Morgunblaðið - 18.03.2014, Page 22

Morgunblaðið - 18.03.2014, Page 22
SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Það er ekki ætlunin meðþessum fundi að endur-reisa gamla Sambandiðheldur að horfa frekar til nýjunga á sviði samvinnufélaga,“ sagði Emil B. Karlsson, forstöðu- maður Rannsóknaseturs verslunar- innar. Hann er einn frummælenda á málþingi um „Hið norræna sam- vinnufélagsmódel“ á föstudaginn kemur og mun fjalla þar um sam- vinnufélög að norrænni fyrirmynd. Emil sagði að tvennt yrði eink- um í brennidepli á málþinginu. „Það er annars vegar hvernig samvinnu- félagsformið hefur verið notað til at- vinnusköpunar á Norðurlöndum. Hins vegar munum við fjalla um lög- gjöfina hér á landi varðandi sam- vinnufélög.“ Emil kvaðst hafa orðið þess var að um leið og nefnd væru samvinnufélög hugsuðu Íslendingar til SÍS og kaupfélaganna sem voru mjög umfangsmikil í atvinnu- og við- skiptalífi landsmanna á síðustu öld. Nokkur þeirra starfa enn og eru með blómlegan rekstur. Þá má einn- ig nefna Búseta og leigubílastöðina Hreyfil, sem eru samvinnufélög. Félagsleg samvinnufélög Á Norðurlöndum hafa verið stofnuð svonefnd félagsleg sam- vinnufélög (social kooperativ) und- anfarin ár til lausnar á félagslegum vandamálum eins og atvinnuleysi. Í þessum grasrótarfélögum hefur ver- ið reynt að virkja þjóðfélagshópa sem hafi átt í vök að verjast á vinnu- markaði eins og ungt fólk og aðra at- vinnulausa. „Þetta hefur verið notað t.d. í skapandi greinum,“ sagði Emil. Þá hafa einyrkjar á sviði hönnunar og lista stofnað samvinnufélög um rekstur gallería. Eins hafa sveit- arfélög aðstoðað atvinnulausa við að setja upp samvinnufélög um rekstur reiðhjólaverkstæða, heimilishjálp, kaffihúsarekstur eða hvað sem er til að skapa fólki atvinnu. Emil sagði að ákvæði um sam- vinnufélög í íslenskum lögum virtust einkum taka mið af stórum félögum. Í lögunum væru ákveðnar hindranir gagnvart stofnun smærri samvinnu- félaga. „Við tókum þátt í evrópsku verkefni sem snerist um gerð fræðsluefnis fyrir þá sem vilja stofna samvinnufélög og eru að reka sam- vinnufélög. Við fórum í samvinnu við Vinnumálastofnun og Nýsköpunar- miðstöð og fengum með okkur hóp af fólki. Við gerðum tilraun með stofnun samvinnufélags fyrir at- vinnulaust fólk. Það kom í ljós að hér þarf að lágmarki 15 manns til að stofna samvinnufélag. Það kostar 256.000 krónur að skrá slíkt félag. Atvinnulaust fólk á bágt með að punga því út,“ sagði Emil. Hann sagði að þeir hefðu lært mikið á því að kynnast því hver staða samvinnu- félaga er í öðrum löndum. Finnar notuðu m.a. samvinnufélög við að komast út úr efnahagsþrenging- unum sem þeir urðu fyrir á 10. ára- tug síðustu aldar. „Þeir eru með sérstaka löggjöf þar sem tekið er tillit til þessara þjóðfélagshópa sem standa höllum fæti á vinnumarkaði,“ sagði Emil. Þessi málaflokkur snýr að tveimur ráðuneytum, það er velferðarráðuneyti varðandi atvinnulausa og þá sem þurfa stuðning til að komast aftur út á vinnu- markaðinn, og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi löggjöf um fé- lagaformið. Bæði ráðu- neytin koma að mál- þinginu á föstudaginn kemur. Samvinnufélög lausn á félagslegum vanda? Morgunblaðið/Eggert Samvinna Á Norðurlöndum hafa atvinnulausir m.a. stofnað samvinnu- félög um reiðhjólaviðgerðir, heimilisaðstoð og kaffihúsarekstur. Í nýrri bók Bjargar Guðrúnar Gísla- dóttur, Hljóðin í nóttinni, er kennari í Reykjavík, sem er látinn fyrir ára- tugum og var mikilsmetinn á sinni tíð, sagður hafa verið barnadólgur. Lagst á unga drengi og beitt þá kynferðislegu ofbeldi. Síðustu daga hafa ýmsir stigið fram og lýst þessu sama svo ástæðulítið er að draga neitt í efa. Í