Morgunblaðið - 06.03.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 06.03.2014, Síða 11
Ljósmynd/Hulda Sif Dans Díana Rut Kristinsdóttir sýnir hér tilþrif þar sem hún æfir sólódansverk eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur sem dansað er við píanóverkið Scape eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Píanóleikari í verkinu er Tinna Þorsteinsdóttir. tónleikasyrpuna og ég get lofað að þetta verður heilmikil upplifun. Sýn- ingin hefst í salnum og þar fer leið- angurinn af stað, en svo leiðir dans- arinn gestina yfir á bókasafnið þar sem næsta verk verður flutt. Að því loknu færa gestir sig niður í kjallara, þar sem eru tvö rými og tvö verk verða flutt. Að lokum er endað á upphafspunktinum í Salnum, þar sem síðasta verkið verður flutt. Þetta er hringur.“ Að fá að tjá sig Elín segir að flest tónverkin séu samin fyrir þá hljóðfæraleikara sem spila þau, þannig að þetta er frá konu til konu. „Þetta er fyrir vikið frekar persónulegt. Ég samdi til dæmis verkið mitt, Tvö tré, sem verður flutt á Kvennasólóinu, upphaflega fyrir Pamelu Sensi, þá fyrir bassaflautu en núna ákváðum við að nota kontrabassaf- lautu, sem er risastórt hljóðfæri og lítur svo- lítið út eins og líkami og tónar vel við dansandi manneskju,“ segir Elín og bætir við að kontra- bassaflautan sé eina hljóðfæri sinnar tegundar hér á landi og að Pamela hafi flutti það til landsins fyrir ári. Elín segir að fyrir sér sé dans birtingarmynd þess að fá að tjá sig. „Dans var lengi illa liðinn í kristni og kirkjur voru sagðar sökkva í jörð ef fólk dansaði á helgidögum. Ég held að það sé full ástæða til að fagna því sem við höfum náð í jafnrétti. Ég var að koma frá Marokkó og þar er staða kvenna verulega lakari en hér hjá okk- ur, þótt margt hafi áunnist þar líka.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipatrópíumbrómíð. Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d. hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm, skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahettum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Nýtt lyf sem verkar bæði gegn nefstíflu og nefrennsli Andaðu með nefinu Nýtt! piltum aldeilis varið í að fá. Þeir skreyttu sig með þeim og hengdu jafnvel á veggina í herbergjum sínum. Síðar var farið að selja slíka poka í verslunum. Með tímanum urðu pok- arnir þó einfaldari og látlausari og alla tíð voru þeir að mestu heimasaumaðir. Þrátt fyrir að það þætti eilítið skammarlegt að ganga lengi úti við með öskupoka hangandi í fötum sín- um án þess að vita af því, vakti það þó alla jafna kátínu, bæði hjá þeim er hengdi og þeim er hengt var í, enda var þetta jú allt gert í spaugi. Þó öskupokasiðurinn sé nú óðum að hverfa má enn sjá einn og einn poka á stangli, hangandi í grunlausum veg- farenda. Á morgun, sunnudag, kl. 15:15 verða frumsýnd í Norræna húsinu fimm ný dansverk við jafnmörg ein- leiksverk íslenskra kvenna. Verkin verða sýnd víðs vegar um húsið: Scape: Anna Þorvaldsdóttir tón- skáld, Tinna Þorsteins- dóttir píanóleikari, Sveinbjörg Þórhalls- dóttir dans- höfundur, Díana Rut Kristinsdóttir dansari. Rondo Burlesco: Hildigunnur Rún- arsdóttir tón- skáld, Una Svein- bjarnardóttir fiðlu- leikari, Ólöf Ingólfsdóttir danshöf- undur, Gerður Guðjónsdóttir dansari. Round: Þuríður Jónsdóttir tón- skáld, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Steinunn Ketilsdóttir danshöfund- ur, Eydís Rós Vilmundardóttir dans- ari. Skýin: Karólína Eiríksdóttir tón- skáld, Gunnhildur Halla Guðmunds- dóttir sellóleikari, Valgerður Rún- arsdóttir danshöfundur, Una Björg Bjarnadóttir dansari. Tvö tré: Elín Gunnlaugsdóttir tón- skáld, Pamela de Sensi kontra- bassaflautuleikari, Saga Sigurðar- dóttir danshöfundur, Mina Tomic dansari. Dansverk við einleiksverk KVENNASÓLÓ Díana Rut dansari. Helgartilboðin Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjarðarkaup Gildir 6. mar - 8. mar verð nú áður mælie. verð Svínakótelettur úr kjötborði .............................. 1.298 1.698 1.298 kr. kg Nauta innralæri úr kjötborði ............................. 2.898 3.598 2.898 kr. kg Nauta T-bone úr kjötborði................................. 2.998 3.698 2.998 kr. kg Hamborgarar 2 x 115 g ................................... 490 540 490 kr. pk. SS lambalæri frosið......................................... 1.198 1.498 1.198 kr. kg Gríms fiskibollur frosnar 2 kg............................ 1.598 1.998 1.598 kr. pk. Öskudagur 1977 Börn skemmtu sér vel við að laumast til að hengja öskupoka á vegfarendur í miðbænum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 1973 Þorvarður Helgason og Einar Magnússon fengu poka í frakka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.