Morgunblaðið - 06.03.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.03.2014, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Verkin verða sýnd í tilefni afalþjóðlegum baráttudegikvenna sem er áttundimars. Þetta verður því táknrænn viðburður á vissan hátt og við viljum með þessu undirstrika að allir eigi rétt á því að tjá sig. Við vilj- um að þeir sem hafa þá möguleika nýti þá og sýni. Í dansinum verður líkaminn og tjáningin eitt,“ segir El- ín Gunnlaugsdóttir tónskáld en hún er ein af þeim fjölmörgu konum sem koma að Kvennasólói, dansleiðangri sem frumfluttur verður í Norræna húsinu næstkomandi sunnudag. „Fjórar konur vinna í hverjum hópi, tónskáld, hljóðfæraleikari, danshöf- undur og dansari. Þetta er mjög áhugavert stefnumót, að tengja okk- ur allar þessar konur saman, því við erum ólíkar og komum úr ólíkum geirum. Við vissum sumar ekkert hver af annarri áður en við hittumst til að vinna að þessu verki. Þarna mætast líka kynslóðir því við erum á ólíkum aldri, dansararnir eru af yngri kynlslóðinni en sum tón- skáldin eldri, sem er líka svo skemmtilegt.“ Mikil upplifun Elín segist hafa fengið hug- myndina að þessu verkefni fyrir nokkru og bað þá Láru Stefáns- dóttur að hjálpa sér að finna dans- höfunda. „Hún benti mér á Svein- björgu Þórhallsdóttur sem er yfir dansbraut Listaháskólans og allir dansararnir sem dansa í Kvenna- sólóinu koma þaðan, en danshöfund- arnir eru sjálfstætt starfandi. Eydís Franzdóttir óbóleikari er með okkur í þessu, en við þrjár höfum unnið mest í þessum undirbúningi. Við gerum þetta í samvinnu við 15.15- Til dýrðar tjáningar- frelsi kvenna Tuttugu konur sameina krafta sína í Kvennasólói á sunnudaginn, tónskáld, hljóðfæraleikarar, danshöfundar og dansarar. Þetta verður dansleiðangur frá konu til konu þar sem gestir verða leiddir úr eini rými í annað. Morgunblaðið/Eggert Samvinna Elín (t.v.) ásamt danshöfundinum Sögu Sigurðardóttur. Morgunblaðið/Eggert Kvennakraftur Hluti þeirra kvenna sem koma að Kvennasólóinu, í snjó- komunni í gær fyrir utan Norræna húsið þar sem verkin verða sýnd. Nú um helgina verða Iceland Winter Games í Hlíðarfjalli á Akureyri. Um er að ræða alþjóðlegt „free ski“- og brettamót. Keppendur eru bæði er- lendir og íslenskir. Í keppninni á laugardaginn verður keppt í „free skiing slopestyle“. Einnig verður keppt á brettum sama dag í sömu braut. Dagana fyrir mótin verða kappar við æfingar í brautinni. Á föstudag verður keppni í samhliðas- vigi sem Skíðafélag Akureyrar sér um og er opin öllum. Skráning fer fram á heimasíðu þeirra, www.skidi- .is. Vefsíðan www.skidi.is Morgunblaðið/Þorkell Gaman í snjónum Það er skemmtilegt að svífa og gera kúnstir á bretti. Brettamót og fjör fyrir norðan Margir eiga góðar minningar frá þeim tíma þegar öskupokar voru stór hluti af öskudeginum. Í tilefni öskudagsins sem var í gær var opnuð örsýning á Torgi Þjóðminjasafnsins þar sem úrval öskupoka verður sýnt í eina viku. Í tilkynningu frá Þjóðminjasafninu segir að það sé séríslenskur siður að hengja öskupoka á fólk og þekkist ekki annars staðar. Siðurinn varð vin- sæll fyrir um 150 árum en síðustu árin hefur hann óðum verið að hverfa, kannski vegna þess að erfitt hefur reynst að fá títuprjóna sem hægt er að beygja? Takmarkið var ein- mitt að ná að hengja pokann á fólk án þess að það yrði þess vart. Öskupokarnir héngu í bandi og á enda þess var fest- ur boginn títuprjónn sem notaður var sem krækja, einföld og afar hentug leið til að framkvæma verknaðinn án þess að eftir væri tekið. Lengi vel áttu stelpur að setja ösku í sína öskupoka, hengja þá á stráka og helst láta þá bera þá yfir þrjá þröskulda áð- ur en þeir yrðu varir við öskupokana. Á sama hátt áttu strák- ar að setja smásteina í sína öskupoka og hengja þá á stelpur. Siðurinn þróaðist síðan yf- ir í að kyn þess er öskupok- inn var hengdur á skipti ekki máli, heldur var aðalatriðið að hún eða hann bæri pokann í sem lengstan tíma án þess að taka eftir honum. Fyrir um hundrað árum varð algengt að stúlkur saumuðu öskupoka úr fínum efnum, svo sem silki, og skreyttu þá með út- saumi eða málningu. Slíka poka þótti Öskupokasýning í Þjóðminjasafninu Áður var aska í öskupokunum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. HJARTASTUÐTÆKI Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Fastus ehf. • Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is F A S TU S _H _1 0. 02 .1 4 Powerheart er alsjálfvirkt hjartastuðtæki sem gefur leiðbeinandi fyrirmæli á íslensku til notandans ásamt því að birta leiðbeinandi texta á skjá. Fjögurra ára ábyrgð á rafhlöðu. Veggfesting fylgir með. Verð kr. 229.000,- m.vsk. • Nauðsynlegt tæki þegar sekúndur skipta máli • Alsjálfvirkt hjartastuðtæki með fyrirmæli á íslensku Þau leiðu mistök urðu í viðtali sem var hér á síðunum sl. þriðjudag að sagt var að félagsskapur sá sem við- mælandinn var formaður hjá, héti Kajakklúbbur Reykjavíkur, en hið rétta er að félagið heitir Kayakklúbb- urinn og nafnið því ekkert tengt Reykjavík, enda eru meðlimir félags- ins af öllu landinu. Beðist er velvirðingar á þessu og minnt á að slóð heimasíðu klúbbsins er www.kayakklubburinn.is. Leiðrétting Kayakklúbburinn er fyrir alla Í hádeginu í dag verður að venju hrært í súpupottunum á aðalsafni Borgarbókasafns í Tryggvagötu og boðið upp á ljóðablandaðar súpur. Boðið verður upp á 15 skálda blöndu úr austri, hið elsta er fætt 1827 en það yngsta 1973. Í ljóðablöndunni má finna sterkt bragð af náttúru, heima- högum, ástinni og manneskjunni. Kryddlegin hjörtu bjóða upp á tvennskonar súpu, heimabakað brauð og kaffi á eftir fyrir sanngjarnt verð. Allir eru velkomnir. Endilega … … njótið ljóða og súpu í dag Morgunblaðið/Kristinn Ljóðasúpur Gott að njóta í hádegi. Útsaumur Stúlkur kræktu í pilta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.