Morgunblaðið - 06.03.2014, Síða 6

Morgunblaðið - 06.03.2014, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Drífa Viðarsdóttir drifavidars@gmail.com Það var spennuþrungið andrúms- loftið í Hörpu í gær þegar þraut- reyndir skákmenn og aðrir minna reyndir sátu og tefldu við andstæð- inga sína. Mátti heyra saumnál detta og skein einbeitingin úr and- liti keppenda á öllum aldri. Áhorf- endur tipluðu á tánum í kringum taflborðin og spáðu í leikina. Hér er ekkert kynslóðabil og mátti sjá barnunga skákmenn tefla við mun eldri andstæðinga og ekkert var gefið eftir. Til gamans má geta að elsti kepp- andinn fæddist árið 1933 og sá yngsti árið 2005. Aldursmunurinn er því 72 ár. Stórmeistari mætti undrabarni Tefldar voru tvær umferðir í gær og í fyrri umferðinni mætti nýjasti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, bandaríska undrabarninu Awonder Liang. Sá er aðeins tíu ára gamall og mun vera yngsti skákmaðurinn sem hef- ur lagt stórmeistara að velli en það afrekaði hann níu ára. Hann er einnig sá yngsti í sögunni sem hefur unnið alþjóðlegan meistara í langri kappskák. Hjörvar Steinn lét þó ekki snúa á sig, enda á heimavelli, og vann Liang örugglega. Til að auka enn á spennuna í skáksalnum í Hörpu fór bruna- varnakerfi hússins í gang í gær- morgun og þurftu skákmennirnir að yfirgefa húsið og bíða fyrir utan í hálftíma áður en taflmennskan gat haldið áfram. Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambandsins, sagði að keppend- urnir hefðu tekið þessari truflun með jafnaðargeði en fyrir vikið seinkaði þriðju umferðinni í gær um hálftíma. Um 270 skákmenn frá 45 löndum taka þátt í mótinu í ár sem er met- þáttaka, en í fyrra voru keppendur 227 talsins. Í Hörpu sitja nú að tafli 27 stórmeistarar og 30 alþjóðlegir meistarar. Yfir helmingur kepp- enda kemur að utan og eru Norð- menn, Þjóðverjar og Bandaríkja- menn fjölmennastir. Stigahæstur keppenda er þýski stórmeistarinn Arkadij Naiditsch með 2.706 skák- stig. Næststigahæstur er kínverski landsliðsmaðurinn Chao Li með 2.700 skákstig. Taflmenn hreyfðir í tónlistarhúsinu  Metþátttaka í Reykjavíkurskákmótinu sem nú stendur yfir í Hörpu  Barnungir skákmenn tefla við mun eldri andstæðinga  Aldursmunurinn er 72 ár á elsta og yngsta þátttakandanum Í þungum þönkum Bandaríska skákkonan Tatev Abrahamyan og Vignir Vatnar Stefánsson íhuga næstu leiki. Morgunblaðið/Ómar Ársfundur 2014 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda 2014 verður haldinn föstudaginn 21. mars 2014 í Kötlu, á 2. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, og hefst kl. 16:00. Dagskrá ársfundarins verður eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings 2013. 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt. 4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins. 5. Breytingar samþykkta sjóðsins. 6. Önnur mál. Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn. Lífeyrissjóður bænda Bændahöllinni við Hagatorg - 107 Reykjavík Sími 563 0300 - lsb@lsb.is - www.lsb.