Morgunblaðið - 13.03.2014, Page 12
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Landsvirkjun stendur nú frammi
fyrir því að yfirstandandi vatnsár
geti mögulega orðið jafn slæmt og
hið síðasta, sem var næstversta
vatnsár í sögu Landsvirkjunar
vegna úrkomuleysis og kulda á há-
lendinu síðasta vor og sumar. Af
þeim sökum náðist ekki að fylla öll
miðlunarlón Landsvirkjunar síðasta
haust.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir aðstæðurnar
í vatnsbúskapnum afar sérstæðar í
ljósi þess hve tíðarfarið og inn-
rennslið hefur
lengi verið óhag-
stætt. Þar áður
hafi innrennsli í
lónin verið
óvenjumikið á tíu
ára tímabili.
Horfurnar í
vatnsbúskapnum
hafa hins vegar
farið versnandi á
undanförnum
vikum þar sem
innrennsli í Þórisvatn og Blöndulón
hefur verið sögulega lítið. Tíðarfarið
á hálendinu hefur haldið áfram að
leika Landsvirkjun grátt, með
ríkjandi norðaustanáttum, kulda og
lítilli úrkomu á lykilsvæðum fyr-
irtækisins.
Horfa stíft á veðurfréttirnar
„Síðasta vatnsár var eitt hið slak-
asta í sögu fyrirtækisins en við
komumst í gegnum það án skerð-
ingar á raforku. En síðan hefur
þetta ár einnig farið illa af stað, sér-
staklega á Tungnaár- og Blöndu-
svæðinu. Á Tungnaársvæðinu er
innrennslið hið minnsta sem við
höfum séð í 55 ára sögu þessara
mælinga og í Blöndulóninu er þetta
nálægt sögulegu lágmarki. Það er
hins vegar of snemmt að spá um
framhaldið. Hlutirnir geta breyst
hratt og við höldum í vonina um að
tíðarfarið á hálendinu verði okkur
hagstæðara með meiri úrkomu og
hlýindum. Við horfum stíft á veður-
fréttirnar þessa dagana fyrir há-
lendið, ekki fyrir Reykjavík,“ segir
Hörður.
Síðasta ár skar sig úr
Í áætlunum Landsvirkjunar er
miðað við sögulegar upplýsingar um
rennsli síðustu 55 árin, að teknu til-
liti til þeirra breytinga sem orðið
hafa á veðurfari vegna hlýnunar
loftslags. Undanfarin tíu ár hefur
óvenjuhátt hlutfall ára verið með
innrennsli ofan meðallags og aðeins
eitt ár, þ.e. 2013, með rennsli langt
undir meðallagi. Í fyrra var rennsli
mjög nálægt lægstu spám og náðu
hvorki Blöndulón né Þórisvatn að
fyllast.
Vegna lélegs vatnsbúskapar í
miðlunarlónum hefur Landsvirkjun
orðið að grípa til skerðingar á raf-
orku til stóriðju og í heildsölu, í
samræmi við gerða samninga. Áætl-
anir hafa gert ráð fyrir að draga úr
heild úr orkuafhendingu sem nemur
260 gígavattstundum, eða um 2% af
orkuvinnslu Landsvirkjunar. Í ljósi
aðstæðna nú er verið að endurmeta
skerðingarþörfina en Hörður segir
of snemmt að fullyrða hvort auka
þurfi skerðinguna. „Það mun ráðast
af því hvernig veðurfarið verður
næstu vikurnar. Þrátt fyrir meiri
úrkomu á hálendinu í marsmánuði
er of stuttur tími liðinn til að fyllast
bjartsýni.“
Tekjutap Landsvirkjunar vegna
þessara skerðinga skiptir hundr-
uðum milljóna króna og hið sama
má segja um stærstu viðskiptavini
fyrirtækisins. „Þetta hefur veruleg
áhrif á báða aðila, við erum öll á
sama báti hvað þetta varðar,“ segir
Hörður.
Samið um sveigjanleika
Um 75% af allri raforkuvinnslu
eru með vatnsafli, sem er háð af-
rennsli af þeim vatnasviðum sem
virkjanir Landsvirkjunar nýta.
Rennslið er sveiflukennt, bæði á
milli árstíða en einnig á milli ára.
Eru miðlunarlónin nýtt til að jafna
sveiflur innan ársins en samkvæmt
upplýsingum frá Landsvirkjun eru
lónin ekki næganlega stór til að
jafna sveiflur á milli ára. Þá er grip-
ið til umsamins sveigjanleika í af-
hendingu á orku og eru flestir við-
skiptavinir Landsvirkjunar með
slíka samninga. Þannig eru stórnot-
endur eins og álverin með um 10%
af sínum samningum sveigjanlega.
