Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 28

Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 RECAST - SVEFNSÓFI Svefnflötur 140x200 cm - Vönduð springdýna Litir: Blár / Grár - kr. 129.900 SVEFNSÓFAR SEM BREYTAST Í RÚM Á AUGABRAGÐI Ó Morgunblaðið gefur út 27. mars glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 24. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönn- unar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík 27.-30.03.2014 Þegar Alþingi byrj- aði að ræða skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ gat utanríkisráðherra ekki setið á sér og setti fram þingsályktun- artillögu sem samin var á skagfirska efna- hagssvæðinu, um að Ísland sliti aðlög- unarviðræðum við EU. Við þetta sturlaðist stjórnarandstaðan, svo að margir urðu að fara aftur í pontu til að biðj- ast afsökunar á fúkyrðum sem féllu í hitanum. Sumir þingmenn notuðu tækifærið og opinberuðu fáfræði sína í alþjóðamálum, með ummælum um Grænland og stjórnsýslustöðu Möltu. Einnig var vitnað í frábæra undanþágu Möltu varðandi fisk- veiðar, en ekki gáð að því að heildar- afli Möltu er minni en Binni í Gröf fiskaði á einni vetrarvertíð á m/b Gullborg RE 38/VE 38. Það er að vísu ekkert nýtt að íslenskir þing- menn tali meira af tilfinningu, en þekkingu. Hvað er í húfi? Ísland er rúmir 104 þúsund fer- kílómetrar eða svipað að stærð og Danmörk, Holland og Belgía til sam- ans. Efnahagslögsaga Íslands er 735 ferkílómetrar. Í samanburði er Þýskaland 357 ferkílómetrar, en sáralítil efnahagslögsaga til sjávar. Íbúar eru um 80 milljónir, en í Evr- ópu allri um 500 milljónir á móti okk- ur Íslendingum 0,32 milljónir. Þegar talað er um sérlausn fyrir Ísland í fiskveiðistjórnun, þá verður að hafa í huga sneypuför Noregs í því máli. Evrópusambandið er með sameig- inlegt fiskveiðistjórnunarkerfi, sem megn óánægja er um, mest vegna þess að kerfið er ekki sjálfbært og fiskistofnum hrakar. Ef við fáum sérlausn verður allt vitlaust í EU og hvert ríkið af öðru fer að krefjast eigin lausnar. Hvað er framundan? Nýlega var birt skýrsla um spill- ingu innan EU. Niðurstaðan er sú að 120 milljarðar EUR væri veltan í spillingunni og ekkert svæði innan EU væri án spillingar. Við Íslend- ingar, sem erum á EEA-svæðinu, höfum ekki áhyggjur, því hér hefur spillingin samlag- ast þjóðarsálinni og er því ekki til staðar. Það sem legið hefur í loftinu er að Stóra Bret- land (UK) sé að huga að útgöngu úr EU ef ekki yrðu gerðar töluverðar breytingar. EU and- ófsmaðurinn Richard North var í Viðtalinu sl. mánudag og lýsti viðhorfum þeirra sem kallaðir eru Euro sceptics. Hinn 27. febrúar upplifuðum við stórviðburð. Angela Merkel kanslari Þýskalands hélt sigurræðu fyrir sameinuðu þingi í Westminster. M.a. vitnaði kanslarinn í Churchill: „Þar sem ekki eru breytingar, þar ríkir stöðnun.“ Í hátíðarræðunni og á blaðamannafundinum á eftir í Down- ingstræti 10 kom það fram að kansl- arinn var hliðholl kröfum Breta um breytingar. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar þurfum að spá í. Hvað á Ísland að gera? Við eigum ekki að stoppa aðild- arviðræðurnar, heldur að fara að dæmi Sviss og halda viðræðunum í dvala. Við höfum verk að vinna, sem eru gjaldeyrishöftin, laga skulda- stöðu þjóðarinnar, gera upp föllnu bankana og skoða vel hvort hægt er að fara í skuldaleiðréttingar og af- nema verðtryggingar. Þegar og ef við tökum upp aðildarviðræðurnar að nýju verðum við að vera upp- réttir. Það verður einnig að hafa það í huga, að embættismennirnir í Brussel telja að þeir hafi vald sitt frá þeim Guði sem býr í þeim sjálfum. Það gætu komið fram nokkurs konar hefndaraðgerðir, þar sem við höfum ekki innleitt allar reglugerðir sem okkur ber samkvæmt EEA- samningnum. Evrópufárið Eftir Elías Kristjánsson Elías Kristjánsson » Þegar og ef við tökum upp aðild- arviðræðurnar að nýju verðum við að vera uppréttir. Höfundur er ferðaþjónustubóndi. Norskur sérfræð- ingur í fiskirækt og sníkjudýrafræðum, Erik Sterud, birti mjög athyglisverða grein í Morgunblaðinu hinn sjöunda mars. Í grein sinni gerir hann að umtalsefni þá vá sem hann telur steðja að villtum