Morgunblaðið - 06.03.2014, Side 24

Morgunblaðið - 06.03.2014, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 ✝ Karl ÓmarJónsson fædd- ist 5. júlí 1927 á Akureyri. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 23. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Jón Hallur Sigurbjörnsson, bólstrarameistari á Akureyri, síðar í Reykjavík, f. 17.8. 1897, d. 27.10. 1973, og kona hans Kristín Mýrdal Karls- dóttir, f. 24.4. 1902 á Drafla- stöðum í Fnjóskadal, d. 2.8. 1985. Systir hans var Dómhild- ur Jónsdóttir, húsmæðrakenn- ari, f. 22.3. 1926, d. 18.10. 2012, gift Pétri Ingjaldssyni, synir þeirra eru Jón Hallur og Pétur Ingjaldur. Eftirlifandi eiginkona Karls Ómars er Ólöf Stefánsdóttir, f. 13.7. 1928 í Reykjavík, B.Sc., hjúkrunarfræðingur. Foreldrar hennar voru Stefán Guðnason, tryggingayfirlæknir, og Elsa Kristjánsdóttir, hjúkrunarkona. Börn Ólafar og Karls Ómars eru: 1) Stefán, f. 31.5. 1950 á Akureyri, prófessor og yf- irlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Lundi, Svíþjóð, kona hans er Sigurborg Ragnarsdóttir, synir þeirra eru a) Ragnar Karl og b) Jón Hallur, kvæntur Alexöndru Stefansson, sonur þeirra: Theo- dore Ágúst Kingsley. 2) Kristín, f. 8.5. 1954, leikskólakennari og lektor við Háskóla Íslands, mað- ur hennar er Guðmundur I. Sverrisson, börn: a) Draupnir, kvæntur Önnu Guðrúnu Sig- urvinsdóttur, dætur þeirra: á Suðurnesjum, Akureyri og í Borgarfirði. Karl Ómar starfaði mikið fyrir Verkfræðingafélag Íslands og spanna störf hans langt tímabil. Hann sat í stjórn félagsins á sjöunda og níunda áratug síðustu aldar, var vara- formaður 1994-1995 og formað- ur 1995-1996. Hann var sæmdur heiðursmerki félagsins árið 1998 og sat lengi í siðanefnd þess. Karl Ómar sat í stjórn Líf- eyrissjóðs VFÍ, var formaður 1984-1985 og sat einnig í stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga. Karl Ómar gegndi ýmsum öðr- um félags- og trúnaðarstörfum, einkum á sviði lax- og silungs- veiði en hann var um skeið for- maður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Landssambands stangveiðifélaga. Hann sat í ýmsum stjórnskipuðum nefnd- um um orkumál, byggingarmál og nýtingu laxastofna. Karl Óm- ar var stjórnarformaður Styrkt- arsjóðs Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur. Eftir andlát Svavars, og síðar Ástu, sá hann að miklu leyti um dánarbú þeirra og vann ötul- lega að því að mörg hundruð verka Svavars yrðu færð lista- söfnum að gjöf, þá fremst Lista- safni Íslands, Listasafni Austur- Skaftafellssýslu og Listasafni ASÍ. Karl Ómar var mikill list- unnandi og lagði sig fram við að halda nafni Svavars Guðnason- ar á lofti. Hinn 1.2. sl. var Karl Ómar, að viðstöddu fjölmenni, útnefndur heiðursfélagi Verk- fræðingafélags Íslands, en það er æðsta heiðursnafnbót félags- ins. Hann var snortinn og þakk- látur fyrir að hafa hlotið þenn- an mikla heiður. Útför Karls Ómars fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 6. mars 2014, og hefst kl. 15. Bryndís Inga og Snædís Fríða. b) Ólöf Ösp, gift Ægi Rafni Magnússyni, börn: Guðmundur Alex, Kara Mar- grét og Magnús Kári. c) Björn Óm- ar, sambýliskona Hafdís Ósk Gísla- dóttir, börn: Gabrí- ela Lísa og Magnús Freyr. 