Morgunblaðið - 18.03.2014, Page 18

Morgunblaðið - 18.03.2014, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 Stuttar fréttir ... ● Tap CCP á síðasta ári, upp á 21,3 milljónir Bandaríkjadala, eða 2,4 millj- arða króna, var það fyrsta síðan EVE online leikurinn kom út árið 2003. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri fé- lagsins, segir í samtali við mbl.is að tapið tengist ekki beint rekstri félags- ins, enda hafi tekjur þessa aldrei verið hærri og rekstrarhagnaður varð á árinu. Hins vegar hafi fyrirtækið gert upp for- tíðina og afskrifað þróunarkostnað sem hafi verið bókfærður á eignahlið og um sé að ræða eina staka niðurfærslu eftir mjög nákvæma skoðun og áherslu- breytingu. Nánar á mbl.is CCP afskrifaði ákveðinn þróunarkostnað í fyrra 63 á milli ára. Rekstrarkostnaður ársins nam 0,3% af nafnvirði heildar- eigna sem voru 2.014 milljarðar króna í árslok og 0,7% af verðmæti heildareigna. Tæplega helmingur kostnaðarins er vegna aðkeyptrar erlendrar sérfræðiráðgjafar. Þá nema greiðslur Kaupþings vegna virðisaukaskatts 399 milljónum króna, eða sem svarar til tæplega 8% af heildarkostnaði. Samþykktar kröfur í kröfuskrá nema 2.803,6 milljörðum króna. Að meðtöldum ágreiningskröfum nema útistandandi kröfur á hendur Kaup- þingi 2.879,3 milljörðum króna og hafa þær lækkað um 115,5 milljarða á tímabilinu. Ástæður þessarar lækkunar má rekja til úrlausna ágreiningsmála, krafna sem kröfu- hafar hafa afturkallað, greiðslna vegna forgangskrafna og krafna sem endanlega hefur verið hafnað. Eignir eru metnar á 778 milljarða  Langstærsti hluti eigna Kaupþings er erlendis Morgunblaðið/Ómar Vogunarsjóðir umsvifamiklir Kröfuhafar Kaupþings, sem féll í banka- hruninu 2008, eru flestir bandarískir vogunar- og skuldabréfasjóðir. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Verðmæti heildareigna Kaupþings í lok árs 2013 nam 778,1 milljarði króna og lækkaði um 68,7 milljarða á milli ára. Lækkunin skýrist nær al- farið af neikvæðum gengisáhrifum vegna styrkingar krónunnar sem námu 59,6 milljörðum auk greiðslna vegna samþykktra og umdeildra for- gangskrafna sem námu 35,2 millj- örðum króna. Raunvirði heildar- eigna hækkaði um 23,2 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu. Erlendir aðilar skipa 92% af kröfuhafahópi Kaupþings, sem féll í bankahruninu 2008, þar af eru bandarískir vogunar- og skulda- bréfasjóðir umsvifamestir. Heildareignir Kaupþings í erlend- um myntum eru metnar á 630,3 milljarða króna en eignir í íslenskum krónum eru metnar á 147,8 millj- arða. Kaupþing, sem á 87% hlut í Ar- ion banka, verðmetur hlutinn í bók- um sínum jafnt og eigið fé bankans, en miðar ekki við mögulegt mark- aðsvirði. Bankasýsla ríkisins heldur utanum 13% í bankanum. Eigið fé bankans var 145 milljarðar króna við árslok. „Áþreifanlegur“ áhugi Fram kom í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins í upphafi mánaðar að könnunarviðræður á undanförnum mánuðum við ýmsa erlenda fjárfesta hafi leitt það í ljós að „áþreifanlegur“ áhugi sé fyrir hendi á að þeir komi að kaupum á 87% eignarhlut erlendra kröfuhafa Kaupþings í Arion banka. Við hugsanlegri sölu á Arion banka þyrfti að óska eftir undanþágu frá Seðlabankanum um skilaskyldu gjaldeyris. Að öðrum kosti myndu kröfuhafar ekki fá kaupverðið greitt til sín í gjaldeyri. Rekstrarkostnaður Kaupþings lækkaði um 41% á milli ára og nam 5,1 milljarði króna árið 2013. Á sama tíma hækkuðu laun og launatengd gjöld um 7% og námu 1,3 milljarði króna. Stöðugildum fækkaði í 56 úr Eignir Kaupþings » Heildareignir Kaupþings í erlendum myntum eru metnar á 630,3 milljarða króna en eignir í íslenskum krónum eru metnar á 147,8 milljarða. » Kaupþing á 87% í Arion banka. Skilanefndin horfir til eiginfjár bankans við mat á virði hans í uppgjörinu. Eigið fé Arion var 145 milljarðar króna við lok árs.                                     !" ##$ ##$  %"    %$ # !# !$ &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5   " #$$ #     !%   #$ "% !!  $%  # #$ #%$"    "  ! #$ $$% !" #"$$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Íslenskar krónur í eigu erlendra aðila, svonefndar aflandskrónur, námu 327 milljörðum króna í lok árs 2013. Þær stóðu í 565 milljörðum króna í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. Þetta kemur fram í nýrri greinargerð um framgang áætlunar um losun fjár- magnshafta sem fjármála- og efna- hagsráðherra birti á vefsíðu ráðuneyt- isins í gær. Þar segir að Seðlabanki Íslands hafi lækkað stöðu aflandskróna bæði með sérstökum viðskiptum og út- boðum í samræmi við áætlun um af- nám hafta frá marsmánuði árið 2011. Með útboðum Seðlabankans hafi er- lendum skammtímafjárfestum í af- landskrónum markvisst verið hleypt út og þar með dregið úr þeim hluta af- landskróna sem eru í höndum þeirra sem vilja innleysa fjárfestingu sína nær óháð gengi. Samhliða þessari lækkun hefur samsetning þessara eigna breyst verulega, að því er segir í greinargerð- inni. Meirihluti lækkunarinnar hefur ver- ið í innstæðum en erlendir aðilar hafa einnig aukið líftíma eigna sinna í skuldabréfum ríkissjóðs. Aflandskrónum fækkað um 240 milljarða Krónur Íslenskum krónum í eigu erlendra aðila hefur fækkað frá hruninu 2008. bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Óbr eytt verð í 4 ár ÍSLENSK HÖNNUN ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ÁLAFOSS Álafossvegur 23, Mosfellsbær Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00 Laugard. 09:00 - 16:00 www.alafoss.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.