Morgunblaðið - 06.03.2014, Síða 23

Morgunblaðið - 06.03.2014, Síða 23
Aðalfundur N1 hf. verður haldinn fimmtudaginn 27. mars 2014 klukkan 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2. Skýrsla forstjóra og ársreikningur kynntur. 3. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins. 4. Ákvörðun tekin um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2013. 5. Stjórnarkjör. 6. Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfirma. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar. 8. Tillaga að starfskjarastefnu félagsins. 9. Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutabréfum. 10. Önnur mál löglega upp borin. Tillögur: A) Ársreikningur (liður 3) Stjórn leggur til að ársreikningur fyrir árið 2013 verði samþykktur. B) Arðgreiðsla (liður 4) Stjórn leggur til að arður verði greiddur til hluthafa að fjárhæð kr. 1.650.000.000 vegna rekstrarársins 2013 og fyrri ára, eða kr. 1,65 fyrir hverja eina krónu af nafnverði hlutafjár í félaginu. Arðurinn verður greiddur til hluthafa 28. apríl 2014. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 27. mars 2014 og arðleysisdagur því 28. mars 2014. Arðsréttindadagur er 1. apríl 2014, sem þýðir að arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá N1 hf. hjá Verðbréfaskráningu Íslands í lok dags 1. apríl 2014. C) Kjör endurskoðanda (liður 6) Stjórn leggur til að endurskoðunarfirmað Ernst & Young sjái áfram um endurskoðun á ársreikningi félagsins vegna rekstrarársins 2014. D) Þóknun til stjórnar (liður 7) Stjórn leggur til að þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar verði óbreytt frá fyrra ári. E) Starfskjarastefna (liður 8) Stjórn leggur til að starfskjarastefna frá fyrra ári verði óbreytt. F) Kaup á eigin bréfum (liður 9) Stjórn leggur til að félagið fái heimild til kaupa á eigin hlutum allt að 10% af heildar- hlutafé félagsins í samræmi við 55 gr. hlutafélagalaga. Kaupverð skal vera á gengi sem ekki er hærra en 10% yfir og ekki lægra en 10% undir skráðu meðalgengi hlutabréfa félagsins tveimur vikum á undan kaupunum. Heimildin standi til fimm ára. Aðrar upplýsingar: Öll skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir aðalfund verður að finna á vefsíðu félagsins www.n1.is/fjarfestatengsl. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi, virka daga milli klukkan 9:00-16:00. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 ber að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega með minnst fimm sólarhringa fyrirvara fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 16:00 laugardaginn 22. mars 2014. Framboðum skal skila á skrifstofu N1 hf., Dalvegi 10-14, Kópavogi eða á netfangið hluthafar@n1.is. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá klukkan 15:30 á aðalfundardegi. Stjórn N1 hf. Aðalfundur N1 hf. UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Sú ánægjulega frétt barst landsmönnum, að utanríkisráðherra hefði lagt fram tillögu á Alþingi um að slíta viðræðum um inn- limun Íslands í Evr- ópusambandið. Þeir sem kusu Framsókn- arflokk og Sjálfstæð- isflokk í Alþingiskosn- ingunum 27. apríl 2013 hafa beðið þess- arar tillögu í 10 mánuði! Hvað hefur tafið stjórnarflokkana svona lengi að efna kosningaloforð sitt? Það vekur einnig undrun og von- brigði, að við tillöguna um slit við- ræðna hefur verið klínt óskyldri til- lögu um nánara samstarf við Evrópusambandið. Tími Jóhönnu Sigurðardóttur er liðinn í aldanna