3) Björn, f. 10.4. 1959, forstjóri Mannvirkj- astofnunar og dósent við Há- skóla Íslands, kona hans er Re- bekka Silvía Ragnarsdóttir, dætur þeirra eru Birna Eldey og Ásta Melrós, fyrir á hann börnin Birtu og Þórberg Loga. Karl Ómar og Ólöf áttu einnig soninn Jón Hall, f. 26.3. 1960, en hann lést af slysförum 4.1. 1978. Karl Ómar lauk stúdentsprófi frá MA 1948, hóf nám í bygg- ingarverkfræði við HÍ og lauk fyrrihlutaprófi þaðan 1952. Að loknu prófi í byggingarverk- fræði við DTU í Kaupmanna- höfn 1955 stundaði hann fram- haldsnám í Danmörku og Svíþjóð 1961 með styrk úr sjóði J.C. Möllers. Hann starfaði um skeið hjá Vegagerð ríkisins og síðan hjá Hitaveitu Reykjavík- ur. Hann ásamt fleirum stofnaði verkfræðistofuna Fjarhitun sf. árið 1962 og starfaði þar sem framkvæmdastjóri til 1994. Hann stóð fyrir stofnun Verkfræðistofu Norðurlands á Akureyri 1974 og Verk- fræðistofu Suðurnesja 1980. Karl Ómar var leiðandi í upp- byggingu hitaveitna um allt land, meðal annars í Reykjavík, Elskulegur tengdafaðir minn, Karl Ómar Jónsson verkfræð- ingur, lést sunnudaginn 23. febr- úar sl. Andlát hans kom okkur fjöl- skyldunni nokkuð á óvart þótt Karl Ómar væri orðinn 86 ára og hafði verið háður súrefni í um 15 ár. Hann var tiltölulega ný- kominn á sjúkrahús og byrjaður í langri og strangri meðferð er hann lést. Karl Ómar var sterkur per- sónuleiki, glæsilegur á velli, teinréttur í baki og alltaf smekk- legur til fara. Það sést best á nýlegri mynd af honum er hann veitti viðtöku æðstu viðurkenn- ingu Verkfræðingafélags Ís- lands. Hann var lengst af fram- kvæmdastjóri og einn af eigendum verkfræðifyrirtækis- ins Fjarhitunar í Reykjavík. Eftir að hann lét af störfum hélt hann stöðugt áfram að vinna og ekki minnst fyrir fjölskylduna og nánustu vandamenn. Í rúm fjörutíu ár sem ég hef þekkt tengdaföður minn hefur heimili hans og Ólafar tengdamóður minnar verið okkar annað heim- ili. Á stórafmælum sínum skipu- lagði Karl Ómar í smáatriðum ferðir með fjölskyldunni. Marg- ar ferðir voru farnar um landið, svifið á snjósleðum uppi á Vatnajökli, farin hringferð um landið, ekið inn að Kárahnjúka- virkjun, inn í Landmannalaugar og síðasta ferðin var um Vest- firði. Við erum þakklát fyrir að hafa séð stóran hluta af Íslandi í þessum ferðum. Karl Ómar skrifaði mikið og m.a. um forfeður sína og Ólafar. Þetta eru sérstaklega skemmti- legar minningar fyrir afkomend- urna. Þannig var tengdafaðir minn sístarfandi, skipulagður og orkumikill framkvæmdastjóri. Karl Ómar var hlýlegur en ákveðinn maður. Aldrei sá ég hann skipta skapi nema einu sinni þegar við tilkynntum hon- um húsakaup okkar í Bandaríkj- unum, en þá sló hann hnefanum í borðstofuborðið, slík voru von- brigðin að við værum ekki á leið heim til Íslands. En hann komst fljótt yfir það og varð ánægður þegar við fluttumst nær Íslandi eða til Skánar í Svíþjóð. Fyrir um það bil 15 árum uppgötvaðist að Karl Ómar þjáðist af alvarlegum, sjaldgæf- um sjúkdómi og yrði að hafa súrefni. Hann lét þetta ekki á sig fá og hélt