fyrirbyggjandi skyni er ágætt að þessar upplýsingar komi fram, þótt sennilega breyti þær engum um að siðblindir menn með brenglaðar kenndir verða alltaf til. Sjálfsagt er sömuleiðis að gæta einhvers hófs í umfjöllun þegar í hlut á látinn maður og engar verða því varnir. Pönkaraböll í kirkju- garði eru aldrei við hæfi. Hitt er annað að kennarinn fær annan sess með þessum ljótu sögum og verður aldrei litinn sömu augum og verið hefur. Í stóra samhenginu er frásögnin um barnadólginn at- hyglisverð, því hún vitnar um óttaleysi nútímafólks. Sú var tíðin að glæpur hefði þótt að einhver stigi fram og sagt að kennari beitti börn einhverskonar ofbeldi. Sjálf- sagt þótti og var í samræmi við tíðarandann að ræða ekki „leiðindamál“ sem voru ekki litin jafn alvarlegum augum og nú er gert. Þau var auðvelt að afgreiða sem hugar- burð sjúkra einstaklinga. Almenningur hafði sömuleiðis takmörkuð tækifæri til að tjá sig á opinberum vettvangi, hvað þá leita réttar síns hjá yfirvöldum. Broddborgarar í lokuðu samfélagi Íslands fyrri ára- tuga voru friðhelgir. Kennara, lækna, presta, fógeta, félagsmálagarpa, athafnamenn og fleiri slíka mátti aldrei orða við neitt misjafnt. Tíðarandinn og ógnarjafnvægi í valdakerfi samfélagsins bannaði slíkt. Er þó sennilegt að ýmsir til dæmis úr framangreindum stéttum hafi gert af sér sitthvað miður fallegt. Þá er jafnframt nauðsyn að hafa í huga að mann- skepnan er í frumeðli sínu alltaf söm við sig og gengið er á lagið ef ekkert er aðhaldið. Svona blasir fortíðin við okkur í dag. En hvað hefur breyst? Fordómaleysi, fallegur fjölbreytileiki og virðingarverð barátta fyrir öllu slíku er áberandi í dag. En sú tíð kemur að samfélag okkar á því herrans ári 2014 verður sagt hafa einkennst af heimsku, vonsku, fordómum, þekkingarleysi og pukri. Við skulum fara farlega. Er í þessu sambandi ágætt að vitna til lokaorða Jóns Helgasonar í bókinni Tyrkjaránið frá 1963 þar sem segir: „Um alla atburði gildir sú meginregla, að á þá verður að leggja siðferðilegan mælikvarða síns tíma og síns um- hverfis. Rétt og rangt er ekki hið sama í dag og það var í gær. ... Auk þess skyldum við ekki heldur miklast um of af siðferði okkar, dyggðum og réttlæti. Þeir tímar munu vissulega koma, að það sem okkur finnst rétt og loflegt, verður skoðað allt öðrum augum og jafnvel virt til sið- leysis og hrottamennsku. Þegar ný öld hefur dregið hulu frá augum kynslóðanna, mun margt í fari okkar líka þykja viðsjárvert.“ sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Á mælikvarða síns tíma Pistill 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sennilega eruengir útreikn- ingar of vitlausir til að einhverjir þingmenn telji sig geta slegið sér upp á að færa þá í tal. Þannig hefur Helgi Hjörvar nú lagt fram fyrirspurn til innanríkis- ráðherra um framtíðarfyrir- komulag innanlandsflugs og hvert mat ráðherra sé „á hag- rænni úttekt Capacent á fram- tíðarstaðsetningu Reykjavík- urflugvallar“. „Telur ráðherra að sá fjárhagslegi ávinningur sem þar er talinn vera af breytingum sé slíkur að rétt sé að gera breytingar og ef svo er, hvaða valkost telur ráð- herra þá ákjósanlegastan?