Morgunblaðið - 18.03.2014, Side 25

Morgunblaðið - 18.03.2014, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 Trjáklippingar. NÚ ER TÍMINN TIL AÐ KLIPPA TRÉ OG RUNNA. Síðla vetrar og á vorin er góður tími til að klippa allflestar tegundir trjágróðurs því þá er greinabygging gróðursins best sýnileg. Einnig er þetta góður tími til þess að móta trjágróður. TRAUST ÞJÓNUSTA Í YFIR 20 ÁR Frá því Garðlist ehf. var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við höfum átt í viðkiptum við unandarin ár, á saman tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is Tiltektardagar SJÓN ER SÖGU RÍKARI! 20-40% afsláttur af völdum garntegundum. Höfum bætt í útsölu- körfurnar Peruvian Highland wool og Katia Tirol Karlmenn sem greinast með blöðruhálskirt- ilskrabbamein (BHKK) eiga erfitt val fyrir höndum þeg- ar kemur að meðferð. Skurðaðgerð, geislun, lyfja- meðferð eða eftirlit ræðst af ástandi einstaklingsins og persónulegri ákvörðun. Undanfarin ár hefur verið hvatt til PSA-mælinga til að reyna að greina BHKK snemma. Samfara fjölgun þeirra sem fara í PSA-mælingar er vax- andi umræða um að of margir menn fari í ónauðsynlega með- ferð. Vandinn er hins vegar sá að erfitt er að skilgreina þessa ein- staklinga. Mögulegar aukaverk- anir af meðferðum eru m.a. þvag- leki og getuleysi. Samfara þessari þróun hefur áhugi aukist fyrir þeirri nálgun sem nefnd er á ensku „active surveillance“ og þýða má sem „virkt eftirlit“ . „Virkt eftirlit“ (VE) felst í því að eftir að maður, sem hefur greinst með BHKK og hefur gildi við greiningu sem eru undir til- teknum mörkum, hefur þann val- möguleika að láta fylgjast með sér með í stað þess að fara í hefð- bundna meðferð. Hver er svo VE viðmiðunin? Skortur er á við- urkenndum aðferðum til að nota við valið en nefna má tvær. 1) D’Amico nálgunin, miðar við Glea- son-gráðu lægri eða sama og 6, PSA-gildi lægra eða sama og 10 og krabbamein sem greinist að- eins öðrum megin innan kirtilsins. 2) Epstein-nálgunin miðar við Gleason-gráðu lægri eða jafnt og 6, PSA-þéttleika hlutfall 0,15 eða lægra (PSA-gildi deilt með stærð kirtils), færri en þrjú vefjasýni með krabbameini og ekki hærra krabbameinshlutfall en 50% í einu vefsýni af tólf. Dr. Klotz, prófess- or við háskólann í Toronto í Kan- ada, telur að hætta eigi VE og hefja meðferð, þegar PSA-gildi tvöfaldast á innan við þremur ár- um og Gleason-gráða verður hærri eða sama og 7 (4+3)(1). Í kynningarbæklingi frá NCCN(2) sem er endurnýjaður ár- lega er rætt um kosti og galla VE. Fimmtudaginn 20. mars nk. kl. 16.30 boðum við undirritaðir til fundar í húsnæði Krabbameins- félags Íslands. Eftir greiningu á BHKK völdum við VE-leiðina, Sig- urður fyrir fjórum árum og Þráinn fyrir níu árum. Markmið fundarins er að kanna áhuga einstaklinga, sem greinst hafa með BHKK og hafa valið VE, á stofnun stuðnings- hóps. Markmiðið með starfsemi stuðningshópsins er að vera upp- lýsandi um VE og stuðningur fyrir þá menn sem vilja fara þessa leið eftir greiningu á krabbameininu. Markmiðið er ekki almenn hvatn- ing til vals á VE heldur stuðningur við þá einstaklinga sem hafa valið þessa nálgun. Talið er að allt að þriðjungur þeirra sem velja VE hætti við meðferðina vegna and- legs álags en ekki vegna þess að breytingar á gildum gefi ástæðu til þess. 1) (Active Surveillance Key to Limiting PSA-Related Overtreatment, but Rema- ins Difficult Sell). (Tengill: http:// www.onclive.com/publications/obtn/2013/ May-2013/Active-Surveillance-Key-to- Limiting-PSA-Related-Overtreatment- but-Remains-Difficult-Sell). 