Morgunblaðið - 13.03.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
flottir í flísum
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Þess er ekki getið í dómi Hæsta-
réttar eða héraðsdóms í máli Más
Guðmundssonar seðlabankastjóra
að hann hafi höfðað málið til að
leggja lóð á
vogarskálar sjálf-
stæðis bankans,
líkt og hann hélt
fram í útvarps-
þættinum
Sprengisandi sl.
sunnudag. Þess í
stað er eingöngu
vísað í úrskurð
kjararáðs um
launakjör hans.
Orðrétt sagði Már í samtali við
Sigurjón M. Egilsson blaðamann í
útvarpsþættinum Sprengisandi:
„Þetta snýst ekki um launamál.
Þetta er ekki hefðbundið launamál.
Þetta er miklu, miklu stærra mál en
það. Þetta snýst um það hvernig er
rétt staðið að ákvörðunum. Er staðið
við samninga? Og þetta snýst um
sjálfstæði Seðlabankans og svona
embættisstöðu seðlabankastjórans,“
sagði Már og bætti svo síðar við í
sama útvarpsviðtali sl. sunnudag:
„Ég var alla tíð og hef alla tíð ver-
ið mjög viðkvæmur fyrir því að
standa mína vakt varðandi sjálfstæði
bankans og varðandi embætti seðla-
bankastjóra, bara með framtíð
seðlabankastjóra í huga og svo
framvegis. Þannig að ég taldi eftir
nokkra skoðun og ræddi það m.a.
við formann bankaráðsins að það
þyrfti að fá einhverja niðurstöðu í
þetta … Þetta var ekkert aðallega
persónulegur hagur minn.“
Athygli vekur í ljósi ofangreindra
ummæla að í dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur hinn 3. október 2012
segir orðrétt: „Upphaflega krafðist
stefndi [þ.e. Seðlabankinn] þess að
málinu yrði vísað frá héraðsdómi.“
Þrátt fyrir að seðlabankastjóri
hafi þannig höfðað mál gegn Seðla-
bankanum með hagsmuni bankans í
huga krafðist bankinn þess að mál-
inu yrði vísað frá.
Már gaf ekki kost á viðtali vegna
málsins.
Seðlabankinn vildi vísa frá máli
sem Már sagði í þágu bankans
Már
Guðmundsson
Morgunblaðið/Golli
Seðlabanki Íslands Höfuðstöðvar
bankans við Kalkofnsveg.
Eins og Ásmundur nefnir eru ýms-
ar hliðar á umræddu álitaefni. Má í
því efni vísa til laga um tekjuskatt
nr. 90/2003 en þar er vikið að
starfstengdum hlunnindum:
„Öll hlunnindi og fríðindi sem
launagreiðandi lætur starfsmanni
í té til einkaþarfa eru lögð að jöfnu
við laun til viðkomandi og ber að
telja til tekna miðað við markaðs-
verð eða gangverð, þ.e. til tekna
skal telja fjárhæð sem nemur þeim
kostnaði sem launþeginn hefði
þurft að leggja út fyrir í þessu
sambandi, nema um hlunnindi eða
fríðindi þessi gildi sérstakt mats-
verð samkvæmt skattmati þessu.“
Deloitte fer með endurskoðun
hjá Seðlabanka Íslands.
Morgunblaðið sendi fyrirspurn
til Deloitte um það hvernig kostn-
aður SÍ vegna málaferlis seðla-
bankastjóra var bókfærður.
Deloitte kvaðst bundið trúnaði
og vísaði á SÍ. Í svari SÍ var vísað
til ummæla fv. formanns banka-
ráðs um að „Seðlabankinn tæki á
sig þennan kostnað og því hafi
seðlabankastjóri ekki litið á þetta
sem hlunnindi“. „Hafi þar til bær
yfirvöld aðra skoðun verður brugð-
ist við því.“
Hlunnindi geti talist til tekna
LÖG UM TEKJUSKATT
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands, telur að Lára V. Júlíusdóttir,
fv. formaður bankaráðs Seðlabank-
ans, hefði átt að færa til bókar þá
ákvörðun sína að
bankinn myndi
greiða málskostn-
að Más Guð-
mundssonar
seðlabankastjóra,
vegna máls hans
gegn bankanum.
„Á einhvern
hátt hefði þetta
þurft að vera
skjalfest á ein-
hverjum tíma-
punkti. Ef það er ekki gert kemur
mér það á óvart.“
Tilefnið er að Lára hefur lýst því
yfir að hún muni ekki hvenær eða
hvernig ákvörðunin var tekin. Það sé
enda svo langur tími liðinn.
Gagnrýnt er í skýrslu
Rannsóknarnefndar Alþingis að for-
ystumenn þjóðarinnar skyldu ekki
færa mikilvægar stjórnvaldsákvarð-
anir til bókar. Var vikið að þessu í
Landsdómsmálinu. „Ég hefði haldið
að í öllum venjulegum stofnunum
væri það eðlilegt að slík ákvörðun
færi t.d. til rekstrarstjóra – og þess
vegna yfirlögfræðings bankans,“
segir Gunnar Helgi.
„Hins vegar er hér um að ræða
yfirmann stofnunarinnar. Hann er
vanhæfur. Þar með verða allir undir-
menn hans vanhæfir, skv. venjuleg-
um reglum. Þá er eftir formaður
stjórnar bankaráðs sem er ekki van-
hæfur, strangt til tekið, og væntan-
lega litlar reglur eða hefðir sem ná
yfir svona óvenjulegar aðstæður. Ég
myndi halda að maður þyrfti meiri
upplýsingar um samskipti þeirra
[Más og Láru] til að átta sig á því
hvenær hún tók ákvörðunina og
hvernig hún hafði hugsað sér að
formleg afgreiðsla hennar innan
bankans færi fram.“
Lausatök í stjórnsýslunni
– Eru þessi mál lausari í reipunum
hér en í nágrannalöndum?
