Morgunblaðið - 13.03.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
Reykvíkingar!
Ekki gleyma að
kjósa um betri
hverfi
kjosa.betrireykjavik.is
Virkjum íbúalýðræðið!
Opið er fyrir atkvæðagreiðslu
11.-18. mars
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Það kom aldrei neitt annað til
greina,“ segir Geir Gunnlaugsson
landlæknir sem fyrir tveimur vikum
gaf Gunnlaugi syni sínum annað
nýra sitt. Feðgunum heilsast vel,
þeir safna nú kröftum eftir aðgerð-
irnar og líta bjartsýnir fram á veg-
inn.
Gunnlaugur er 28 ára gamall lög-
fræðingur hjá innanríkisráðuneyt-
inu. Hann greindist með IgA-
nýrnamein árið 2005, þá 19 ára gam-
all, en meinið hefur þau áhrif að
nýrun hreinsa ekki blóðið í lík-
amanum. Þá hóf hann lyfjameðferð
sem hélt framrás sjúkdómsins niðri
í nokkur ár, þar til í árslok 2012, en
fram að því hafði sjúkdómurinn lítil
áhrif á líf Gunnlaugs. Í lok ársins
2012 kom í ljós að sjúkdómurinn fór
versnandi og ljóst að stefndi í
ígræðslu innan 2-5 ára. „En mér
hrakaði enn og ígræðsla varð því
nauðsynleg við fyrsta mögulega
tækifæri,“ segir Gunnlaugur.
Valið var mjög auðvelt
Þegar fyrir lá að hann þyrfti
nýragjöf báðu foreldrar hans, þau
Geir og kona hans, Jónína Ein-
arsdóttir, um að þau yrðu rann-
sökuð með nýragjöf í huga. Fljót-
lega kom í ljós að Geir var
heppilegri kostur og að rannsóknum
loknum lá fyrir að hann væri hent-
ugur gjafi fyrir Gunnlaug. „Þegar
við stóðum frammi fyrir því að það
stefndi í þetta, þá kom aldrei neitt
annað til greina í huga okkar en að
bjóðast til að gefa honum nýra,“
segir Geir. Hafðir þú einhverntím-
ann áður íhugað að gefa líffæri? „Ég
hafði aldrei áður staðið frammi fyrir
þeirri spurningu. En þegar sonur
minn var að fara á lokastig nýrnabil-
unar, þá var valið mjög auðvelt.“
Margir vinir og ættingjar Gunn-
laugs buðust til að gefa honum nýra.
Hann segir það hafa komið sér á
óvart. „Þetta er stór aðgerð fyrir
fullfrískan einstakling að leggja
þetta á sig og ekki sjálfgefið.“
Hver væri staðan í dag, hefðir þú
ekki fengið nýtt nýra? „Þá hefði ég
væntanlega farið á biðlista eftir nýju
nýra og síðan farið reglulega í blóð-
skilun þangað til mér byðist nýra.“
Eftir að annað nýrað hefur verið
fjarlægt úr fólki stækkar hitt nýrað
og tekur við hlutverki beggja. Geir
segir brottnám nýrans hafa heppn-
ast vel. „Mín aðgerð er annars
minnsti hlutinn af þessu öllu saman
og það væri varla hægt að segja að
hún væri vel heppnuð nema nýrað
hefði tekið vel við sér, lifað áfram og
unnið sína vinnu hjá Gunnlaugi.“
Nýrað úr Geir hóf að starfa um leið
og það var komið í Gunnlaug og
þess beið ærinn starfi að hreinsa úr-
gangsefni úr blóði hans sem safnast
höfðu fyrir. „Það fór strax í yfir-
vinnu og nú er ég með 63 ára gamalt
nýra. „Það er reyndar ekki nema 62
ára,“ leiðréttir faðir hans hann snar-
lega og feðgarnir skella upp úr.
