Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
STOFNAÐ1987
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s
M
ál
ve
rk
:
Si
g
u
rb
jö
rn
Jó
n
ss
o
n
Landslagsarkitektinn Dagný
Bjarnadóttir mun í mánaðarlegum
fyrirlestri á vegum Hönnunar-
miðstöðvar í kvöld, fimmtudags-
kvöld, kynna verkefni sem byggjast
á endurnýtingu hráefnis sem áður
hefur verið sett til hliðar sem úr-
gangur. Í fyrirlestrinum fjallar hún
um hugmyndafræði, hönnun og úr-
vinnslu þeirra verkefna sem hún er
með hugann við þessa dagana.
Dagný hefur yfir tuttugu ára
reynslu í faginu og starfar undir
nafninu DLD – Dagný Land Design.
Fyrirlesturinn fer fram í Lista-
safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, og
hefst klukkan 20.
Morgunblaðið/Golli
Endurnýting Dagný Bjarnadóttir
fjallar um nýtingu úrgangs.
Hönnun og úr-
vinnsla úrgangs
Systkinin Hilmar, Lárus og Þórunn
Guðjónsbörn hafa ekki komið fram
saman opinberlega öll þrjú en í
kvöld hyggjast þau bæta úr því og
stíga á svið í menningarhúsinu
Mengi, Óðinsgötu 2, og flytja leik-
þátt sem þau kalla „Siskyni“.
Sýningin hefst klukkan 21 og
segir Þórunn stafsetningarvilluna í
heitinu vera einskonar óð til les-
blindu annars bróður hennar.
„Okkur finnst þetta meira og
minna allt fyndið,“ segir hún um
sýninguna en bætir við að þau séu
ekki viss um að aðrir séu sammála
þeim að öllu leyti. „Þetta er þó ekki
bara eitthvert bull, við vöndum
okkur eins og við getum og það er
boðskapur þarna þó að ég vilji síður
setja hann í orð því það kemur allt-
af svo illa út á prenti. Fólk verður
bara að koma og sjá,“ segir Þórunn.
Einungis verður þessi eina sýning.
Siskyni? Þórunn, Lárus og Hilmar
Guðjónsbörn leika í verkinu.
Systkinin þrjú
leika Siskyni
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
„Þrennt heillaði mig við þessa sögu,“
segir Georg Maas. „Það fyrsta sem
kveikti í mér var að hún fjallar um
ídentitet, aðalpersónan lifir fjöl-
skyldulífi undir fölsku flaggi. Síðan
kemur hinn sögulegi bakgrunnur, að
austurþýska öryggislögreglan,
Stasi, hafi þegið arf frá kynþátta-
geggjun nasista með því að nota
„ídentitet“ barna úr Lebensborn-
áætlun SS-sveitanna. Áhugaverðast
fannst mér hins vegar að í þunga-
miðju sögunnar er aðalpersóna, sem
er bæði fórnarlamb og gerandi.“
Maas er leikstjóri myndarinnar
Tvö líf, sem var framlag Þjóðverja til
Óskarsverðlaunanna í ár þótt ekki
væri hún tilnefnd. Tvö líf er opn-
unarmynd þýsku kvikmyndahátíð-
arinnar, sem hefst með sýningu
hennar í Bíó paradís klukkan átta í
kvöld.
Laðar að og hrindir frá
Maas vonast til þess að áhorfand-
inn leggi til hliðar tilhneiginguna til
að leggja dóm á alla hluti þegar hann
horfir á myndina.
„Í flestum myndum, sem við
sjáum, eru skörp skil á milli góðs og
ills,“ segir hann. „Áhorfandinn sér
sjálfan sig alltaf í málsvara hins góða
og síðan er barist gegn hinu illa. Í
myndinni Tvö líf er allt annað á ferð-
inni. Áhorfandanum líkar reyndar
við aðalpersónuna, en hrökklast líka
frá henni. Samband áhorfandans við
aðalpersónuna markast af gagn-
stæðum tilfinningum og kvikmyndir
bjóða mjög sjaldan upp á það.“
Myndin gerist um það leyti sem
múrinn fellur, en Maas notar sögu-
legan bakgrunn. Nokkrum árum áð-
ur en heimsstyrjöldin síðari braust
út hleyptu SS-sveitir nasista af
stokkunum áætlun sem kennd var
við lífsbrunninn, Lebensborn. Ætl-
unin var að fjölga „arískum“ börnum
með því að ýta undir að „heilbrigðir
foreldrar af hreinum kynþætti“
eignuðust börn utan hjónabands. Í
heimsstyrjöldinni var áætluninni
fylgt eftir í hernumdum löndum þar
sem íbúa af germönskum uppruna
var að finna.
Komið var upp heimilum á vegum
Lebensborn þar sem konur gátu
eignast hin „arísku“ börn. Talið er
að 8.000-12.000 börn hafi fæðst á
heimilum Lebensborn í Noregi.
Þessi börn voru kölluð Þýskarabörn
og sættu miklu einelti og fordómum
eftir stríð.