áfram að veiða lax og ferðast um landið og til út- landa. Þannig voru ófáar ferðir farnar til Svíþjóðar til að heim- sækja okkur. Hann vildi koma til Skánar í maí eða september til að lengja sumarið. Í síðustu heimsókn fyrir um einu og hálfu ári lagði hann á sig að sitja í um sjö klst. í bíl til að heimsækja barnabarnið í Stokkhólmi. Þökk sé frábærum læknum og því að Karl Ómar var fyrirmyndarsjúk- lingur sem færði nákvæmar dagbækur um meðferð sjúk- dómsins og alla umönnun hjúkr- unarfræðingsins eiginkonunnar fékk hann að lifa nokkurn veg- inn eðlilegu lífi í mörg ár. Tengdaforeldrar mínir kynnt- ust í Menntaskólanum á Akur- eyri og höfðu verið gift í um 65 ár. Tómarúmið er því stórt hjá elskulegri tengdamóður en megi minningin um yndislegan maka vera henni styrkur á erfiðri stund. Að lokum vil ég þakka fyrir að hafa átt besta tengdaföður sem hægt er að fá. Blessuð sé minning Karls Ómars tengdaföður. Sigurborg Ragnarsdóttir. Ég man afa minn. Ég man eftir að oft fór ég í heimsókn í vinnuna til þín. Mér hafði ávallt verið sagt að þú værir verkfræð- ingur. Ekki vissi ég hvað það var en var viss um að það hefði eitthvað að gera með nammi- gerð, því alltaf þegar ég kom í heimsókn varst þú tilbúinn með einhvers konar nammi handa mér. Seinna meir lærði ég að þú keyptir þetta nammi hjá starfs- mannafélaginu og vinna þín tengdist lagningu hitaveituröra. Ég man eftir að koma í heim- sókn til þín og ömmu og fá hið margfræga ostabrauð í Lauga- læk og ræða alls konar hluti, eins og þegar ég spurði hvaða krakki hefði málað þessa mynd og benti á málverk eftir Svavar Guðnason. Ég man eftir Nissan- jeppanum þínum og skildi aldrei af hverju mamma og pabbi gátu ekki átt svona flottan bíl með svona góðri afalykt. Ég man eft- ir þegar gróðurhúsið fauk og þú varst ekki lengi að reisa það upp á nýtt til að ég gæti byrjað aftur að moka. Því í gróðurhúsinu var/ er alltaf eitt laust pláss við hlið- ina á blómunum fyrir mig til að moka. Ég man að þótt ég væri of mikill unglingur til að láta sjá mig með foreldrum mínum var ég alltaf til í að heimsækja ykk- ur ömmu. Ég man þegar þú komst mér á bragðið með að kaupa hlutabréf, við sátum þá saman og reiknuðum hversu miklu meira virði þau voru en daginn áður. Ég man eftir að koma í heimsókn til að tala um Svavar Guðnason og þið amma sögðuð mér hvort sína söguna á sama tíma. Ég man eftir okkar síðustu stund sem vonandi var jafnmikils virði fyrir þig eins og hún var fyrir mig. Ég man, ég man, ég man afa minn. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Björn Ómar Guðmundsson. Yndislegi afi minn er farinn og ég sakna hans svo sárt. Ég hugsa um minningarnar sem ég á um hann og hversu heppin ég er að hafa átt svona frábæran afa. Hann gerði allt með okkur barnabörnunum, frá því að gefa öndunum brauð á tjörninni og yfir í að fara í vélsleðaferð á Langjökli. Ekki geta margir sagt að þeir hafi þeyst aftan á vélsleða með afa sínum. Ég á þúsund minningar um afa. Þegar ég var yngri fannst mér alltaf svo gaman að vera í skrifstofuleik í skrifstofunni hans afa og fá að nota skrúf- blýanta og skrifa í rúðustrikuð