Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 32
Kæri frændi,
það er sárt að
þurfa að kveðja
þig í blóma lífsins.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Eiríkur Ómar
Sveinsson
✝ Eiríkur ÓmarSveinsson
fæddist 13. febr-
úar 1955. Hann
lést 25. desember
2013. Útför hans
fór fram 14. jan-
úar 2014.
Ég þakka þau ár sem ég
átti
þá auðnu að hafa þig
hér,
og það er svo margs að
minnast
svo margt sem um hug
minn fer,
þó þú sért horfin úr
heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem
lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Biðjum við góðan Guð að
styrkja fjölskyldu þína í sorg
sinni.
Ástvaldur Eiríksson,
Ólafur, Lárus, Helga, Erla
og fjölskyldur.
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014
Stefán Arngríms-
son er fallinn frá á
góðum aldri. Horfinn
er glæsilegur félags-
málamaður, glað-
sinna og aðlaðandi. Stefán var
Svarfdælingur og tryggur uppruna
sínum alla tíð. Var hann burðarás í
starfi Svarfdælingafélagsins í
Reykjavík og var formaður þess
um hríð. Hann var hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann fór, söng-
maður góður og dansmaður svo
sem margir Svarfdælingar. Starfs-
vettvangur hans var alla tíð hjá Ra-
rik. Gegndi hann þar ýmsum störf-
um og naut hvarvetna trúnaðar og
mannhylli. Stefán var framsóknar-
maður og starfaði mikið að málefn-
Stefán
Arngrímsson
✝ Stefán Arn-grímsson fædd-
ist 16. mars 1951.
Hann lést 27. jan-
úar 2014. Stefán
var jarðsunginn 7.
febrúar 2014.
um flokksins, einkum
í Kópavogi. Vann
hann þar af ósérhlífni
og árvekni.
Alla tíð fannst
mér sérstakt hvað
leiðir okkar Stefán
lágu saman á
skemmtunum hjá
Svarfdælingum, Ra-
rik og Framsóknar-
flokknum. Ógleym-
anlegt er þegar við
hittum hann með söngfélögum
Rarik að kvöldlagi á útiveitinga-
húsi í Barcelona síðsumars árið
2007, algjörlega óvænt. Fyrir
hönd Framsóknarflokksins þakka
ég þessum ötula foringja góð og
farsæl störf í þágu flokks okkar.
Stefán sneri heim á æskustöðv-
arnar á Dalvík vorið 2012. Hann
var jarðsunginn frá Dalvíkur-
kirkju 7. febrúar síðastliðinn. Ég
sendi aðstandendum Stefáns inni-
legar samúðarkveðjur.
Sigrún Magnúsdóttir.
Nú kveð ég elskulega Siggu
móðursystur mína og vinkonu í
síðasta sinn. Mínar fyrstu
minningar um Siggu frænku
tengjast eldhúsinu í Hlunnavogi
7 þar sem alltaf var boðið upp á
eitthvert góðgæti. Eftir því sem
árin liðu urðum við Sigga góðar
vinkonur. Þær voru ófáar
stundirnar sem við eyddum í
eldhúsinu á Sléttuvegi, með
kaffi í annarri og súkkulaði í
hinni. Margt var skrafað þar
við eldhúsborðið, bæði atburðir
líðandi stundar sem og liðnir
tímar. Sigga hafði nefnilega lif-
að tímana tvenna. Hún ólst upp
á Akureyri og sleit þar barns-
skónum. Sigga sagði mér ótal
sögur frá Akureyri, hernáminu,
daglega lífinu og menntaskóla-
árunum, sem voru ein skemmti-
legustu ár hennar. Sigga varði
einnig tíma á Ísafirði sem barn
og unglingur hjá ömmu sinni og
móðursystrum sem voru henni
allar mjög kærar. Lenti Sigga í
ýmsum ævintýrum á sínum
yngri árum og hlógum við mikið
frænkurnar þegar bernskubrek
hennar voru rifjuð upp. Æskuár
Siggu frænku urðu ljóslifandi í
Sigríður Soffía
Jónsdóttir
✝ Sigríður SoffíaJónsdóttir
fæddist á Akureyri
11. september
1921. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir 9. febrúar
2014.
Útför Sigríðar
Soffíu fór fram frá
Dómkirkjunni í
Reykjavík 19. febr-
úar 2014.
sögum hennar og í
gegnum sögurnar
kynntist ég ætt-
ingjum mínum sem
löngu voru fallnir
frá.
