Morgunblaðið - 13.03.2014, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 13.03.2014, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 13. MARS 72. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Kaupa hús fyrir lottóvinning 2. Saklaus á dauðadeild í 25 ár 3. „Allt í lagi, góða nótt“ 4. Mölbraut hurðina með kylfu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Skáldsagan Argóarflísin eftir Sjón er ein af 25 bókum sem keppa um verðlaun sem besta þýdda skáldverk- ið sem kom út í Bandaríkjunum á liðnu ári. Nefnist sagan The Whisper- ing Muse á ensku og var þýdd af Victoriu Cribb. Keppir verk Sjóns meðal annars við bækur eftir nóbels- skáldin Elfriede Jelinek og Mo Yan. Morgunblaðið/Ómar Argóarflísin tilnefnd til þýðingarverðlauna  Borghildur Ind- riðadóttir, fram- leiðandi og leik- kona, og Olga Sonja Thoraren- sen leikkona taka þátt í afar viða- mikilli innsetn- ingu og leikverki sem verður sett upp í Schaubühne Studio í Berlín í apríl, undir stjórn Thomas Bos Nils- sons. Verkið, sem nefnist „Meat“, tekur yfir 240 klukkustundir í flutn- ingi. Koma að uppsetningu 240 stunda leikverks  Rokkarinn Hallur Ingólfsson sem var í hljómsveitunum Ham og XIII hefur samið tónlist í fjölda kvik- mynda, sjónvarpsþátta og leiksýninga. Hann gaf nýverið út sóló- plötuna Öræfi og mun flytja tónlistina af plöt- unni með félögum sínum í Hörpu í kvöld. Öræfi Halls Ingólfs- sonar í Kaldalóni Á föstudag Norðlæg átt 5-13 m/s á norðanverðu landinu og él. Breytileg átt og slydda eða rigning sunnanlands f. hádegi, en snýst í norðanátt og léttir til. Hiti 0-5 stig syðst, annars 0-5 stiga frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 10-18 m/s og él en bjartviðri á austanverðu landinu. Hiti kringum frostmark. Hægari vindur og úrkomuminna. VEÐUR Blakfólk býður upp á sann- kallaða bikarveislu í Laug- ardalshöllinni um næstu helgi þegar undanúrslit í bikarkeppni karla og kvenna verða leikin á laugardag og úrslitaleikirnir á sunnudag. Leifur Harðarson spáir í spilin fyrir Morgunblaðið og skoðar hvaða lið eru líkleg- ust til að vinna viðureign- irnar fjórar og spila til úr- slita um bikarana tvo á sunnudaginn. »2-3 Bikarveisla blak- fólks um helgina Barcelona og París SG eru komin í átta liða úrslitin í Meistaradeild Evr- ópu í knattspyrnu eftir sigra gegn Manchester City og Bayer Leverkus- en í gærkvöld. Lionel Messi skoraði fyrra mark Barcelona í 2:1 sigri á City og setti þar með nýtt met en hann hefur nú skorað 67 mörk fyrir félagið í keppninni, fleiri en nokkur annar hefur gert fyrir eitt og sama liðið. Barcelona vann einvígi liðanna sam- anlagt 4:1. »1 Barcelona áfram og Messi setti met Úrslitaeinvígi SA Víkinga og Bjarn- arins um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkíi hefst á Akureyri í kvöld. Steinar Veigarsson, fyrirliði Skauta- félags Reykjavíkur, segir að Akureyr- ingar séu mun sterkari aðilinn og lík- legir til að landa meistaratitlinum annað árið í röð. „Ef Bjarnarmenn breyta um taktík eiga þeir smámögu- leika,“ segir Steinar. »4 Akureyringar mun líklegri í einvíginu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðni Einarsson gudni@mbl.is Andrii Destsjítsja, nýr utanríkis- ráðherra Úkraínu, var tíður gestur hér á landi