skýrslublöð. Ég fékk að hlusta á plötur í plötuspilaranum hans og fylgdist með honum vinna í garðinum. Seinna ræddum við löngum stundum um verk Svav- ars Guðnasonar og unnum sam- an í alls konar verkefnum. Afi var nefnilega svo mikill verkfræðingur að þó að hann hætti að vinna fann hann sér alltaf einhver ný verkefni. Hann fékkst við ýmsa gagnaöflun og ritstörf, hann vann t.d. úr ferða- dagbókum sem hann gjarnan skrifaði þegar þau amma ferð- uðust um heiminn og gerði rit um ættir og ævi þeirra ömmu. Við þessa vinnu aðstoðaði ég hann stundum. Ég var svo hepp- in að fá að hjálpa honum og ég vil meina að það hafi verið svo- lítið okkar stund að bardúsa í þessu og það hafi tengt okkur saman. Ég fæ skipulagsgenið frá afa, segja aðrir. Hann var maður sem sendi dagskrá með dagsetningum og tímasetningum þegar við fórum saman út á land á ættarmót. Hann elskaði landið okkar og ferðaðist mikið um það. Bæði hér áður í litlu tjaldi með konunni sinni og börnum og svo síðar í bústaðarferðir með barnabörnunum og seinna barnabarnabörnunum. Ég man sérstaklega eftir því þegar við Biddi bróðir vorum börn og há- punktur sumarsins var að fara í bústað með afa og ömmu. Afi var svo eftirlátur að þegar við vorum rétt komin út úr bænum, farin að kvarta yfir sáru hungri, fannst honum sjálfsagt mál að stoppa í fyrstu sjoppu í Hvalfirði og svo strax aftur í Borgarnesi. Það gladdi okkur mikið. Afi minn var nákvæmur, heið- arlegur, góðhjartaður, áreiðan- legur, skipulagður, kærleiksrík- ur, og svo margt margt fleira. Hann elskaði ömmu mína ein- læglega og það sást svo vel á því hvernig hann horfði á hana. Þau voru hjón sem gerðu allt saman, þau fóru saman í veiðiferðir, göngutúra og ferðalög. Ég sakna þín afi minn og hugsa til þín uppi á himninum umvafin ástvinum. Þú varst ekki bara afi sem ég unni, vinur og félagi heldur líka fyrirmynd mín í svo mörgu, ekki síst hvernig þú hlúðir að ömmu og okkur í fjöl- skyldunni. Ólöf Ösp Guðmundsdóttir. Karl Ómar Jónsson var afi minn og náinn vinur. Ég hef eytt mestum hluta ævi minnar erlendis en reyndi að heimsækja Ísland eins oft og mögulegt var. Þegar ég hef verið á Íslandi hef ég oftast dvalið hjá elskulegum föðurforeldrum mínum, Karli Ómari og ömmu minni, Ólöfu Stefánsdóttur. Kona mín Alexandra og ég urðum mjög miður okkar við andlátsfrétt Karls Ómars afa, því hann hafði gert sérstaklega mikið fyrir fjölskyldu mína og aðra. Það er næstum eins og goðsögn hvernig afa tókst að berjast við lungnaháþrýsting í næstum tvo áratugi, alvarlegan langvarandi sjúkdóm sem gerði hann háðan súrefnisgjöf meiri- hluta sólahringsins. Það var með samblandi af bjartsýni og sterk- um persónuleika sem honum tókst að njóta góðra lífsgæða en jafnframt nýta tíma sinn til að styðja aðra. Afi var bjartsýnn og gafst ekki upp í baráttu sinni við sjúkdóminn. Það er ekki langt síðan hann bað mig að útvega sér bók um danskan kafara sem notaði sérstaka öndunartækni við að kafa úti á rúmsjó. Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvernig afi gróf upp upplýsingar um þennan mann en ég sendi honum bókina frá Danmörku. Hann sýndi læknum sínum bók- ina og þeir samþykktu að þessi tækni væri nothæf. Afi var úr- ræðagóður, mikill framkvæmda- maður og bjargaði sér oftast sjálfur. Hann kvartaði aldrei undan súrefninu sem hann neyddist til að nota í sífellu. Hann bað aldrei um hjálp nema þegar hann hafði reynt öll úr- ræði sjálfur. Við munum sakna Karls Óm- ars afa. Við munum láta hans já- kvæða hugarfar til lífsins og ást- úð hans til Ólafar ömmu verða okkur að leiðarljósi. Ég mun minnast allra sumranna sem ég dvaldi með Karli Ómari og lærði margt um lífsins gang, til dæmis að borða heilsusamlegan mat, njóta góðrar listar og dást að fallegu íslensku landslagi. En fyrst og fremst kenndi afi mér að bera virðingu fyrir öðrum, sértaklega eldra fólki. Jón Hallur, Alexandra, Theodore Ágúst. Gleði og bjartsýni geislaði af okkur stúdentunum þegar við 44 saman gengum þann 17. júní 1948 í skrúðgöngu frá MA um bæinn að þjóðhátíðarsvæði Ak- ureyringa. Öll vorum við með hvítu kollana yfir stúdentshúf- unum og brosandi framtíðin beið okkar. Nú eru tæp 68 ár liðin og við erum 19 enn á lífi, öll um ní- rætt og æ styttri framtíð bíður okkar. Í dag fylgjum við til grafar höfðingja hópsins okkar, Karli Ómari Jónssyni verkfræðingi, sem andaðist 23. febrúar sl. eftir stutta sjúkrahúslegu. Mörg und- anfarin ár hefur hann strítt við erfiðan lungnasjúkdóm af einurð og hugprýði, staðráðinn í að láta hann ekki buga sig. Hann varð stöðugt að bera með sér súrefn- iskút ásamt fylgibúnaði hvert sem hann fór. Það hindraði hann þó ekki til þátttöku í almennu félags- og menningarlífi. Um langt árabil hefur hann haft for- göngu um að kalla okkur bekkj- arsystkinin saman á mánaðar- lega kaffifundi, þar sem við getum rabbað og glaðst saman. Ætíð hafa þau hjónin samrýndu, Karl og Ólöf Stefánsdóttir, bekkjarsystir okkar, verið þar mætt broshlý og hress í bragði. Seint getum við samstúdentarn- ir fullþakkað þeim hjónum fram- tak þeirra og dug við að hóa okkur saman. Við Karl og Ólöf vorum bekkjarsystkin í MA frá því í fyrsta bekk. Kynni okkar og vin- átta á sér því langa og ánægju- lega sögu, sem varðveitt er í minningum okkar frá skólaárun- um og allan aldur okkar síðan. Við fórum saman í ferðalög inn- an lands og utan, þar á meðal fórum við saman í fyrstu lax- veiðiferð þeirra hjóna sem dró langan stangveiðidilk á eftir sér fyrir Karl og Ólöfu með áralöng- um stjórnarsetum og for- mennsku Karls í samtökum stangveiðimanna. Karl gerðist ungur skáti og var sannur skáti í öllu sínu lífi, tók virkan þátt í félagslífi skáta, útilegum og fjallgöngum. Honum voru falin ýmis leiðtogastörf í þeirra þágu eins og í öðrum samtökum sem hann tengdist. Karl Ómar var einstakt val- menni og hinn mesti öðlingur. Það sópaði að honum hvar sem hann fór, beinvaxinn og spengi- legur, ljúfmannlegur og svip- hreinn. Hann ávann sér verðugt traust og álit í öllum störfum sínum enda ákaflega vandvirkur og áreiðanlegur ráðgjafi og um- fram allt drengur góður. Áhugi hans beindist snemma að hita- veituframkvæmdum og stofnaði hann ásamt fleirum verkfræði- stofuna Fjarhitun. Ég hygg að hann hafi átt hlut að uppbygg- ingu