Heimilið var
staður Siggu
frænku. Hún lagði
mikinn metnað í að
halda fallegt heim-
ili fyrir mann sinn
og dætur. Hún
sagði mér að vinkonur hennar
hefðu stundum gantast með það
að þegar hún félli frá yrði af-
þurrkunarklúturinn settur með
í kistuna. Sigga var sannur fag-
urkeri. Það var alveg sama
hvert litið var á heimili hennar,
alls staðar voru fallegir hlutir.
Sama gilti um hana sjálfa, hún
var alltaf óaðfinnanleg til fara,
enda fékk hún viðurnefnið
Sigga Queen þegar hún vann í
Leitarstöð Krabbameinsfélags-
ins.
Sigga frænka var örlát og
ætíð tilbúin að aðstoða og ljá
hjálparhönd eða eyra, hvað
sem vantaði. Þegar ég eign-
aðist dóttur mína, Snæfríði
Fanneyju 2003, gerðist Sigga
sjálfskipaður verndari hennar,
og aðstoðaði mig af fremsta
megni. Sigga kallaði hana
Fríðu Fanneyju til aðgreining-
ar frá hinum Fanneyjunum, og
var óskaplega góð við litlu
stúlkuna. Mér er einkar minn-
isstæð ein heimsókn til Siggu.
Fríða Fanney var þá kannski
þriggja mánaða. Ég þurfti að
skreppa eftir „með kaffinu“ og
sagðist Sigga passa barnið á
meðan. Þegar ég kom til baka
og forvitnaðist um hvernig
gengið hefði, sagði Sigga mér
að Fríða Fanney hefði eitthvað
farið að kvaka, en hún hefði nú
bara gert eins og í gamla daga,
dýft snuðinu í sykurkarið og
svo upp í barnið og hún verið
alsæl eftir það. Hún dó ekki
ráðalaus hún Sigga mín.
Sigga frænka var talsmaður
æðri menntunar. Hún átti sjálf
langa skólagöngu að baki, sem
fátítt var fyrir stúlkur á hennar
tíma. Sigga hvatti og studdi
barnabörnin sín í námi. Hún
hvatti mig áfram í námi mínu
og var ein helsta talsmanneskja
þess að ég léti draum minn ræt-
ast og færi til Bandaríkjanna í
framhaldsnám. Hún lofaði mér
líka að kveðja ekki fyrr en ég
hefði útskrifast og hún stóð við
það.
Sigga frænka var mjög stolt
af afkomendum sínum og taldi
þau sitt ríkidæmi.
Elsku Fanney, Solla, Björg
og frændsystkini mín, ég sendi
ykkur mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Björg Jóhannsdóttir.
Amma Sigga var yndislegur
vinur. Hún var ekki alvöru
amma mín, heldur ömmusystir
mín, en ég kallaði hana alltaf
ömmu Siggu. Amma Sigga mun
alltaf eiga mjög sérstakan stað í
hjarta mínu. Þegar ég átti
heima á Íslandi þá heimsóttum
við hana í hverri viku. Hún tók
alltaf vel á móti okkur og sá til
þess að okkur liði sem best.
Hún gaf okkur að borða og var
mjög skemmtileg. Hún átti fullt
af gömlum postulínsdúkkum og
gaf mér þrjár því að hún sá
hvað mér þótti gaman að leika
mér með þær. Fljótlega varð
amma Sigga lasin og þurfti að
fara á elliheimili. Þá fluttum við
til Bandaríkjanna. Alltaf þegar
ég heimsótti Ísland fór ég að
heimsækja ömmu Siggu. Síðan
fór hún að gleyma og hún vissi
ekki hver ég var. En það var
samt gaman að heimsækja
hana, út af því að hún var
gamla, góða amma Sigga.
Snæfríður Fanney
Bjargardóttir.
Með nokkrum orðum vil ég
minnast Siggu móðursystur
minnar. Sigga var yndisleg
kona og var gott að vera í fjöl-
skyldu hennar. Sigga var órjúf-
anlegur hluti af æsku minni.
Hún tók mig í fóstur pínulitla
þegar mamma veiktist af berkl-
um og þurfti að dvelja lang-
dvölum á Vífilsstöðum.
Í minningunni eru margar
skemmtilegar heimsóknir í
Hlunnavog 7, fallega heimilið
hennar Siggu. Hún hafði gaman
af að kaupa fallega hluti og bar
heimili hennar þess merki.
Jólaboðin á jóladag voru fjöl-
menn og glæsileg. Alltaf borið
fram hangikjöt að norðan sem
amma Fanney á Akureyri sendi
suður fyrir jólin. Í eftirrétt var
frómas. Allt borið fram með
glæsibrag enda var Sigga lista-
kokkur og fór létt með að halda
glæsilegar veislur.
Eftir að Sigga varð ekkja
flutti hún á Sléttuveg 17 og átti
þar einnig glæsilegt heimili.
