristilkrabbamein og skipulögðu málþing o.fl. í sam- starfi við meltingarlækna og krabba- meinslækna. Síðan hefur fátt nýtt komið fram hvað varðar greiningu sjúkdómsins, en hugarfar fólks hefur breyst og krafan um skimun fer mjög vaxandi. Aðgerðarleysi Því miður höfum við Íslendingar eytt miklum tíma í aðgerðarleysi og undirbúningur er ekki einu sinni haf- inn að skipulegri hópleit eða skimun. Þegar skimun hefst verður fólk, sem er á tilgreindum aldri, boðað til skoð- unar með skipulögðum hætti. Fjár- hagsleg þátttaka heilbrigðiskerfisins verður meiri en nú, skráning gerð með skipulögðum hætti og þeim sem greinast fylgt eftir til að tryggja sem bestan árangur skimunarinnar. Á Íslandi í dag fer hins vegar fram svokölluð tilfellaleit. Hún byggist á því að fólk sem hefur meðaláhættu eða aukna áhættu á að fá þetta krabba- mein, óskar sjálft eftir skimunarrann- sókn. Þetta er án skipulags og nið- urstöður eru ekki skráðar miðlægt. Frekari eftirfylgni er því alfarið í höndum viðkomandi læknis og fólksins sjálfs. Undirbúningur mikilvægur Mikilvægt er að hefja undirbúning að því hvernig við ætlum að skima hér á landi, með hvaða aðferðum og hvernig við ætlum að skrá upplýs- ingar um niðurstöður skimunar- aðgerða. Þetta er mikilvægt til þess að tryggja öryggi og frekari eft- irfylgni fólks sem gengst undir rann- sókn á hverjum tíma. Fáir velkjast lengur í vafa um að ristilskoðun með greiningu á rist- ilsepa, sem er forstig flestra rist- ilkrabbameina, og byrjandi krabba- meini í ristli, bjargar mannslífum. Slík skoðun mun lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins og fækka jafn- framt nýgreindum krabbameins- tilfellum í framtíðinni. Helgum marsmánuð baráttunni gegn ristilkrabbameini, bæði hjá kon- um og körlum. Því ber að fagna að Krabbameinsfélag Íslands leggst nú á árina með öðrum í þessari baráttu. „Marsinn“ gegn ristilkrabbameini er hafinn! Eftir Ásgeir Theódórs » Því miður höfum við Íslendingar eytt miklum tíma í aðgerð- arleysi og undirbún- ingur er ekki einu sinni hafinn að skipulegri hópleit eða skimun. Ásgeir Theódórs Höfundur er læknir, EMPH, sérfræðingur í meltingarlækningum og heilbrigðisstjórnun. „Marsinn“ gegn ristilkrabbameini Ein af grunnstoðum lýðræðisins er gegnsæ stjórnsýsla og nálægð kjörinna fulltrúa við kjósendur. Það er al- þekkt staðreynd á meðal blaðamanna landsins hversu erfitt er að ná tali af Jóni Gnarr borgarstjóra, þ.e. nema í þeim til- fellum þegar um er að ræða jákvæða umfjöll- un um hans eigin gæluverkefni. Þetta ætti svo sem ekki að vera vandamál enda starfar hjá borginni svokallaður aðstoðarborgarstjóri, Sigurður Björn Blöndal, sem svarar víst símanum sínum af og til. Ef ómögulegt reynist að ná í annaðhvort borgarstjórann eða að- stoðarborgarstjórann þá hafa blaðamenn val um að hringja í ein- hvern þeirra þrettán starfsmanna sem í dag starfa hjá upplýsinga- og vefdeild Reykjavíkurborgar. Til að gæta sanngirni er rétt að taka það fram að einungis fjórir af starfs- mönnum deildarinnar, auk deild- arstjórans sem titlaður er upplýs- ingastjóri, gegna hlutverki upplýsingafulltrúa. Samkvæmt fjár- hagsætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 munu borgarbúar greiða 93,5 milljónir króna fyrir fyrrnefnt upplýsingabákn. Til samanburðar má nefna að flest stórfyrirtæki landsins láta sér nægja að vera með einn, í mesta lagi tvo, upplýsinga- fulltrúa. Þá eru jafnframt flest ráðuneyti og opinberar stofnanir hér á landi einungis með einn til tvo upplýsingafulltrúa en fjölmenn- ustu upplýsingadeild- ina í íslensku ráðuneyti er að finna í utanrík- isráðuneytinu þar sem þrír starfsmenn auk deildarstjóra eru að störfum. Þarf Reykjavík- urborg raunverulega á margfalt stærri upplýs- ingadeild að halda en stærstu stofnanir og fyrirtæki landsins? Á tímum sem þess- um þegar skorið er niður í grunn- þjónustu borgarinnar, tún liggja ós- legin árum saman og senda þarf börn í Grafarholti og Úlfarsárdal í Mosfellsbæ í skólasund sökum fjár- skorts, er ekki auðséð hvernig hægt er að réttlæta að fjórtán starfsmenn sinni upplýsingamálum í ráðhúsi borgarinnar. Að minnsta kosti hlýtur þetta að teljast ein- kennileg forgangsröðun. Vonandi myndast nýr meirihluti í borg- arstjórninni í vor sem forgangs- raðar þannig að grunnþjónustu við íbúa borgarinnar sé gert hærra undir höfði en yfirbyggingu stjórn- sýslunnar. Kolröng forgangsröðun Eftir Skúla Hansen Skúli Hansen » Þarf Reykjavíkur- borg raunverulega á margfalt stærri upp- lýsingadeild að halda en stærstu stofnanir og fyrirtæki landsins? Höfundur er framkvæmdastjóri og blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.