dælustöðva og dreifikerfa fyrir flestallar hitaveitur lands- ins. Löngum gegndi hann ýms- um trúnaðarstörfum meðal verkfræðinga þjóðarinnar. Karl hafði yndi af myndlist og sótti mjög listsýningar. Þegar á skólaárunum hóf hann að safna málverkum og undir lokin var málverkasafn þeirra hjóna orðið mikið að vöxtum og afar merki- legt. Karl Ómar er nú horfinn okk- ur og við öldungarnir 19 sem eftir lifum reynum að halda saman hópinn með mökum okk- ar áfram og minnumst með djúpum söknuði látins félaga okkar og vinar. Við Halldóra, kona mín, vottum Ólöfu, vinkonu okkar, og fjölskyldunni allri samúð og hluttekningu. Baldvin Tryggvason. Vinur okkar og starfsfélagi til margra ára, Karl Ómar Jónsson, lést 23. febrúar sl. Í upphafi árs 1962 stofnaði Karl Ómar verk- fræðistofuna Fjarhitun ásamt þremur félögum sínum. Aðdrag- andi stofnunarinnar var að verk- fræðingar áttu í launadeilu við ríki og sveitarfélög sem endaði með verkfalli. Fjórmenningarnir höfðu flestir unnið fyrir Hita- veitu Reykjavíkur að undirbún- ingi þess að hitaveita yrði lögð í öll hverfi borgarinnar, en á þessum tíma náði hitaveitan að- eins að Snorrabraut. Hverfin þar fyrir austan voru flest hituð með olíukyndingu. Fengist hafði lán hjá Alþjóðabankanum til verksins en vegna verkfallsins stóðu undirbúningsframkvæmd- ir í stað. Þeir félagar stofnuðu þá verkfræðistofuna Fjarhitun sf. og sömdu við Hitaveituna um hönnun, gerð útboðsgagna og eftirlit með framkvæmdunum. Fyrirkomulag útboðs og fram- kvæmdaeftirlit var í samræmi við verklagsreglur Alþjóðabank- ans. Með þessu móti tókst að ljúka verkinu og í framhaldi af því lögnum í nýrri hverfi sem risu. Síðan hafa öll hús í Reykja- vík og á höfuðborgarsvæðinu haft aðgang að heitu vatni. Karl Ómar var framkvæmda- stjóri Fjarhitunar frá stofnun til ársins 1994 eða í yfir 30 ár. All- an þann tíma var fyrirtækið leið- andi í þróun jarðhitanýtingar á Íslandi, einkum við uppbyggingu hitaveitna. Fjarhitun hannaði nánast allt kerfi Hitaveitu Reykjavíkur, en meðal annarra hitaveitna sem Karl Ómar hafði forystu um má nefna Hitaveitu Suðurnesja, Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, Hitaveitu Ak- ureyrar, Hitaveitu Húsavíkur, Hitaveitu Blönduóss auk fjöl- margra annarra hitaveitna um land allt. Á þeim tíma sem Karl Ómar var framkvæmdastjóri Fjarhit- unar stækkaði fyrirtækið mikið og annaðist sífellt fjölbreyttari verkefni, m.a. hönnun lagna og loftræsikerfa í stórbyggingar eins og Perluna og Flugstöð Karl Ómar Jónsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS VILLI VILHJÁLMSSON, sem lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, föstudaginn 28. febrúar, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mánudaginn 10. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinnsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Sigrún Jóhannsdóttir, Benedikt Magnússon, Bryndís Ólafsdóttir, Jóhann Magnússon, Ingunn Jónsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Gauti Halldórsson, Vilhjálmur Magnússon, Ólöf Helga Þorvaldsdóttir Linnet, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.