Morgunblaðið - 13.03.2014, Side 20
SVEITARFÉLÖGIN
LEIKSKÓLAR OG FÉLAGSÞJÓNUSTA
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
FRÉTTASKÝRING
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Leikskólinn er fyrsta skólastigið í
skólakerfinu og er ætlaður börnum
sem eru undir skólaskyldualdri.
Hvert og eitt sveitarfélag ber ábyrgð
á starfsemi þeirra leikskóla sem þar
eru og hverju sveitarfélagi er að auki
skylt að setja sér almenna stefnu um
högun leikskólastarfs og kynna hana
fyrir íbúum.
Í lok ársins 2012 voru starfræktir
263 leikskólar á landinu öllu, þar af
var 41 einkarekinn.
Þessa leikskóla sóttu tæplega
20.000 börn, þar af voru rúmlega
3.000 í einkareknum leikskólum og í
leikskólum störfuðu tæplega 5.000
manns. Beinn rekstrarkostnaður
sveitarfélaganna vegna leikskólanna
voru rúmir 26 milljarðar króna og
hvert heilsdagsígildi, þ.e. hvert átta
tíma leikskólapláss, kostaði 1,3 millj-
ónir króna.
Almennt er leikskólinn fyrir börn
upp að skólaskyldualdri, en lög um
leikskóla og grunnskóla heimila að
börn ljúki leikskólanámi og hefji
grunnskólanám fyrr eða síðar.
Sífellt lengri viðvera
Hlutfall barna sem fara í leikskóla
hefur aukist jafnt og þétt á undan-
förnum árum og áratugum og árið
2012 sóttu 95 % barna á aldrinum 2-
5 ára leikskóla. Viðveran hefur jafn-
framt lengst og árið 2012 voru 82%
allra leikskólabarna, frá 0-5 ára, í 8
klukkustundir eða lengur í leikskóla
á degi hverjum. Þetta er reyndar
nokkuð mismunandi eftir sveitar-
félögum. T.d. er um 31% leikskóla-
barna á höfuðborgarsvæðinu í níu
tíma eða lengur, en í minnstu sveit-
arfélögunum er það hlutfall um 10%.
Mjög mikil fjölgun hefur orðið
meðal yngri barna á leikskólum, árið
1998 voru þar 12% eins árs barna en
2012 var hlutfallið 32%.
Tæp 6% leikskólabarna nutu sér-
staks stuðnings árið 2012, en með því
er átt við börn sem vegna fötlunar,
tilfinningalegra eða félagslegra erf-
iðleika fá sérstaka aðstoð eða þjálfun
undir handleiðslu sérfræðinga. Þetta
hlutfall hefur hækkað jafnt og þétt
undanfarin ár og er hlutfall drengja
nokkru hærra en stúlkna.
Fáir eru menntaðir
Um helmingur starfsmanna leik-
skólanna hefur hvorki lært til leik-
skólakennara, né er með aðra upp-
eldismenntun og er stærsti einstaki
hópurinn þar fólk með grunnskóla-
próf.
Samkvæmt lögum um menntun og
ráðningu kennara og skólastjórn-
enda við leikskóla, grunnskóla og
framhaldsskóla skulu leikskólastjóri,
aðstoðarleikskólastjóri og leikskóla-
kennarar hafa leikskólakennara-
menntun og skipa a.m.k. 2/3 hluta
stöðugilda við kennslu, umönnun og
uppeldi leikskólabarna í hverjum
leikskóla. Reyndin er sú að þetta
lagaákvæði hefur aldrei tekist að
uppfylla, því 1.919 af 5.668 starfs-
mönnum leikskólanna árið 2012 voru
ýmist með menntun leikskólakenn-
ara eða aðstoðarleikskólakennara.
Þetta er þriðjungur starfsfólks leik-
skólanna, en til að uppfylla fyrrnefnt
Morgunblaðið/Ómar
Um 20.000 á fyrsta skólastiginu
Um 95% barna á aldrinum 2-5 ára sækja 236 leikskóla Um þriðjungur starfsmanna með leik-
skólakennaramenntun Aldrei hefur tekist að uppfylla lagaákvæði um fjölda leikskólakennara
Fyrsta skólastigið
Um 95% barna á aldn-
inum 2-5 ára sækja
leikskóla hér á landi.