„Í lokuðum vatnsorkukerfum
leita menn leiða til að halda þokka-
legri nýtingu. Þar af leiðandi semja
menn annars vegar um trygga orku
og hins vegar skerðanlega orku.
Okkar viðskiptavinum er algjörlega
ljóst á hvaða forsendum þeir kaupa
orkuna. Við höfum fullan skilning á
því óhagræði sem þessar skerð-
ingar hafa í för með sér,“ segir
Hörður
Aðspurður hvort þessi óvissa í af-
hendingaröryggi geti ekki haft áhrif
á viðræður við nýja orkukaupendur
vonast Hörður til að svo verði ekki.
Landsvirkjun vilji líta svo á að um
einstaka atburði sé að ræða, sem
haldist ekki til eilífðarnóns.
Auðveldara með sæstreng
Landsvirkjun hefur sem kunnugt
er skoðað möguleika á lagningu sæ-
strengs milli Íslands og Evrópu.
Hörður segir að með slíkum streng
væri auðveldara að takast á við það
tíðarfar sem ríkt hefur undanfarið.
Í góðum vatnsárum sé að sama
skapi hægt að nýta sér þá orku sem
ekki sé möguleiki á í dag.
Stefnir aftur í slæmt vatnsár
Úrkomuleysi og kuldi á hálendinu leikur Landsvirkjun grátt Versnandi horfur í vatnsbúskap
Innrennslið á Tungnaársvæðinu ekki minna í 55 ár Endurmeta þörf á skerðingar á raforku
Morgunblaðið/Einar Falur
Miðlunarlón Blöndulón á Auðkúluheiði í ágætu horfi fyrir nokkrum árum. Innrennslið í lónið á síðasta ári var hins vegar nálægt sögulegu lágmarki.
Miðlunarforði Landsvirkjunar
Ámyndinni má sjá stöðu miðlunarforða Landsvirkjunar það sem af er vetri (rauð lína) í samanburði við þróun
miðlunarforðans á síðasta ári (brotin lína). Í bakgrunni er spá sem var gerð 1. október 2013 ummögulega þróun
miðlunarstöðu út frá sögulegu innrennsli í lónin frá 1950. Þau eru flokkuð í þurr ár, meðalár og blaut ár.
Fo
rð
iG
W
h
Blautt Meðal Þurrt Miðgildi 2012-13 Staðan nú
5.500
5.000
4.500
4.000
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2013 2014
okt. nóv. jan. mars maí júlí sept. nóv.des. feb. apr. júní ág. okt. des.
Innrennsli til virkjana Landsvirkjunar
G
W
st
* Miðað við að rennsli það sem eftir lifi árs sé í samræmi við rennsli það sem af er ári.
20.000
19.000
18.000
17.000
16.000
15.000
14.000
13.000
12.000
19
91
/1
99
2
19
92
/1
99
3
19
96
/1
99
7
20
00
/2
00
1
20
04
/2
00
5
20
08
/2
00
9
20
12
/2
01
3
19
94
/1
99
5
19
98
/1
99
9
20
02
/2
00
3
20
06
/2
00
7
20
10
/2
01
1
19
93
/1
99
4
19
97
/1
99
8
20
01
/2
00
2
20
05
/2
00
6
20
09
/2
01
0
20
13
/2
01
4*
19
95
/1
99
6
19
99
/2
00
0
20
03
/2
00
4
20
07
/2
00
8
20
11
/2
01
2
Hörður
Arnarson
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
Um miðjan janúar sl. tilkynnti
Landsvirkjun stórnotendum raf-
orku að vegna lélegs vatnsbú-
skapar gæti þurft að grípa til
skerðingar á raforku. Í lok febr-
úar var síðan tilkynnt um tíma-
bundna en jafnframt samnings-
bundna skerðingu á skerðan-
legri raforku til stórnotenda,
sem kaupa orkuna í heildsölu.
Um var að ræða HS Orku, Raf-
veitu Reyðarfjarðar, Orkubú
Vestfjarða og Orkusöluna. Álver
Alcoa og Rio Tinto Alcan hafa
fengið að kenna á skerðingunni,
auk Elkem og Becromal.
Áhrif á stór-
notendur
SKERÐING RAFORKU
Hollar vörur úr náttúrunni
Íslensk framleiðsla
H-Berg efh | S. 565-6500
hberg@hberg.is | hberg.is