Gaman var að koma þangað í
kaffi og rifja upp gamla tíma og
spjalla. Það var fróðlegt að
hlusta á hana segja frá og
kynnast aðeins hvernig lífið var
á fyrri hluta 20. aldar.
Ég kveð Siggu með söknuði
og geymi í huga mér góðar
minningar um yndislega móð-
ursystur.
Elsku Fanney, Solla og
Bagga og afkomendur. Innileg-
ar samúðarkveðjur.
Fanney Úlfljótsdóttir.
Hannes vinur
minn er fallinn frá
og langar mig að
minnast hans í örfá-
um orðum.
Við Hannes vorum vinnufélag-
ar í á annan áratug hjá Möl og
sandi hf. á Akureyri. Ég kynntist
Hannesi á sjöunda áratugnum
þegar hann og faðir minn heitinn
Hólmsteinn Egilsson unnu sam-
an að byggingu íbúðarhúsa og
iðnaðarhúsa á Akureyri á vegum
fyrirtækis sem hét Dofri hf. og
síðar hjá Strengjasteypunni og
Möl og sandi.
Hannes var síðari árin verk-
stjóri yfir einingaframleiðslu og
uppsetningu íbúðarhúsa, fjós-
bygginga og vélageymslna í
sveitum norðanlands. Hann kom
Hannes Pálmason
✝ Hannes Hún-fjörð Pálmason
fæddist 31. desem-
ber 1929. Hann lést
30. janúar 2014. Út-
för Hannesar fór
fram 7. febrúar
2014.
einnig að stærri
verkefnum svo sem
byggingu skólahúss
á Sólgörðum í Fljót-
um. Í þessum verk-
efnum nýttist vel
þekking hans og
reynsla sem múr-
arameistara. Hann-
es lagði metnað
sinn í öll verk sem
hann vann, hvort
sem þau voru stór
eða smá.
Hann var farsæll í öllum sín-
um störfum á þessum vettvangi.
Það var gott að vinna með
Hannesi, ætíð létt yfir honum og
stutt í gamansemina. Hann var
vinsæll meðal samstarfmanna og
vel liðinn. Verk sín vann hann af
stakri prýði, röggsamur og vildi
láta hlutina ganga hratt fyrir sig.
Þegar mikið var um að vera og
mörg verk voru í gangi þá var
Hannes í essinu sínu.
Með Hannesi er genginn góð-
ur drengur. Ég votta Ágústu og
fjölskyldu samúð mína.
Hólmsteinn Hólmsteinsson.
Elsku Pétur –
mágur og vinur.
Þetta er það bréf
sem ég óttaðist
mest að þurfa að
skrifa til þín og oft hef ég beðið
almættið að allt færi á besta veg,
þú næðir aftur heilsu og kæmir
heim og lífið yrði eins og það var
Pétur Pétursson
✝ Pétur Pét-ursson fæddist
24. desember 1930.
Hann lést 7. janúar
2014. Útför Péturs
fór fram 17. janúar
2014.
og allt yrði gott á
ný.
Þetta eru þær
væntingar sem við
öll vorum með í
huga og fylgdumst
með þinni hetjulegu
baráttu við erfið
veikindi, en örlögin
tóku aðra stefnu
sem enginn fær
ráðið við.
Það er mikið far-
ið og mikið sem breytist þegar
þín nýtur ekki við og það eru
margir sem sakna þín og vilja
þakka fyrir að hafa fengið að
verða samferða þér á lífsleiðinni.
Það eru margar góðar og
skemmtilegar minningar sem
koma fram eftir rúmlega 40 ára
kynni. Þú varst mikið fyrir góð-
an húmor, saklaust grín og
stríðni og þá voru það oftast fjöl-
skyldumeðlimir sem fengu að
njóta þess. Þú gast t.d farið á
kostum í fjölskylduveislum með
þínu flotta innleggi og búið til
fjörugar og skemmtilegar um-
ræður við matarborðið svo allt
varð vitlaust og allir vildu kom-
ast að með æsing og hlátri.
Þessu gast þú komið af stað og
fórst létt með. Þetta voru ynd-
islegar stundir.
Fjallganga var þitt uppá-
haldssport sem þú tókst mjög
alvarlega og náðir þínu mark-
miði og árangri. Oft dáðist ég að
hvað þú fórst létt með að skutl-
ast upp á fjöll og gaman var að
heyra ferðasöguna þegar þú
komst niður og við hittumst
næst. Ég náði að fara með þér á
tvö fjöll, Keili og Esjuna, þetta
voru bara léttar æfingar fyrir
þig en persónulegt afrek fyrir
mig.
