Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 3
VÍB – Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka mun veita upplýsingar í tengslum við útboðið sem og tæknilegar upplýsingar er varða áskriftarvefinn. Upplýsingar verða veittar í síma 440 4900 og í gegnum netfangið vib@vib.is milli klukkan 09.00 og 17.00 meðan á áskriftartímabili stendur. Almennt útboð á 23% útgefinna hluta í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. („Sjóvá“) fer fram dagana 27. mars til 31. mars 2014 og stendur áskriftartímabil útboðsins frá kl. 10.00 þann 27. mars til kl. 16.00 þann 31. mars 2014. Útboðið er opið fyrir bæði almenna fjárfesta og fagfjárfesta og skiptist í tvær tilboðsbækur, A og B. Tilboðsbækurnar eru ólíkar hvað varðar verðlagningu, stærð áskrifta og úthlutunarreglur. Í tilboðsbók A geta fjárfestar skráð sig fyrir áskriftum að kaupverði kr. 100.000 til kr. 10.000.000. Áskriftirnar geta verið á verðbilinu kr. 10,7 til 11,9 á hlut. Í tilboðsbók B óska seljendur eftir tilboðum frá fjárfestum sem skulu vera að lágmarki kr. 10.000.001 að kaupverði og að hámarki í 9,99% eignarhlut í félaginu. Áskriftir í tilboðsbók B geta að lágmarki verið á verðinu kr. 11,9 á hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur umsjón með almennu útboði og töku á hlutum Sjóvár til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. er enn fremur söluaðili tilboðsbóka A og B. Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hf. er annar söluaðili tilboðsbókar B. Skráning áskrifta Áskriftum skal skilað í gegnum sérstakan rafrænan áskriftarvef Íslandsbanka sem aðgengilegur verður fjárfestum á vef Íslandsbanka, www.islandsbanki.is, við upphaf útboðsins. Fjárfestar eru minntir á að kaup á hlutabréfum eru í eðli sínu áhættufjárfesting og að þátttaka í útboðinu er skuldbindandi. Úthlutun og skerðing áskrifta Komi til þess að áskriftir sem borist hafa jafngildi fleiri hlutum en þeim sem boðnir eru til sölu í útboðinu kemur til skerðingar á áskriftum og verður úthlutun í höndum úthlutunarnefndar. Nánari upplýsingar Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um Sjóvá og skilmála almenna útboðsins í lýsingu Sjóvár, dagsettri 11. mars 2014, sem aðgengileg er á vefsíðu félagsins, www.sjova.is/fjarfestar. ALMENNU HLUTAFJÁRÚTBOÐI SJÓVÁR LÝKUR MÁNUDAGINN 31. MARS KL. 16.00

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.