Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014
Í
slendingar eiga þess kost einu sinni á
ævinni að breyta um eiginnöfn. Þannig
er hægt að taka eiginnafn upp til við-
bótar öðru nafni, fella eitt eiginnafn nið-
ur ef manneskjan heitir öðru nafni sem
og að fella eitt eiginnafn niður og taka annað
upp í staðinn. Í heild létu yfir 2.000 Íslend-
ingar gera einhverjar slíkar breytingar á eig-
innöfnum frá 1992-2011 eða um 100 Íslend-
ingar á ári. Árið 2012 var metár í
nafnabreytingum en breytingar á eiginnöfnum,
millinöfnum og kenninöfnum voru það ár í það
heila 8.730.
Ólivía Gísladóttir í viðtalinu hér til hliðar lét
fella út tvö eiginnöfn og tók upp eitt nýtt eig-
innafn í staðinn. Slíkum breytingum hefur
fjölgað síðustu árin. Á árunum 2002-2006 voru
það að meðaltali 34 Íslendingar sem tóku upp
nýtt eiginnafn og létu fella niður annað í stað-
inn. Frá 2007-2011 var það meðaltal orðið 51
einstaklingur á ári. Á sömu tímabilum fjölgaði
breytingum á eiginnöfnum einnig mikið í heild.
Þjóðskrá Íslands sinnir umsóknum um
breytingar á eiginnöfnum en það kostar 6.600
krónur. Árið 2008 kostaði slík breyting um
4.400 krónur og hefur gjaldið því hækkað um
50% á sex árum. Þess má geta að auk Ólivíu
Gísladóttur eru fjórar aðrar Ólivíur á landinu
en þær eru allar 3 ára og yngri.
Af öðrum áhugaverðum breytingum má
nefna ættarnöfn. Þannig hefur það færst í vöxt
síðustu árin að fólk vilji taka upp ættarnöfn,
bæði í karllegg og kvenlegg. Á árunum 2002-
2006 tóku 888 einstaklingar upp ættarnafn en
2007-2011 var sú tala 1070. Mun algengara var
að fólk tæki upp ættarnöfn í byrjun 10. ára-
tugar síðustu aldar og í dag er sú tíðni að fær-
ast í svipað horf og var þá. Þá er algengara en
áður að ættarnafn sem náinn fjölskyldu-
meðlimur hefur borið sé gert að millinafni.
Þjóðskrá Íslands ann-
ast nafnbreytingar.
Morgunblaðið/Sverrir
Nafnabreytingar
algengari
EKKI AÐEINS ER ALGENGARA EN ÁÐUR AÐ FÓLK BREYTI EIGINNAFNI HELDUR ER
EINNIG VINSÆLARA AÐ TAKA UPP ÆTTARNÖFN, BÆÐI Í KVEN- OG KARLLEGG.
NOKKUR LÁDEYÐA VAR Í UPPTÖKU ÆTTARNAFNA Á ÁRUNUM 1997-2006.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
* Á vef Hagstofunnar er hægt að fletta því upp hve margirheita tilteknu nafni og einnig hve margir eiga afmælihvern dag. Á Íslandi búa 918 manns sem eiga afmæli 30.mars.Þjóðmál
Ólivía Gísladóttir snyrti-fræðimeistari hét ÓlöfEyrún fyrir ekki margt
löngu. Eins og lög gera ráð fyrir
mega Íslendingar breyta nafni
sínu einu sinni á ævinni og Ólivía
ákvað að nýta sér þann rétt sinn.
Hún hafði þá lengi gengið með
Ólivíu-drauminn í maganum.
„Valið snýst í raun ekki um
annað en það að mér hefur alltaf
þótt nafnið ákaflega fallegt. Þeg-
ar foreldrar mínir völdu mér
nafn stakk amma mín reyndar
upp á því að ég héti Ólafía sem
mér finnst vera annað nafn en
einnig fallegt. Svo fór að ég var
skírð Ólöf. En mér hefur alltaf
þótt hitt nafnið miklu fallegra og
passa miklu betur við mig og
mína heitu sál,“ segir Ólivía hlæj-
andi.
„Ég hef notað Ólafar-nafnið allt mitt
líf nema þegar ég hef verið að fara til út-
landa þá hefur þetta pirrað mig svo mik-
ið. Sérstaklega á Norðurlöndunum því
fólk spurði mig þá hvort Ólöf væri ekki
karlmannsnafn, eins og Ólaf. Ég hef því
notað Ólivía úti og fór að hugsa af
hverju ég léti bara ekki slag standa og
breyta nafninu mínu í það sem mig lang-
ar raunverulega að heita.“
Þegar Ólivía ákvað endanlega að láta
vaða áttaði hún sig á því að það tæki
tíma fyrir vini og ættingja að venja sig af
því að kalla hana Ólöfu og nota nýja
nafnið.
