Morgunblaðið - 04.03.2014, Síða 41

Morgunblaðið - 04.03.2014, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Hinn kunni franski kvikmyndaleik- stjóri Alain Resnais lést á laug- ardag, 91 árs að aldri. Síðasta kvik- mynd hans, Líf Rileys, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín nú í febrúar og hlaut þar Alf- red Bauer-silfurbjörninn. Resnais var ein af stjörnum frönsku ný- bylgjunnar í kvikmyndagerð og leikstýrði hann fjölda athyglis- verðra kvikmynda á sex áratuga ferli. Alls gerði hann um fimmtíu kvikmyndir, bæði leiknar og heim- ildakvikmyndir. Þær þekktustu eru líklega Nuit et brouillard (Nótt og þoka) frá 1955, Hiroshima mon amour, 1959, og L’Année dernière à Marienbad (Síðasta ár í Marien- bad), frá 1961. Þær, öðrum fremur, gerðu hann að einum mikilvægasta leikstjóra Evrópu á sínum tíma. Eins og fleiri franskir leikstjórar af hans kynslóð var Resnais ungur þegar hann kom fram á sjónar- sviðið og hélt hann áfram að gera kvikmyndir af markverðum þrótti allt til dauðadags. Kvikmyndafræð- ingum þykir hann hafa komið með hvað markverðasta framlag sitt til miðilsins á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar, en engu að síður hélt Resnais áfram að kanna möguleika frásagnartækninnar og vann á merkilegan hátt með leikrit og leik- húsverk í kvikmyndaforminu. Til að mynda kvikmyndaði hann nokk- ur verk breska leikskáldsins Alans Ayckbourn og segir kvikmyndarýn- ir The Guardian hann hafa í þeim verkum dregið fram absúrd þætti í lífi smáborgaranna. Resnais vann iðulega með sama fólkinu, til að mynda leikaranum André Dussollier og leikkonunni Sabine Azéma sem hann kvæntist við lok síðustu aldar. Árið 2009 voru Resnais veitt sér- stök heiðursverðlaun á kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrir ævi- starfið. EPA Virtur Alain Resnais var í áratugi í hópi virtustu listamanna Frakka. Leikstjórinn Alain Resnais látinn  Leikstýrði kvikmyndum í sextíu ár „Andlit ástarinnar“ er yfirskrift há- degistónleika Helgu Rósar Indr- iðadóttur sópransöngkonu og Ant- oníu Hevesí píanóleikara í Hafnarborg í dag. Munu þær flytja aríur úr óperum og óperettum eftir Verdi og Strauss á tónleikunum sem hefjast klukkan 12. Helga Rós segist syngja hlutverk ólíkra karaktera úr þessum verkum. „Þær eru að takast á við vonbrigði í ástum á ólíkan hátt. Þetta eru stolt- ar konur,“ segir hún. Helga Rós syngur til að mynda mikla aríu úr Don Carlo eftir Verdi sem hefur fylgt henni lengi. „Hún er mjög mögnuð og persónan er döpur yfir örlögunum en er jafnframt að rifja upp góðu dagana; þetta er margþætt aría. Þá erum við líka með svonefnda „hæga aríu“ úr Il trova- tore, og aríu Rosalinde úr óperett- unni Leðurblökunni eftir Strauss. Þá er gott að hafa Antoníu sér við hlið, með ungverska andann. Hún hefur þessa tónlist í genunum og við skemmtum okkur konunglega við flutninginn. En þetta eru ólík verk.“ Helga Rós stundaði nám við Tónlist- arskólann í Reykjavík og Staatliche Hochschule für Musik und Dar- stellende Kunst í Stuttgart. Hún var lengi fastráðin við Óperuhúsið í Stuttgart og hefur auk þess sungið við fjölmörg önnur óperuhús og starfað með hljómsveitarstjórum víðs vegar um Evrópu. Auk óp- erusöngs hefur Helga Rós komið fram á fjölda ljóða- og kamm- ertónleika, heima og erlendis. Þar á meðal má nefna Tíbrár-tónleika og Sönglög Jórunnar Viðar ásamt Guð- rúnu Dalíu Salómonsdóttur píanó- leikara, en þær gáfu út samnefndan geisladisk árið 2009. Helga Rós stjórnaði Karlakórnum Heimi í Skagafirði um tveggja ára skeið og stjórnar nú Skagfirska kammer- kórnum ásamt því að kenna tónlist við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Hún segir skemmtilegt að koma suður og halda tónleika sem þessa. „Það er í raun nauðsynlegt. Ég kom einnig suður í nóvember og þá flutt- um við verk eftir Verdi og Wagner,“ segir hún og bætir við að það sé erf- itt að helga sig því að vera einungis söngvari hér á landi. „Nú kem ég suður og einbeiti mér alfarið að söngnum í nokkra daga. Svo fer ég aftur heim að stjórna og kenna.“ efi@mbl.is Upplýst um ást og sorgir í aríum kvenna  Helga Rós Indriðadóttir kemur fram á hádegistónleikum Margþættar aríur Antonía Hevesí og Helga Rós Indriðadóttir koma fram í Hafnarborg í dag og flytja aríur nokkurra vonsvikinna kvenna. EGILSHÖLLÁLFABAKKA NONSTOP KL.5:40-8-10:20 NONSTOPVIP KL.5:50-8-10:20 WINTER’STALE KL.5:30-8-10:30 GAMLINGINN KL.8 I,FRANKENSTEIN KL.10:30 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.8 WOLFOFWALLSTREET KL.5:30 AMERICANHUSTLE KL.9-10:10 KRINGLUNNI NONSTOP KL.10:40 GAMLINGINN KL.5:30-8-9-10:30 12YEARSASLAVE KL. 5:20 -8 AMERICANHUSTLE KL. 6 NONSTOP KL.5:40-8-10:20 GAMLINGINN KL.5:35-8-10:25 I,FRANKENSTEIN KL.10:30 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.5:50 OUTOFTHEFURNACE KL.10:20 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8 WINTER’STALE KL.8 NÚMERUÐ SÆTI ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG NONSTOP KL.8-10:20 WINTER’STALE KL.10 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 KEFLAVÍK AKUREYRI NONSTOP KL.8-10:30 WINTER’STALE KL.10:20 GAMLINGINN KL.8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50 “HLÓGUMVANDRÆÐALEGA MIKIÐ...“ GDÓ - MBL  AFTENBLADET  SÝNDMEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI Í 2D OG 3D EXPRESSEN  SVERIGES RADIO  SVENSKA DAGBLADED  HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK COLIN FARRELL - RUSSELL CROWE JESSICA BROWN FINDLAY ÞAÐERENGINNHARÐARIENLIAMNEESON ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI L OÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ 12 12 12 12 L ÍSL TAL Besti leikari í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE MONUMENTS MEN Sýnd kl. 8 - 10:25 RIDE ALONG Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:10 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8 THE LEGO MOVIE 2D Sýnd kl. 5:50 ROBOCOP Sýnd kl. 10:25 „Óvæntasta mynd sem ég hef séð lengi í bíó“ T.V. - Séð og Heyrt/ BíóvefurinnG.D.Ó. - MBL TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.