Morgunblaðið - 06.03.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.03.2014, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 6. M A R S 2 0 1 4 Stofnað 1913  55. tölublað  102. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG TÓNLISTINNI BER AÐ DEILA MEÐ ÖÐRUM BANKARÁN BÍTA Á BITCOIN TIL DÝRÐAR TJÁNINGAR- FRELSI KVENNA VIÐSKIPTABLAÐ KVENNASÓLÓ 10MIDORI Í HÖRPU 34 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra segist treysta því að áform um byggingu allt að 850 íbúða á Valssvæðinu í Vatnsmýrinni falli vel að samkomulagi ríkis og borgar um flugvallarsvæðið. Til stendur að hefja framkvæmdir á svæðinu síðar í ár, en forsenda framkvæmdanna er að norðaustur-suðvesturbraut sé af- lögð og henni fundinn annar staður. Valsmenn hyggjast greiða niður Það sé enda stefnt að því að taka slíka öryggisbraut í notkun í Kefla- vík fyrir lok þessa árs. Innanrík- isráðuneytið hafi óskað eftir því við Isavia fyrir áramót að hafin yrði vinna vegna öryggisúttektar fyrir slíka braut í Keflavík. „Áður lá fyrir bráðabirgðaniðurstaða sem bendir til aukins öryggis með slíkri breyt- ingu. Mestu skiptir að samið hefur verið við borgina um veru beggja aðalbrautanna í Vatnsmýri til 2022.“ MMun gjörbreyta fjárhag »12 þriggja milljarða skuldir og fjár- magna knatthús fyrir ágóðann. Brynjar Harðarson, frkv.stjóri Valsmanna hf., segir tafir myndu kalla á bætur. „Ef svo færi að áform- in yrðu stöðvuð, sem ég hef enga trú á, hlýtur sú spurning að vakna hver eigi að borga áfallinn kostnað.“ Hanna Birna minnir á að sam- komulag um að áðurnefnd braut víki, óháð staðsetningu flugvallarins, hafi verið í gildi milli ríkis og borgar síðan 1999. Í samræmi við það sé nú í gangi öryggisúttekt af hálfu Isavia. Ný varabraut yrði öruggari  Ný öryggisflugbraut í Keflavík fyrir árslok  Ný byggð tryggir Val milljarða Morgunblaðið/ÞÖK Í undirbúningi Norðaustur- suðvesturbrautinni verður lokað.  Umboðsmaður Alþingis hefur ósk- að eftir upplýs- ingum frá innan- ríkisráðuneytinu um hæfi formanns og varaformanns úrskurðar- nefndar Póst- og fjarskiptastofn- unar til að geta athugað hvort skil- yrðum um hæfi hafi verið fullnægt frá árinu 2012, að því er fram kem- ur í bréfi til ráðuneytisins er sent var um miðjan febrúar. Þar segir að lögum samkvæmt skuli formaður og varaformaður úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála fullnægja skilyrðum hæstaréttardómara. »Viðskipti Óskar eftir upplýs- ingum um hæfi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samningaviðræðum strandríkja um stjórnun veiða úr makrílstofninum í ár lauk í Edinborg í gærkvöldi án þess að samkomulag næðist. Var þetta úrslitatilraun til að ná sam- komulagi og verða ekki frekari við- ræður. Íslensk stjórnvöld hefja nú undirbúning að ákvörðun um kvóta eigin skipa eins og búist er við að aðr- ar þjóðir geri. Átakalínurnar voru einkum á milli Íslendinga og Norðmanna í síðustu fundalotum. „Það strandaði bæði á hlutdeild einstakra ríkja og heildar- afla. Norðmenn gátu ekki fallist á þá hlutdeild sem við sættum okkur við og við gátum ekki sætt okkur við þann mikla heildarafla sem Norð- menn lögðu til,“ sagði Sigurgeir Þor- geirsson, formaður samninganefnd- ar Íslands eftir að upp úr slitnaði. Norðmenn vildu aukningu Alþjóða hafrannsóknaráðið lagði til að heildaraflinn færi ekki yfir 890 þúsund tonn sem er nálægt heildar- afla allra ríkjanna á síðasta ári en mikil aukning frá ráðleggingum ráðsins þá. Norðmenn hafa viljað auka heildaraflann mun meira, eða upp í allt að 1300 þúsund tonn. Aukning á heildarkvóta var talin geta skapað betri grundvöll til samn- inga en verið hefur frá því strandrík- in hófu samningaviðræður með aðild Íslendinga og Færeyinga. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við höfum glutr- að niður betra tækifæri en við fáum nokkurn tímann til þess að semja um þennan stofn,“ sagði Kolbeinn Árna- son, framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Fram hefur komið að Evrópusam- bandið var tilbúið að semja við Ís- lendinga um 11,9% hlutdeild og Fær- eyinga um heldur hærri hlutdeild. Norðmenn hafa ekki fallist á þau sjónarmið. Sigurgeir segir að íslensk stjórnvöld muni nú gefa einhliða út makrílkvóta fyrir íslensk skip. Hann segir of snemmt að segja til um hver hann verður. Sigurður Ingi Jóhanns- son sjávarútvegsráðherra segir að strandríkin verði hvött til að sýna ábyrgð þegar kemur að ákvörðun um kvóta makríls í ár. Íslensk stjórnvöld muni sjálf gera það. Kolbeinn Árna- son óttast að veitt verði langt um- fram ráðlagðan heildarafla, millj- ón eða ein og hálf milljón tonna. „Við óttumst um afkomu stofnsins til framtíðar ef veiðar verða stjórnlausar. Það verður að líta á þessar veiðar eins og aðra stjórnun náttúruauðlinda, þær verða að vera sjálfbærar. Núna ríður á að ríkin hagi sér á ábyrgan hátt, hvert fyrir sig,“ segir Kolbeinn. Íslendingar hafa verið við samn- ingaborð strandríkja makrílsins frá árinu 2010. Mikil áhersla hefur verið lögð á samninga í vetur, og hafa ver- ið sjö samningalotur frá því í sept- ember. Áfram stuðlað að lausn Sigurgeir Þorgeirsson segir að ekki verði frekari viðræður um stjórnun makrílveiða í ár. Næst verði reynt að semja um stjórnun veiða á árinu 2015. „Við munum áfram leitast við að stuðla að lausn sem byggist á vísindalegum grunni, sjálfbærri nýtingu og sanngjörnum hlut allra strandríkjanna,“ segir ráð- herra. Veiðar án samnings  Viðræðum strandríkja um stjórnun makrílveiða í ár er lokið án samkomulags  Íslendingar og aðrar þjóðir undirbúa að gefa einhliða út kvóta til eigin skipa Ljósmynd/Börkur Kjartansson Loðnan er á hraðri leið suður með Vestfjörðum. „Hún er fín í frystingu en ekki víst að hún dugi í hrogna- töku,“ sagði Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU, í gærkvöldi. Skipið var þá að dæla úr 400 tonna kasti og taldi Grétar að það dygði til að fylla skipið. Skipin lóðuðu á stórar torfur í fyrradag og voru flest fljót að ná sér í nægan afla til að halda af stað til hafnar. Myndin var tekin um borð í Lundey NS, Jóna Eðvalds SF siglir hjá. Flest voru skipin í gærkvöldi á leið til löndunar, en í sumar bíða veiðar á síld og makríl. Loðnan er á hraðferð suður með Vestfjörðum Sigurður Ingi Jóhannsson Kolbeinn Árnason Sigurgeir Þorgeirsson Hörður Ægisson hordur@mbl.is Nokkur áhugi er á því af hálfu er- lendra fjárfesta að koma mögulega að kaupum á 87% hlut erlendra kröfu- hafa í Arion banka. Könnunarvið- ræður undanfarna mánuði við ýmsa erlenda aðila, sem hafa verið leiddar af bandaríska fjárfestingabankanum Morgan Stanley, ráðgjafa Kaup- þings, hafa leitt þetta í ljós. Er hlutur kröfuhafa í Arion banka metinn á um 116 milljarða króna. Við hugsanlega sölu á Arion banka þyrfti að óska eftir undanþágu frá Seðlabankanum um skilaskyldu gjaldeyris. Að öðrum kosti myndu kröfuhafar ekki fá kaupverðið greitt til sín í gjaldeyri. Jóhannes Rúnar Jó- hannsson, formaður slitastjórnar Kaupþings, segir að það sé því alveg ljóst að „það yrði mjög erfitt, ef ekki útilokað, að selja bankann fyrir er- lendan gjaldeyri“ nema með aðkomu stjórnvalda. »Viðskipti Hafa áhuga á að kaupa Arion banka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.