Elsku Pétur, þú varst góður
og flottur félagi – blessuð sé
minning þín.
Ég vil senda Jónu, unnustu
þinni, mömmu Hjördísi, systk-
inum þínum og fjölskyldum
þeirra mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Megi Guð varðveita góðan
dreng.
Magnús Ólafsson.
Elsku Mási. Það
er með döpru hjarta sem ég
skrifa þessar fáu línur vegna
þess að ég er að segja bless í
seinasta sinn.
Þegar ég og Gunni, strák-
urinn þinn, urðum vinir fyrir 31
ári tókst þú mér strax opnum
örmum og ég fann mitt annað
heimili hjá þér og Ínu. Þó að ég
sé búin að vera erlendis flest
mín fullorðinsár voru það alltaf
tvö „heima“ sem ég þurfti að
heimsækja þegar ég kom til
landsins og mér fannst eins og
það hefðu liðið vikur frá því að
við töluðumst síðast við frekar
en árið eða árin.
Þessi seinni ár kynntist þú
frönsku fjölskyldunni minni
þegar þau komu til Íslands og
talar tengdamamma ennþá um
Már Rögnvaldsson
✝ Már Rögn-valdsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
ágúst 1942. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 6. febr-
úar 2014.
Útför Más fór
fram 20. febrúar
2014.
þessa dásamlegu
máltíð sem hún
fékk hjá þér, já
máltíðarnar, mál-
tíðirnar voru alltaf
ein af mínum uppá-
halds stundum
þegar ég kom
heim, frábær mat-
ur og enn betra
fólk. Þú tókst á
móti konu minni
eins og þú hefðir
alltaf þekkt hana og auðvitað
eins og ég bjóst við spilltir
börnunum mínum og talar Zoe
ennþá um stóra góða kallinn.
Ég gæti skrifað bók um allar
þær dásamlegu stundir sem ég
fékk með þér, elsku Mási minn,
og því miður er ég ekki með
þér til að kveðja og það eina
sem ég get huggað mig við er
það að ég kom heim í haust til
að sjá þig og gat þá sagt þér
hvað þú varst mikils virði í
mínu lífi og hvað ég var gæfu-
mikill að hafa þig alltaf til taks
ef ég þurfti á að halda.
Þín verður sárt saknað á
mínu heimili.
Ástarkveðjur, hinn strák-
urinn þinn,
Guðsteinn Oddur (Gussi).
✝ Sigurbjörg Jó-hanna Þórðar-
dóttir fæddist 5.
febrúar 1924. Hún
lést 18. febrúar
2014. Útför Sig-
urbjargar fór fram
28. febrúar 2014.
mikilli list. Í byrjun
aðventu voru skorin
út og steikt dýrindis
laufabrauð sem allir
nutu vel yfir hátíð-
irnar.
Mér eru minnis-
stæðar allar góðu og
skemmtilegu stund-
irnar með ömmu og
afa í Dölunum í
Leyni. Á leið okkar
þangað spurði amma
mig út í hvert bæjarnafn og stað-
arheiti og þurfti ég að kunna skil á
því.
Í Leyni var mikið spilað og
sagðar sögur milli þess sem ég
fékk að taka þátt í sauðburði eða
heyskap. Og toppurinn var kvöld-
hressingin, heitt kakó og kex.
Amma kenndi mér margt, bæði
að lesa, skrifa og föndra. Elsku
amma mín, ég þakka þér fyrir allt
það sem þú kenndir mér og fyrir
allar góðu samverustundirnar
okkar. Ég kveð þig með miklum
söknuði og veit að þú ert komin til
afa Gísla.
Hvíl í friði.
Hrafnhildur Ósk
Magnúsdóttir.
Í dag kveð ég
elskulega ömmu
mína. Amma Sigga
eins og hún var alltaf
kölluð var glæsileg, ákveðin og
staðföst. Hún var vel máli farin,
var mjög góður penni og hafði ein-
staklega fallega rithönd. Var virk í
félagsstarfi, og var meðal annars í
Kvenfélagi Kópavogs, Skógrækt-
arfélagi Kópavogs og í Ömmu-
kórnum. Þar spilaði hún og söng
og gáfu Ömmurnar út geisladisk.
Amma var kennari og starfaði í
Kársnesskóla allan sinn starfsferil
þar sem hún kenndi yngstu börn-
unum af mikilli fagmennsku.
Það voru margar gleðistund-
irnar á Þinghólsbrautinni, á
sunnudögum mættu allir sem
gátu til að gæða sér á ljúffengum
pönnukökum, kleinum eða hjóna-
bandssælu sem amma bakaði af
Sigurbjörg
Jóhanna
Þórðardóttir