Þetta var fjölskylduverkefni
Gunnlaugur hyggst snúa aftur til
starfa eftir 3-4 mánuði og Geir í lok
mánaðarins. „Ég finn fyrir því að ég
hafi verið í aðgerð. En ég finn engan
annan mun á mér, mér líður vel og
mér fer fram á hverjum degi, enda
eru nýragjafar yfirleitt fljótir að
jafna sig,“ segir Geir. „Það er svo
ánægjulegt að sjá hvernig Gunn-
laugur styrkist dag frá degi. Við
styðjum hvor annan. Þetta er verk-
efni sem við fengum, við fjölskyldan.
Enginn óskar sér að vera í þessari
stöðu, en ef það gerist þá tekur
maður á því. Þetta var langbesta
lausnin og ég er einlæglega mjög
hamingjusamur yfir því að hafa get-
að tekið þátt í þessari lausn,“ segir
Geir.
Það kom aldrei neitt annað til greina
Geir Gunnlaugsson landlæknir gaf Gunnlaugi syni sínum nýra „Ég er einlæglega mjög
hamingjusamur yfir því að hafa getað tekið þátt í þessari lausn“ Fékk mörg tilboð um nýru
Morgunblaðið/Ómar
Með nýrað úr pabba Geir Gunnlaugsson landlæknir gaf Gunnlaugi syni sínum annað nýra sitt fyrir tveimur vikum.
MLengri útgáfa af viðtalinu
er á mbl.is.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Sýslumaðurinn á Selfossi hafnaði í
gær lögbannskröfu Bjarna Bene-
diktssonar fjármálaráðherra á gjald-
töku við Geysissvæði. Landeigenda-
félag Geysis sendi í kjölfarið frá sér
tilkynningu þar sem niðurstöðunni
er fagnað og áréttað að gjaldtaka
muni hefjast innan fárra daga.
Gjaldtaka af ferðafólki átti að hefjast
sl. mánudag. Landeigendafélagið
ákvað hins vegar að fresta gjaldtök-
unni vegna lögbannskröfu ráð-
herrans.
Landeigendafélagið hefur undir-
búið gjaldtökuna síðustu mánuði og
um leið þjónustu á svæðinu. Þannig
hafa níu starfsmenn verið ráðnir og
tóku þeir til
starfa 1. mars.
Tæknimálin hafa
verið undirbúin
og bæklingar
prentaðir.
Ríkið á hluta
Geysissvæðisins
en ágreiningur
hefur verið um af-
mörkun hans.
Gjaldtakan var ákveðin í andstöðu
við ríkið og gekk lögbannskrafa fjár-
málaráðuneytisins út á að bann yrði
sett við því að landeigendafélagið
innheimti gjald af ferðafólki sem
heimsækir Geysissvæðið.
Garðar Eiríksson, talsmaður land-
eigendafélagsins, segir að innheimt-
ar verði 600 krónur í aðgangseyri
fyrir 17 ára og eldri. Samið hefur
verið við verslunina Geysi sem stað-
sett er andspænis hverasvæðinu um
að innheimta gjaldið en ekki verða
settir upp sérstakir skúrar til að sjá
um innheimtuna.
Íslendingar fái sérkjör
„Við erum að verja náttúruna og
gera hana móttækilega fyrir þessu
mikla álagi. Íslendingar eru lítill
hluti þeirra sem heimsækja okkur,“
segir Garðar. Að sögn hans koma um
og yfir 600 þúsund manns á Geysis-
svæðið á ári hverju. Þar af eru innan
við 5% Íslendingar. Garðar segir að
til greina komi að koma til móts við
Íslendinga með einhverjum hætti
seinna meir en það verði ekki gert til
að byrja með.
Sýslumaður hafnaði lög-
bannskröfu á gjaldtöku
Gjaldtaka hefst á Geysissvæði á næstu dögum
Geysir í Haukadal.
„Ég sé ekki fram á að það verði hægt
að halda próf í skólanum í vor ef
verkfall háskólakennara verður
komið til framkvæmda þegar þau
eiga að hefjast,“ sagði Hreinn Páls-
son, prófstjóri Háskóla Íslands, í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. Kennarar við háskólann
greiða atkvæði í næstu viku um boð-
un verkfalls í vor. Ef af verður munu
þeir leggja niður störf á hefðbundn-
um próftíma, 25. apríl til 10. maí, sem
þýðir að nemendur munu ekki ljúka
tilskildum einingum og Háskólinn
ekki fá greidda fjárveitingu sem því
nemur.
