Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 Fjölskyldan Hvar og hvenær? Salnum Kópavogi, laugardag kl. 13.30 og 15.30.Nánar: Tónskólinn Do Re Mi heldur árlega þematónleika ásamt því að fagna 20 ára afmæli. Nemendur skólans flytja skemmtilega tónlist. Verð er 1.500 kr. en 500 kr fyrir börn 14 ára og yngri. Do Re Mi tónleikar G leði ríkir á heimilinu enda Alma Hlökk litla nýkomin af leikskólanum með pabba sínum. Agnes, systir húsfreyju og Rúnar, unnusti hennar eru á förum eftir að hafa verið í heimsókn. Okkur Auði Rakel Georgsdóttur er ekkert að vanbúnaði að setjast svolitla stund saman í stóra leðursófann í stofunni til þess að ræða lítillega um heim- ilishaldið og búskapinn á bænum. „Við fluttum í þessa íbúð hér í Hraunbænum fyrir rösku ári. Hún var ekki í góðu standi þegar við keyptum hana. Gólfefnin, einkum parketið, þarfnast lagfæringar, þarf að slípa það upp og stórt gat hafði verið gert í vegg milli svefn- herbergis og baðherbergis. Það þurfti að fylla upp það, því inn um þetta gat komu mýs. Gluggarnir eru líka með svolitlar rakaskemmdir,“ segir Auður Rakel. Íbúðin er þriggja herbergja og þau hjón hafa af útsjónarsemi komið tölvu fyrir í rými þar sem áður var fataskápur, sem og er kommóða komin inn í fataskáp hinnar tveggja ára heima- sætu. Annað barn þeirra hjóna, dreng- urinn Myrkvi Hrafn, fæddist 23. desember sl. og á tölvuskjá á sófa- borðinu má sjá fjölmargar myndir af hinum nýja fjölskyldumeðlim, jafnt vakandi sem sofandi. „Við fórum heim með barnið á að- fangadagskvöld og einmitt þegar við vorum að spenna beltið á bílstól ný- fædda barnsins þá heyrðum við kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju hringja inn jólin. Okkur fannst það krúttlegt. Allt hefur gengið vel og Aggi er núna í fæðingarorlofi og auðvitað ég líka.“ Hvar hafið þið litla manninn? Á nóttunni er hann í rimlarúmi við hliðina á hjónarúminu, mín meg- in. En á daginn er hann í vöggu sem amma mín, Auður Egilsdóttir, á og notaði fyrir börnin sín fimm og ég sjálf og Alma Hlökk vorum líka í. Við Agnar vorum heppin að vera búin að kaupa okkur íbúð áður en drengurinn fæddist. Við fengum íbúðin okkar lækkaða vegna fyrr- nefndra skemmda en við máluðum og gerðum huggulegt, þó enn sé eft- ir að gera ýmislegt. Okkur líður mjög vel hérna, umhverfið er rólegt og ekkert heyrist á milli íbúða. Róluvöllurinn í garðinum okkar er skemmtilegur og gott aðgengi fyrir börn,“ segir Auður Rakel. En hver skyldi mest sinna börn- unum? „Við gerum það bæði, sennilega nokkuð jafnt þegar á allt er litið. Maðurinn minn er að vinna í steypufyrirtæki. Ég er fegin að hafa fengið hann í land, áður var hann á frystitogara fyrir norðan. Meðan hann enn var á sjónum bjó hann til tvíarma kertastjaka handa mér í sínum frítíma og kom mér svo á óvart með þessa gjöf þegar hann kom heim. Mér þykir mjög vænt um þennan kertastjaka af því Aggi bjó hann til fyrir mig og þetta er eitthvað sem maður getur alltaf átt. Sjálf hef ég verið í námi. Ég var í menntastoðum hjá Mími og lauk prófi þar og er nú í Há- skólanum í Reykjavík í frumgreinanámi. En vegna meðgöngunar varð ég að fara í námshlé. Ég ætla svo að halda áfram næsta haust. Enn er ég ekki ákveðin hvað ég tek fyrir þegar ég hef lokið frumgreinarprófi og hef feng- ið rétt til að fara í háskóla.“ Hvernig hagið þið hjónin heimilishaldinu? „Við skiptum heim- ilishaldinu jafnt. Aggi ryk- sugar, vaskar upp og þvær gólf til jafns við mig. Við erum líka með fasta þvottadaga, þvoum allan þvott á sunnudögum. Við reynum líka að taka einn dag vikunnar í tiltektir. Þá er allt skúrað og hreinsað. Hins vegar sér Aggi alveg um bílinn og allar viðgerðir. Ég sé frekar um þvottinn, brjóta saman og setja inn í skápa. Alma Hlökk tekur þátt í öllu saman, brýt- ur saman þvott og fær sína litlu fötu og tusku til að þurrka af í her- berginu sínu. Hún hefur ótrúlega gaman af þessu. Okkur finnst gott að hafa þessa reglu, hafa allt hreint og fínt. Ég ólst upp í Luxemburg, þar átti ég öll æskuárin og þar var heimilishaldið öðruvísi en hjá okkur. Mamma var heimavinnandi hús- móðir en pabbi minn er flugvirki og var oft að erlendis og var ekki mik- ið heima. Ég er því alin upp við nokkuð gamaldags heimilishald þar sem mamman sá um allt sem við- kom okkur börnunum. Hún sá um flest sem laut að heimilinu en pabbi tók auðvitað þátt í heimilishaldinu þegar hann átti frí, sem var frekar sjaldan. Agnar er ættaður frá Bíldu- dal og ólst upp á Sauðárkróki. Pabbi hans var held ég voða sjaldan heima líka, hann er sjómaður og ég býst við að mamma hans hafi séð um heimilishaldið að mestu. Aggi flutti að heiman 16 ára og fór að vinna og sjá um sig sjálfur. Hann hefur staðið á eigin fótum eftir það.