þau fjögur ár sem hann gegndi embætti sendiherra lands síns gagnvart Íslandi. Hann eignaðist fjölda vina hér á landi. Þeirra á meðal er Eyjólfur Júlíus Pálsson, fisksali í Hafinu í Kópavogi, betur þekktur sem Eyjó í Hafinu. Destsjítsja var sendiherra Úkra- ínu gagnvart Íslandi og Finnlandi með aðsetur í Helsinki frá 2008 til 2012. Í fyrra sneri hann heim og varð farandsendiherra auk þess sem hann var skipaður sérstakur fulltrúi vegna formennsku Úkraínu hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Andrii Destsjítsja var skipaður utan- ríkisráðherra Úkraínu 27. febrúar síðastliðinn. „Hann kom mjög oft í búðina og keypti fisk handa forsetanum fyrr- verandi [Viktor Janúkóvítsj] og eins fyrir sjálfan sig og fleiri ráðamenn í Úkraínu,“ sagði Eyjólfur. „Þegar þota forseta Úkraínu millilenti hér var hann mjög duglegur að fylla hana af íslenskum matvælum, fiski, lamba- kjöti og ýmsu fleiru. Hann keypti mikið af fiski og mest fínni tegundir. Var mikið í humri, lúðu, skötusel og þessum flottari tegundum.“ Fisk- inum var pakkað í frauðplastskassa með klakamottum. Hann var síðan sendur suður á Keflavíkurflugvöll og afgreiddur um borð í forseta- flugvélina. Eyjólfur sagði að Hannes Heimisson sendiherra, sem var sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu og er nú í Japan, hefði upphaflega komið með Dest- sjítsja í fiskbúðina og þannig hefðu kynnin skapast. „Þetta er góður náungi, alveg toppeintak. Ég skil vel að hann skuli hafa orðið utanríkisráðherra. Held að það sé ekki hægt að fá betri mann í djobbið,“ sagði Eyjólfur. En hafa þeir haldið sambandi síðan Destsjítsja sneri aftur til Úkraínu? Í heimsókn til Úkraínu „Já, en það er nóg að gera hjá hon- um þessa stundina. Ég er ekki búinn að óska honum til hamingju með nýja djobbið,“ sagði Eyjólfur. Í einni ferð- inni til Íslands bauð Destsjítsja Eyj- ólfi að koma í heimsókn til Úkraínu. Eyjólfur þáði boðið og fór til Lviv, heimaborgar Destsjítsja í vestur- hluta Úkraínu, árið 2012. „Ég gisti þar í tvær nætur. Við fór- um saman út að borða og á fótbolta og höfðum bara gaman. Við fórum á EM í fótbolta sem þá var meðal ann- ars haldið í Úkraínu,“ sagði Eyjólfur. Destsjítsja hefur ekki komið í fisk- búðina eftir að hann varð ráðherra. „Nú þegar hann er kominn í þessa stöðu fer hann örugglega að senda Pútín og fleiri karla til mín að kaupa fisk. Þeir hefðu gott af fiskinum,“ sagði Eyjólfur léttur í bragði. Góður fiskur leiddi til vináttu  Nýr utanríkisráðherra Úkraínu og fisksali í Kópavogi eru góðir vinir Ljósmynd/Úr einkasafni Vinir Andrii Destsjítsja (t.v.), fv. sendiherra og nú utanríkisráðherra Úkraínu, og Eyjólfur Júlíus Pálsson (t.h.), fisksali í Hafinu, á góðri stund í Úkraínu. Andrii Destsjítsja, nýr utanrík- isráðherra Úkraínu, fæddist 22. september 1965 í nágrenni borgarinnar Lviv í vesturhluta Úkraínu og er af pólskum ætt- um. Hann nam við Ivan Franko- háskólann í Lviv og lauk MA- og PhD-gráðu í stjórn- málafræði frá Alberta- háskóla í Edmonton í Kanada 1995. Segja má að Destsjítsja hafi hlot- ið eldskírn í emb- ætti en mikil spenna hefur verið á milli Úkraínu og Rússlands að undanförnu. Eldskírn í embætti UTANRÍKISRÁÐHERRA ÚKRAÍNU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.