Tæplega fjórtán þúsund nemend-
ur eru skráðir í Háskóla Íslands.
Verkfallið mundi hafa mikil áhrif á
námsframvindu stórs hluta þeirra.
Að sögn Hreins eru 500 próf skráð
í vor og 25 þúsund próftökur.Verk-
fall mundi einnig hafa áhrif á störf
um eitt hundrað prófvarða.
„Við höfum átt í viðræðum við full-
trúa samninganefndar ríkisins og
það hefur ekki náðst samþykki
æðstu stjórnvalda við þeim tillögum
sem við höfum lagt fram. Það hefur
hvorki gengið né rekið og því miður
þurfum við að grípa til aðgerða til að
leggja áherslu á okkar kröfur,“ sagði
Jörundur Guðmundsson, formaður
Félags háskólakennara, við mbl.is í
gær.
Aðgerðirnar ná eingöngu til kenn-
ara við Háskóla Íslands, en í þeim
hópi eru um þúsund manns. Jörund-
ur segist hafa haft spurnir af því að
félag kennara við Háskólann á Ak-
ureyri íhugi sambærilegar aðgerðir.
„Við erum líka að þessu vegna
þess að stjórnvöld eru búin að lýsa
því yfir að það þurfi að leiðrétta hlut
háskólanna, og sérstaklega Háskóla
Íslands,“ segir Jörundur.
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboð-
unina hefst á mánudag og stendur út
næstu viku. Frekari samningafundir
við ríkið hafa ekki verið boðaðir.
Mikil áhrif á þúsundir nema
Háskólakennarar íhuga verkfall á próftíma nemenda í vor
Morgunblaðið/Ernir
Verkfall Ekki yrði hægt að halda
próf í háskólanum í vor.
Fulltrúar Vinstri grænna, Besta
flokks og Samfylkingar samþykktu á
fundi umhverfis- og samgönguráðs
Reykjavíkur í gær að skora á Alþingi
að setja fyrningarákvæði í skipu-
lagslög, þannig að hægt verði að end-
urskoða skipulagsáætlanir ef fram-
kvæmdir hefjast ekki innan ákveðins
tíma. Er bókunin sett fram í ljósi
þess mats flokkanna að deiliskipulag
Skuggahverfis sé „barn síns tíma“.
Er sérstaklega tilgreint að turn sem
til stendur að reisa við Skúlagötu
eigi eftir að hafa áhrif á ,,veðurfar,
útsýni og ásýnd borgarinnar og mun
skerða mikilvægan sjónás norður
Frakkastíg“. Deiliskipulag sem farið
er eftir við Skúlagötu er átta ára
gamalt.
Í bókuninni kemur fram að ráðið
feli skipulagsfulltrúa að hefja við-
ræður við verktaka og höfða til sam-
visku þeirra vegna framkominnar
gagnrýni. Framkvæmdir við minni
turn af tveimur sem eiga að rísa við
Lindargötu 39 og Skúlagötu 22 eru
hafnar en eins og kom fram í Morg-
unblaðinu 3. mars mun háhýsið
breyta götumynd Frakkastígs um-
talsvert og skyggja á útsýni frá
Skólavörðuholti niður götuna að
sjónum. Byggingarleyfi fyrir
turnana tvo sem á að reisa við Lind-
argötu 39 og Skúlagötu 22 voru sam-
þykkt í janúar sl. og 2012 í samræmi
við deiliskipulag frá árinu 2006.
Leyfin eru samþykkt af byggingar-
fulltrúa og fara ekki fyrir pólitísk ráð
borgarinnar nema til afgreiðslu.
vidar@mbl.is
Alþingi setji
fyrningarákvæði
Áskorun VG, BF og Samfylkingar