“ spyr Helgi. Útreikningarnir sem þing- maðurinn vísar til gefa til kynna að með því að leggja nýjar flugbrautir annars stað- ar en í Vatnsmýrinni og reisa nýjar byggingar, flytja alla þjónustu, auk annars sem þarf til að flytja innanlandsflugið, þar með talið að fjarlægja öll mannvirki úr Vatnsmýrinni, megi spara tugi milljarða króna. Þessir útreikn- ingar, sem sjálf- sagt hafa fengist fyrir sanngjarnt verð, eiga að sýna að allir kostir séu betri en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Sá kost- ur kostar Reykvíkinga og ríkið tugmilljarða króna ef sóttar eru reiknikúnstir til ársins 2007. Á því ári hafði margvíslegur efnahagslegur raunveruleiki verið tekinn úr sambandi með þekktum afleiðingum. Reikni- stokkar nútímans voru settir á yfirsnúning og allt jarð- samband rofnaði. Við þær að- stæður reiknuðu einhverjir sig út í þær endaleysur að stór- kostlegur ábati væri af því að hætta margvíslegri atvinnu- starfsemi, þar með talið þeirri sem sumum er þyrnir í augum og stunduð er í Vatnsmýrinni. Vont er til þess að vita að ein- hverjir hafi talið ástæðu til að fara að yfirkeyra reiknistokk- ana á nýjan leik og ekki síður að á Alþingi sitji menn sem telji ástæðu til að verja tíma þingsins í að fjalla um slíkar fjarstæður. Fjarstæðukenndar reiknikúnstir mættu heyra sögunni til} Spurt út í hött Ríkisútvarp-ið hefursagt frá því mörgum sinn- um á dag í þrjár vikur, hvernig undirskriftasöfn- un um að ríkis- stjórnin, sem er andvíg því að ganga í ESB, eins og þjóðin og eins og þingmeirihlutinn, sem styður hana og eins og VG þóttist vera kvöldið fyrir kosningar vorið 2009, skuli samt standa fyrir atkvæða- greiðslu, sem engan bindur, um að halda áfram samninga- viðræðum við ESB, sem ekki hafa hafist, að sögn ESB og munu ekki fara fram, sam- kvæmt reglum og yfirlýs- ingum ESB, sama hvaða út- koma yrði í umræddri skoðanakönnun. (Það þótti við hæfi að hafa frásögn af þess- ari lönguvitleysu í einni og sömu setningunni). Ríkisútvarpinu þykir þessi „réttlætiskrafa“ og undir- skriftasöfnunin ógurlega mikið mál. Þeim á fréttastofu sömu stofnunar þótti það sama um fund „1.000“ manna, sem mynd var birt af hér í blaðinu fyrir skömmu og sýndi fáeina tugi, en þá var ósýnilegi mað- urinn, sem hlýtur að hafa ver- ið á staðnum, ásamt stór- fjölskyldu sinni að vísu ekki talinn með. Næsti úti- fundur um sama efni var enn þá fjölmennari en fyrrnefndi fund- urinn, enda voru þar mættir, auk annarra stór- menna, eins og myndir stað- festu, Árni Páll, Össur og Dagur B. Þeir þrír kröfðust þess að Bjarni Ben og Hanna Birna efndu „kosningaloforð sín“ sem virðast hafa orðið til þess að þessir þrír kusu „Íhaldið“ í síðustu kosningum og þykjast því mjög illa svikn- ir. Það þýðir auðvitað ekki að benda þessum mönnum á skýrar, samþykktar, birtar og bindandi niðurstöður síðasta Landsfundar Sjálfstæðis- flokksins aðeins fáeinum dög- um fyrir síðustu kosningar. Þessum þremur var ekki boð- ið á þann fund, sem er auðvit- að eftir öðru. Það væri að auki mjög ósanngjarnt að benda þessum þremur og fréttastofu „RÚV“, sem föstum fjórða manni í hópnum, á 70.000 undir- skriftir gegn því að amast sé við flugvellinum í höfuðborg- inni. Félagarnir fjórir gera, eins og kunnugt er, ekkert með þá undirskriftasöfnun. Sagði Þórólfur M. „RÚV“ að 50.000 væri hærri tala og því marktækari en 70.000?} Hróp eftir hentugleikum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Hið norræna samvinnufélags- módel“ er yfirskrift málþings um hlutverk samvinnufélaga í atvinnusköpun á Norður- löndum. Málþingið verður hald- ið á föstudag, 21. mars nk., kl. 08.15-12.15 í Sjávarútvegshús- inu, Skúlagötu 4 í Reykjavík. Á meðal fyrirlesara verða for- stöðumenn samtaka samvinnu- félaga í Finnlandi, Svíþjóð, Nor- egi og Danmörku. Þeir munu m.a. lýsa þróun samvinnufélaga í heimalöndum sínum, að- komu stjórnvalda og reglu- verki sem þessi félög varða. Einnig verður fjallað um stöðu samvinnu- félaga hér á landi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun ávarpa mál- þingið auk fleiri ræðu- manna. Horft til Norðurlanda HIÐ NORRÆNA SAMVINNUFÉLAGSMÓDEL Emil B. Karlsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.