„Já. Það var gert visst átak í að
reyna að taka á þessu í kjölfar
skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Það voru gerðar einhverjar ráðstaf-
anir. Ég veit ekki hvort það hefur
verið skoðað hvernig hefur tekist til
en mig grunar að einhverju sé ólokið
í því efni. Þetta mál finnst mér til
dæmis bera vitni um það,“ segir
Gunnar Helgi sem telur að SÍ hefði
átt að upplýsa fjármálaráðuneytið
um að bankinn myndi greiða kostnað
seðlabankastjóra vegna málsóknar
gegn bankanum. En tilefni bréfanna
var fyrirspurn Ásmundar Einars
Daðasonar, þingmanns Framsókn-
arflokksins, en þar spurði hann
hvort seðlabankastjóri myndi greiða
kostnaðinn. Fram hefur komið að
ákvörðun um greiðslu SÍ lá fyrir
þegar bréfin voru send.
„Þarna er um að ræða sjálfstæða
stofnun og yfirmann sem er í máli
gegn stofnuninni. Frá stjórnsýslu-
legum sjónarhóli er það það áhuga-
verðasta og einkennilegasta við
þetta mál. Það er hætt við því þegar
svoleiðis gerist að bæði hlutverk og
boðleiðir verði óskýr, eins og virðist
hafa gerst í þessu tilviki.
Ég held hins vegar að það sé klárt
að þótt stofnunin sé sjálfstæð eigi
ráðuneytið rétt á upplýsingum frá
henni. Það á ekki endilega rétt á að
vera upplýst að frumkvæði hennar
um öll mál. Að svo miklu leyti sem
það biður um upplýsingar held ég að
það hljóti að felast í eftirlitsskyldu
ráðuneytis með sjálfstæðum stofn-
unum að það geti beðið um upplýs-
ingar og eigi að fá rétt svör.“
Átti að bóka að SÍ
bæri kostnað Más
Prófessor greinir verklag fyrrverandi formanns bankaráðs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Seðlabanki Íslands Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór í mál við Seðlabankann vegna launakjara sinna.
Prófessor í stjórnmálafræði telur að Seðlabankinn hefði átt að upplýsa fjármálaráðuneytið um alla þætti málsins.
Gunnar Helgi
Kristinsson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eins og Morgunblaðið hefur greint
frá greiddi Seðlabankinn málskostn-
að Más Guðmundssonar seðlabanka-
stjóra vegna málsóknar hans gegn
bankanum.
Hlutur seðlabankastjóra var alls
4.148.116 krónur fyrir lögfræðikostn-
að fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og
Hæstarétti, af samtals 7.431.356
króna kostnaði Seðlabanka Íslands
við málaferlin.
Greiðslur Seðlabankans vegna
þessa voru ekki þekktar fyrr en
Morgunblaðið greindi frá málinu. Því
vaknar spurning um hvernig hefði átt
að fara með þessar greiðslur í skatt-
skilum Más.
Af því tilefni leitaði Morgunblaðið
álits Ásmundar G. Vilhjálmssonar
skattalögmanns og aðjunkts við við-
skiptafræðideild Háskóla Íslands.
Hann segir málið flókið.
Flókið úrlausnarefni
„Þetta er mjög flókið vandamál og
því ekki unnt að gefa einhlítt svar við
því. Í fljótu bragði sýnist mér þannig
reyna á þrenns konar álitamál við úr-
lausn þess.
Annars vegar er það spurningin
hvort málskostnaðargreiðslan til-
heyri raunverulega Má því eins og
fram hefur komið virðist hann hafa
neyðst til að fara í málið af tæknileg-
um ástæðum. Greiðslan tilheyri því
greiðandanum, það er bankanum, og
fyrst svo er myndi ekki vera hægt að
gera Má skatt af
henni.
En jafnvel þótt
talið yrði að
greiðslan tilheyrði
Má kann Már að
eiga rétt á að
draga frá greiðsl-
unni jafnháa fjár-
hæð og greiðsl-
unni nam þannig
að skattskyldar
tekjur hans undir þeim kringumstæð-
um eru 0 kr. Helgast það af því að
mögulega telst greiðslan ekki laun,
kaupauki eða launahlunnindi heldur
styrkur og frá slíkum greiðslum má
draga kostnað sem gengur til að afla
teknanna eftir sömu reglum og þegar
rekstrarkostnaður á í hlut.“
Gæti talist til hlunninda
Ásmundur heldur áfram.
„Loks kemur til greina að líta á
greiðsluna sem laun, kaupauka eða
hlunnindi. Má rökstyðja það með vís-
an til uppruna teknanna. Almennt er
ekki unnt að draga neinn kostnað frá
launum. Ekki er samt hægt að loka
augunum fyrir því að greiðslan dreg-
ur svolítinn blæ af endurgreiðslu á út-
lögðum kostnaði sem starfsmaður
verður fyrir í vinnunni, ekki ósvipað
því að gildir um starfsmenn utanríkis-
þjónustunnar þegar þeir fara til út-
landa til að vinna og yrði það niður-
staðan sleppur Már við skattinn.
Semsé mjög flókið mál með mörgum
óvissuþáttum,“ segir Ásmundur G.
Vilhjálmsson.
Kostnaður SÍ
veki spurningar
Skattalögmaður bendir á álitamál
Ásmundur G.
Vilhjálmsson