Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 9
30.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Í raun og veru hef ég verið að leita að frétt-um sem fjalla um vísindi og kannski aðeinsöðruvísi kima samfélagsins. Allir vefirnir sem ég hef verið að fara á hafa verið á ensku og stundum hef ég hugsað: Af hverju er ekki til svona vefur á íslensku? Svo ég fór að gera þetta sjálfur og útkoman er neisko.is,“ segir Guðmundur Oddsson þar sem hann situr á skrif- stofu sinni, eins og hann kallar það, kaffihúsi einu í Bankastræti. Guðmundur setti í vikunni vefinn neisko.is í loftið en þar má finna allskonar fróðleik, skemmtun og afþreyingu. Þetta er hálfgerður tímaþjófur – en skemmtilegur tímaþjófur. Guðmundur og félagar sem standa að vefnum með honum hafa áhuga á öllu sem tengist al- heiminum, öllum eins og hann leggur sig. Ekk- ert er of lítið eða of stórt, ekkert er of gamalt eða of nýtt. Ef efnið vekur þau viðbrögð að Guðmundur og félagar hugsi með sjálfum sér nei sko! – þá á það heima á vefnum. Markmiðið að einfalda textann Fjölmargir koma að síðunni með Guðmundi og hann leitar oftar en ekki til þeirra sem vita meira en hann um mál sem hann er að skrifa um. „En ætli megi ekki kalla mig brimbrjótinn. Markmiðið er að þetta eigi að vera vefur fyrir venjulegt fólk því við viljum einfalda vísinda- texta sem er allt of oft settur upp svolítið erf- iðlega. Ég hef alltaf verið nörd, í raun alveg frá því ég fæddist, og fylgst með svona fróðleik og fréttum. Þarna inni verður vonandi efni sem fólki finnst fróðlegt. Allt frá náttúrunni, alheim- inum, fólki og samfélagi. Ég hef stundum sagt að þetta sé Nýjasta tækni og vísindi á netinu,“ segir hann. Guðmundur segir að síðan hafi fengið jákvæð viðbrögð í netheimum, áætlanir voru um að ná 10 þúsund gestum á viku í lok apríl en það hef- ur nú þegar gerst og síðan varla byrjuð. Skarð- ið sem Sigurður H. Richter skildi eftir sig þeg- ar þáttur hans, Nýjasta tækni og vísindi, var tekinn af dagskrá forðum daga hefur nú loksins verið fyllt fyrir fróðleiksþyrsta lesendur. Ég hef alltaf verið nörd Guðmundur Oddsson á skrifstofu sinni með kaffi í annarri og tölvu í hinni. Morgunblaðið/Golli NÝR VEFUR, NEISKO.IS, FÓR Í LOFTIÐ Í VIKUNNI EN ÞAÐ ER GUÐMUNDUR ODDSSON SEM STENDUR VAKTINA Á BAK VIÐ LYKLABORÐIÐ. VEFURINN MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ BRÚA BILIÐ MILLI AFÞREYINGAR OG ÞEKKINGAR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Audi Q5. Notadrjúgur og glæsilegur. Fullkomlega samstillt hönnun. Skilvirkni er undirstöðuþáttur í hverju einasta smáatriði. Hönnun Audi Q5 skartar rennilegum línum sem gefa útlitinu sérlega tilkomumikinn blæ. Staðalbúnaður er m.a. rafdrifin opnun og lokun á afturhlera, skyggðar rúður, 3ja svæða loftkæling, leðuráklæði, bluetooth símkerfi, bi-xenon aðalljós og díóðuljós (LED). Audi Q5 kostar frá kr. 9.040.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.