Morgunblaðið - 13.03.2014, Page 44

Morgunblaðið - 13.03.2014, Page 44
Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 HÁR Vertu vinur á facebook: Redken Iceland Frábærar fermingargjafir Hárburstinn sem leysir allar flækjur Losaðu þig við byrðina - Handgerðir blásarar 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 Menningarverðlaun DV voru af- hent í 35. skipti fyrr í vikunni. Verðlaunin voru veitt í níu flokk- um, en veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á lista- sviðinu á sl. ári. Flokkarnir eru bókmenntir, fræði, byggingarlist, hönnun, myndlist, kvikmyndir, tónlist, danslist og leiklist. Þá af- henti forseti Íslands árleg heiðurs- verðlaun sem tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason hlaut. Sjón bar sigur úr býtum í flokki bókmennta fyrir skáldsögu sína Mánastein. Í flokki fræðibóka hlaut verðlaunin Sölvi Björn Sig- urðsson fyrir Stangveiðar á Íslandi og Íslenska vatnabók. Gláma Kím arkitektar hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi byggingarlist vegna Háskólans á Akureyri. Fata- hönnuðurinn Guðmundur Jörunds- son var verðlaunaður fyrir hönnun vegna fatamerkisins JÖR. Kristín Gunnlaugsdóttir var verðlaunuð á sviði myndlistar fyrir sýninguna Sköpunarverk í Listasafni Íslands. Á sviði kvikmyndar var Mar- teinn Sigurgeirsson verðlaunaður fyrir ævistarf sitt, en Marteinn hefur verið umsjónarmaður og aðaldriffjöður Myndvers grunn- skólanna síðustu þrjá áratugina. Tinna Þorsteinsdóttir var verð- launuð fyrir tónlistarflutning. Sig- ríður Soffía Níelsdóttir var verð- launuð á sviði danslistar fyrir Eldar sem sýnt var á menning- arnótt. Loks var Atli Rafn Sigurðarson verðlaunaður á sviði leiklistar fyr- ir túlkun sína á Páli Ólafssyni í sýningunni Englum alheimsins sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Þess má geta að lokasýning verks- ins verður sýnd í beinni útsend- ingu á RÚV sunnudaginn 30. mars nk. Menningarverðlaun DV veitt í 35. sinn Sjón Kristín Gunnlaugsdóttir Tinna Þorsteinsdóttir Atli Rafn Sigurðarson Á sýningunni Mannlegar víddir, sem opnar í Listasafni Reykjanesbæjar á laugardag klukkan 14, gefur að líta verk eftir tvo mál- ara sem hafa sérhæft sig í gerð manna- mynda, þá Stefán Boulter og Stephen Lár- us Stephen. Báðir eiga erlenda feður og hafa sótt listmenntun sína til annarra landa, Stefán til Noregs og Ítalíu, Stephen Lárus til Bretlands. Að öðru leyti eru þeir sagðir afar ólíkir. Mannamyndir Stef- áns Boulters eru mest- megnis lágstemmd einkasamtöl hans við vini og kunningja, eða myndrænar einræður hans sjálfs, tilraunir til að laða fram og festa á striga kenndir og hugs- anir þeirra sem hann fjallar um, með útlistun á látbragði þeirra. Um leið einkennast manna- myndir hans af dulúð. Stefán býr og starfar á Akureyri, en hefur sýnt verk sín víða; hann var um tíma einn að- stoðarmanna norska málarans Odds Ner- drums. Stephen Lárus hefur getið sér gott orð fyrir portrettmyndir af ýmsum „opinberum“ Ís- lendingum. Málverk hans af Sólveigu Pét- ursdóttur, fyrrverandi alþingismanni og forseta Alþingis, vakti nokkurt umtal þeg- ar það var vígt fyrir tveimur árum en það gefur að líta á sýningunni. Markmið Steph- ens við vinnuna er sagt vera að koma á framfæri viðmóti fyrirsæta sinna, án þess að ganga of nærri einkalífi þeirra. Þarna er um að ræða jafnvægislist þar sem listmál- arinn þarf að taka tillit til margra þátta, sjálfsvirðingar þeirra sem sitja fyrir, þjóð- félagsstöðu þeirra og ekki síst þess hlut- verks sem portrettmyndirnar eiga að gegna. Meðan á vinnuferlinu stendur er listmálarinn í stöðugu „viðræðusambandi“ við margar þekktustu mannamyndir lista- sögunnar; þær eru honum allt í senn áskor- un, viðmið og hugmyndabanki. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. Portettverk tveggja málara  Mannamyndir á sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar Einkaveröld „Rakel“, verk eftir Stefán Boulter. Myndir hans búa yfir dulúð. Viðmótið „Anna“ eftir Stephen Lárus Stephen. Hann tekur tillit til margra þátta. Stefán Boulter Stephen Lárus Stephen Hið goðsagnakennda hljómsveit Rolling Stones er um þessar mundir á ferð um heiminn á tónleikaferðalaginu 14-On-Fire. Kínverjar tóku hinum fullorðnu og út- haldsgóðu rokkurum vel og hylltu þá með langvinnu lófataki. Orðrómur er uppi um að Rolling Stones muni koma fram víða í Evrópu á vormánuðum, meðal annars í Ósló í maí, og í Frakklandi, Ítalíu og Svíþjóð í júní. AFP Sá gamli Mick Jagger er blásinn upp á risaskjá yfir sviðinu í Shanghai þar sem Rolling Stones lék í gærkvöldi Steinarnir velta enn áfram Á morgun, föstudag klukkan 16, verður opnuð einkasýning Linn Björklund „Sketches for Habitat 1 / Skissur að íverustöðum 1“ í Kubbn- um, sýningarsal Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91. Sýning Linn er hluti af sýningaröð meistaranema á fyrra ári við mynd- listardeild og er hún í samstarfi við meistaranámsbraut í listfræði við Háskóla Íslands. Samstarfið hefur gefið af sér samræður milli þessara tveggja nemendahópa og er listfræðineminn Helga Arnbjörg Pálsdóttir höfundur efnis sem gefið er út í tengslum við sýninguna sem er opin til 18. mars frá kl. 13 til 16, alla dagana. Skissur að íverustöðum Hluti af verki eftir Linn Björklund. Leikkonan Angelina Jolie gekkst undir brjóstanám í fyrra eftir að í ljós kom að hún væri með gen sem 87 pró- senta líkur væru á að ylli brjósta- krabbameini. Jafnframt tjáðu læknar henni að helmingslíkur væru á því að hún fengi krabbamein í eggjastokka. Í samtali við Entertainment Weekly segir Jolie, sem er 38 ára gömul og sex barna móðir, að hún hafi gengist undir aðgerðina til að draga úr líkum á að fá krabba. Það hafi gengið vonum framar en þó eigi hún eftir að gangast undir frekari aðgerðir. Eiginmaður Jolie, leikarinn Brad Pitt, segir hana vera algjöra hetju. Jolie aftur undir hnífinn Angelina Jolie

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.