2-5 ára börn í leikskólum, hlutfall af árgangi
100%
95%
90%
85%
80%
75%
70%
65%
60%
55%
50%
19
98
19
99
20
07
20
03 20
11
20
01
20
09
20
05
20
00
20
08
20
04
20
12
20
02
20
10
20
06
Heimild: Hagstofa Íslands
2 ára
3 ára
4 ára
5 ára
65%
95%
87%
96%
88%
95%91%
97%
Hlutfall leikskólabarna sem eru í
8 klst eða lengur á leikskóla á dag
Heimild: Hagstofa Íslands
100%
90%
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
19
98
19
99
20
03
20
07
20
11
20
01
20
05
20
09
20
00
20
04
20
08
20
12
20
02
20
06
20
10
40%44%
50%
57%
62% 66%
69% 71%
75% 78%
80% 79% 80% 81% 82%
Hlutverk leikskóla á Íslandi hef-
ur breyst úr því að vera gæslu-
stofnun í að vera menntastofnun
og efldist þessi áhersla enn frekar
þegar leikskólinn var skilgreindur
sem fyrsta skólastigið árið 1994.
Þær áherslubreytingar sem orð-
ið hafa á námskrám leikskóla á
undanförnum árum og aukið sam-
tarf við foreldra kalla á meiri fag-
mennsku í menntun yngri barna.
Menntun leikskólakennara hefur
verið efld, en gera þarf stórátak í
að mennta fleiri leikskólakennara
og þar geta sveitarfélögin lagt
hönd á plóg. Togstreita skapast
stundum á milli menntunar- og
þjónustuhlutverks leikskólanna.
Þetta er meðal þess sem kom
fram í doktorsrannsókn dr. Örnu H.
Jónsdóttur, lektors og formanns
námsbrautar í menntun ungra
barna í leik- og grunnskóla á
Menntavísindasviði Háskóla Ís-
lands. Þar rannsakaði Arna faglegt
hlutverk, forystu og sjálfsmynd ís-
lenskra leikskólakennara.
Ömmur og mömmur
„Það er okkar akkilesarhæll að
hafa ekki fleiri leikskólakennara
starfandi. En þessir sem eru þó að
störfum hafa lyft sannkölluðu
grettistaki í menntun leikskóla-
barna,“ segir Arna. „Það er gott
samræmi á milli löggjafarinnar og
þess hvernig leikskólakennarar
vilja vinna á vettvangi. En þeir hafa
ekki alltaf svigrúm til þess. Þeim
finnst halla á menntunarhlutverkið
á kostnað þjónustuhlutverksins og
margir telja sig því ekki geta unnið
jafn faglega og þeir vildu.“
Á leikskólinn ekki að gegna báð-
um hlutverkum; þjónustu og
menntun? „Jú, hann gerir það.
Sveitarfélögin reka flesta leik-
skólana og horfa auðvitað á það
hversu mikið kostar að reka þá en
það verður að
taka tillit til
beggja þess-
arra hlutverka
leikskólans og
ná sátt um
þau.“
Arna segir að
í rannsókn
sinni hafi einn-
ig komið fram
að mörgum
leikskólakennurum þætti skorta á
að réttindi barna væru tryggð sem
skyldi. Markvissari fjölskyldu-
stefnu væri þörf hér á landi, langur
vinnudagur foreldra og álag væri
ein ástæða þess að svo mikil
áhersla væri lögð á þjónustu-
hlutverk leikskóla. „Ég held að það
sé kominn tími til þess að íslensk
stjórnvöld setji málefni barna og
fjölskyldna í forgang.“
Að sögn Örnu hafa komið upp
hugmyndir um að sveitarfélögin
styddu við menntun leikskóla-
kennara, t.d. með því að veita
námsleyfi á launum og að hvetja
starfsfólk leikskólanna til náms í
faginu. Slíkt fyrirkomulag gæti
verið mikilvægt skref við að fjölga
leikskólakennurum. Hún nefnir
dæmi um að sveitarstjórnarmaður
hafi talað um ómenntað starfsfólk
leikskólanna sem „ömmur og
mömmur“, að það væri engin þörf
á að vera með menntað fólk í öllum
störfum. Hún segir þetta viðhorf
því miður allt of algengt og segir
talsvert um að leikskólakenn-
aranemar séu spurðir að því hvers
vegna þeir hafi valið þetta nám og
að þeir þurfi að verja náms- og
starfsvalið. „En raunin er sú að
þetta starf gefur fólki meira en
margt annað, þér finnst hlutverk
þitt skipta máli og veist að þú hef-
ur áhrif á nám og vellíðan barna.
Hvað er mikilvægara en það?“
Dr. Arna H.
Jónsdóttir
Úr gæslu í menntastofnun