Morgunblaðið - 13.03.2014, Page 2

Morgunblaðið - 13.03.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höfum ekki séð jafn mikinn snjó á Há- reksstaðaleið frá því nýi vegurinn var opnaður um 2000. Það er eiginlega samfelldur skafl frá Skjöldólfsstaðahnjúk og þangað til fer að sjá í Möðrudal, alls um 40 kílómetrar,“ segir Magn- ús Jóhannsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni í Fellabæ. Hann stjórnar snjóruðningi á hluta fjallveganna á milli Austurlands og Norður- lands. Sömu sögu má segja um veginn niður í Vopnafjörð og þar má bæta 20-25 kílómetrum við. Snjógöngin á þessari leið eru frá því að vera einn metri og upp í tvo metra á dýpt. Telur Magn- ús að meðaltalið geti verið um hálfur annar metri. Ekki er nóg með að snjórinn sé mikill heldur hefur veður verið snjóruðn- ingsmönnum afar óhag- stætt. „Við höfum aldrei fengið frið til að moka al- mennilega. Alltaf hálf- gerður bylur hluta úr deg- inum eða allan daginn,“ segir Magnús. Hann segir að austan- eða norðaustanhátt hafi ríkt frá því fyrir jól. Þegar tækin þurfa að moka á hægri ferð þeytist snjórinn ekki nógu langt út fyrir veg og hleðst upp í ruðninga. Mikil vinna bíður vegagerðarmanna. Þeir þurfa að moka upp vegstikurnar eða setja nýj- ar á löngum köflum. Svo þarf að blása burt snjónum til að lækka gangaveggina og draga úr líkum á að göngin fyllist jafnóðum og mokað er. „Við notum þá klukkutíma eða daga sem við fáum frið til að laga þetta. Annars heyrist mér að hann spái norðan- og norðaustanátt næstu daga og smá úrkomu og þá verður áframhaldandi skafrenningur á heiðum,“ segir Magnús. Vegagerðin ákvað á dögunum að draga úr snjómokstri á veginum á milli Mývatnssveitar og Jökuldals og niður í Vopnafjörð, vegna erf- iðleika við snjómoksturinn. Nú er mokað alla daga, eftir því sem veður leyfir. Magnús var á Fjarðarheiði í gær, á milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Þar er mikill snjór. Magnús segir að snjórinn liggi þétt yfir öllu, hvergi sjáist í gil eða ójöfnur. „Eina gilið sem sést er vegurinn og þangað fýkur snjórinn af þessum stóru sléttum,“ segir hann. Snjógöng- in á Fjarðarheiði eru orðin um þriggja metra djúp og liggja alla leiðina yfir heiðina. „Stund- um sér maður ekki tilganginn í því að moka þegar allt er orðið fullt daginn eftir en þetta verður að gera, fólkið þarf þessa þjónustu.“ Ljósmynd/Örlygur Svavarsson Háreksstaðaleið Endalaus vinna er hjá snjóruðningsmönnum á fjallvegum á milli Norðurlands og Austurlands. Þeir hafa lítinn frið haft fyrir veðri alveg frá því fyrir jól. 60 kílómetra samfelld snjógöng  Meiri snjór á Háreksstaðaleið en sést hefur frá því vegur var lagður  Ekki hefst undan að laga til Magnús Jóhannsson Kínverski stórmeistarinn Li Chao varð hlutskarpastur á skákmótinu Reykjavík Open 2014 sem lauk í gærkvöldi. Hann hlaut 8,5 vinn- inga. Helgi Ólafsson stórmeistari stóð sig með miklum glæsibrag og endaði í 2.-5. sæti með 8 vinn- inga ásamt þeim Robin Van Kam- pen frá Hollandi, Kanadamann- inum Eric Hansen og Eduardas Rozentalis frá Litháen. Chao fékk í sinn hlut 5 þúsund evrur sem jafngilda rúmum 780 þúsund krónum en heildar- verðlaunafé á mótinu var 15 þús- und evrur eða sem nemur rúmum 2,3 milljónum króna. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að mótið hefði heppnast með ein- dæmum vel og að mótshaldarar væru himinlifandi með útkomuna. Þetta var 50. Reykjavíkurskák- mótið. Aldrei hafa fleiri tekið þátt en á mótið komu rúmlega 260 keppendur frá um 45 löndum. vidar@mbl.is Chao vann og Helgi í 2.