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tæplega 21.600 manns bjuggu á Suðurnesjum um áramótin og höfðu íbúarnir þá aldrei verið jafn margir við áramót, samkvæmt Hagstofunni. Íbúar Reykjanesbæjar voru 14.527 og hafa aldrei verið fleiri. Íbúar Grindavíkur voru 2.888 og var það líka met. Um áramótin bjuggju 1.609 í Sandgerði og er það nokkuð undir metfjölda íbúa hinn 1. janúar 2009, þegar 1.754 bjuggu í bænum. Þá bjuggu 1.409 manns í Garði um áramótin en þeir voru flestir 1.550 hinn 1. janúar 2009. Loks bjuggu 1.127 í Vogum um áramótin en þar bjuggu flestir hinn 1. janúar 2008, þegar íbúarnir voru 1.231. Eignirnar fóru á uppboð Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir það eiga þátt í fækkun íbúa að Suðurnes hafi orðið fyrir tvö- földu höggi, eftir brotthvarf varnar- liðsins árið 2006 og vegna efnahags- hrunsins haustið 2008. Eftir síðarnefnda höggið hafi margir lent í greiðsluerfiðleikum vegna íbúðakaupa. Verulegt hlutfall þeirra einstaklinga hafi horft á eftir eignum sínum fara á uppboð. Að hans mati hefði það verulega þýðingu fyrir sveitarfélagið ef fram- kvæmdir færu á skrið í Helguvík, þannig að vel launuðum störfum fjölgaði. Við það mundi fasteigna- markaðurinn glæðast. Húsnæði í bænum er ódýrt og er dæmi um að fermetraverð einbýlis sé innan við 116 þúsund krónur, skv. fasteignavef mbl.is. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis, nefnir eins og Magnús hið tvöfalda högg á síðasta áratug. Íbúum sé nú aftur tekið að fjölga í Sandgerði vegna uppgangs í atvinnu- lífi. Þar sé fyrst og fremst um að ræða uppgang í fiskvinnslu, t.d. hjá Flat- fiski og AG Seafood, og sköpun nýrra starfa á Keflavíkurflugvelli. „Ég lít björtum augum á framtíðina. Það eru mikil tækifæri hérna,“ segir Sigrún. Íbúar Suðurnesja hafa aldrei verið jafnmargir  Íbúaþróun síðustu ára er hins vegar ólík milli sveitarfélaga Íbúaþróun á Suðurnesjum Mannfjöldi 1. janúar. Heimild: Hagstofa Íslands 2000 2000 2000 2000 20002000 2014 2014 2014 2014 20142014 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 16.106 21.560 Grindavíkurbær Reykjanesbær Sandgerði Svf. Garður Svf. Vogar 14.527 2.888 1.609 1.409 1.127 10.624 2.242 1.325 1.183 732 Morgunblaðið/RAX Hugað að netum í útgerðarbæ Íbúafjöldi Grindavíkur nálgast 3.000 manns. Þeir hafa aldrei verið jafnmargir. Gamla brýnið Walther Browne teflir vel á Reykjavíkurskák- mótinu. Hann er meðal þrettán þátttakenda sem hafa fullt hús eftir þrjár umferðir. Ungverska ungstirnið Richard Rapport er einnig í þeim hópi. Óvænt úrslit urðu á mótinu í gærkvöldi. Egypski alþjóðlegi meistarinn Mohamed Ezat vann stigahæsta keppanda mótsins, þýska stórmeistarann Arkadij Naiditsch. Gamla brýnið í efsta hópi ÓVÆNT ÚRSLIT Samfestingurinn, árleg hátíð Sam- taka félagsmiðstöðva, Samfés, verður haldinn í Laugardalshöll- inni núna um helgina. Hátíðin hefur verið haldin í um tuttugu ár og er ball á föstudeginum og söngkeppni á laugardeginum. Gunnar E. Sigurbjörnsson, for- maður stjórnar Samfés, segir að þetta sé stærsti viðburður félags- miðstöðva á landinu og megi eiga von á 4.500-4.600 unglingum á við- burðinn eða um þriðjungi allra ung- linga í 8., 9. og 10. bekk grunn- skóla. Líkt og síðustu ár gilda ákveðnar reglur um klæðaburð á hátíðinni. Gunnar segir að reglurnar hafi gef- ið góða raun en tekin sé umræða á hverju ári í góðu samráði við ung- lingana um hvort halda eigi áfram með reglurnar. Í söngkeppninni verða flutt atriði frá öllum félagsmiðstöðvum lands- ins og Gunnar segir að þar stigi sín fyrstu skref sumar af stórstjörnum framtíðarinnar. sgs@mbl.is Fyrstu skrefin í Samfestingnum Morgunblaðið/Styrmir Kári Mikil skemmtun Kátt var í Laug- ardalshöll á Samfestingnum 2013.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.