Morgunblaðið - 06.03.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 06.03.2014, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Einn frægastiutanrík-isráðherra Bandaríkjanna á síðustu öld sagði að opinberar persónur ættu að forðast að fara í önnur viðtöl í ljósvaka en þau sem væru í beinni útsendingu. Í slíkum send- ingum væru viðmælandinn og spyrillinn nokkurn vegin í jafnri stöðu. Auðvitað ekki þó alveg, ef um sérdeilis ómerkilega fréttaveitu væri að ræða og/eða þar sem afstaða (attitude) starfsmanna væri yfirþyrm- andi. Við slíkar aðstæður væri einnig í beinni útsendingu hægt að beina umræðunni með ómál- efnalegum hætti og í sífellu inn á óeðlilegar brautir. Kastljós „RÚV“ er lýsandi dæmi um þetta. Gildishlaðnar spurn- ingar, sem ekki er hægt að svara nema í löngu máli, en jafnvel krafist þess að svarað sé með já eða nei, væri sígild að- ferð, sagði ráðherrann. Þá væri iðulega vitnað í órökstuddar fullyrðingar, jafnvel hálfgerðar dylgjur einhvers sem ekki væri viðstaddur og heimtuð viðbrögð og þegar þau væru fengin einatt spurt með þjósti hvort verið væri að halda því fram að hið fjarstadda vitni væri að segja ósatt. Andlit viðmælandans væri um leið stækkað mjög í mynd þegar hann þyrfti að svara því- líkum spurningum og yrði að hafa sig allan við til að sýna ekki að sér væri misboðið. En þrátt fyrir þetta, sagði gamli utanrík- isráðherrann, dregur þátttakan í beinu útsendingunni verulega úr misnotkunarkostunum. Það þarf hins vegar vandaða og heiðarlega spyrjendur til að fara með klippt viðtöl. Það er í rauninni engin hemja að fá menn, t.d. ráðherra, í við- töl og taka upp svo sem 15 mín- útna samtal þótt vitað sé fyrir fram að eingöngu verði notaður bútur, svo sem 1–1 1⁄2 mínúta. Sá stubbur er valinn án nokkurs samráðs við hann eða fulltrúa hans. Orð, sem tekin eru úr samhengi, eru allt önnur orð en þau sem sögð voru. Orðanna hljóðan afbakar söguna ef sam- hengið vantar. Við höfum að undanförnu séð ótrúlega framgöngu í slíkum efnum. Má nefna nýleg samtöl við Birgi Ármannsson, Guðlaug Þór Þórðarson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Braga Sveinsson í meðferð fréttastofu „RÚV“. Þau snerust öll um lok hinna sjálfdauðu aðild- arviðræðna við ESB, sem Rík- isútvarpið hefur jafnvel ein- arðlegri afstöðu til að megi ekki hætta en Samfylkingin sjálf. Í því máli hefur fréttastofa ís- lenska ríkisins, sem forðast þó að kannast við eigandann, alls ekki dregið af sér, frekar en í svo mörgum öðrum málum. Hún hefur vissulega ekki enn náð hápunktum sín- um í Icesave- umræðunni, enda slík met ekki auð- veldlega slegin. Svo þegar þessi sérkennilega stofn- un þarf á því að halda að slá ryki í augu nauðbeygðra kost- unarmanna sinna þá birtir hún allt í einu undarlega samantekt „Credit Info,“ eins og sú stofn- un hafi einhverja burði til að fjalla um vinnubrögð fréttastof- unnar. Á Íslandi er sérkennilegt að eina fréttaveitan sem býr að lögum við meitlaðar reglur um hlutleysi sé um þessar mundir hin lang-óvandaðasta í slíkum efnum, svo miklu munar. Hún hefur nú misserum saman hag- að sér með hætti sem svipar mest til tryllingsins í 365- miðlum Baugs, þegar frumvarp um fjölmiðla var á dagskrá þjóðþingsins. (Baugur keypti einnig álit eftir þann atgang sem sýndi að allt hefði verið í stakasta lagi við þau ósköp.) Fréttastofa „RÚV“ fór að því leyti heiðarlega með vald sitt á síðasta kjörtímabili að hún var hætt að leyna gagnrýnislausum stuðningi sínum við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri- grænna enda var við ofurefli heilbrigðrar skynsemi að etja, eins og þá var komið. Öll um- fjöllun „RÚV“ um helstu gælu- mál þeirrar ríkisstjórnar ein- kenndist af þessu. Á því var aldrei tekið á síðasta kjör- tímabili og verður heldur ekki gert á þessu kjörtímabili. Fréttastofan hefur nú nýlega fylgt Samfylkingunni sinni yfir í stjórnarandstöðu og kemur engum á óvart. Hún birtir iðu- lega kannanir sem