Í Noregi voru 250 börn úr þessum
hópi ættleidd og flutt til Þýskalands
þar sem þau voru alin upp á sér-
stökum munaðarleysingjahælum. Á
sjöunda áratugnum leitaði Stasi uppi
þau börn úr þessum hópi, sem vaxið
höfðu úr grasi í Austur-Þýskalandi,
gerði þau að njósnurum og sendi þau
til fjölskyldna sinna í Noregi. Í ein-
hverjum tilfellum tóku þjálfaðir
njósnarar nöfn þessara barna og
fóru til fjölskyldna í Noregi.
Tvö líf segir frá Katrine, sem á að
hafa flúið Austur-Þýskaland á báti
og fundið norska móður sína. Þegar
myndin hefst býr Katrine með
Bjarte, norskum kafbátaskipstjóra,
ásamt dóttur sinni, barnabarni og
norsku móðurinni. Strax kemur
fram að Katrine kunni að leyna því
hver hún er í raun.
Tilvera hennar fer í uppnám þeg-
ar lögmaður heimsækir hana og bið-
ur um að bera vitni í málaferlum á
hendur norskum stjórnvöldum fyrir
að vanrækja Lebensborn-börnin.
„Eiginlega vissi enginn, ekki held-
ur í Þýskalandi, að Stasi hefði stund-
að njósnir í Noregi með slíkum að-
ferðum,“ segir Maas. „Tveir
blaðamenn frá vikublaðinu Der
Spiegel komust að því að þetta hefði
átt sér stað. Þetta var heldur ekki
vitað í Noregi, en þar er sagan af
Lebensborn-börnunum og norsku
konunum, sem áttu í sambandi við
þýska hermenn, frekar þekkt.“
Maas segist hafa átt von á að
myndin myndi vekja meiri athygli í
Noregi en raun varð á.
„Hún vakti satt að segja meiri at-
hygli víða annars staðar,“ segir
Maas. „Við fengum góð viðbrögð frá
norskum áhorfendum, en áttum von
á meiri aðsókn. Kannski höfðu Norð-
menn ekki áhuga á að fara í bíó til að
sjá mynd, sem fjallar um myrkan
kafla úr fortíð þeirra.“
Fékk Ullman til liðs við sig
Liv Ullman sést ekki oft á hvíta
tjaldinu nú orðið, en í Tveimur lífum
fer hún með veigamikið hlutverk
móðurinnar.
„Það var mjög spennandi að fá að
vinna með henni,“ segir Maas. „Hún
er auðvitað Norðmaður og henni
fannst þetta málefni mjög mikilvægt
auk þess sem henni fannst handritið
gott og vildi því vera með. Sam-
starfið var þó ekki einfalt vegna þess
að hún er sjálf leikstjóri og hafði ný-
lokið við fimmtu mynd sína, Fröken
Júlíu eftir leikriti Strindbergs, auk
þess sem hún hefur gert tvær mynd-
ir, Private Confessions og Faithless,
eftir handritum Ingmars Bergmans.
Hún er því mjög vel að sér um leik-
stjórn og það gat flækt málin þegar
ég hafði allt aðrar hugmyndir um
hvernig ætti að gera hlutina en hún.
En Liv er mjög innileg manneskja
og blátt áfram og studdi mig líka í að
ná mínu fram.“
Tvö líf er til í tveimur útgáfum.
Önnur er alfarið á þýsku, en í hinni
er töluð þýska, enska og norska.
„Mér finnst fjöltyngda útgáfan
mun betri,“ segir Maas. „Aðalleik-
konan, Juliane Köhler, lærði sér-
staklega norsku fyrir hlutverkið.
Það skiptir líka máli því að hún talar
norsku við norsku fjölskylduna sína
og þýsku við hina þýsku útsendara
Stasi. Hún lifir tveimur lífum og hef-
ur sitt tungumálið fyrir hvort líf. Í
þýsku útgáfunni hverfur þetta, en
þýskir áhorfendur fara ekki í bíó ef
þeir þurfa að lesa texta.“
Leikararnir tala sjálfir inn á
þýsku útgáfuna, þó ekki Ullman.
Fyrir hana talar Judy Winter, sem
líka var hin þýska rödd hennar í síð-
ustu myndum Ingmars Bergmans.
Maas hefur gert þrjár leiknar
kvikmyndir og nokkrar heimilda-
myndir og leitar nú efnis í þá næstu.
„Þótt síðustu tvær myndir mínar
hafi snúist um fall múrsins vakir
ekki fyrir mér að fjalla um sögulegt
efni,“ segir hann. „Fyrir mér snúast
þær meira um „ídentitet“, sjálfs-
myndina. Það mannlega er í for-
grunni.“ Þar liggur áhuginn.
Líf undir fölsku flaggi heill-
aði leikstjóra Tveggja lífa
Tvöfalt líf Katrine komin í njósnaham í myndinni Tvö líf. Juliane Köhler, sem vakti heimsathygli fyrir leik sinn í
myndinni Nirgendwo in Afrika, fer með hlutverk hennar og lærði sérstaklega norsku þegar hún undirbjó sig.
Í mynd Georgs
Maas óskýrast
mörk góðs og ills
Ljósmynd/Tom Trambow
Georg Maas Leikstjóri Tveggja lífa.