Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
PHILIPPE STARCK
Philippe Starck hefur útfært hugmyndir svo lengi sem hann man.
Þó háþróaðar hugmyndir hans hafi ekki fengið hljómgrunn kennara
hans, var hann þó um tvítugt búinn að afla sér heimsfrægðar og
viðurkenningar fyrir hönnun og arkitektúr.
Velkomin í stórglæsilegan sýningarsal
okkar að Draghálsi 14-16.
Gæði fara aldrei úr tísku
BAKSVIÐ
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Málaferli Más Guðmundssonar seðlabanka-
stjóra gegn Seðlabankanum áttu sér nokkurn
aðdraganda. Í viðtali við Morgunblaðið síðasta
mánudag sagði hann ósætti í bankaráðinu í júní
2010 hafa komið í veg fyrir að samkomulag um
laun sín væri efnt, og að meðal annars hefði ver-
ið lekið í Morgunblaðið. Í kjölfarið komu fram
umræður um það hver hefði gefið „loforðið“ um
óbreytt kjör Más, og neitaði þáverandi forsætis-
ráðherra að hún hefði veitt nokkuð slíkt loforð.
Kynnti sér launin sem voru í boði
Þegar Már hugleiddi það að sækja um stöðu
seðlabankastjóra í febrúar-mars 2009 vildi hann
kynna sér launin sem í boði voru. Stjórnvöld
höfðu þá ekki ákveðið enn hver þau ættu að vera,
og kom í ljós degi áður en umsóknarfresturinn
rann út að þau myndu nema um 1.575.000 krón-
um, auk bifreiðar, sem Má þótti ásættanlegt.
Babb kom hins vegar í bátinn þegar frum-
varp Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjár-
málaráðherra, um kjararáð var lagt fram á Al-
þingi 16. júní 2009, en í því var miðað við að
enginn embættismaður ætti að hafa hærri laun
en forsætisráðherra, og að kjararáð myndi eft-
irleiðis ákvarða laun ýmissa embættismanna, og
seðlabankastjóra þar á meðal. Már kannaði þá
hjá Láru V. Júlíusdóttur, þáverandi formanni
bankaráðs, hvort forsendur fyrir umsókn hans
hefðu breyst. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu-
neytisstjóri forsætisráðuneytisins, tók að sér að
vera milliliður á milli Más og Láru og hringdi í
Má og kynnti þar fyrir honum laun upp á
1.478.000 krónur. Már gat sætt sig við það og
var tekið við hann ráðningarviðtal sama dag.
Var hann skipaður 26. júní 2009.
Eftir að Már hafði verið ráðinn var lögum um
Seðlabankann breytt að tillögu efnahags- og
skattanefndar Alþingis og bætt inn í þau sér-
ákvæði um að bankaráðið skyldi ákvarða rétt til
biðlauna og eftirlauna og „önnur atriði sem
varða fjárhagslega hagsmuni hans“. Í frétt
Morgunblaðsins í maí 2010 sagði Helgi Hjörvar,
þáverandi formaður efnahags- og skattanefnd-
ar, að breytingin hefði annars vegar komið
vegna „ábendingar frá kjararáði um þann þátt
sem laut að eftirlaunum og biðlaunum og hins
vegar að ósk forsætisráðuneytisins varðandi
þann hluta er laut að fjárhagslegum hags-
munum seðlabankastjóra“. Með breytingunni
átti því að gera bankaráði kleift að efna sam-
komulagið sem gert var við Má fyrir ráðningu
hans.
Í maí 2010 kom hins vegar að því að efna
þurfti samkomulagið sem náðst hafði við Má. Í
viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn mánudag
sagði Már að þá hefðu orðið miklar deilur í
bankaráðinu og að meðal annars hefði verið lek-
ið í Morgunblaðið. „Að lokum treysta hvorki
bankinn né stjórnvöld sér til þess að efna sam-
komulagið við mig,“ sagði Már.
Fréttaflutningur Morgunblaðsins sem Már
vísaði þarna til hófst mánudaginn 3. maí 2010,
en þá var forsíðufrétt blaðsins sú að hækka ætti
laun Más um 400 þúsund krónur.
Spurt um loforðið
Í fréttinni sagði Lára V. Júlíusdóttir að Má
hefði verið lofað að hann gæti treyst því að
launakjör hans giltu áfram. Hún vildi hins vegar
ekki tjá sig um það hver hefði gefið Má það lof-
orð. Böndin beindust fljótlega að forsætisráð-
herra, sér í lagi þar sem ráðuneytisstjóri for-
sætisráðuneytisins hafði verið milliliður um
hver launin áttu að vera. Þá hafði samkvæmt
heimildum blaðsins tillagan um launahækkun
Más frá úrskurði kjararáðs verið kynnt í banka-
ráðinu svo að verið væri að efna loforð sem for-
sætisráðherra hefði gefið honum.
Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jó-
hönnu Sigurðardóttir, þáverandi forsætisherra,
hafnaði því í svari við fyrirspurn Morgunblaðs-
ins og tók fram að Jóhanna hefði „engin loforð
eða fyrirheit gefið um væntanleg launakjör Más
Guðmundssonar seðlabankastjóra, enda slíkt
ekki á færi ráðherra“. Ítrekaði Jóhanna það á
næstu dögum, meðal annars úr ræðustól Al-
þingis, en þingmenn stjórnarandstöðunnar
kröfðust upplýsinga um það hver hefði gefið lof-
orðið. Þá neitaði Jóhanna jafnframt að hún hefði
haft samráð við formann bankaráðsins eða á
nokkurn hátt komið að launamálum Más.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í efnahags-
og skattanefnd kröfðust frekari svara, en varð
lítt ágengt. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þá-
verandi fulltrúi Samfylkingar í efnahags- og
skattanefnd, sagði það sinn skilning á málinu að
seðlabankastjóra hefði í ráðningarferli verið
gefin „fyrirheit varðandi umrædd launakjör,
fremur en loforð“. Enginn gekkst því við loforð-
inu. Sjálfur sagði Már við Morgunblaðið í júní
2010: „Ég veit ekki hvort ég fékk loforð. Það
voru nefndar við mig ákveðnar tölur sem mér
skildist að yrði kannski reynt að fara eftir.“
Þessum anga launamálsins lauk svo að
bankaráðið hætti við að hækka laun Más, svo
sem fyrr var getið. Við tóku vangaveltur um
gildistöku úrskurðar kjararáðs og að endingu
kaus Már að fara dómstólaleiðina.
Loforð, fyrirheit eða samkomulag?
Umfjöllun Morgunblaðsins 2010 um „loforð“ til Más kom í veg fyrir að samkomulag hans um
óbreytt laun stæði Þáverandi forsætisráðherra kannaðist ekki við að hafa gefið slíkt loforð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Seðlabankinn Enginn kannaðist við „loforðið“ og spurt var hvort um fyrirheit hefði verið að ræða.
Lára V.
Júlíusdóttir
Jóhanna
Sigurðardóttir
Már
Guðmundsson