Morgunblaðið - 06.03.2014, Page 2

Morgunblaðið - 06.03.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Endurskoða þyrfti lyfjagagnagrunn Embættis landlæknis frá upphafi og gæðaprófa hann, að sögn Mímis Arn- órssonar deildarstjóra upplýsinga- deildar Lyfjastofnunar. „Ég veit ekki til þess að það hafi verið gert. Lyfja- gagnagrunnurinn er gerður fyrir meira en tíu árum og síðan hefur ansi margt gerst bæði tæknilega séð og svo hefur orðið gríðarleg breyting á söfnun gagna í hann,“ segir Mímir og bætir við að sérstaklega verði að gera grein fyrir því hvaða áhrif breyting á greiðsluþátttökufyrirkomulaginu hafi haft. „Þegar greiðsluþátttökukerfi lyfja var breytt í maí á síðasta ári var aug- ljóst að það myndi koma skekkja í kostnaðartölurnar í grunninum, því það er rofin tengingin á milli kostn- aðar og lyfs. Kostnaðurinn er núna bundinn kennitölu en ekki lyfi. Það er augljóst að þær tölur eru rangar frá og með þeim degi sem nýja greiðslu- þátttökukerfið tók gildi.“ Lyfjastofnun kemur ekki að vinnu við gagnagrunninn en hefur aðgang að honum. „Við erum með okkar eigin gagnagrunn sem byggist á sölu- skýrslum frá heildsölum en gagna- grunnur landlæknis byggist á af- greiddum lyfseðlum.“ Mímir segir þá tvo gagnagrunna stöku sinnum borna saman en tölurn- ar séu ekki sambærilegar. „Það er gert til að fá grófa hugmynd um hvort þetta stemmir, við sjáum hvað apó- tekin kaupa af lyfjum og í lyfjagagna- grunninum má sjá það sem fer út í gegnum lyfseðla. Við gerum þó ekki samanburð með reglubundnum hætti, ekki nema við höfum grun um að það sé eitthvað sem beri ekki sam- an,“ segir Mímir. Lyfjastofnun hafa borist ábending- ar um villur í lyfjagagnagrunni land- læknis, m.a. fékk stofnunin ábend- ingu um að dagskammtar væru ranglega skráðir inn í grunninn sem leiddi til þess að farið var í þá vinnu fyrir um 2 árum síðan að leiðrétta hann. Tryggt að gögnin séu rétt Í viðtali við Ingunni Björnsdóttur lyfjafræðing sem birtist í Morgun- blaðinu síðasta laugardag kom fram að ekki væri hægt að útiloka að upp- lýsingar sem eru gefnar um lyfja- notkun Íslendinga væru rangar vegna áreiðanleikabresta í lyfja- gagnagrunni Embættis landlæknis. Embættið sendi frá sér fréttatil- kynningu í gær vegna málsins og þar kemur m.a. fram að grunnurinn sé í stöðugri notkun sem feli í sér að sífellt sé unnið að því að bæta hann og tryggja að gögnin í honum séu rétt. Komi villur í ljós sé strax brugðist við og þær leiðréttar. Stærri innsláttar- villur hafa t.d. fundist í tölfræði- keyrslum. Þá séu dæmi um að lyfseðl- ar séu falsaðir eða að fólk villi á sér heimildir til að verða sér úti um lyf. Þá segir að það hafi komið í ljós með aukinni nýtingu á grunninum vegna vöktunar og eftirlits með lyfja- ávísunum að ýmsar stoðskrár þurftu á uppfærslu að halda og að því verk- efni hafi komið sérfræðingar ýmissa stofnana, m.a Lyfjastofnunar. Mímir segir það ekki rétt. „Við komum ekk- ert að því. Við erum notendur að grunninum og höfum bara skoðunar- rétt.“ Segir rangar tölur í grunninum  Breyting á greiðsluþátttökukerfi lyfja skekkir lyfjagagnagrunn Embættis land- læknis, að sögn Lyfjastofnunar  Embættið segir sífellt unnið að endurbótum Maðurinn sem handtekinn var í Hraunbæ í fyrradag er tæpra þrjátíu ára. Líf hans hefur síður en svo verið dans á rósum því hann glímir við verulega greindarskerðingu, hefur margar greiningar og stríðir við eit- urlyfjafíkn. Þá hefur hann einnig framheilaskaða sem hann hlaut eftir að móðir hans fékk högg þegar hún gekk með hann, högg sem gerði það að verkum að fæðing fór af stað. Systir hans segir hann og fjöl- skyldu hans koma að lokuðum dyrum í kerfinu sem hafi brugðist verulega. Hefur alltaf verið á gráu svæði Líkt og mbl.is greindi frá í fyrra- dag og í gær var maður handtekinn í Hraunbæ í gær þar sem hann ók án ökuleyfis og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. „Bróðir minn hefur verið veikur lengi. Hann hefur alltaf verið á þessu gráa svæði og passar hvergi inn. Við höfum verið í basli með þetta alla tíð og höfum átt í miklum erfiðleikum í samskiptum við lögreglu, fangelsi og hinar ýmsu stofnanir samfélagsins,“ segir systir mannsins. „Mamma á alltaf að taka við honum, þar sem lög- reglan og kerfið hafa ekki úrræði. Kerfin vinna ekki saman og okkur er vísað hingað og þangað. Við erum hætt að hringja á lögregluna, það þýðir ekkert.