laxi vegna sjókvíaeldis. Sér- staklega eru athyglisverð skrif Ste- ruds um sjúkdóma sem upp geta komið og laxalús. Leggur Sterud mikla áherslu á að við útbreiðslu lúsarinnar verði spornað með öllum tiltækum ráðum. Þetta eru orð í tíma töluð og mikilvæg skilaboð frá frændum okkar í Noregi. Laxalúsin ein og sér er mesta ógn við sjókvíaeldi í heiminum í dag og nágrannaþjóðir okkar berjast hat- rammri baráttu gegn útbreiðslu hennar. Á Íslandi er enn tækifæri til að gera hlutina rétt með tilliti til lúsa- og sjúkdómamála. Erik Sterud hittir naglann á höfuðið þegar hann segir að „meira máli skiptir hve þétt eldisstöðvarnar liggja og hvernig sam- hæfðum forvörnum á sviði heilbrigðismála er háttað“. Enda þótt laxalús berist í eldislax frá villtum laxi, en ekki öfugt, er raunin sú að lúsin finnur sér hýsil í eldinu og nær að gras- sera þar og verður að stórkostlegum vanda fyrir alla. Skilja má á orðum Ste- ruds að reynslan af sjókvíaleldi í Noregi, Síle og Færeyjum sé yf- irhöfuð slæm, en svo er ekki. Hins vegar eru það orð í tíma töluð þegar hann hvetur okkur Íslendinga til að fara varlega við uppbyggingu sjó- kvíaeldis. Færeyingar lærðu sína lexíu Eftir þær miklu hremmingar af völdum sjúkdóma sem Færeyingar gengu í gegnum í sínu sjókvíaeldi tóku þeir alveg nýjan pól í hæðina við endurreisn atvinnugreinarinnar. Nú byggja frændur okkar í Fær- eyjum á hinu svokallaða „kynslóða- skipta eldi“, eða grænu eldi eins og það er einnig kallað. Sú aðferða- fræði er þannig að eftir að búið er að slátra einni laxakynslóð í eldinu er allur búnaður tekinn upp úr sjó og fjarlægður úr firðinum. Eftir það fær fjörðurinn hvíld í sex til átta mánuði áður en næsta kynslóð er sett niður. Þetta er gert til að lúsin berist ekki milli kynslóða í sama firði og búi til lúsafaraldur. Til að koma á fót grænu eldi þarf því þrjá eldisstaði, sem allir eru óháðir hver öðrum hvað varðar sjóstrauma. Með þetta að leiðarljósi hefur Fjarðalax byggt upp sitt eldi í Patreksfirði, Tálknafirði og Arnarfirði. Kynslóðaskipt eldi Landssamband fiskeldisstöðva mælir eindregið með kynslóðaskiptu sjókvíaeldi við uppbyggingu at- vinnugreinarinnar hér á landi og horfa fyrirtæki sem byggt hafa upp sjókvíaeldi á Íslandi með ábyrgum hætti undanfarin ár til þess. Þrátt fyrir það hefur gengið illa að fá ís- lensk stjórnvöld til að taka sama pól í hæðina. Ný löggjöf um sjókvíaeldi, sem nú er í meðförum Alþingis, virðist ekki ætla að taka neitt tillit til stefnu Landssambands fiskeldis- stöðva þegar kemur að varfærni og öryggismálum og hugmyndir um kynslóðaskipt eldi og samræmda seiðaútsetningu í öryggisskyni eru virtar að vettugi. Áhugaleysi stjórnvalda Ísland fer nú með formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Af því tilefni var Norræna lífhagkerfinu, NordBio, hrundið úr vör í byrjun febrúar, en markmið þess er m.a. að styrkja atvinnulíf og byggðaþróun og bæta umhverfislegan, hagrænan og félagslegan afrakstur af nýtingu auðlinda úr lífríkinu, bæði til lands og sjávar. Við sem störfum í sjókvía- eldi höfum ítrekað reynt að fá stjórnvöld til að skilja hversu mikil- vægt það er að byggja upp sjókvía- eldi á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Það hefur reynst árangurslaust. Þvert á móti virðast stjórnvöld með áhuga- og grandvaraleysi sínu ætla að stefna þeim árangri í tvísýnu sem náðst hefur á sunnanverðum Vest- fjörðum. Það gera þau t.d. með óábyrgum veitingum eldisleyfa, sem ganga þvert gegn langtímahags- munum greinarinnar. Erik Sterud bendir réttilega á að íslensk stjórn- völd hafi val um það hvort þau velji að fara dýrkeyptu leiðina eins og farin var í nágrannalöndunum eða kjósi að hefjast handa á þeim tækni- legu krossgötum sem Norðmenn standa á um þessar mundir. Lærum af dýrkeyptri reynslu Norðmanna við laxeldi Eftir Höskuld Steinarsson » Við höfum ítrekað reynt að fá stjórn- völd til að skilja hversu mikilvægt það er að byggja upp sjókvíaeldi á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Höskuldur Steinarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Fjarðalax ehf. WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.