Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18 FRÁBÆR TILBOÐ Í GANGI SJÓNMÆLINGAR MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR LINSUMÁTANIR TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 17 ÁR Sú auðsöfnun sem á sér stað hjá lífeyris- sjóðunum er hættuleg með tilliti til framtíð- arinnar. Þegar hagn- aður sjóðanna er allt að þrefaldur umfram greiðslur á ári hverju er eitthvað bogið við stefnu þeirra og stjórnun. Ég er hér með fyrir framan mig tölur úr ársreikningi Lífeyrissjóðs versl- unarmanna og þar standa þessar tölur undir dálkinum Breytingar á hreinni eign: Milljónir Iðgjöld +17.997 Lífeyrir -8.141 Fjárfestingatekjur +47.468 Hvað segja þessar tölur okkur? Í fyrsta lagi þá eru fjárfestinga- tekjur sjóðsins fimm sinnum meiri en útgjöld til öryrkja og lífeyr- isþega. Þessar 39.327 milljónir (47.468 – 8.141) er eignaaukning sjóðsins umfram iðgjöld sjóðs- félaga. Ef þessari upphæð er deilt niður á alla meðlimi sjóðsins, líf- eyrisþegana 11.330 og sjóðsfélaga, 32.708 =44.038, þá ætti hver ein- stakur af þessum fjölda, 44.038 meðlimir sjóðsins, að fá að jafnaði 894 þús. kr. í uppbót úr fjárfest- ingatekjum sjóðsins á liðnu ári. Greiðslur árið 2012 til lífeyr- isþega eru að jafnaði 718.535 kr. en ávöxtun sjóðsins á hvern með- lim er 894.000 kr., sem er um 175.465 kr. meira en greiðslur að jafnaði til hvers lífeyrisþega. Og þá kemur spurning: Hvert fara þessar 175.465 kr.? Samtals 175.535 sinnum fjöldi elli- lífeyrisþega, 11.330, gera samtals 1.988.812 kr. Því kemur önnur spurning: Er ekki gamla fólkið, ellilífeyrisþeg- arnir, með þessu að leggja tæpa tvo milljarða í sjóð hinna yngri fé- laga sjóðsins umfram fjárfestinga- tekjur hans? Þessar tölulegu staðreyndir sem að framan greinir sýna að svo sé. Svonefnd tryggingafræðileg staða sjóðanna er gerð af trygginga- fræðingum. For- sendur þær, sem þar eru lagðar til grund- vallar held ég að séu ekki réttar, alltof varfærnislegar og gera ekki annað en að safna fé langt um- fram þörf til reksturs lífeyrissjóða. Þessu til sönnunar má benda á fjölmörg at- riði. Sjóðurinn hefur stöðugt vaxið, þó svo að hann hafi náð hærri aldri en sem svarar með- alstarfsævi manna, þ.e. meira en 50 ár og aldrei vaxið meir en nú. 3,8% ávöxtunarkrafa á eignir sjóðsins er langt yfir þörfum mið- að við lífeyrisgreiðslur 2012. Þar hefði dugað 2,1% ávöxtun, þ.e. 402.205 milljarðar. Skoðum fleira. Ef hlutfall greið- enda og þiggjenda í sjóðnum héld- ist óbreytt, þ.e. 11.000 þiggjendur og 33.000 greiðendur, þá er hlut- fallið einn á móti þremur. Ef fé- lagi greiðir í sjóðinn í 45 ár (með- al-starfsævi) og ellilífeyrisþegi þiggur laun úr sjóðnum í 15 ár (á aldrinum 67-82) þá er þar einnig hlutfallið einn á móti þremur. Þ.e. fyrir hvern einn sem deyr kemur einn í staðinn, þannig að með sama fyrirkomulagi myndi sjóð- urinn stöðugt vaxa og vaxa og hvað þá? Og það sem meira er, samkvæmt sömu tölum úr upp- gjöri sjóðsins greiddi hver aðili til sjóðsins árið 2012 550.232 kr. (17.997.000.000 deilt með 32.708 greiðendum), sem gerir eigna- stöðu hvers greiðanda eftir 45 ár með 3% ávöxtun sjóðsins yfir 50 milljóna eign. Þetta þýðir að hver lífeyrisþegi ætti að fá röskar þrjár milljónir greiddar á ári í 15 ár þ.e. frá 67 ára aldri til 82 ára aldurs og er þetta án vaxta af eigninni. Þessi þróun er komin út í algera vitleysu, eign lífeyrissjóðanna orð- in þrisvar sinnum meiri en fjárlög íslenska ríkisins. Ég veit að árið 2012, sem ég miða við, er ekki óvanalegt hvað varðar hagnað sjóðsins, því svipaðar tölur eru fyrir