“ Hvernig kynntust þið? „Við kynntumst í gegnum sameig- inlega vinkonu vorið 2010.Við byrj- uðum að búa saman undir haust sama ár. Við leigðum íbúð í Mos- Hvað með innbúið? „Við höfum ekki lagt mikla pen- inga í innbúið. Við erum með ým- islegt gamalt, t.d. saumavél sem amma mín og nafna gaf mér. Hún er saumakona og átti saumafyr- irtæki og þar hafði hún þessa saumavél til sýnis. Mér þykir vænt um að eiga þennan grip sem skraut. Af heimilistækjunum þykir mér einna vænst um plötuspilara sem við Aggi keyptum saman notaðan. Þá vorum við búin að safna fullt af vinylplötum og það gaman að geta loksins spilað allar plöturnar. Alma Hlökk biður oft um að settar séu plötur á fóninn, hún elskar að dansa og syngja. Við höfum annars verslað mest á Bland.is og IKEA og bætt þannig við það sem við áttum hvort um sig áður en við fórum að búa. Við eig- um allt sem við þurfum. Það sem við erum að kaupa núna er mest eitthvað fyrir stelpuna, inn í her- bergið hennar. Við kaupum einn og einn hlut í einu. Það er ekki hægt að kaupa heilt innbú í einu, einstaka sinnum höfum við safnað okkur fyr- ir hlutum, svo sem plötuspilaranum. Aggi átti stórt sjónvarp og ég lítið. Svo keyptum við okkur á Bland festingu til að hengja litla sjón- varpið á vegg í svefnherberginu. Mér finnst við Aggi heppin að hafa kynnst og allt hafi farið eins og það fór. Við erum hamingjusöm að hafa stækkað fjölskylduna og finnst við eiga mikið framundan. Maður getur kannski ekki planað mikið en lífið stoppar allavega ekki.“ HEIMILIÐ MITT Lífið stoppar allavega ekki Í DÁLITLU SNJÓFJÚKI OG DVÍNANDI DAGSBIRTU LIGGUR LEIÐIN HEIM TIL AUÐAR RAKELAR GEORGSDÓTTUR OG AGNARS FRIÐRIKS AGNARSSONAR SEM BÚA VIÐ HRAUNBÆ Í REYKJAVÍK. VIÐTÖKURNAR ERU GÓÐAR, LITLA DÓTTIRIN Á HEIMILINU, ALMA HLÖKK, VILL UMFRAM ALLT SÝNA LJÓSUM PRÝTT HERBERGIÐ SITT OG BÝÐUR SVO HÖFÐINGLEGA TIL STOFU TIL AÐ SÝNA DÚKKUVAGNINN SINN, SEM STENDUR FYRIR FRAMAN SJÓNVARPIÐ. Guðrún Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com Morgunblaðið/Kristinn Saumavélina átti Rakel, amma Auðar Rakelar. Hún hafði hana uppi við, til sýnis í fyrirtæki sínu. Auður Rakel Georgsdóttir með börn þeirra Agnars, Ölmu Hlökk næstum3 ára og Myrkva Hrafn 3 mánaða. fellsbæ, ágæta íbúð. Þá var ég að vinna í Krikaskóla, sem er leikskóli og grunnskóli. Svo komumst við fljótlega að því að við ættum von á Ölmu Hlökk. Ég vann eitthvað á meðgöngunni en fór svo í fæðing- arorlof þegar hún fæddist. Eftir fæðingarorlofið fluttum við úr Mos- fellsbæ í Grafarholt og seinna í Hafnarfjörð. Ég hætti að vinna í Krikaskóla eftir fæðingarorlofið og var heima með barnið. Mér fannst það mjög notalegt. Okkur fannst hún of ung til að fara strax til dag- mömmu og við gátum þetta, af því að Aggi hafði þá ágætar tekjur á frystitogaranum. Við vildum þó gjarnan að hann fengi vinnu í landi. Hann lét verða af því að hætta á sjónum og fór í skóla. Hann fór í Nýja tölvuskólann eina önn. Í sumar sem leið var hann atvinnulaus og ég ófrísk, þá var svo- lítið erfitt. En í lok sumars fékk hann vinnu og nú er allt á uppleið aftur. Hann hugsar sér þó að læra meira þegar tækifæri gefst. Við Aggi teljum okkur heppin að hafa tekist að kaupa íbúð og erum ánægð með að hún var á lækkuðu verði vegna ónógs viðhalds. Það er gott að eiga sitt eigið heimili og vera ekki á leigumarkaðinum, það er ekki þægilegt að þurfa að leigja. Annað hvort hækkar leigan eða íbúðirnar seljast og öryggi er lítið. Okkur fannst plús að kaupa íbúð sem þarfnaðist viðgerða því Aggi getur gert svo mikið sjálfur. Hann ætlar að breyta baðherberginu, slípa parketið og laga gluggana.“ Plötuspilarinn sem Auður og Agnar maðurinn hennar keyptu saman og er í miklu uppáhaldi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.