hún segir sýna það traust sem hún njóti hjá þjóðinni. Á það hefur verið bent að sú túlkun orkar mjög tvímælis. Það eina sem hægt er að gera í þessari stöðu er að láta þjóðina ráða, eins og það er allt í einu orðað núna af Samfylkingunni og fréttastofu hennar í tilviki ESB. Hinum sömu, sem þótti til fyrirmyndar að sækjast eftir aðild að ESB, án þess að þjóðin fengi nokkra aðkomu að þeirri gerð. Vegna þess hvernig „RÚV“ hefur þróast er eina leiðin, sem er jafnframt í senn gagnsæ og lýðræðisleg að fólkið í landinu merki við í framtali sínu ef það vill að nauðung- argjaldið renni áfram til „RÚV“ eða fremur til einhverra ann- arra stofnana ríkisins, sem reknar eru í „þjóðarþágu“. Ef belgingur þeirra í Efstaleiti og fullyrðingar um traust fá stað- ist þarf stofnunin þar engu að kvíða vegna þeirrar aðferðar. Nauðungaráskriftin að „RÚV“ verður sí- fellt ógeðfelldari eftir því sem mis- notkun stofnunar- innar eykst} Misnotkunin eykst Þ að tekur tólf ár að framleiða viskí en það þarf samt sem áður ekki að vera ríkisstyrkt.“ Þessa fleygu setningu lét sjónvarpsþáttastjórn- andinn Gísli Marteinn Baldursson falla í viðtali sínu við Sindra Sigurgeirsson, for- mann Bændasamtaka Íslands, sunnudaginn 23. febrúar. Þangað hafði Gísli fengið Sindra til að ræða landbúnað, m.a. vegna Búnaðarþings sem var sett viku síðar. Setninguna fleygu sagði Gísli þegar verið var að ræða framleiðsluferli landbúnaðarvara en það er oft á tíðum nokkuð langt, t.d. tekur um tvö ár frá því kálfur fæðist þar til hann nær sláturaldri og kemst á disk landsmanna eða þar til kvígan fæðir sinn fyrsta kálf og verður mjólkurkýr. Umræðan spratt út frá því að Gísli fór að bera saman óstyrktan sjávarútveginn og niðurgreiðslur ríkisins á landbúnaðarvörum. Sindri svar- aði því m.a. til að það tæki stuttan tíma að sækja fiskinn í hafið og koma honum á markað en það tæki oft marga mánuði eða jafnvel mörg ár frá því bóndinn fjárfesti í ræktun afurðarinnar og þar til hún væri komin á markað. Gísli kom þá með viskísamjöfnuðinn en eins og allir vita er viskí bráðnauðsynlegt til að fæða heiminn enda kostar einn lítri af tólf ára viskíi ekki nema yfir tíu þúsund krónur úti í vínbúð. Hvað þá buffala-ostarnir sem voru Gísla líka ákaflega hjartfólgnir í viðtalinu, eitt af því sem heimilin í landinu hafa hvað mesta þörf fyrir, að hans mati. Þetta viðtal opinberaði algjörlega hvað Gísli Marteinn hefur skakka sýn á það sem er flestu fólki í landinu nauðsynlegt. Ég veit ekki hvort hann elur börn sín eingöngu á viskíi og buffala-ostum en eitt er víst, að þó að margir leyfi sér slíkt stöku sinnum þá er það ekki sá matur sem flest fólk er að velta fyrir sér. Almenningur er að velta fyrir sér verði á almennum landbúnaðar- afurðum og hvort hið gjöfula Ísland sé í stakk búið til að fæða alla Íslendinga í framtíðinni og hvað þá taka þátt í að reyna að koma í veg fyrir yfirvofandi fæðuskort í heiminum. Á meðan flest lönd eru að reyna að efla og styrkja landbúnað sinn til að mæta mann- fjöldaaukningu framtíðarinnar eru sumir dug- legir við að gera lítið úr íslenskum landbúnaði eins og hann sé landi og þjóð til óþurftar. Í setningarræðu Sindra á Búnaðarþingi kom fram að á hverjum einasta degi þyrfti að metta 250 þúsundum fleiri munna en daginn áður. Auka þarf matvælaframleiðsluna um allt að 70% á næstu 40 árum og hér innanlands eigum við mikla möguleika sem við getum nýtt betur. Íslendingar verða að nýta þau sóknarfæri sem skapast nú með aukinni eftirspurn eftir mat í heiminum, hér verð- ur að framleiða áfram góðan mat á góðu verði fyrir al- menning og íslenskur landbúnaður verður að fá frið til að blómstra og tækifæri til að metta þá munna sem hér verða margir í framtíðinni. Tollaðir eða ótollaðir buffala-ostar eða óríkisstyrkt viskí verða ekki áhyggjuefni komandi kynslóða. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Viljum við mjólk á viskíverði? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Persónuvernd fjallaði í febr-úar um kvörtun manns umþað sem hann taldi óeðli-legar uppflettingar læknis í sjúkraskrá hans. Úrskurður henn- ar var á þá leið að hluti uppflettinga læknisins hefði ekki samrýmst lög- um. Fleiri dæmi af svipuðu tagi hafa borist Persónuvernd undanfarin ár en Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri hennar, segir svona mál þó heldur sjaldgæf. „Miðað við fjölda uppflettinga sem eru stanslausar þá held ég að ég geti leyft mér að segja að þetta sé ekki stórt vandamál þó svo að það séu alltaf einhver tilfelli,“ segir hann. Lögmætur tilgangur þarf að vera til þess að heilbrigðisstarfsfólk fletti sjúkrasögu fólks en Hörður Helgi segir að það geti í sumum til- vikum reynt á að finna mörkin. Þeg- ar öllu sé á botninn hvolft snúist ör- yggi upplýsinganna um trúnað þeirra sem með þær fara. „Þetta hlýtur alltaf að byggjast að stórum hluta á trausti. Það eru engar vélrænar aðferðir sem eiga eftir að koma í staðinn fyrir það. Ef þú ferð inn á sjúkrastofnun ertu ekki bara að treysta henni fyrir lífi þínu heldur líka upplýsingunum þínum,“ segir Hörður Helgi. Uppfylli lágmarkskröfur Eftirlitsnefnd starfar á Land- spítalanum og fleiri heilbrigðisstofn- unum sem fer yfir skrár um hverjir hafa opnað sjúkraskrár og hvenær. Skoðar hún úrtök tilviljanakennt, fylgir eftir ábendingum og þegar þekktir einstaklingar leggjast inn kannar hún hverjir hafi skoðað skrár um þá. Ólafur Baldursson, fram- kvæmdastjóri lækninga og ábyrgð- armaður sjúkraskrár Landspítalans, segir að þegar starfsmenn reyni að opna sjúkraskrár biðji tölvukerfið þá um skýringu ef sjúklingurinn er ekki á þeirra deild. „Gott siðgæði, að hnýsast ekki í gögn annarra, er alltaf grunnurinn í öllu svona. Þetta snýst um traust,“ segir hann. Nokkur tilvik koma upp á spít- alanum á hverju ári þar sem starfs- menn hafa farið í sjúkraskrár sem þeir áttu ekki erindi í. Ólafur segir þetta miður. Algengast sé að starfs- mönnunum sé veitt áminning í starfi verði þeir uppvísir að slíkri hátt- semi. Skilyrða aðganginn Unnið er að því hjá embætti landlæknis að tengja saman gagna- grunna opinberra heilbrigðisstofn- ana. Vonast er til þess að nýja kerfið komist í fullan rekstur fyrir sumarið. Að sögn Inga Steinars Ingason- ar, verkefnastjóra rafrænnar sjúkraskrár hjá embætti landlæknis, þurfa heilbrigðisstofnanir að upp- fylla lágmarkskröfur um öryggi sem skilyrði fyrir því að fá aðgang að samtengdu sjúkraskránum. Lang- flestar stofnanir hafi verið með slíkt öryggiskerfi með eftirlitsnefndum og áhættumati en það hafi verið mis- fullkomið. Verið er að leggja loka- hönd á leiðbeiningar frá embættinu til stofnananna hvað þetta varðar. Þá verða ákveðnar aðgangs- takmarkanir innbyggðar í kerfin og munu ekki allir starfsmenn hei- brigðisstofnana fá aðgang að sam- tengdu sjúkraskránum. Auk þess er það rækilega skráð bæði á þeirri stofnun þar sem sjúkraskrá er opn- uð og þar sem þær eru geymdar hverjir opna þær og hvenær. Öryggi sjúkraskráa byggist á trausti Morgunblaðið/Golli Landspítalinn Starfsmenn heilbrigðisstofnana hafa aðgang að viðkvæmum upplýsingum í sjúkraskrám. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Ný upplýsingavefsíða er í vinnslu hjá embætti landlæknis þar sem einstaklingar munu meðal annars geta pantað tíma hjá heilsugæslulækni og beðið um endurnýjun lyfseðla. Þar kemur fólk einnig til með að geta skoðað sjúkraskrár um sjálft sig að sögn Inga Steinars Ingasonar, verkefnastjóra raf- rænnar sjúkraskrár hjá emb- ættinu. Einn möguleikinn verði að sjá hverjir hafi flett upp- lýsingum í sjúkra- skránni upp. Vefsíð- an er nú í tilraunafasa en verð- ur innleidd fyrst hjá Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins í vor. Ingi Steinar segir að miðað sé við að síðan verði komin í gagnið fyrir lok þessa árs. Geti séð hverjir fletta UPPLÝSINGAVEFUR Ólafur Baldursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.