skaut, en á sínum tíma hefði hún lík- lega nefnt þetta hráskinnaleik. Landsmenn treysta því að þessi boð- flenna í tillögu utanríkisráðherra verði gerð útlæg. Varla er víða á Ís- landi að finna eftirspurn eftir und- irlægju-hætti Icesave-stjórnarinnar fyrir nýlenduveldum Evrópu. Baráttumál Samstöðu þjóðar loks að komast í höfn Eins og flestir landsmenn, hefur Samstaða þjóðar fylgst með fram- vindu mála og sent frá sér ályktanir sem flestir fjölmiðlar hafa af sam- viskusemi þagað yfir. Fyrsta yfirlýs- ing félagsins um málið var send út 19. maí 2013 og er hægt að lesa hana hér: (http://samstada-thjodar.blog.is/blog/ samstada-thjodar/entry/1298880/). Þess var krafist að viðræðunum við ESB yrði tafarlaust slitið og að það yrði gert með ályktun Alþingis. Í yf- irlýsingunni segir meðal annars: „Samstaða þjóðar skorar á forustu Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks að setja skýr ákvæði um formleg slit viðræðna við ESB, í sátt- mála þessara flokka um nýja rík- isstjórn. Viðræðunum þarf að slíta með yfirlýsingu frá Alþingi, strax eft- ir að Alþingi hefur hafið störf. Alþingi hóf viðræður um aðild án samþykkis þjóðarinnar og Alþingi ber skylda til að ljúka þeim strax, án kostn- aðarsamrar þjóðarkönn- unar.“ Brot á stjórnarskrá þjóðarinnar leiðir til ákæru fyrir Lands- dómi Með tilraunum rík- isstjórnar Jóhönnu Sig- urðardóttur til að inn- lima Ísland í Evrópusambandið, var ekki bara rofinn trún- aður við almenning heldur var fram- kvæmd umsóknarinnar brot á stjórn- arskrá þjóðarinnar. Umsóknin, sem undirrituð var af Össuri Skarphéð- inssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur, var stjórnarerindi af hæstu gráðu og samkvæmt 19. grein Stjórnarskrár- innar skal forseti landsins undirrita öll stjórnarerindi. Forsetanum var haldið frá að gegna stjórnarskrár- bundnum skyldum og meinað að und- irrita umsóknina. Þetta stjórn- arskrárbrot kærði Samstaða þjóðar til Ríkissaksóknara með bréfum 23. janúar 2014 og 8. febrúar 2014, sjá hér: (http://samstada-thjodar.blog.is/ blog/samstada-thjodar/ entry/1349610/). Ríkisstjórn Jóhönnu hlaut maklega refsingu í Alþingiskosningunum 27. apríl 2013 fyrir trúnaðarrofið gegn al- menningi, en þjóðin á ennþá eftir að gera upp við þáverandi ráðherra sem brutu 19. grein stjórnarskárinnar. Kæra Samstöðu þjóðar til rík- issaksóknara varðar kröfu um: rann- sókn á kæruefnum, málflutning fyrir Hæstarétti til að fá stjórnarskrár- brotin dæmd ógild og tilmæli til Al- þingis um að draga Össur og Jóhönnu fyrir Landsdóm. Ríkissaksóknari er sjálfstætt stjórnvald og er æðsti handhafi ákæruvalds í landinu, sam- kvæmt lögum 88/2008 um meðferð sakamála. Ekki verður því trúað, að ríkissaksóknari bregðist embætt- isskyldum sínum með því að skjóta hlífiskildi yfir hina brotlegu. Auk þess að senda frá sér stjórn- arerindi, án stjórnarskrár-bundinnar undirskriftar forsetans er sér- kennilegt, að samþykktar Alþingis, sem heimilaði umsóknina, var að engu getið. Ástæða er til að kanna hvort ráðherrar í öðrum ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB, hafa snið- gengið venjulegar stjórnskip- unarreglur með hliðstæðum hætti og þau Össur og Jóhanna gerðu. Þegar kemur að því að draga um- sóknina til baka er eðlilegt að fylgja sömu háttum og þegar sótt var um. Hins vegar má núverandi ríkisstjórn ekki brjóta stjórnarskrána og ekki gleyma að geta heimildar sinnar til að senda frá sér stjórnarerindið, með til- vísun til