2) Prostate Cancer Guidelines. National Comprehensive Cancer Network (NCCN): http://www.nccn.org/patients/ guidelines/prostate/index.html Frískir menn – stofnun stuðningshóps – Virkt eftirlit Eftir Sigurð Skúlason og Þráin Þorvaldsson »Markmiðið meðstarfsemi hóps- ins er að vera upp- lýsandi um VE og stuðningur fyrir þá menn sem vilja fara þessa leið eftir greiningu á krabba- meininu. Þráinn Þorvaldsson Höfundar greindust með BHKK og völdu VE-leiðina. Sigurður Skúlason ÷+ Íkynningarbæklingi frá NCCN (2) sem er endurnýjaður árlega er rætt um kosti og galla VE Mælir með VE: Mælir á móti VE: Forðast meðferð sem gæti verið ónauðsynleg Forðast meðferð og þar með aukaverkanir Halda óbreyttum lífsgæðum Minni kostnaður í upphafi (bandarískar aðstæður) Nýjar meðferðir gætu komið fram Krabbameinið gæti breiðst út / minni möguleikar á lækningu meinsins Meiri áhyggjur ef ekki farið í meðferð Fleiri læknaheimsóknir og rannsóknir Takmarkaðar rannsóknir liggja fyrir á langtímaáhrifumVE Þegar vinstri stjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur fékk Alþingi til að samþykkja, að Ís- land sækti um inn- göngu í Evrópusam- bandið með því að knýja Steingrím J. og þorrann af hans þing- liði til að svíkja stærsta kosningaloforð Vinstri grænna, var Íslend- ingum neitað um þjóðaratkvæði um málið. Ástæðan var augljós; vinstra liðið vissi, að við vildum ekki inn í sambandið. Fyrir síðustu kosningar samþykkti landsfundur Sjálfstæð- isflokksins að beita sér fyrir því, að viðræðum við ESB yrði hætt. Þá var og samþykkt, að kæmi til þess síðar, að sækja um aðild að nýju, þá skyldi það borið undir atkvæði þjóðarinnar áður en umsókn yrði lögð inn. Nú hafa aðildarsinnar og stjórn- arandstaðan lagst á eitt til að gera rugl úr málinu. Málflutningur þeirra hefur leitt til þess, að stór hluti kjós- enda telur að allt snúist um hvort þeir fái að greiða atkvæði eða ekki. Ekki hvað eigi að greiða atkvæði um, þ.e. hvort hætta beri viðræðum eða ekki eða hvort greiða eigi atkvæði um að halda áfram viðræðum. Núverandi formaður Samfylkingar kyndir undir ruglinu með stóryrðum úr ræðustól á Alþingi og reynir með því að draga at- hyglina frá stefnu, sem mun svipta þjóðina sjálfstæði og umráðum yfir auðlindum sínum. Þessi óheilla- samvinna aðildarsinna og stjórnarandstöðu, þ. á m. Vinstri grænna og annarra andstæð- inga aðildar að ESB, hefur leitt til þess, að samkvæmt skoð- anakönnunum vill meirihluti þjóðarinnar fá að greiða atkvæði um, hvort um- ræðum skuli haldið áfram; um- ræðum, sem hingað til hafa ekki fjallað um það, sem skiptir Íslend- inga mestu máli og ekki hillir undir að komist á dagskrá næstu árin, ef haldið verður áfram. Skoðanakannanir benda einnig til þess, að meirihluti þjóðarinnar vilji halda aðlögunarviðræðum áfram og síðan ætli þessi sami meirihluti, að loknum viðræðunum, að greiða at- kvæði gegn aðildinni. Er enginn endir á því, hvað hægt er að rugla kjósendur í ríminu? Eftir Axel Kristjánsson Axel Kristjánsson »Nú hafa aðildarsinn- ar og stjórnarand- staðan lagst á eitt til að gera rugl úr málinu. Höfundur er lögmaður. ESB-þjóðaratkvæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.