“ Bróðir konunnar hefur verið í neyslu frá unga aldri. Til að byrja með var hann vistaður á Stuðlum og á Háholti, meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu. Maðurinn glímir við verulega greindarskerðingu, er með ADHD, vott af Tourette, þrá- hyggjuhegðun og fleiri raskanir. Hann hefur aftur á móti ekki verið greindur með geðsjúkdóm og því fell- ur hann milli kerfa, að sögn systur hans. Maðurinn dvelur nú í fangelsi, en þangað var farið með hann eftir handtökuna í gær. Hann var á skilorði vegna fíkniefnabrota og á eftir að af- plána fimm mánuði. Systir mannsins segir hann þó síð- ur en svo eiga heima í fangelsi, það sé ekki rétta lausnin. Hún vildi með viðtalinu vekja at- hygli á úrræðaleysinu sem hefur mætt bróður hennar í kerfinu og því að móðir þeirra virðist alltaf eiga að taka við honum, þrátt fyrir að hann sé tæplega þrítugur og hún ráði ekki alltaf við son sinn. „Mamma á alltaf að taka við honum“  Segir bróður sinn og fjölskyldu þeirra koma að lokuðum dyrum í kerfinu  Á ekki heima í fangelsi  Glímir við verulega greindarskerðingu og eiturlyfjafíkn  Vill vekja athygli á úrræðaleysinu Þessi fótfráa kona lét ekki snjókomu aftra sér frá því að hlaupa um Víðidalinn í Reykjavík í gær. Spáð er snjókomu með köflum eða éljum víða á landinu í dag og útlit er fyrir él sunnan- og vestanlands á morgun. Síðan gengur í hvassa austan- og norðaustanátt með snjókomu á laugardaginn kemur og horfur eru á slyddu eða snjókomu víða á landinu á sunnudag, ef marka má spá veðurstofunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sprett úr spori í snæhvítum Víðidalnum Horfur á snjókomu og éljum víða á landinu næstu daga Fjarðalax á Vestfjörðum hefur fengið BAP-vottun á framleiðsluaðferðir við laxeldi og umgengni um náttúruna. Er það fyrsta laxeldisfyrirtækið í Evrópu sem fær þessa vottun. „Við fullnægjum miklum umhverf- iskröfum frá mikilvægasta við- skiptavini okkar, Whole Foods í Bandaríkjunum. Með því fullnægjum við kröfum ýmissa staðla og sækjum um aðrar vottanir eftir því sem mark- aðurinn kallar eftir. Það kom okkur skemmtilega á óvart að við skyldum verða fyrsta laxeldisfyrirtækið í Evr- ópu til að fá þessa vottun,“ segir Höskuldur Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Fjarðalax. Stefnt á lífrænan lax Hann segir að vottun BAP (Best Aquaculture Practices) og aðrar séu lykilatriði til að fá besta verð fyrir af- urðirnar. Fjarðalax er byrjaður að selja lax til Japans og auka útflutning til Evrópu. Fjarðalax er með kynslóðaskipt eldi. Laxinn er alinn í tvö ár í hverjum firði og hvíldur þriðja árið. Það er gert til að draga úr hættu á sjúkdóm- um og mengun. Það segir Höskuldur að sé grundvöllur gæða- og umhverf- isvottunar á afurðum fyrirtækisins. Næsta skrefið er að framleiða líf- rænan lax. Höskuldur segir stefnt að því að fá lífræna vottun fyrir hluta framleiðslunnar í framtíðinni. Það taki hans vegar tíma því talsverðan undirbúning þurfi til að breyta laxa- fóðrinu. helgi@mbl.is Laxeldið fær gæða- vottun  Fyrsta eldisstöðin í Evrópu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gæði Gæða- og umhverfisvottanir tryggja Fjarðalaxi hærra verð. „Ef við hefðum fengið aðstoð í vikunni, þegar mamma bað ítrekað um hjálp, hefði ef til vill ekki þurft að koma til handtök- unnar,“ segir systir mannsins. Dagana fyrir handtökuna hélt maðurinn móður sinni í gísl- ingu, gekk ítrekað í skrokk á henni og hótaði henni meðal annars með sprautum. Í fyrra- dag tók hann síðan bíllykla hennar, rauk út og var því næst handtekinn í Hraunbænum af sjö lögreglumönnum. Bað um hjálp HÉLT HENNI Í GÍSLINGU Skannaðu kóðann til að lesa viðtalið í heild á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.