„Það er held ég erfiðasti þátturinn, að
fá fólk til að kalla mig nýja nafninu og
margir í fjölskyldunni hafa spurt mig:
Bíddu nú við, hvað ertu að spá? En ég
viðurkenni það alveg að ég er hvatvís og
kem yfirleitt þeim hugmyndum sem mig
langar að gera eitthvað úr í framkvæmd.
Ég gekk frá þessari breytingu fyrir
þremur mánuðum en ég kalla mig reynd-
ar sjálf stundum Ólöfu óvart. En auðvitað
svara ég því ef vinkonur mínar kalla mig
ennþá Ólöfu. En að skipta um vegabréf,
kort og allt er auðvitað svolítil vinna og
smá ferli en um leið skemmtilegt.“
Af hverju Ólivía en ekki Ólafía?
Ólivía er auðvitað fremur nýtt nafn
hérlendis, ekki nema 2-3 ára. Það var
alltaf hægt að nefna Ólafía og Ólavía en
aldrei með i – Ólivía. En mér fannst það
hreinlega fallegast og er ofboðslega ást-
fangin af þessu nafni. Svo er ég að flytja
til Noregs í sumar og finnst því mikill
plús að þurfa ekki að heita Ólafur þar,
passar ekki alveg við mína dívu!“
Ólivía viðurkennir að tveimur dögum
eftir nafnbreytingu, þegar hún sá nafnið
sitt í heimabankanum, hafi hún fengið
smá sjokk. „Hvað var ég að gera! Og í
nokkra daga var ég frekar ringluð.“
Börn Ólivíu þurfa að vanda sig við að kalla móður
sína nýja nafninu hennar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lét draum sinn um
nýtt nafn rætast
ÁNÆGÐ MEÐ AÐ LÁTA VERÐA AF ÞVÍ AÐ FÁ NÝTT NAFN
ÓLIVÍA GÍSLADÓTTIR ER EIN ÞEIRRA SEM
HAFA LÁTIÐ BREYTA EIGINNAFNI SÍNU.
Helgustaðanáma við Reyð-arfjörð dregur að sér mik-inn fjölda ferðamanna á
hverju ári. Engar tölur eru til um
hve margir ferðamenn fara um
námuna þar sem lítið er fylgst með
henni. Ferðamennirnir, innlenndir
sem erlendir, taka minjagripi, silf-
urberg, með sér úr námunni enda
silfurberg eitt fallegasta afbrigði af
steinum og sannkallað stofudjásn.
Frá 2010 hefur náman verið á
rauðum lista Umhverfisstofnunar. Í
skýrslu stofnunarinnar um rauða
staði segir: „Þar er að finna þau
svæði sem eru undir miklu álagi
sem bregðast þyrfti við strax.“
Sævar Guðjónsson, ferðaþjón-
ustubóndi á Eskifirði þar sem
hann rekur gistihúsið Mjóeyri,
segir ástandið á námunni allt ann-
að en glæsilegt. „Það eru engir
merktir stígar eða neitt og þá fer
fólk auðvitað bara hingað og þang-
að. Það komu einhverjir peningar í
þetta verkefni í fyrra en vanda-
málið er að það er alltaf króna á
móti krónu þannig að sveitarfélag-
ið þarf að leggja peninga á móti
ríkinu. Það er meðal annars
vandamálið.“
Sævar segir að hann ímyndi sér
að fjöldinn sem fari um svæðið sé á
bilinu 5-10 þúsund á hverju ári.
„Trúlega hefur það verið meira síð-
asta sumar enda komu margir inn-
lendir gestir hingað austur, flúðu
rigninguna suðvestanlands. Þarna
hverfur endalaust af steinum en það
veit enginn hversu mikið það er – en
það er mikið, svo mikið get ég sagt.“
Unnið hefur verið deiliskipulag
fyrir svæðið af sveitarfélaginu í
samráði við Umhverfisstofnun og
eru teikningar og í raun allt klapp-
að og klárt til að koma í veg fyrir
steinatökuna.
Stærstu silfurbergskristallar sem
fundist hafa komu úr Helgustaða-
námu en sá stærsti fannst í kring-
um aldamótin 1900 þegar 300 kílóa
steinn fannst í námunni.
Vá við heimsfræga námu
vegna ágangs túrista
HELGUSTAÐANÁMA ER EIN FRÆGASTA SILFURBERGSNÁMA Í HEIMI. HÚN VAR FRIÐUÐ 1975.
KRISTALLARNIR ERU MEÐ ÖLLU ÓVARÐIR FYRIR ÁGANGI FERÐAMANNA SEM TAKA STEINA
MEÐ HEIM SEM MINJAGRIPI. NÁMAN ER Á RAUÐUM LISTA UMHVERFISSTOFNUNAR.
Benedikt Bóas Hinriksson benedikt@mbl.is
Steinataka ferðamanna í Helgustaðanámu
hefur lengi verið áhyggjuefni.
Ljósmynd/Pétur Sörensson
Silfurbergið var notað í margt, t.d.
smásjár, áður en gerviefni komu til.