árið 2013. Og það er stað- reynd sem ekki er hægt að hrekja að sjóðurinn hefur stöðugt vaxið. Eignastaða sjóðsins er orðin svo sterk að hann getur nú greitt full- ar lögbundnar örorku- og lífeyr- isgreiðslur til bótaþega, sem eru um tvær milljónir á ári. Heildargreiðslur yrðu þá tvær milljónir sinnum 11.000= 22 millj- arðar eða um helmingur af fjár- festingartekjum sjóðsins, sem var 47 milljarðar 2012 og 42 millj- arðar 2013. Ef kafað er dýpra í þessa þró- un þá eru lífeyrissjóðirnir að sjúga út úr ríkinu í gegnum Tryggingastofnun milljarða með því að greiða minna en þeir geta, því það sem á vantar til að lög- bundinn lífeyrisframfærsla náist, þarf ríkissjóður að greiða, þ.e. mismuninn á 718.535 kr. og lög- bundinni lífeyrisframfærslu sem er rúmar tvær milljónir, þannig að Tryggingastofnun greiðir að jafnaði röska eina milljón til sér- hvers ellilífeyrisþega Lífeyris- sjóðs verslunarmanna = 11.330 milljónir. Hefði ekki verið sanngjarnara að láta ellilífeyrisþega sjóðsins fá ávöxtunartekur sjóðsins, sem voru 894.000 kr. í stað 718.535 og spara Tryggingastofnun þar rúm- ar 11.330 milljónir því þetta skerðir ekkert ávöxtunartekjur annarra sjóðseigenda? Þessar 11.330 milljónir kæmu sér eflaust vel, t.d. í heilbrigðisgeiranum. Allt það sem að framan er sagt er byggt á ársreikningum sjóðs- ins og þeim staðreyndum, sem þær segja og heilbrigðri dóm- greind, sem erfitt er að véfengja. Lífeyrissjóðir ríkis- og bæjar- starfsmanna eru hreinir gegn- umstreymissjóðir með enga tryggingafræðilega eignastöðu aðra en skatttekjur þeirra. Slíkt hið sama á að vera í öllum lífeyrissjóðum, þó með lágmarks eignastöðu, t.d. með tveggja ára iðgjaldatekjum sjóðsins. Auðsöfnun lífeyrissjóðanna Eftir Hafstein Sigurbjörnsson » Svonefnd trygg- ingafræðileg staða sjóðanna er gerð af tryggingafræðingum. Hafsteinn Sigurbjörnsson Höfundur er eldri borgari. Eins og fram hefur komið í opinberri fjöl- miðlaumfjöllun und- anfarna daga hefur verið staðfest að Már Guðmundsson seðla- bankastjóri þáði gjafagjörning frá vinnuveitanda sínum í formi greiðslu kostn- aðar við einka- málarekstur gegn vinnuveitanda sínum. Reyndar er hæpið að sá sem tók ákvörðun um umræddan gjafagjörning hafi haft umboð eða heimild til útdeilingar á þessum almannafjármunum. Um þetta má sjálfsagt deila með alls kyns rökum og rökleysum. Hins vegar verður ekki deilt um það að gjafagjörningur þessi hefur farið fram og þá óskar undirritaður eftir því að ríkisskattstjóri upplýsi á op- inberum vettvangi hvaða skatta- lega meðferð þessi gjafagjörningur fær. Mun ríkisskattstjóri fylgja því eftir að seðlabankastjóri, sem þáði umræddan gjafagjörning, telji þennan gjörning fram sem skatt- skyldar tekjur og greiði tekjuskatt í samræmi við það eða hyggst hann horfa fram hjá þessu þannig að við- komandi verði liðið að svíkja um- ræddan gjörning undan skatti? Ef ríkisskattstjóri hyggst horfa fram hjá þessu þá hlýtur það að vera fordæmisgefandi varðandi alla stjórnendur fyrirtækja í landinu. Það er þá alveg spurn- ing hvort hinar hefð- bundnu launagreiðslur til starfsmanna líði ekki undir lok að mestu leyti en í stað- inn komi að vinnuveit- endur standi þá frekar straum af einkakostn- aði starfsmanna sinna skattfrjálst! Annars er þetta mál með hrein- um eindæmum, að maður sem er stjóri fyrirtækis fari í mál við vinnuveitanda sinn vegna meintra vanefnda á ráðning- arsamningi án þess þó að segja upp þegar ljóst er að hann hefur tapað málinu. Manni dettur helst í hug þeir fjölmörgu sem hvíla í kirkju- görðunum og voru sannfærðir