-5. sæti Morgunblaðið/Styrmir Kári Verðlaunaafhending Li Chao, fyrir miðju, varð hlutskarpastur á mótinu. Norðmenn og Færeyingar hafa náð samkomulagi við Evrópusambandið um lausn á makríldeilu þjóðanna. Ís- lendingar eiga ekki aðild að samn- ingnum sem undirritaður var í Lond- on í gærkvöldi. Samkomulagið felur í sér að Evr- ópusambandsríkin fá að veiða 611 þúsund tonn úr stofninum (49,4%), Noregur 279 þúsund tonn (22,5%) og Færeyingar 156 þúsund tonn (12,6%). Þetta er veruleg aukning fyrir Fær- eyinga, en talsverð minnkun fyrir ESB og Noreg. Þá mun gert ráð fyrir að Íslendingar og Rússar fái kvóta upp á samtals 193 þúsund tonn (15,6%). Virðist sem hlutur Rússa gæti orðið um 42 þúsund tonn, sem þýðir að um 150 þúsund eru ætluð Ís- lendingum. Ekki komið hreint fram Tíðindin um samkomulagið komu íslenskum ráðamönnum og embætt- ismönnum mjög á óvart þegar þau bárust hingað síðdegis í gær. „Við er- um ennþá að reyna að kynna okkur þetta betur og fá einhver svör. En eins og þetta lítur út þá eru þetta vit- anlega mikil vonbrigði. Við teygðum okkur mjög langt og töldum að við hefðum verið komin með skilning hjá Evrópusambandinu hvernig hægt væri að lenda málum. Þannig að það eru vonbrigði að þeir skuli fara svona fram hjá okkur,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í samtali við mbl.is í gærkvöldi. „Menn hafa verið að reyna alveg fram á síðasta dag að ná einhverri heildrænni sátt, en það virðist hafa verið unnið að þessu einhvers staðar á bak við tjöldin, fjarri okkur,“ sagði Gunnar. „Okkur líkar ekki að Evr- ópusambandið hafi ekki komið hreint fram við okkur – og auðvitað líkar okkur ekki heldur að Færeyingar skuli taka þátt í þessu, þar sem við höfum verið miklir bandamenn í þessu öllu saman,“ bætti hann við. Þá sagði Gunnar, að miðað við þær tölur sem liggi á borðinu þá virðist sem svo að Norðmenn, Færeyingar og ESB taki til sín allan makrílkvót- ann. „Og skilja ekkert eftir handa okkur. Við höfum lagt áherslu á að menn myndu virða vísindin í þessu. Miða nýtingu allra út frá vísindun- um,“ sagði hann. Maria Damanaki, sjávarútvegs- stjóri ESB, segir að dyrnar standi enn opnar fyrir Ísland að koma að samkomulaginu í nánustu framtíð. Spurður út í það segir Gunnar: „Mitt mat í dag er að þetta sé einskis virði miðað við þá framkomu sem við höf- um séð. En auðvitað kann að vera að það sé eitthvað í þessari yfirlýsingu sem þarf að skýra betur – þannig að við sjáum til. Við munum nota kvöldið í kvöld og morgundaginn til þess að meta þetta,“ sagði ráðherra að lokum. Vekur margar spurningar „Þetta eru forkastanleg vinnu- brögð,“ sagði Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, sem tekið hefur þátt í samningaviðræðunum af Íslands hálfu. Hann sagði að tölur um kvótaskiptinguna vektu margar spurningar sem fá yrði svör við. Hvorki Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra né Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Ís- lands, vildu tjá sig um málið í gær- kvöldi. Utanríkismálanefnd kemur saman til fundar í dag til að fjalla um samn- inginn. gudmundur@mbl.is ESB samdi óvænt við Noreg og Færeyjar  „Unnið á bak við tjöldin,“ segir utanríkisráðherra Morgunblaðið/Styrmir Kári Makríll Samkomulag án þátttöku Íslendinga skapar nýja stöðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.