ályktunar Alþingis. Nú gildir að fara að lögum svo að viðræðuslitin verði ekki tilefni dómsmála fyrir Landsdómi og Hæstarétti, eins og verður með umsóknina. Einnig stjórnarskrárbrot í lög- um 4/1963 um ráðherraábyrgð Það hefur verið notað til varnar þeim Össuri og Jóhönnu, að persónu- leg brot þeirra væru fyrnd vegna að- gerðarleysis Alþingis. Í þessu sam- bandi er vísað til fyrningarákvæðis í lögum 4/1963 um ráðherraábyrgð. Staðreyndin er hins vegar sú, að fyrningarákvæðið sjálft er brot á stjórnarskránni! Fyrningarákvæðið byggist ekki á neinu ákvæði í stjórn- arskránni og ef Alþingi getur óhindr- að sett fyrningarákvæði í lög um ráð- herraábyrgð, þá getur Alþingi alveg eins afnumið 19. grein stjórnarskrár- innar með einni allsherjar fyrningu. Það liggur því fyrir að stjórn- arskrárbrot fyrnast ekki, hvorki á löngum tíma né stuttum. Núverandi ríkissaksóknari og fyrrverandi sak- sóknari Alþingis, fær væntanlega fljótt að bregða sér aftur í skikkju saksóknara Alþingis og ákæra fyrir Landsdómi þá sem sannanlega hafa gerst brotlegir gegn stjórnarskránni. Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Lög 4/1963 um ráð- herraábyrgð inni- halda stjórnarskrár- brot, því að þar er ólöglegt ákvæði um að brot ráðherra fyrnist eftir tiltekinn tíma. Loftur Altice Þorsteinsson. Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í félaginu Samstaða þjóðar. Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir verði ákærð fyrir Landsdómi Fjórir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sýna einbeittan vilja til að svíkja loforð sem þeir gáfu fyrir kosn- ingar. Einn fjórmenn- inganna er formaður flokksins. Hugsanlegt er að annar varafor- maður flokksins hrökklist úr embætti vegna leka úr ráðuneyt- inu. Hinn varaformaðurinn setti sjúkraflutninga í landinu í uppnám, sem varð til þess að slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins ákvað að hætta sjúkraflutningum. Honum tókst líka að gera lítið úr samstarfsfólki sínu í samningum við sjúkraþjálfara. Menntamálaráðherrann er kominn upp á kant við námsmenn í útlöndum. Þetta er gæfulegt lið sem auðvelt verður að sniðganga í næstu kosn- ingum. Það verður erfitt að taka mark á frambjóðendum flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Foringjarnir eru búnir að gefa for- dæmi um lygar og svik. Þetta er ljótt. Ráðherrar Framsóknarflokksins eru síst skárri. Forsætisráðherrann hyglar (gælu)verkefnum í kjördæmi sínu með fjárframlögum. Hann er tví- eða þrísaga í mörgum málum. Hugs- anlegar lánaleiðrétt- ingar eru í litlu sam- ræmi við það sem ráðherrann lofaði fyrir kosningar. Lítið bólar á afnámi verðtryggingar. Landbúnaðarráðherr- ann skipar jábræður sína úr Skagafirði í nefnd sem á að fjalla um mikilsverð hagsmuna- mál almennings, en sniðgengur aðra sem ættu að koma að mál- inu. Svo er utanríkisráðherrann – Guð minn almáttugur. Þá er Sarah Palin flokksins – virðist vera óvenju- lega heilsteypt í fáfræðinni. Manni líður orðið illa þegar fréttir berast frá Alþingi. Margir héldu að hlutirnir gætu ekki versnað eftir „norrænu velferð- arstjórnina“. Var ekki búið að lofa því að þetta yrði eitthvað skárra núna? Er ekki best að þessu ljúki sem fyrst? Þetta er ekki boðlegt. Eigum við þetta skilið? Eftir Tryggva P. Friðriksson » Foringjarnir eru búnir að gefa for- dæmi um lygar og svik. Tryggvi P. Friðriksson Höfundur er fyrrverandi sjálfstæðismaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.