allt fram í andlátið um að þeir væru al- gjörlega ómissandi og samfélagið myndi hreinlega stöðvast að þeim gengnum – en samt snúast hjólin enn. Opið bréf til ríkisskattstjóra Eftir Örn Gunnlaugsson Örn Gunnlaugsson »Mun ríkisskattstjóri fylgja því eftir að seðlabankastjóri, sem þáði umræddan gjafa- gjörning, telji þennan gjörning fram sem skatt- skyldar tekjur eða … Höfundur er atvinnurekandi. fyrsti eins kvölds tvímenningurinn af fjórum. Efstu pör: (% skor) Hermann Friðrikss. – Stefán Jónsson 60,5 Svala K. Pálsd. – Harpa Fold Ingólfsd. 57,1 Ísak Örn Sigurðss. – Sigurjón Harðars. 56,8 Pétur Sigurðss. – Ólafur Þór Jóhannss. 51,9 Halldór Einarsson – Þórarinn Sófuss. 51,9 Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þórólfss. 51,9 Veitt verða verðlaun fyrir þrjú bestu kvöldin af fjórum, svo að ný pör geta auðveldlega komið inn og spilað til verðlauna. BH spilar á mánudagskvöldum í Flatahrauni 3, Hafnarfirði og byrjar spilamennska kl. 19. Aðalsveitakeppni Brids- félags Reykjavíkur hafin Að loknu fyrsta kvöldi aðalsveita- keppni BR 2014 er staðan þessi: Málning 35,39 JE skjanni 34,60 Skinney-Þinganes 32,55 Helgi Sigurðsson og Haukur Ingason sigruðu í aðaltvímenningi BR 2014. Þeir tryggðu sér sigurinn með mjög góðri skor síðasta kvöldið (65,2%). Helgi Sigurðsson – Haukur Ingason 1760 Oddur Hjaltason – Hrólfur Hjaltason 1708 Snorri Karlsson – Kristján Blöndal 1692 Spilað er í Síðumúla 37. Sextán borð í Gullsmáranum Spilað var á 16 borðum (að venju) í Gullsmára mánudaginn 10. mars. Úrslit í N/S: Pétur Antonsson – Guðlaugur Nielsen 332 Leifur Kr. Jóhanness. – Ari Þórðarson 307 Jón Stefánsson – Viðar Valdimarsson 284 Örn Einarsson – Sæmundur Björnsson 283 Jónína Pálsd. – Þorleifur Þórarinss. 281 A/V: Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 360 Gunnar M. Hanss. – Hjörtur Hanness. 345 Magnús Marteinss. – Óskar Ólason 330 Samúel Guðmss. – Jón Hannesson 293 Guðbjörg Gíslad. – Sigurður Sigurðsson 260 Mánudaginn 17. mars er Reykvík- ingum boðið í spilamennsku. Spilað verður á 10 borðum frá hvorum að- ila. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 7. mars var spilaður tvímenningur með þátttöku 32 para. Efstu pör í N/S: Guðm. Sigursteinss. – Auðunn Guðmss. 62,7 Ólafur Ingvarsson – Magnús Jónsson 60,9 Bjarni Þórarinss. – Ragnar Björnsson 57,7 Sverrir Jónsson – Sæmundur Björnss. 56,7 Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 56,7 A/V: Svanh. Gunnarsd. – Magnús Láruss. 62,7 Bergljót Gunnarsd. – Sveinn Snorras. 62,0 Axel Láruss. – Hrólfur Guðmundss. 60,9 Björn Svavarss. – Tómas Sigurjónss. 55,4 Sigr. Benediktsd. – Sigurður Þórhallss. 54,4 Bridsfélag eldri borgara spilar á þriðjudögum og föstudögum í félags- heimili eldri borgara, Flatahrauni 3 í Hafnarfirði. Allir spilarar eru velkomnir og er stökum spilurum hjálpað til við myndun para. Bridsfélag nýliða Spilað var á sex borðum 10. mars og efstu pör urðu þessi: 121 Óskar Ólafsson – Guðfinna Konráðsd. 119 Unnur Bjarnad. – Valgerður Karlsd. 111 Fanney Júlíusd. – Eygló Karlsdóttir 110 Kristín Bjarnad. – Rán Sturlaugsdóttir 109 Haukur Magnússon – Hrefna Harðard. Næsta spilakvöld verður fimmtu- daginn 27. mars kl. 19 í Síðumúla 37. Sjá einnig heimasíðuna á face- book, myndir væntanlegar. Endilega gangið í hópinn: https://www.facebook.com/gro- ups/1395240690728458/ Heimasíða Bridgefélags nýliða http://bridge.is/felog/reykjavik/ bridgefelag-nylida/ Tvímenningur hjá Brids- félagi Hafnarfjarðar Mánudaginn 10. mars var spilaður BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.